Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 18
 18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR18 Draumareisur ehf. - ferða- máti framtíðar! Klukkan hálfníu lögðum við af stað út á flugvöll í Lomé til að fljúga til Parísar um nóttina og þaðan heim. Á flugvellinum tók á móti okkur ungur maður úr utanríkisráðu- neytinu, sem fylgdi okkur gegn- um innritun, sennilega til að sjá til þess að Össur færi ekki með vitið úr landinu. Í næsta lífi, þegar ég sný aftur til jarðarinnar sem kapítalisti og athafnaskáld, ætla ég að setja upp háþróaða ferðaþjónustu. Ég mun ráða til starfa nokkra svæfingarlækna og burðarmenn. Viðskiptahugmyndin er þessi: Ég get ekki verið eini maðurinn í veröldinni sem er hundleiður á að húka samanvöðlaður í flug- vélum, þreyttur á að láta þukla á mér í leit að morðtólum, búinn að fá nóg af biðröðum við innritun, bakveikur af að rogast með töskur og pinkla. Það hljóta fleiri en ég að láta sig dreyma um að losna við þau óþægindi og þá niðurlægingu sem er talið sjálfsagt að leggja á flugfarþega. Þetta mál væri hægt að leysa með því að bjóða upp á nútíma- lega ferðaþjónustu, Draumareisur ehf. Kvöldið fyrir brottför mætir svæfingarlæknir frá Drauma- reisum heima hjá farþeganum og svæfir hann í rúmi sínu. Hinn sofandi farþegi er síðan tekinn og stungið inn í notalegan sívalning. Sívalningurinn er síðan fluttur út á flugvöll og burðarmenn koma honum fyrir í réttri flugvél og sjá um að láta skoða vegabréf og far- miða. Á áfangastað taka Drauma- reisur við sívalningnum og flytja hann og farþegann á gistihús og taka síðan farþegann úr hylkinu og leggja hann til í hótelrúmið og breiða ofan á hann og stilla vekjaraklukkuna á náttborðinu. Einnig væri hægt að fara fram á að láta taka upp úr töskunum gegn vægu aukagjaldi. Með þessu fyrirkomulagi mætti breyta flugferðum úr martröð í notalegan draum. Draumareisur ehf. - ferðamáti framtíðarinnar! Það er mikill siður að kenna flugvelli við hershöfðingja og forseta. Við komum frá Eyad- ema-flugvelli í Lomé og lentum á Charles de Gaulle-flugvelli í París í rauðabítið á mánudags- morgni. Frakkar eru yndisleg þjóð og hafa skemmtilegt lag á því að gera sjálfsagða og einfalda hluti yfirgengilega flókna, samanber frönsku existensjal- istana sem skildu ekki einu sinni sjálfir hvað þeir voru að fara. Flugstöðin á CDG- flugvelli er greinilega hönnuð af existensjalista í mikilli til- vistarkreppu. Hönnuðinum hefur tekist að gera til- tölulega einfalda byggingu að dularfullu völundarhúsi þar sem strandaglópar ótal flugferða reika um vitstola af örvæntingu og þora ekki lengur að spyrja til vegar, því að við hvern vegvísi villast þeir lengra frá brottfararhliði sínu. Þarna eru dularfullir ranghalar sem kall- aðir eru gervitungl eða satellítar og leiðbeiningaspjöld með örvum sem ýmist vísa beint upp í þak eða niður í gólf. Svo ganga einnig lyftur um bygginguna sem þjóna þeim tilgangi einum að flytja rammvillta ferðalanga aftur á byrjunarreit. Þegar við vorum að villast um bygginguna vorum við svo hepp- in að rekast á araba sem var að selja þá ljúffengu brauðsnúða sem frakkar kalla „croissant“ og gott og sterkt kaffi. Endurnærð eftir viðskiptin við arabann lögðum við svo af stað að leita að Icelandair í völundarhúsinu og fórum okkur að engu óðslega því að við höfðum sex klukkutíma til stefnu sem er hæfilegur tími. Heimkoman var yndisleg. Sól- skin og níu stiga hiti. