Tíminn - 14.05.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.05.1977, Blaðsíða 3
'-•AV.-*-*. Laugardagur 14. mal 1977 Hvar verður jaröstöðin sett upp? Við Akranes, eða við mynni Borgarf j arðar? HV-Reykjavik — Einn af þeim stöðum sem til greina koma um staðsetningu jarðstöðvarinnar, er Akranes því hér er talið að séu góð skilyrði til að taka við sendingum frá gervihnetti segir i stuttri fréttagrein í blaðinu Umbrot þann 6. mai sfðastlið- inn, cn blað þetta er gefið út á Akrancsi. 1 fréttagrein þessari segir, og er ekki ofmælt að mikið hafi verið rætt um jarðstöö þá, sem islenzka rikið og Mikla norræna ritsimafélagið muni reisa hér i sameiningu. Það sem einna mest hefur verið um rætt er staðsetning stöðvarinnar og hefur þar sitt sýnzt hverjum. Má i þvi sambandi minna á, að ibúar Vikur i Mýrdal föru þess á leit, að stöðin kæmi i stað lóransstöðvarinnar á Reynis- fjalli, sem lögð verður niður um næstu áramót, svo og hafa önn- ur sveitarfélög sýnt áhuga á að fá stöðina.. Ekki hefur reynzt unnt að fá upplýsingar um fyrirhugaða staðsetningu stöðvarinnar hjá opinberum aðilum, enda tæp- lega von þar sem hún er ekki enn ákveðin. Hins vegar má gera sér nokkuð skýra mynd af þeim stöðum sem mögulegir eru, ef tekin eru til greina nokk- ur takmarkandi atriði, sem stöðin setur af sjálfu sér. Fyrsta atriðið er það, að stöð- in má ekki vera á stað sem hef- ur byrgt útsýni til suðurs, þvi að loftnet hennar mun taka geisl- ann frá gervihnettinum undir aðeins seytján gráðu horni til suðurs. betta atriði útilokar ó- sjálfrátt allt norðan- og austan- vert landið, svo og Vestfirði og fleiri svæði. Annað atriðið er það, að stöðin má ekki vera á jarðskjálfta- svæði sem útilokar súðurlands- undirlendið, Reykjanesið og svæðið hér suður og suð-austur af Reykjavik, þvi jarðskjálfta- belti liggur austur eftir landinu, rétt um sextugasta og fjórða breiddarbaug og kemur ekki til greina aö staðsetja hana i minna en tuttugu kilómetra fjarlægð þar frá. Þriðja atriðið er fjarlægð frá Reykjavik. í framtiðinni munu simasambönd okkar við útlönd fara um jarðstöðina, og þvi verður hún að vera i góðu sam- bandi við Reykjavik. Miöað er við beint radiósambands milli stöðvarinnar og Reykjavikur, það er, að sambandiö verði að- eins á einum radióhlekk, sem takmarkar fjarlægð frá höfuð- borginni við fimmtiukilómetra beina loftlinu og sjónlinu að auki. Fjórða atriðiðer veðurfar, þvi óæskilegt er að stöðin verði sett upp þar sem sviptivindar eöa mikil veðurhæð getur skaðað loftnetið. Þegar tekinn er fimmtiu kiló- 'J metra radíus út frá Reykjavik, 1 kemur i ljós að meir en helm- ingur þess svæðis, sem innan hans er, kemur ekki til greina vegna jarðskjálftahættu. Takmörk vegna skorts á sjón- linu til suðurs koma i veg fyrir staðsetningu norðan undir hlið- um á meginhluta þess svæðis sem eftir er, veður takmarka möguleika til þess að setja stöð- ina upp á fjall einhvers staðar, þannig að þegar saman er kom- ið krafan um sjónlinu til suðurs, seytján gráður yfir sjóndeildar- hring^krafan um beina sjónlinu til Reykjavikur, úr mastri sem ekki væri hærra en sextiu metr- ar, krafan um litla jarðskjálfta- hættu og krafan um veðursæld, má