Tíminn - 14.05.1977, Blaðsíða 16
H
Laugardagur 14. mal 1977
Agnar Gudnason:
Lausnin fundin:
Flytjum meira
inn, minna út
l'iKlaiifarna daga liafa birz.t i
Dagblabinu greinar, þar sem
reynt er ab telja leseiuluui jjess
tru nm.aft bagstæftara yrfti aft
l'lvtja inn búviirur frá Dan-
niiirku en aft framleifta þær hér
á landi.
Þar sem ég reikna með að fá-
einir lesendur Timans gluggi
öðru hvoru i Dagblaðið, þá er
fróðlegt t'yrir þá, og einnig aðra
lesendur, sem aldrei sjá Dag-
blaðið, að fá smá sýnishorn af
þessum hlekkingarskrifum
blaðsins. Eftirfarandi athuga-
semdir voru sendar Dagblaðinu
til leiðréttingar á verðútreikn-
ingi þeirra á innfluttum kartöfl-
um:
Ef f'lutt vrfti frjálst frá Dan-
mörku:
Nevtendur mundu greiöa 14,79
kr. meira fyrir kartöflukilóift
Taliö var, að Dagblaðsmenn
heföu fengið nóg i bili af
kartöfluinnflutningi, eftir æfin-
týri þeirra með mexikönsku
kartöflurnar. Svo virðist ekki
vera, þvi nú vilja þeir kaupa
kartöflur frá Danmörku sam-
kvæmt frétt blaösins 10. mai.
Þar var fullyrt, aö ef innflutn-
ingur væri frjáls á þessari nauð-
synjavöru, mundi verðið lækka
um 29 kr. hvert kg i smásölu.
Staðreyndin er aftur á móti, að
ef umræddar kartöflur yröu
fluttar inn, mundi veröið hækka
um kr. 14,79 hvert kg miðað við
smásöluverð á sambærilegum
kartöflum hér á landi i dag.
Þvi miður fyrir þá Dagblaðs-
menn voru verðútreikningar
þeirra ekki réttir, enda munu
þeir óvanir og reynslulausir i
viöskiptamálum, sérstaklega
þegar um landbúnaðarafurðir
er að ræða.
Eftirtalin gjöld gleymdust i
verðútreikningi Dagblaðsins:
Magn 1000 kg
Tollur................2.569kr.
Stofnlánadeildargjald ...830kr.
Erlend sérfræöiþj. .200kr.
vottorð
Matskostnaður inmendur 200kr.
Leyfisgjald............273 kr.
Pökkunarkostnaður .. .10.161 kr
Samtals 14.233kr.
vantaliöhjá Dagblaöinu.
Hýrnun er 6%, þannig að til
jafnaðar koma til sölumeðferö-
ar 940 kg úr einu tonni. Heild-
söluverð á Dagblaðstilboðinu
yrði þvi kr. 98.15. Heildsöluverð
á sambærilegum kartöflum er i
dag kr. 85.15 hvert kg. Útilokað
er að fá kartöflur frá Danmörku
sem mundu flokkast i 1. verö-
flokk, en af erlendum kartöflum
eru þaö eingöngu Bintje og þær
eru ófáanlegar til útflutnings.
bær kartöflur sem Dagblaös-
mönnum hafa staðið tilboða eru
þá af öðru afbrigði, t.d. Alfha,
en skráð útflutningsverö á þeim
i dag, 11. mai 1977 eru dkr. 1900
hvert tonn.
Smásöluverð á öðrum verð-
flokki hér á landi er 97.20 hvert
kg, en smásöluverö á Dagblaðs-
kartöflunum mundiverða 111.99
kr. hvert kg.
Aðalfundur
Ættfræði-
félagsins
Ættfræftifélagiö hélt aöalfund
sinn fyrir skömmu. Hafinn er á
vegum félagsins undirbúningur
aö útgáfu á allsherjarmanntalinu
frá 1801, en þaö er hin merkasta
heimild, ekki aöeins ættfræöilega
heldur engu síftur hagfræöilega á
inargan hátt. Félagiö hefur áöur
gefiö út manntaliö frá 1816, en þaö
er ekki til úr nándar nærri öllum
sóknum á landinu. 1 manntalift
1801 vantar hins vegar ekki neitt.
Félagsmenn i Ættfræðifélaginu
geta allir«orðið sem hafa áhuga á
ættfræði og vilja hlynna að henni
og stuðla að útgáfu heimildarita
um bau efni.
A aðalfundi félagsins flutti Ind-
riði Indriðason rithöfundur erindi
sem hann nefndi: Spjall um
skemmtan og gagnsemi ættfræði-
rannsókna.
