Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 6
6 18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR F í t o n / S Í A Skrepptu í orlofshús um páskana Umsóknarfrestur um orlofshús VR um páskana er til og me› 27. febrúar. Hægt er a› sækja um á www.vr.is e›a nálgast ey›ubla› á skrifstofu VR, Kringlunni 7 og á skrifstofum félagsins á Akranesi, Vestmannaeyjum og í Hafnarfir›i. Sjá nánar á www.vr.is ORLOFSHÚS UM PÁSKANA KJÖRKASSINN Óttastu að fuglaflensan berist hingað til lands? Já 66,7% Nei 33,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Fylgistu með gengi íslensku kepp- endanna á vetrarólympíuleikun- um í Tórínó? BANDARÍKIN, AP Stríðin í Írak og Afganistan virðast skipta Banda- ríkjastjórn meira máli en hags- munir bandarískra ríkisborgara sem urðu illa úti í fellibyljunum Rítu og Katrínu. Bush fer fram á rúma 4.000 milljarða aukalega á fjárlögum vegna stríðsins í Mið-Austurlönd- um til að tryggja veru hersins þar fram á haust, en aðeins 1.200 milljarða aukalega til uppbygg- ingar á svæðunum sem verst urðu úti í náttúruhamförunum. Talið er líklegt að þingið samþykki fyrri breytinguna, en að þingmenn frá fellibyljasvæðunum muni óska eftir meira fé. ■ Bandarísku fjárlögin: Bush vill eyða meiru í stríð AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA ÍSRAEL, GAZA, AP Ný heimastjórn Palestínu verður sett í dag. Meðal þingmanna er fólk sem horft hefur á eftir börnum sínum í sjálfs- morðsárásir gegn Ísraelum og inn í ísraelsk fangelsi. Sjötíu og fjórir af 132 þingmönnum nýju stjórnarinnar koma úr röðum Hamas-hreyfingarinnar herskáu, sem Bandaríkjamenn, Ísraelar og Evrópusambandið skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Hreyfingin hefur staðfastlega neitað að við- urkenna tilverurétt Ísraels og að afneita ofbeldi. Ísraelsstjórn íhugar að loka fyrir innflutning á vörum og verkamönnum frá Gaza og beita ströngum fjárhagslegum þvingun- araðgerðum gegn Palestínu þegar heimastjórnin hefur verið mynduð, en lokaákvörðun verður ekki tekin fyrr en á morgun, samkvæmt tals- mönnum stjórnarinnar. Fráfarandi forsætisráðherra Palestínu hefur undanfarið leitað leiða til að fá Hamas til að halda áfram friðarviðræðum við Ísrael, að sögn palestínskra embættis- manna. Einn af leiðtogum Hamas sagðist á fimmtudag fullviss um að málamiðlun næðist. Hamas hefur farið fram á að Ísrael breyti landamærum sínum til samræm- is við það sem var á sjöunda ára- tugnum. - smk Ný heimastjórn Palestínu sett í dag, Hamas í meirihluta: Ísrael hótar að beita hörðu NÝ HEIMASTJÓRN PALESTÍNU Ismail Haniyeh, háttsettur leiðtogi Hamas-hreyf- ingarinnar á Gaza-svæðinu, er forsætisráð- herraefni hreyfingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PRÓFKJÖR Samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur í fórum sínum vann áhrifafólk í Sjálfstæðis- flokknum á Akureyri markvisst gegn tilteknum frambjóðendum í prófkjöri flokksins á Akureyri sem haldið var um síðustu helgi. Mælt var fyrir um hverja ætti að kjósa og hverja ekki og um 20 manna hópur fenginn til að hringja í valda félagsmenn og koma skila- boðunum á framfæri. Þar kom meðal annars fram að Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri og sig- urvegari prófkjörsins, ætti skilið góðan stuðning og að hann óskaði þess að Sigrún Björk Jakobsdóttir yrði kosin í annað sæti. Kratana, Sigbjörn Gunnarsson og Oktavíu Jóhannesdóttur, átti alls ekki að kjósa og ekki væri ástæða til að veita forystumönnum ungliða brautargengi. Gögnin sem Fréttablaðið hefur undir höndum koma úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins og sýna vinnureglur sem heimildir Fréttablaðsins herma að lagðar hafi verið fyrir stuðningsmanna- hóp Kristjáns Þórs. Samkvæmt sömu heimildum voru það nán- ustu stuðningsmenn Kristjáns Þórs sem sömdu vinnureglurnar en sumt af því fólki gegnir mik- ilvægum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn á Akureyri. Margt af því sem tiltekið er í vinnureglunum gekk eftir í próf- kjörinu en Baldur Dýrfjörð, Unn- steinn Jónsson og Ólafur Jónsson náðu þó ekki þeim árangri sem til var ætlast. Elín Margrét Hall- grímsdóttir og Hjalti Jón Sveins- son fengu hins vegar góða kosn- ingu en þau eru ekki nafngreind í vinnureglunum. Kristján Þór Júlíusson segist hafa heyrt af þessu á fimmtudag- inn en kannast að öðru leyti ekki við málið. „Ég tel þetta tilraun til að