i raun takmarka mögulegt svæði þvi sem næst við svæðið norður af Reykjavik, frá Akra- nesi og suður undir Akrafjall upp á Mýrar, rétt norðan við Arnarstapa. A þessu svæði koma að minnsta kosti tveir staðir sterk- lega til álita. Annars vegar staðsetn’ing I nágrenni Akraness, þar sem skilyrði þykja nokkuð góö. Hins vegar staðsetning nálægt mynni Borgarfjarðar að norð- an, I námunda við örbvgljustöð Með nokkuð mikilli vissu má á- lykta að jarðstöðin veröi staö- sett á þessu svæði. þá sem Landssiminn rekur við Gyrðisholt i iandi Miðhúsa. Er ef til vill ekki f jarri lagi að álykta sem svo að annar hvor þessara staða verði fyrir valinu. Hægt er að hafa jarðstöðina sjálfa i nokkurra kflómetra fjarlægð frá tækjum þeim sem samband hennar við Reykjavik verður rekið á, þvi unnt er að leggja jarðkapal nokkra kiló- metra án þess sambandiö liði fyrir það. ASI gefur út kröfubæklinga: SKÖPUN MENNINGARLEGRAR STÉTTARSKIPTINGAR HÉR VERÐUR AÐ STÖÐVA 'r7-c> N.1 * ÞETTA VILJUM VIÐ i ■ HV-ReykjavIk— Alþýðusamband Islands hefur nú gefið út bækling, sem ber yfirskriftina „Þetta vilj- um viö”, þar sem fjallað er um kröfur þær sem sambandið hefur markað, grundvöll þeirra og ástæður til þeirra. Fleiri bækling- ar munu fylgja á eftir, en þessum fyrsta verður dreift bráðlega. 1 þessum fyrsta bæklingi er gerð grein fyrir þeim grund- vallaratriðum i kjarabaráttu þessa árs, sem þing AS markaði i vetur. Siðan er fjallað itarlega um tvö atriði þar af, það er síytt- ingu vinnuvikunnar og félagsleg- ar ibúðabyggingar. Þar segir: Krafan um raunverulega stytt- ingu vinnuvikunnar hefur orðið æ háværari i launþegasamtökunum og helzt i hendur við þá kröfu, að launþegum verði gert kleift að lifa mannsæmandi llfi af dag- vinnutekjum sinum einum. Aukin tengsl viö verkalýð annarra landa og þekking á kjörum hans hefur einnig sýnt islenzkum verkalýö aö þessar kröfur eru bæði rétt- mætar og raunsæjar. Sú stað- reynd, aö i nágrannalöndum okk- ar er aukavinna ekki leyfö nema I undantekningartilfellum sannar réttmæti þessarar kröfu. 1 hugtakinu mannsæmandi lifi felast ekki eingöngu nægar tekjur til að framfleyta einstaklingnum og fjölskyldu hans. í þvi felst einnig frelsi til að ráða llfi sinu, njóta þess og þeirra möguleika sem fyrir eru i þjóðfélaginu til lifsfyllingar. Þar má nefna heil- brigt tómstundastarf, hvers kon- ar menningarneyzlu, ferðalög og þess háttar. Meöan vinnutimi og launakjör á borö við það sem tiðkast hér á landi haldast óbreytt, veröa möguleikar verkalýösins til svo sjálfsagðrar lifsfyllingar áfram litlir sem engir. Slikt skapar þaö ástand, að hvers konar menning- arstarfsemi verður aðeins á færi fárra útvaldra: hér skapast menningarleg stéttaskipting. Þessa þróun verður að stöðva. Sá langi vinnudagur sem hér tiðkast býður einnig upp á minni afköst verkamannsins, þar sem maöur, sem vinnur svo langan vinnudag og nýtur svo litillar hvildar, afkastar ekki þvi sama og úthvildur maður gerir. Þess vegna er unnt að stytta vinnutim- ann á Islandi, án þess að lækka heildartekjur. Þetta sanna dæmi erlendis frá. Um félagslegar íbúðabygging- ar segir i bæklingnum. Byggingarsjóði verkamanna veröi gert kleift að fjármagna þann