Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 56
20 ■■■■ { eurovision } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ „Ég viðurkenni að oft hef ég heyrt betri lög í úrslitum keppninnar en í ár,“ segir Pálmi Gunnarsson, söngv- ari Mannakorna og flytjandi fyrsta íslenska framlagsins í Eurovision, Gleðibankans. Á annað hundrað lög voru send í undankeppni Sjónvarpsins og finnst Pálma afraksturinn miðað við þann fjölda ekki góður: „Ekkert af lög- unum fær mig til að hoppa upp og segja; Vá, þetta er flott.“ Hann saknar þess að sjá ekki færustu lagasmiði landsins senda inn lög í keppnina. Nefnir Pálmi að hann hafi oft heyrt lagahöfund þeirra Mannakorna, Magnús Eiríksson, segja að hann hafi ekki áhuga á að senda fleiri lög til keppni. Hann vilji ekki greiða þann aukakostnað sem falli á lagahöfundana vegna þátt- tökunnar. Magnús samdi sem þekkt er Gleðibankann og lagið Línudans sem keppti í undankeppninni 1989. Valgeir Guðjónsson, sem átti lögin Hægt og hljótt í Söngva- keppninni árið 1987 og Það sem enginn sér 1989, tekur undir orð Pálma og segir fjármagnið sem honum hafi verið ætlað hafa klárast á þriðja degi. Botnlaus vinna fylgi þátttökunni, ekki bara hjá honum heldur allri fjölskyldu hans og flytj- endum laganna: „Þetta varð rosa- legt verkefni og engin leið fram hjá því.“ Pálmi spyr af hverju Sjónvarpið komi ekki í veg fyrir að þátttak- endur þurfi stuðning banka eða kornflöguframleiðenda til að gera lögin sín vel úr garði gerð. Þeir óskemmtilegu kvillar peningaleysis sjáist greinilega í undankeppninni í ár: „Þátttakendur fóru út um allt að leita að kostunaraðilum fyrir lögin, sem er skiljanlegt þegar fólk þarf að borga með sér. Einn styrkj- endanna fór í kjölfarið að hvetja til þess að lagið sem hann studdi yrði kosið áfram í keppninni. Mér fannst það miður því þetta er lagakeppni en ekki spurning um söngvara eða flytjanda.“ Pálmi varpar því fram hvort skynsamlegt sé að þjóðin kjósi ein lagið sem fari út. Ættingjar og vinir hópist saman og reyni að koma sínu fólki að óháð gæðum lagsins. Pálmi er á því að fólk eigi að hafa áhrif en ekki úrslitavald: „Það er svo mikilvægt að senda besta lagið út og sýna hvers við erum megnug.“ Pálmi segir að hann hafi heyrt að Danir og Norðmenn hvetji tón- listarfólk til að mæta með lög og atriði og greiði því fyrir. „Þá er að einhverju öðru að vinna en óáþreif- anlegri frægð og frama sem fylgir því að komast út og lenda í sextánda sæti,“ segir Pálmi og hlær við. Valgeir segir að hann hafi orðið áþreifanlega var við mismunandi aðbúnað keppenda ytra: „Þegar við vorum úti hittum við þá sem kepptu fyrir hönd Dana. Þeir voru með fimmtán- eða tuttugufalda fjár- heimild á við okkur.“ Meðan meira fé fáist ekki til keppninnar geti lagahöfundar ekki annað en farið á stúfana eftir fjárframlögum. Báðir velta þeir þó fyrir sér hvort fjármagnið sé það eina sem komi í veg fyrir að þekktu lagahöfund- arnir séu með í keppninni. Pálmi nefnir að breytingarnar á keppn- inni í gegnum árin hafi hugsan- lega einnig áhrif. Til að mynda sáu stórsveitir ríkissjónvarpsstöðvanna algerlega um undirleikinn en nú er undirleikurinn á bandi: „Fátt er skemmtilegra en að horfa á góða söngvara á sviði með þrusugóða hljómsveit sem spilar úr sér æðarn- ar. Atriðið var hér áður látið standa og falla með því hvernig menn stóðu sig á augnablikinu.“ Valgeir tekur í sama streng og nefnir að hljómlistarmenn viti að keppnin hafi ekki skilað alvöru árangri á alþjóðavettvangi og snúist orðið um annað en lagið: „Þegar þú ert með efni sem er þér kært finnur þú því farveg þar sem umbúðirnar eru ekki fyrirferðarmeiri en innihaldið.“ Valgeir Guðjónsson segir Íslendinga þurfa að umgangast Eurovision-fyrirbærið af æðru- leysi. Keppnin sé fyrst og fremst skemmtun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Pálmi Gunnarsson segir mjög mikilvægt að senda besta lagið út og sýna hvers við erum megnug. Nýlagasmiðir þurfa verðuga samkeppni „Hefjum forkeppnina hærra upp og fáum okkar topplagasmiði til að taka þátt. Þá fá nýir lagasmiðir verðuga keppni,“ segir Pálmi Gunnarsson, söngvari Gleðibank- ans. Pálmi segir fjárskort við undirbúning lagsins sem fer út og áherslu á sviðs- framkomu í stað f lutnings fæla þekkta lagasmiði frá. Gunnhildur Arna Gunnars- dóttir ræddi við Pálma og Valgeir Guðjónsson. „Ég er nokkuð viss um að Silvía Nótt fari út til Aþenu,“ segir Helga Möller sem fyrst íslenskra kvenna steig á svið í Eurovision: „Ólguradd- ir heyrðust í upphafi þegar fréttist að Silvía Nótt yrði með. Hún er svo vinsæl meðal ungu kynslóðarinn- ar. Ég beið líka spennt eftir henni. Hafði samt blendnar tilfinningar til þess að fígúra, svona tilbúinn kar- akter, tæki þátt í Eurovision,“ segir Helga. „Þetta lag Þorvaldar Bjarna hefur einu laglínuna sem ég man úr keppninni.“ Helga nefnir lag Hallgríms Ósk- arssonar og Sveins Rúnars, Útópía, spurð um hvort hún sjái fyrir sér að eitthvert laganna eigi eftir að lifa með þjóðinni: „Mér finnst lag Frið- riks Ómars svona ekta Eurovision- lag. En samt man ég ekkert úr því. Annað lag sem greip mig strax var lagið sem Dísella syngur, Útópía. Mér fannst fiðluleikararnir sem voru með henni á sviðinu svo flottir.“ Helga telur að verði Silvía næsti flytjandi Íslands eigi hún eftir að vekja athygli úti: „Ég er viss um að hún á eftir að gera allt vitlaust. Ég er ekki viss um að hún vinni keppn- ina úti, enda finnst mér það aukaat- riði. Hún á eftir að hrista rækilega upp í þessari Eurovisionkeppni.“ Helga veltir því fyrir sér hvort Silvía syngi á íslensku eða ensku sigri hún í kvöld: „Mér finnst textinn ótrúlega fyndinn á íslensku en þá skilur hann enginn nema við.“ Silvía Nótt með sterkustu laglínuna Hin þrautreynda söngkona Helga Möller segir mörg laganna sem keppa í kvöld litlaus en nefnir lögin sem Dísella, Friðrik Ómar og Silvía flytja sem þau bestu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.