vinna skemmdir á frábæru próf- kjöri þar sem allir frambjóðendur háðu mjög heiðarlega baráttu og ég trúi ekki að nokkur stuðnings- manna frambjóðanda hafi sent út slíkan tölvupóst,“ segir Kristján. Stefán Friðrik Stefánsson, for- maður ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, stefndi á þriðja sæti í prófkjörinu en hafnaði í 20. sæti. Hann segist ekki trúa að umrædd gögn hafi verið samin af stuðn- ingsmönnum Kristjáns Þórs og segir, líkt og Kristján Þór, að um skemmdarverk sé að ræða. kk@frettabladid.is KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Bæjarstjórinn á Akureyri vann glæsilegan sigur í prófkjörinu og hann segir að um skemmdarverk sé að ræða. Reynt að hafa áhrif á úrslit prófkjörsins Gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum benda til að áhrifafólk í Sjálfstæð- isflokknum á Akureyri hafi unnið gegn ákveðnum frambjóðendum í prófkjöri flokksins á dögunum. Tilraun til skemmdarverks segir sigurvegari prófkjörsins. DÓMSMÁL Tuttugu og þriggja ára gamall maður, Sigurður Freyr Kristmundsson, var í gær dæmd- ur í fjórtán og hálfs árs fang- elsi fyrir manndráp, þjófnað og umferðalagbrot. Aðfaranótt sunnudagsins 21. ágúst í fyrra stakk Sigurður ungan mann, Braga Halldórsson, með þeim afleiðingum að hann lést skömmu síðar. Sigurður rak hnífinn í gegnum hjarta og í lifur Braga svo honum blæddi út á skömmum tíma. Tæplega tveimur vikum fyrir þennan atburð braust Sigurður inn í íbúð við Framnesveg og stal þaðan tölvudiskum, DVD-spilara, tölvu, sólgleraugum og seðlaveski. Sigurður var einnig dæmdur fyrir ítrekuð umferðalagabrot á árun- um 2004 og 2005. Í einu brotanna var hann stöðvaður á bifreið undir áhrifum áfengis og fíkniefna, en á þeim tíma hafði hann verið svipt- ur ökuleyfi skömmu áður. Sigurður hefur verið í gæslu- varðhaldi frá því lögregla hand- tók hann vegna manndrápsins og dregst sá tími frá fangelsisvist- inni. Að auki þarf Sigurður að greiða lögfræðingi sínum tæplega 500 þúsund í málsvarnarlaun. Hann þarf einnig að greiða lög- mannsþóknun upp á tæpa fimm og hálfa milljón krónur og þá var hann sviptur ökuleyfi í eitt ár frá birtingu dómsins. -mh Sigurður Freyr Kristmundsson var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur: Fjórtán ár fyrir manndráp SIGURÐUR FREYR Í DÓMSAL Sigurður neit- aði því að hafa stungið Braga af ásettu ráði en játaði þó að hafa orðið honum að bana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vinnureglur stuðningsmanna Kristjáns Þórs STEFÁN F. STEFÁNSSON Formaður ungra sjálfstæðismanna á Akureyri hafnaði í síðasta sæti í prófkjörinu en hann telur ekki að stuðningsmönnum Kristjáns Þórs sé um að kenna. Nú er prófkjörið á laugardag. Það er rétt að menn muni að kjósa skal hvorki fleiri né færri en 6 einstaklinga af þessum 20 sem verða í kjöri. Mikilvægt er að muna eftirfarandi af hálfu okkar: Þetta er lykilatriði!!! Kristján Þór hefur verið bæjarstjóri í átta ár. Menn verða að minna vel á að Kristján eigi skilið traust og stuðning áfram eftir að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn í bænum í allan þennan tíma. Hann sé trausts- ins verður. Kristján Þór vill minna sérstaklega á að Sigrúnu skal kjósa í annað sætið. Vilji fólk ræða lengur er eftirfarandi mjög við- eigandi að fram komi.  Baldur Dýrfjörð fái stuðning í þriðja sætið (hann er með netsíðu á baldurd.is!!!)  Unnsteinn Jónsson eða Ólafur Jónsson fái stuðning í fjórða til fimmta sætið.  Þórarinn B. Jónsson fái stuðning í fimmta sætið (minnið vel á að hann hefur verið bæj- arfulltrúi og traustur forystumaður í tólf ár og eigi skilið að fá umboð áfram!!!)  María Egilsdóttir fái stuðning í sjötta sætið (María er ung og frambærileg kona sem vill koma með nýja rödd í bæjarmálin og leggur áherslu á fjölskyldumál enda húsmóðir og framakona. Minnið vel á þetta!!!) Svo er hægt að bæta við að María sé ferskasti ungliðinn sem í boði sé - ný og ekki með langa sögu þar að baki og með aðra nálgun á málefnaá- herslurnar okkar!!! Þetta er lykilatriði!!! Þegar að kvatt er skal minna mjög hressilega á að kjósa og að Kristján vilji að allir muni eftir sér og því fólki sem leitt hefur málin (bæjarfulltrúarnir) Ekki kjósa krataframbjóðendur!!!! (MJÖG MIKILVÆGT) Svo er hægt að benda á að tími forystu ungliða sé ekki kominn enda sé nægt verkefni að stýra félögum innan flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.