ibúöafjölda, sem árlega er þörf á að byggja fyrir launafólk innan ASl. Jafnframt veröi sveit- arfélögum gert kleift að hafa til ráðstöfunar nokkurt magn leigu- ibúða fyrir þá sem lakast eru settir vegna sjúkleika, ómegðar og annarra þess háttar aðstæöna. Lán til slikra leiguibúöa séu sam- bærileg við lán til verkamanna- bústaöa, og endursala þeirra bönnuö. Þannig verði byggt fyrir efna- litið fólk á starfsaldri innan ASÍ eigi minna en sem svarar þriöj- ungi af árlegri íbúðaþörf lands- manna, sem samkvæmt spá Framkvæmdastofnunar rikisins eru 800-950 ibúöir á ári til 1980. Rlkissjóöur fjármagni Bygg- ingasjóö verkamanna alfariö og sjái honum fyrir þvi fjármagni, sem þarf til að standa undir ár- legri þörf fyrir ibúðir i verka- mannabústöðum um land allt. Leggi sveitarfélög fjármagn til sjóösins verði það gert 1 formi fasts iðgjalds, en ekki sett sveit- arfélögum i sjálfsvald. Byggingarsjóður verkamanna veiti lán sem svarar 80% bygg- ingakostnaðar. Lánskjör Byggingasjóös verka- manna séu i heild I samræmi viö greiðslugetu láglaunafólks i stétt- arfélögum og greiöslubyröi vegna lána af ibúð ekki yfir 15% af dag- vinnutekjum viðkomandi. Alþýðusambandi Islands verði gert kleift að fylgja fram efndum á gefnum fyrirheitum með beinni aöild að stjórn sjóðsins. Þannig geti sambandið gætt hagsmuna umbjóðenda sinna. Stofnuð verði byggingarfélög efnalitils fólks i stéttarfélögum innan ASl, sem hefur hug á ibúð- um i verkamannabústöðum. Efnahagur launþega, en ekki árstekjur einar ákvarði rétt til fé- lagslegrar aðstoðar viö húsnæöis- öflun. Umferð um Heið- mörk bönnuð SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavikur hefur beðið um aö koma eftirfarandi á fram- færi við almenning: Sökum langvarandi frosta á auöa jörð í vetur fer klaki óvenjulega seint úr jörð á þessu vori. Umferö um Heið- mörk þar meö talinn Vlfils- staðavegur veröur þvl ekki leyfö aö sinni, ekki verður heldur leyft að tjalda neins staðar innán Heiðmerkur- girðingar aö svo stöddu. Sauðburðurinn erfiður tími að þessu sinni JH-Reykjavik. — Bændur eiga yið mikla crfiðleika að striða viða um land sökum þess, hve seint hlýnar. Að sjálfsögðu er afargjaffellt, þegar svona scint grær, og stöku maður er kominn I hcyþrot, en hitt veldur þó mestum örðugleikum, að sauð- burður cr hafinn og margt tvi- lembt og jafnvel þrilembt, svo aö ákaflega er þröngt I húsum. Viðast hvar eru fjárhúsin nokkurn veginn full aö vetrin- um, o'g þegar lömbin bætast við og þörf gerist að stia fénu sund- ur, lenda margir i miklum vandræðum að sjá öllu far- borða. Það eru þess vegna horfur á, að sauðburðurinn verði mörg- um óvenjulega erfiður timi, og þeim mun erfiðari sem lengri dráttur kann að verða á þvi, að vorhlýindin komi og jörð grói. Við þetta bætist svo, að naumt er viða um fóðurbæti vegna flutningatregðu og yfirvinnu- banná. KJ-Reykjavik. t dag er opnuö I Norræna húsinu myndverkasýning Braga Asgeirssonar og mun sýningin standa I 10 daga. A sýningunni eru 60 myndir, flestar frá þessu ári en sumar eldri, eöa alltfrá 1954. Einkunnarorð sýningarinnar munu vera: „Dægur og jafndægur, — timinn og nútiminn”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.