Tíminn - 14.05.1977, Blaðsíða 28

Tíminn - 14.05.1977, Blaðsíða 28
28 Laugardagur 14. maf 1977 Anton Mohr: Árni og Berit fleygði sér grátandi um hálsinn á Árna, og rig- . hélt sér þar, þangað til varðmaðurinn sleit þau i sundur, og gæzlukonan ? dró Berit með sér út úr herberginu. barnatíminn 5. Ævintýroför um dynk. Þau voru i fang- elsi. Til hægri voru dyr inn i skrifstofu. Þar var þeim visað inn og hafinn yfirheyrsla. Voru þau fyrst spurð venjulegra spurninga um nafn og þjóðerni. Siðan var hæðin mæld, athugaður háralitur og litur augna, likamsbygging og ein- kenni, og allt nákvæm- lega niðurritað. Þvi næst var klæðnaði þeirra lýst, — efni, lit og sniðum, en loks kom sjálf ákæran. Þau voru ákærð fyrir þátttöku i morði borgar- stjórans i Tomsk. Að lokum voru hand- járnin losuð af þeim. Þeim fannst i fyrstu sem þau hefðu endurheimt frelsi sitt, en eftir litla stund fannst Berit, að hún hefði heldur viljað vera hlekkjuð áfram við bróður sinn, — þvi að nú ávarpaði varðmaðurinn hana á frönsku og sagði: ,,Þér, ungfrú Stuart, skuluð nú fylgja þessari stúlku þarna yfir i kvennadeild fangelsis- ins, en bróðir yðar verð- ur hér eftir”. Þá brást Berit kjark- urinn og hún hrópaði há- grátandi: ,,Eigum við ekki að fá að vera sam- 0 Asíu! an? Þér megið ekki láta mig vera aleina i þessu hræðilega landi, þar sem ég þekki engan. Ég skil heldur ekki eitt ein- asta orð i málinu. Elsku, góði varðmaður slitið okkur ekki i sundur! Ég get ekki verið án bróður smins, og hann getur ekki verið án min held- ur”, bætti hún við alveg örvilnuð og leit til Árna i gegnum tárin. Varðmaðurinn varð hrærður, er hann sá ör- væntingu þessarar fall- egu, útlendu stúlku, en vegna starfs sins reyndi hann að sýnast harður og ósveigjanlvgur. „Nei , stúlkan min. Það get ég ekki. Þetta er fangelsi og ég verð að fylgja reglunum. Þér er- uð stúlka, — hann er maður, og hvort ykkar skal vera i sinni deild. Þið megið heldur ekki gleyma þvi, að þið eruð bæði undir ákæru um al- varlegan glæp, — þátt- töku i morði á einum okkar bezta stjórnmála- manni á þessum slóðum. Ég hef engar ástæður til að vikja neitt frá reglun- um, hvað ykkur snert- ir”. Þá sá Berit, að bar- átta var vonlaus. Hún Árni þjáðist ekki minna. Hann stóð þarna náfölur og barðist við grátinn. Nú fannst hon- umsem fokið væri i flest skjól. Varðmaðurinn kom til hans og gerði honum skiljanlegt með bendingum, að hann ætti að fylgja sér eftir. Þeir gengu út og yfir hellu- lagt svæði, upp steyptar, háar tröppur og inn i aðra stofu. Þar voru all- ir hlutir teknir af Árna nema úrið, sem hann var með i vasa sinum. Ekki var hann þó klædd- ur úr hverri spjör. Hann fékk þvi að halda fjár- sjóðnum dýrmæta sem falinn var i leðurbelti, sem spennt var á hann innan klæða. Úr far- angri hans var honum afhentur tannbursti, sápa og handklæði. Einnig náttföt og ytri fatnaður, en engin skjöl eða vegabréf. Þegar hann hafði tekið við þessu, var haldið áfram með hann upp stiga og inn i breiðan gang. Til beggja handa voru margar dyr. Einar dyrnar voru opnar og þar var Árna visað inn. Vörðurinn aflokaði dyr- unum að utan. Árni var fangi. Þetta fangahúsi Irk- utsk, sem systkinin voru sett i, var á þeim timum vandaðasta fangahús i Irkutsk, og talið bezt af fangahúsum Rússlands. Það var alveg nýtt hús. Byggt árið 1912. Sendi- nefndir frá ýmsum hér- uðum hins viðlenda rikis voru stöðugt i heimsókn til að skoða þessa fyrir- mynd. En þótt húsið væri nýtt, var það engin uppbót fyrir Árna. Hann var fangi. Það fann hann glöggt, er hurðin skall i lás. Innan á hurð- inni var hvorki hand- fang eða skráargat. Hurðin var slétt, klædd stálþynnu og féll þétt að stöfum. Ofan til i hurð- inni var ofurlitið kringl- ótt „auga” en þannig út- búið að hægt var að sjá inn um það um allan klefann, en fanginn gat ekkert séð út. Þennan fyrsta dag i fangaklefanum leið Árna hræðilega illa. Hvað ætli yrði um þau? Alveg örvilnaður æddi hann fram og aftur um klefann. Aftur og fram, — fram og aftur, — án- hvildar. Stundum settist hann augnablik niður eða fleygði sér á bekk- inn. Aumingja Berit! Liklega liður henni ekki betur. Allt væri liklega eins hjá henni, — naktir veggir, járngrindur fyr- ir gluggum og harðlæst hurð. Þetta var hræði- legt. Árna fannst hann vera Dúfa eins og villidýr i búri. Sérstaklega fann hann til þess i útivistartiman- um sem var aðeins stundarfjórðungur. Þá var honum hleypt út i eins konar bás, sem var fimmtán skref hans á lengd, en meðfram eða á milli básanna var ókleif plankagirðing. Þvert yf- ir básana og á milli þeirra voru eins konar brýr og þar gengu fangaverðir fram og aft- ur með hlaðnar marg- hleypur. En það, sem sérstaklega minnti Árna á villidýrabúr, var það að útveggurinn á þess- um bás eða þaklausa klefa, var gerður af þéttum jámrimlum og út milli þeirra sá Árni snæþaktar skógivaxnar hæðir eða ásadrög i fjar- lægð. Og það sá Árni strax að iðjuleysið og þessi til- breytingalsua hreyfing var honum stórhættuleg. Hann varð að hafa eitt- hvað fyrir stafni, annars gat hann orðið vitstola. Þessar rússnesku bækur, sem lágu á borði i klefanum, gat hann ekki lesið. Hann skildi naumast nokkurt orð i rússnesku. Að því leyti var hann verr settur en rússneskir fangar. Einn daginn herti hann upp hugann. Vörðurinn sem þá færði honum matinn, var aðeins vingjarnlegri á svipinn en félagar hans. Árni stóð með bók i hendinni benti á les- málið og hristi höfuðið. „Skil ekki” átti það að merkja. Vörðurinn skildi, hvað Árni átti við, og aumkvaðist yfir hann. Um kvöldið færði hann Árna nokkrar enskar og þýzkar bækur sem verðirnir fundu i bókasafni fangelsisins. Þær voru eftir gömul þekkt skáld, svo sem: Dickens, Shakespeare, Goethe og Lessing. Þetta var vitanlega mikil úrbót, enda þótt þessir gáfuðu, gömlu skáldspekingar væru Árna ærið torskildir á þessum aldri og undir þessum kringumstæð- um. En svo var það eina nóttina, er Árni bylti sér friðlaus á hörðum bekknum og gat ekki sofnað. að hann fékk nýja hugmynd. Hann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.