Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 58
22 ■■■■ { eurovision } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ „Það er erfitt að segja hvers vegna ég hef Eurovision-bakteríuna. Þetta er jú sjúkdómur,“ segir hinn 32 ára finnski Thomas Lundin og hlær. Hann þekkjum við úr nor- rænu álitsþáttunum um þátttak- endur í Eurovision sem sýndir hafa verið síðustu tvö árin í Sjónvarp- inu. Thomas hefur í fjórgang verið þulur finnska ríkissjónvarpsins YLE í keppninni. Hann fær það hlutverk aftur í ár. „Á seinni hluta áttunda ára- tugarins og í byrjun þess níunda höfðum við aðeins tvær sjónvarps- stöðvar í Finnlandi. Sjaldan mátti sjá viðamikla tónlistaratburði. Flestir þættirnir voru fréttatengd- ir. Tónlistarstöðvar eins og MTV voru engar og því var Eurovision- keppnin gríðarstór á þessum tíma. Ég held að það sé ein af ástæðum þess að mér finnst keppnin frábær,“ segir Thomas en nefnir þó einnig að hann sé mikill aðdáandi evrópskr- ar tónlistar og sú í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sé full af orku og gleði: „Fólk er heilaþvegið af breskri- og bandarískri tónlist af vinsældarlistunum. Hinn almenni Finni veit því lítið um tónlistina á Íslandi og öfugt. Eurovision gefur fólki tækifæri á að venjast tónlist og smekk hvers annars og hafa áhuga á henni.“ ÞEKKTUR ÞÁTTASTJÓRNANDI Thomas stjórnar spurningaþætti um söngvakeppnina og slavneska tón- list í finnska ríkissjónvarpinu YLE. Hann hefur séð um fjölda sjónvarps- þátta síðustu sex árin. Árin sjö þar á undan vann hann við þáttagerð í útvarpi. Ríkisstöðvarnar eru fimm í Finnlandi. Fjórar eru finnskumæl- andi og ein er á sænsku, og þar vinnur hann. Thomasi var boðið að vera við úrslitakvöld íslensku und- ankeppninnar í kvöld og er himin- lifandi, þar sem hann fær nú tæki- færi til að sjá landið og heyra lögin sem koma til greina sem framlag landsmanna: „Ég elska Ísland, þrátt fyrir að hafa aldrei komið þangað áður. Ég hef dáð landið frá því að ég var lít- ill. Endurholdgist menn trúi ég því að ég hafi áður verið Íslendingur. Ég elska tungumálið, tónlistina, menninguna. Það er bara eitthvað við landið þarna í norðri,“ segir Thomas. „Svo á ég fullt af íslensk- um vinum sem ég hef hitt í Euro- vision-keppnunum í Ríga í Lett- landi, Kænugarði og Istanbúl.“ Fyrsta keppnin í minningu Thomasar er frá árinu 1978. Þá var hann fjögurra: „Þegar ég horfði á Eurovision sem barn dreymdi mig um að komast í keppnina. Draum- urinn rættist árið 2002 og fór langt fram úr væntingum mínum. Ég hitti svo margt skemmtilegt fólk alls staðar að. Þetta er eins og í sumarbúðum,“ segir Thomas og skellir upp úr, fullur tilhlökkunar fyrir kvöldið. ÍSLENSKU LÖGIN Í UPPÁHALDI Thomas segir íslensku söngva- keppnislögin alltaf hafa heillað hann. Þau séu yfirleitt hans uppá- haldslög í keppninni: „Mér fannst lagið hennar Selmu í fyrra best. Mér finnst það enn og skil ekki af hverju það komst ekki upp úr undanúrslit- unum og vann.“ Thomas vill ekki útiloka að það hafi verið búningurinn eða dans- atriðið sem felldi lagið en segir þó erfitt að dæma um það: „Finnar hafa oft farið flatt í keppnunum og sem Finni tel ég betra að sleppa því að tjá mig um hvað virkar. Við stöndum iðulega frammi fyrir sömu vangaveltum heima. Stundum nær lagið að slá í gegn í Evrópu við flutninginn og fæðist maður undir heillastjörnu vinnst keppnin,“ segir Thomas og segir Selmu einn sigur- vegaranna í síðustu keppni í sínum huga því fullt af fólki vinni keppn- ina án þess að vera í fyrsta sæti: „Selma stóð sig vel og má vera stolt. Fullt af fólki í Evrópu elskaði lagið.“ KEPPA Í FERTUGASTA SINN Finnar keppa í ár í fertugasta sinn. Þeirra besti árangur er sjötta sæti sem náðist árið 1973. Gengi þeirra í Eurovision hefur ekki verið sem best. Thomas segir það ekki koma niður á vinsældum keppninnar heima fyrir. Fjölmargir fylgist með henni: „Það er hálf fyndið því við höfum aldrei náð árangri. Samt sem áður fylgist fólk með og kannski má því segja að Finnar elski keppn- ina mest allra. Ég meina, Svíar eru brjálaðir í Eurovision sem er skilj- anlegt, þeir hafa unnið keppnina fjórum sinnum. Þeim gengur alltaf vel og komast nær alltaf í úrslit. Finnar elska keppnina jafnmikið án þess að árangurinn sé sá sami.