Stjórn Ættfræðifélagsins skipa
nú: Ólafur b. Kristjánsson for-
maður, Bjarni Vilhjálmsson, Jó-
hann Gunnar ólafsson, Pétur
Haraldsson og Jakobina Péturs-
dóttir.
r lorgnfti á hreiðri — ein flórgoöabyggö er I nágrenni höfuðstaö-
arins, en menn eru uggandi um hana sökum nágrennis hennar
vift álverift i Straunisvik — Ljósmynd Grétar Eiriksson.
Fuglaskoðunarferð
á Reykjanesskaga
Ferftafélag tslands efnir til
fuglaskoftunarferöar u m 1V1 iftnes
og á Ilafnaberg á sunnudag
og þar er vorönn mikil I
riki fuglanna um þessar mund-
ir.
Aætlað erað leggja af stað frá
Umferðarmiðstöðinni (að
austanverðu) kl. 9.30 árdegis.
Ekið verður að Garðskagavita
og hugað að fuglum þar, si'ðan
til Sandgerðis og Hafna. Þá
veröur Hafnaberg skoðað, en i
berginu er mikið fuglalif og má
þar sjá allan islenzkan bjarg-
fugl nema haftyrðil.
Á heimleið verður komið við
hjá Reykjanesvita en þar gefát
mönnum kostur á að sjá silfur-
máv.
Leiðsögumaður, ,verður dr.
Arnþór Garðarsson fuglafræð-
ingur.
Fólki skal bent á að hafa með-
ferðis s jónauka og þeir sem eiga
Fuglabók Almenna Bókafélags-
ins, ættu að hafa hana meðferð-
is.
NÁMSKEIÐ UM ARÐSEMI
OG ÁÆTLANAGERÐ
— á vegum Stjórnunarfélags Norðurlands
Stjórnunarfélag Norfturlands
gengst fyrir námskeiöi um arö-
semi og áætianagerö dagana
20.-21. maí n.k. á Hótel Varöborg
á Akureyri. Tilgangur nám-
skeiösins er aö veita stjórnendum
fyrirtækja á Noröurlandi aö-
gengilega og hagnýta fræöslu tii
beinna nota i daglegu starfi
þeirra.
Leiðbeinandi veröur borsteinn
Þorsteinsson, rekstrarhagfræð-
ingur hjá Hagvangi h.f.,
Reykjavik, sem hefur verið ráð-
gjafafyrirtæki allmargra fyrir-
tækja á Noröurlandi. A nám-
skeiðinu verður fjallaö um fram-
legðarhugtakið, arðsemis-
athuganir, verðlagingu, notkun
bókhalds sem stjórntækis, áætl-
anagerð o.fl.
Er þaö von Stjórnunarfélags
Norðurlands aö forsvarsmenn
fyrirtækja á Noröurlandi noti
þetta tækifæri til að afla sér auk-
innar þekkingar á sviði stjórnun-
ar og reksturs. Formaður Stjórn-
unarfélags Noröurlands er Ragn-
ar Bjarnason, skrifstofustjóri
Slippstöðvarinnar á Akureyri.
Framkvæmdastjóri er Lárus
Ragnarsson, Kringlumýri 4,
Akureyri.
Magnús á I.ágafelli afhendir Bjarna Þorkelssyni bikarinn.
Hestamót á
Rangárbökkum
PÞ-Sandhóli. — Um síðustu helgi
var lialdið vormót á vegum hesta-
mannafélaga á Suöurlandi, aust-
an Hellisheiöar. Fór mótiö fram á
Rangárbökkum og tókuþáttiþvi
alls 26 stóðhestar. Framkvæmda-
stjöri mótsins var Magnús Finn-
bogason frá Lágafelli. Dómnefnd
skipuðu þeir Sigurftur Haralds-
son, Vaiur Þorvaldsson og
Þorkell Bjarnason.
Fimm hestar voru i elzta ald-
ursflokki, 6 og 7 vetra, og varö
Fengur, undan Þokka frá Bónd-
hdli stigahæstur á mötinu, hlaut
7,74 stig og vann til farandbikars
sem útibú Búnaðarbankans á
Hellu gaf fyrir nokkrum árum.
Eigandi Fengs og knapi er Bjarni
Þorkelsson frá Laugarvatni.
Annar i þessum aldursflokki varö
Sindri frá Hofstaðarseli, undan
Visi á sama stað, og hlaut 7,45
stig. Eigandi er Gunnarsholtsbú-
ið. Þriðji varö Freyr frá Gljúfri
ölfusi, undan Herði á Kolkuósi,
hlaut 7,20 stig. Eigandi Vigfús
Sigvaldason Hveragerði.
