Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 72
 18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR32 Verksmiðjusvæðið hjá Byko-Lat í Lettlandi er stórt og snyrtilegt. Framleiðslu- getan er tíu trukkfarmar á dag og vex óðum því að alltaf er verið að byggja og bæta við starfsemi verk- smiðjunnar. Jón Helgi Guðmundsson, stjórn- arformaður Norvik, hefur verið með timburiðnað í Lettlandi í tíu ár en hann og Karlis Birums, verksmiðjustjóri Byko-Lat, hófu starfsemina í Valmiera í janúar árið 1996. Byko-Lat er einn af stærstu vinnuveitendunum á svæðinu með yfir 300 starfsmenn en Jón Helgi er með yfir 600 starfsmenn í timburiðnaði í Lettlandi. Stöðugt er verið að bæta við húsnæði fyrir framleiðsluna en timburframleiðslan er á uppleið, óx um næstum 30 prósent milli ára 2004-2005. Byko-Lat hefur líka verið duglegt að bæta við sig vörum og framleiðir nú til dæmis timburhús, glugga og hurðir fyrir íslenskan markað. Timbursala Byko-Lat nam yfir 36 milljónum evra árið 2005 og eru stærstu markaðirnir í Bret- landi, Íslandi og Hollandi en verið er að leita nýrra markaða. Þegar gengið er um verk- smiðjusvæðið með Agniju Dzelme fjármálastjóra og Karlis Birums verksmiðjustjóra kemur glögglega í ljós að verksmiðjan er vel rekin og svæðið er snyrtilegt. Agnija og Karlis segja að fyr- irtækið leggi mikið upp úr því að vel fari um starfsmennina. Mánaðarlaun eru trúnaðarmál en starfsmennirnir hjá Byko-Lat eru almennt séð með um 500 latta í laun á mánuði og alls ekki minna en 400 latta. 500 latta mánaðar- laun þykja góð úti á landi í Lett- landi þar sem er ódýrara að lifa en í borgunum. Agnija og Karlis segja að starfsmenn séu ekki félagar í verkalýðsfélögum og spurning um stéttarfélagsaðild starfsmanna hafi aldrei komið upp á þeim tíu árum sem verksmiðjan hafi verið starfrækt. „Við erum ekki á móti því en við höfum aldrei þurft að taka afstöðu til þess. Kannski kemur þessi spurning upp eftir fimm til tíu ár,“ segja þau. Sú hefð hefur skapast hjá Byko-Lat að halda fjölskyldudag á vorin eða í sumarbyrjun og planta trjám. Fyrirtækið býður upp á veitingar og hoppukastala og aðra afþreyingu þennan dag og þá er glatt á hjalla. Nordic Partners ehf. hefur einkum haslað sér völl á þremur sviðum í Lettlandi. Félagið hefur fjárfest í matar- og drykkjarvöruframleiðslu og keypt v e r k s m i ð j u r í einka- eða ríkiseigu sem heita Laima, Staburadze og Gutta. Félagið framleiðir í dag súkkulaði, kex og sætabrauð undir nafninu Laima, sem er eitt þekktasta vörumerkið í Lettlandi. Þessari starfsemi teng- ist einnig fyrirtækið Euro Food sem framleiðir pitsur, samlokur og tilbúin matvæli í Lettlandi og Póllandi. Á húsnæði og hafnir Nordic Partners hefur fjárfest í fasteignum, aðallega skrifstofu- húsnæði, vöru- og iðnaðarhúsnæði og hafnarstarfsemi. Félagið er í dag með eignarhald á tveimur af tólf stærstu höfnunum í Riga. Önnur er um 3,5 kílómetra frá mið- borginni og hin er átta kílómetra frá miðborginni. Hafnarsvæðið er samtals um fjörutíu hektarar og sér Nordic Partners um alla þjónustu í kringum það. Félagið er einnig að þróa fasteignaverkefni, um 500 þúsund fermetra undir þaki í Riga og umhverfis ásamt öðrum borgar- kjörnum, fyrst og fremst Ventspils og Jelgava sem eru í hópi stærstu borga Lettlands. Nordic Partners hóf fjárfest- ingar í fasteignum og léttiðnaði árið 1995 og starfar nú undir nafn- inu NP Properties á þessu sviði. Félagið á mestmegnis skrifstof- ur, vöruhúsnæði, iðnaðarhúsnæði og eitthvað af verslanahúsnæði. Þessu tengist einnig