“ Sé miðað við það hljóti Finnar að elska keppnina mest. Finnar fóru nýja leið til að velja flytjanda í Eurovision þetta árið og völdu tólf tónlistarmenn sem keppa um þátttökuréttinn. Þeir völdu sér tvö lög hver. Sá sem vinnur kýs svo hvort laganna hann flytur í forkeppi söngvakeppninnar 18. maí í Aþenu. Thomas er í vafa um að aðferðin sé sú rétta. „Ég taldi þetta nýja fyrir- komulag mjög gott þegar ég heyrði fyrst af því. Á þann hátt mætti fá helstu tónlistarmenn landsins til að taka þátt. Hins vegar þekki ég ekki alla þessa tólf þátttakendur og hafði aldrei heyrt um þá,“ segir Thomas og segir að kannski verði fyrirkomulagið það rétta fáist þeir bestu til að taka þátt. Hvernig fer skýrist þann 10. mars þegar Finnar krýna sigur- vegarann. ÍSLENSKU LÖGIN Thomas hefur fylgst með íslensku lögunum á netinu og sá lögin sem kepptu á fyrstu tveimur undan- kvöldunum. Hann hlakkar virkilega til að heyra lögin í kvöld þar sem hann situr meðal áhorfenda: „Ég verð að taka fram að ég hef ekki heyrt öll lögin sem komust í úrslit. Ég sá fyrstu tvö undankvöldin. Þar voru nokkur góð lög. Birgitta er frábær listamaður og góð á sviði. Lagið hennar er gott. Regína Ósk flytur hitt lagið sem ég held mikið upp á. Það er verulega gott.“ Thom- as nefnir einnig að hann hafi haft gaman að lagi Davíðs Olgeirssonar, Strengjadansi. „En þar sem ég hef ekki heyrt öll lögin getur vel verið að ég finni mér annað uppáhaldslag þegar ég fylgist með lokakvöldinu úr salnum.“ Finnar elska Eurovision mest allra THOMAS • er fæddur 1974 • vinnur við þáttagerð hjá einu sænskumælandi ríkisstöðinni í Finnlandi • var í Tallinn 2002, Riga 2003, Istanbul 2004 og Kænugarði 2005 • er hrifnastur að þjóðlegum lögum keppninnar, ballöðum og djass • finnst norska lagið í ár æðis- legt • verður álitsgjafi í þriðju nor- rænu seríunni um þátttöku- lögin í keppninni 2006 • segir uppskriftina að Eurov- ision-lagi einfalda: „Frábær flytjandi, gott lag, framúr- skarandi texti.“ Finnska lagið frá því í fyrra, flutt af Geir Rönning, fjallaði um morð- ið á skólabörnun í Beslan haustið 2004, segir finnski Eurovision- sérfræðingurinn Thomas Lundin: „Höfundur lagsins samdi textann eftir atburðinn. Lagið var sérlega sorglegt. Undankeppnin var haldin í janúar og atburðurinn var fólki í fersku minni. Fólki fannst lagið fallegt og það snart hjarta þess. Forkeppnin var haldin fjölmörgum vikum seinna, í maí, í Úkraínu. Það var komið sumar í Evrópu. Fólk var ánægt, sat á bar og drakk bjór og langaði að heyra partítónlist. Söng- ur um barnsmorð fór því ekki alveg saman við það sem fólkið vildi þá heyra.“ segir Thomas: „Mér finnst Geir samt frábær söngvari, lagið tregablandið og kannski of gott til að vinna keppnina. En enn og aftur: Það er hægt að vinna Eurovision án þess að vera í fyrsta sæti. Geir er að mínu mati einn sigurvegaranna úr síðustu keppni.“ Thomas rökstyður það með því að Geir hafi haft nóg að gera síðan Eurovision-keppninni lauk. Hann hafi ferðast með lagið í farteskinu til Svíþjóðar, Noregs, Eistlands og Þýskalands. Hvað klikkaði hjá Finnum í fyrra? Geir Rönning og Selma Finnski flytjandinn Geir Rönning ræðir hér við Selmu Björnsdóttur í partíi norrænu keppendanna í Kænugarði í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar Finnska Eurovision-álitsgjafanum, Thomasi Lundin, var boðið að fylgjast með keppninni í kvöld. Hann er mikill aðdáandi íslensku framlaganna í gegnum árin. Trúir því helst að hann hafi verið Íslendingur í fyrra lífi sé það hægt. Hann vill ekki dæma um hvað fór úrskeiðis hjá Selmu í fyrra og bendir á að Finnar séu ekki frægir fyrir góðan árangur í keppninni hingað til. Samt elski þeir keppnina, og mest allra sé horft til árangursins. Thomas Lundin Finnski Eurovision-sérfræðingurinn kom til landsins á fimmtudag. Hann ætlar að fylgjast með keppninni í kvöld og getur vart beðið. Hann hefur þegar heyrt fjölda laga frá öðrum löndum sem keppa í ár og segir það norska frábært. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.