I flokki fimm vetra kepptu
fimm hestar. Efstur varð Adam
frá Kirkjubæ, undan Þætti á
sama stað, hlaut 7,35 stig. Eig-
andi hans er Grétar Haraldsson
Miðey. Annar varð Goði frá
Laugarnesi, undan Flosa frá
Sandgerði, hlaut 7,14 stig. Eig-
andi Erling Sigurðsson Rvik og
keppti hestur hans sem gestur á
mötinu. Þriðji varð svo Hersir frá
Lágafelli, undan Jónatan á sama
stað, hlaut 7,12 stig og er eigandi
hans Magnús Finnbogason Lága-
felli.
t flokki 4 vetra kepptu 16 hest-
ar. Sigurvegari varð Moldi frá
Steinum A-Eyjafjöllum, undan
Létti frá Vik, hlaut 7,64 stig. Eig-
andi er Moldafélagið Asmundar-
stöðum. Annar varð Fönix frá
Vik,undan Fylki frá Flögu, hlaut
7,63 stig og er eigandi Anton Guð-
laugsson Vik. Þriðji varð Léttfeti
frá Efri Gegnishólum, undan
Fróða frá Hesti, hlaut 7,62 stig.
Eigandi haiis er Félagsbúið
Gegnishólum.
Frá Raufarhöfn:
Blómlegt menn-
ingarlíf og spakt
mannlíf
KJo-ReykjavÍk— A Raufarhöfn
hefur verið kuldatiö en stiilt og
bjart aö undanförnu. Togari
þeirra Raufarhafnarmanna,
Rauöinúpur, hefur veriö siipp i
Reykjavik og var m.a. settur i
hann flotvörpuútbúnaöur. Minni
bátar á Raufarhöfn gera annars
út á grásieppu- og þorskanet, og
eins og annars staftar hefur grá-
sleppan Iftið gefift sig aö, en bet-
ur hefur gengiö á þorskanetun-
um nú en undanfarin vor. /
Þetta m.a. kom fram þegar
blaðamaður Timans hafði sam-
band við Karl Agústsson, fram-
kvæmdastjöra Jökuls h.f. á
Raufarhöfn. Jökull er stærsta
útgerðarfélag Raufarhafnar-
manna, hlutafélag hrepps- og
bæjarbúa, rekur frystihús á
staðnum og skuttogarann
Rauðanúp. .
„Menn eru spakir hér um
slóðir”, sagði Karl ennfremur,
„ætli þeir fáist nokkuð til að
vinna meira en átta tirna fram-
ar, það er bara hvort menn lifi á '
þvi”, bætti hann við og var að
heyra hinn brattasti.
Á Raufarhöfn eins og annars
staöar á landinu hefur grá-
sleppuvertiðin valdið mönnum
vonbrigðum. Taldi Karl aö afl-
inn I ár væri a.m.k. helmingi
minni en I fyrra. Hins vegar
gera þrir bátar út á þorskanet
og hafa aflaö sæmilega og feng-
ið meira en undanfarin vor.
Rauðinúpur er aftur kominn á
sjó en var I slipp og bundinn i
Reykjavikurhöfn i u.þ.b. mán-
uð. Þar var settur I hann allur
útbúnaöur til flotvörpuveiða og
eru menn bjartsýnir á viðgang
þeirrar veiðiferðar. Ekki
kvaðst Karl hafa frétt af afla-
brögðum togarans en átti þó
fastlega von á honum til löndun-
ar eftir helgina. Þegar hann var
inntur eftir áhrifum yfirvinnu-
bannsins ög verkfallshættu,
sagðist hann vera bjartsýnn á
að þetta gengi allt vel, ef til þess
kæmi væri alltaf hægt að hengja
upp I skreið.
Undanfarin sumur hafa verið
reknar verbúðir á Raufarhöfn
en Karl kvaðst ekki vita hvort
framhald yrði þar á, allt mundi
það ráðast af framboði vinnu-
afls þar á staðnum.
Menningarlif hefur staðið i
miklum blóma þennan vetur.
Starfandi var á staðnum tónlist-
arskóli og voru þar við nám
rúmlega 40 einstaklingar en i-
búar á staðnum eru alls um 500.
Margrét Bóasdóttir söngkona
kennir þar söng og ungur aust-
urriskur tónlistarkennari frá
Vinarborg kennir á ýmis hljóð-
færi.
Karl vildi að lokum vekja at-
hygli á óunandi ástandi flug-
vallamála á Raufarhöfn. Völl-
urinn hefur lengst af verið ófær
til lendingar enda slitlagið orðií
svo lélegt að hann er hrein eðja I
leysingum og vatnagangi. Er þó
ekki á bætandi þvi að eins og all-
ir vita eru vegir á Sléttu engin
hagleikssmið.
Snjór er ekki mikill á Sléttu
þessa dagana en meiri austan'
við ög vestan. Heilsufar hefur
verið gott og litiö um pestir i
fólki. Taldi Karl aö Raufarhafn-
arbúar yndu glaðir við sitt.