uppbygging Nordic Industrial Park en það eru stór fyrirtækjahótel eða iðngarðar í úthverfum Riga. Á fimm sögunarmyllur Nordic Partners hafa einnig fjár- fest í timbri og timburvinnslu undir nafninu Lindeks og er mjög umsvifamikið á því sviði. Sögunar- myllurnar eru fimm og segir Gísli að í þeim sé sagað, þurrkað, hefl- að og pakkað. Sögunarmyllurnar kaupa mikið af timbri að utan og fer timbrið einkum á markað í Bretlandi, á hinum Norðurlönd- unum og almennt í Evrópu. Gísli segir að Norðurlandabúar hafi sótt í viðskipti við Eystrasaltslöndin, sérstaklega hafi pappírsverk- smiðjurnar viljað kaupa timbur í pappír þar. „Við erum mjög stórir á þessu sviði, með þeim stærstu. Við erum líka með skylda starfsemi, trukka- fyrirtæki, útleigu og flutningaskip og í kringum þessa grúppu eru 25 verslanir sem þjónusta aðila í timburvinnslu og skyldri starf- semi í Lettlandi. Við erum líka að selja alls kyns áhöld sem tengjast þessu og garðvinnslu almennt. Ætli þreföld heildarnotkun Íslend- inga á timbri á síðasta ári hafi ekki farið í gegnum okkar fyrirtæki,“ segir hann og telur að Íslendingar noti um sextíu þúsund rúmmetra af timbri á ári. Framleiðir hluti úr málmi Nordic Partners hefur einnig fjár- fest í ýmsum öðrum rekstri, til dæmis tiltölulega stóru fyrirtæki sem framleiðir hluti úr málmi fyrir evrópskan bílaiðnað og hús- gagnaiðnaðinn og hefur verið virkt með ýmiss konar fjárfestingar „þó að þetta þrennt sé kannski hjartað í okkar lettnesku fjárfestingum,“ segir hann. Nordic Partners er í meiri- hlutaeigu Gísla Reynissonar og á hann 53 prósent. Aðrir hluthafar eru Jón Þór Hjaltason, starfandi stjórnarformaður í Nordic Partn- ers, og Bjarni Gunnarsson í FedEx á Íslandi. Bjarni er einnig í öðrum rekstri á Íslandi. Þá er lettneski fjárfestirinn Daumands Vitols einnig með í Nordic Partners. Lettland höfðaði til mín Nordic Partners er í hópi stærstu vinnuveitenda Lettlands. Hjá félaginu starfa í landinu um 3.500 manns, þar af tæpur helmingur í matar- og drykkjarvöruhópnum. Í kringum timburvinnsluna starfa um 800 manns. Gísli heldur heimili á þremur stöðum: í Lettlandi, Danmörku og á Íslandi. Hann byrjaði fjár- festingarnar í Lettlandi árið 1992 þegar hann var að ljúka dokt- orsnámi sínu í tölfræði og fjár- málahagfræði í Finnlandi. Hann starfaði fyrst með lettneskum fjárfestingarfélögum og Finnish Venture Capital. „Finnarnir fóru að líta inn í fyrrverandi Sovétríkin þegar það tækifæri kom og eitt leiddi af öðru. Einhvern veginn fann ég að Lettland höfðaði til mín þannig að ég ílentist þar,“ segir hann. TIMBURFRAMLEIÐSLA Í LETTLANDI Gísli Reynisson ræðismaður á og rekur fimm sögunar- myllur og skylda starfsemi í Lettlandi. Hann selur ekkert til Íslands. Timbrið fer fyrst og fremst í pappírsverksmiðjur á hinum Norðurlöndunum. Í hópi tíu stærstu í Lettlandi GÍSLI REYNISSON Ræðismaður og fjárfestir sem hefur ásamt öðrum byggt upp við- skiptaveldi í Lettlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/KASPARS GOBA KARLIS BIRUMS VERKSMIÐJUSTJÓRI FRÉTTABLAÐIÐ/KASPARS GOBA AGNIJA DZELME FJÁRMÁLASTJÓRI FRÉTTABLAÐIÐ/KASPARS GOBA Ódýrara að lifa í sveit en borg GLUGGAR FYRIR ÍSLAND Í verksmiðju Byko-Lat í Lettlandi eru heilu timburhúsin framleidd og send til Íslands, líka gluggar og hurðir og aðrar vörur. Hér er verið að ganga frá gluggum. FRÉTTABLAÐIÐ/KASPARS GOBA Jón Helgi Guðmundsson, stjórnarformaður Norvik, er með umsvifamikinn rekstur í Lettlandi, aðallega í timburiðnaði á tveimur stöðum. Norvik á verksmiðjuna Byko-Lat rétt utan við borgina