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 14. FEB. Dónalegur tölvupóstur Næstu dagar fara sennilega í að bíða eftir að sálin í mér rati heim aftur og taki sér á nýjan leik b ó l f e s t u í líkamanum. Sálin í mannfólkinu er nefnilega þannig gerð að hún getur ekki ferðast hraðar en hestur getur hlaupið. Þess vegna lendir maður í sálarleysisástandi eftir ferða- lög sem sumir kalla „jet-lag“ eða þotuþreytu. Við þessu er ekkert að gera annað en bíða og vona að sálin komi skokkandi heim á sínum hraða og taki aftur til sinna daglegu starfa. Þegar maður er búinn að vera að heim- an í hálfan mánuð þarf maður að byrja á því að svara tölvupóstum. Mín biðu 199 póstar. Þar af um 30 frá blá- ókunnugu fólki sem einhvern veginn hefur haft uppi á n e t fa n g i nu mínu og vill bjóða mér kostakjör á lostalyfinu viagra eða hagstæðar aðgerðir til að láta stækka typpið á mér. Það er mér hulin ráðgáta af hverju allt þetta fólk er sannfært um að ég sé bæði náttúrulaus og lítt vax- inn niður. Hver hefur verið að breiða þennan orðróm út um mig? ■ MIÐVIKUDAGUR, 15. FEB. Al Capone og íslenskir stjórnmálamenn Í minni fjarveru hafa verið haldin mikil og góð prófkjör á landinu. Ég heyri lítið talað um hvað við höfum fengið góða og glæsilega frambjóðendur út úr öllum þessum prófkjörum, en þeim mun meira heyri ég fólk býsnast yfir því hvað þetta grín hafi kostað. Menn fullyrða að það kosti ekki undir fimm milljónum að fá að bjóða sig fram í borg- arstjórn sem þýðir að sjálf- sögðu að þrátt fyrir lýðræði geta fátæklingar ekki látið sig dreyma um að eignast kjörna fulltrúa úr sínum hópi. Reyndar er mér sagt að duglegir fram- bjóðendur séu sponsor- eraðir af öflugum fyr- irtækjum sem elska lýðræðið og vilja styrkja það með því að eignast hlutabréf í kjörnum fulltrúum. Sumir segja að fyrirtækin ætl- ist ekki til þess að frambjóðendur eða stjórnmálaflokkar láti greiða koma á móti greiða eins og almenn- ir mannasiðir gera ráð fyrir held- ur styrki fyrirtækin pólitíkusa og flokka þeirra til að kaupa sér frið fyrir óþarfa afskiptasemi. Sé þetta rétt þá er þetta sama sís- tem og Al Capone sálugi kom á í Chicago í gamla daga þegar hann lét kaupsýslumenn borga sér pen- inga til að afstýra því að fyrirtæki þeirra yrðu fyrir óhöppum, rúðu- brotum eða eldsvoðum. En þetta getur varla verið rétt því að Al Capone var ótíndur glæpamaður en stjórnmálamennirnir okkar eru vammlausir merkisberar lýð- ræðis. Samt er þetta soldið óviðkunn- anlegt og skrýtið að það skuli ekki vera settar einfaldar og skýrar reglur um fjármál frambjóðenda og stjórnmálaflokka svona til að gulltryggja lýðræðið. Í landi þar sem stjórnmálaflokkarnir hafa svo miklar áhyggjur af velferð þegnanna að bannað er að stjórna bifreið undir áhrifum hlýtur að vera hægt að tryggja öryggi lýð- ræðis með því að setja reglur um hvað stjórnmálaflokkar megi hafa mörg prómill af „gjafafé“ í blóð- inu við að stjórna landinu. ■ FÖSTUDAGUR, 17. FEB. Fimbulvetur Nú er farið að kólna. Ég vona samt að það snjói ekki úr þessu. Mér skilst að það sé fimbulvetur ann- ars staðar í Evrópu. Norskur vinur minn sem er rithöfundur hefur ekki skrifað nema fáeinar línur í allan vetur. Hann fer út á morgnana og mokar heimtröðina svo að börnin hans komist í skóla. Þegar hann er búinn að moka er hann örmagna og verður að hvíla sig. Þegar hann er búinn að hvíla sig er kominn tími til að fara aftur út að moka svo að börnin komist heim úr skólanum og þannig hefur veturinn liðið hjá honum. Ég stakk upp á því við hann að hann keypti sér vélknúið snjóruðnings- tæki, en hann segir að veðurfar á plánetunni sé alltof óstabílt til þess að það megi treysta því að næsti vetur verði jafn- harður og þessi sem nú er að líða. Og þá væri heimskulegt að sitja uppi með fokdýr snjóruðningstæki. Með gjafafé í blóðinu - frambjóðendur undir áhrifum Í Dagbók Þráins Bertelssonar er skýrt frá Draumareisum ehf. - ferðamáta fram- tíðar. Svo er fjallað um dónalegan tölvupóst, sagt frá Al Capone og spurt hversu mörg prómill af gjafafé sé mátulegt að íslenskir stjórnmálamenn hafi í blóðinu. ■ SUNNUDAGUR OG MÁNUDAGUR, 12. OG 13. FEB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.