Valmiera og timburverksmiðjuna CED í Cesis. Framleiðsla Byko-Lat er fjölbreyti- leg. Fyrir utan timbur framleiðir verksmiðjan líka timburhús, glugga, hurðir og fleiri vörur. Í CED í borginni Cesis er áhersl- an meira á garðvörur, palla og timb- urgirðingar og svo segir Jón Helgi að CED sé með stærri fuglahúsafram- leiðendum norðan Alpafjalla. „Það hentar vel að nota afganga í þessa framleiðslu,“ segir hann. Norvik á 48 prósenta hlut í bygg- ingavöruversluninni Depo á móti fasteignasjóði, sem á jafn stóran hlut og Norvik, og stjórnendateyminu sem á afganginn. Depo er í dag með tvær verslanir í Riga en gert er ráð fyrir að tvær til þrjár til viðbótar verði opnaðar síðar á þessu ári eða því næsta. Nýju verslanirnar verða í Riga, Liepaja og Daugavpils, sem er næststærsta borgin í Lettlandi. Verslanirnar sem fyrir eru eru um 6-8 þúsund fermetrar að stærð en nýju verslanirnar verða heldur stærri, allt upp í 12-14 þúsund fer- metrar hver. Jón Helgi keypti nýlega 51 pró- sents hlut í Lateko-banka í Lettlandi á móti Þorsteini Ólafssyni hjá IBI Investment og lettnesku félagi sem á níu prósenta hlut. Bankinn er með 67 starfsstöðvar vítt og breitt um landið, þar af tíu útibú. Afgangurinn er þjónustustöðvar þar sem hægt er að sinna minni viðskiptum, borga reikninga og skipta gjaldeyri svo dæmi séu nefnd. Norvik er einnig með fasteignafé- lag sem tengist mest Depo-verslunun- um auk þess sem félagið er hluthafi í sögunarmyllu í Eistlandi og hefur skógarréttindi á leigu í Rússlandi þar sem það er með skógarhögg, sögun og skylda starfsemi. Með timburiðnað á tveimur stöðum Í TIMBURIÐNAÐI Verksmiðja Norvik í Valmiera framleiðir tíu trukkfarma af timbri á dag. FRÉTTABLAÐIÐ/KASPARS GOBA Juris Perovs er smiður og starfar hjá Byko-Lat í Lettlandi. Hann kom heim til Lettlands frá Íslandi fyrir hálfu ári en þá var hann búinn að vinna í tvö ár í verksmiðju Bykó í Njarðvík. Juris fékk vinnuna í gegnum Byko- Lat en hann vann hjá fyrirtækinu áður en hann fór til Íslands. Hann segir að allir Lettarnir hjá verksmiðj- unni í Njarðvík hafi komið frá Valmi- era, alls um tuttugu manns. Það hafi verið góður hópur. „Mér líkaði mjög vel á Íslandi. Launin voru hærri en hérna, vinnuumhverf- ið var mjög gott og verksmiðjan stærri en hér,“ segir hann. Juris rifjar upp að fyrir fimm til sex árum hafi verið erfitt að fá vinnu í Lettlandi og þess vegna hafi hann velt fyrir sér möguleikanum á að fara til Íslands. Juris Perovs smiður: Ánægður í Njarðvík Karina er 25 ára og hefur starfa við afgreiðslu hjá byggingavöruversluninni Depo í Riga frá því í ágúst. Hún sér um þjónustu og samskipti við viðskiptavini. Karina er ánægð hjá Depo. Hún segir að launin séu trúnaðarmál í Lettlandi eins og á Íslandi og vill ekki segja neitt um þau. Hún er ekki félagi í verkalýðs- félagi og segir að verkalýðshreyfingin sé ekki vinsæl. Karina á ekki fjölskyldu ennþá en hún á kærasta. Um níutíu starfsmenn vinna hjá Depo og segir Karina að í Lettlandi geti allir fengið vinnu sem vilji vinna. Um 90 starfsmenn FRÉTTABLAÐIÐ Í LETTLANDI GUÐRÚN HELGA SIGURÐARDÓTTIR ghs@frettabladid.is Gísli Reynisson ræðismaður er með umsvifa- mikinn atvinnurekstur í Lettlandi. Hann hefur stundað fjárfestingar í landinu frá 1992 og er félag hans, Nordic Partners, nú í hópi tíu stærstu vinnu- veitenda landsins. KARINA Í AFGREIÐSLUNNI Karina hefur starfað hjá Depo frá því í ágúst og er ánægð í starfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/KASPARS GOBA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.