Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 69
LAUGARDAGUR 18. febrúar 2006 Í september árið 1991 voru þýskir ferðamenn á göngu í Ölpunum, á svæði sem kennt er við Ötztaler. Í 3.200 metra hæð gengu þeir fram á lík af manni og sat neðri hluti lík- ama hans fastur í ís. Í ljós kom að þetta voru líkamsleifar karlmanns á fimmtugsaldri, sem við nánari athugun reyndist hafa látist fyrir um 5.300 árum. Fundurinn vakti strax heimsathygli og var mannin- um fljótlega gefið gælunafni Ötzi. Elsta múmían Ötzi er elsta múmía sem fundist hefur. Hann var uppi á koparöld (chalcolithic) en svo kallast stutt tímabil milli nýsteinaldar og bron- saldar þegar menn höfðu byrjað að gera sér áhöld úr kopar en voru ekki enn komnir upp á lag með að blanda koparnum við tin og gera úr því brons. Merkilegur fundur Fyrir utan aldurinn er Ötzi mjög merkilegur að því leyti að hann er eini forsögulegi maðurinn sem hefur fundist í hversdagsklæðum og með allan sinni útbúnað með- ferðis. Yfirleitt er ekki annað að finna í gröfum manna en líkams- leifar þeirra. Ef eitthvað varðveit- ist annað en líkamsleifarnar sjálf- ar segir það einungis til um hvað var talið mikilvægt að hafa með- ferðis eða hverju átti að klæðast eftir dauðann. Vel varðveittir gripir sem Ötzi hafði meðferðis segja hins vegar mikla sögu, einkum þeir sem eru úr lífrænu efni eins og tré og leðri, en slík efni varðveitast yfir- leitt illa eða alls ekki. Lík Ötzis hefur frosið strax eftir að hann dó og síðan setið fast í ís þar til menn gengu fram á það og skýrir það hina óvenjulegu varðveislu. Klæði og vopn Meðal þeirra 70 gripa sem Ötzi hafði meðferðis voru herðaslá ofin úr grasi, húfa úr bjarnarhúð, kápa úr geitarhúð, legghlífar og lenda- skýla úr leðri. Skór hans voru marg- brotnir, efri hluti þeirra úr húð af hjartardýri og sólarnir úr bjarnar- húð. Þeir voru fóðraðir með grasi sem við prófanir reynist prýði- lega gegn fótkulda á fjallgöngu í snjó. Ötzi bar auk þessa langboga og örvamæli úr hjartarhúð sem í voru 14 örvar. Í eins konar bak- poka bar hann öxi úr kopar og hníf með blaði úr tinnusteini. Skeftið var úr askviði en slíðrið ofið úr grasi, rétt eins og herðasláin. Í fórum hans voru nokkur ílát gerð úr birkiberki. Margir gripanna eru hugvitsamlega gerðir, til dæmis voru sinar úr dýrum notaðar sem þráður í leðursauminn. Síðasta máltíðin Rannsóknir á tönnum og beinum Ötzi benda til þess að allt sitt líf hafi hann hafst við á mjög litlu svæði í nánd við staðinn þar sem hann fannst. Síðasta máltíð hans virðist hafa verið kjötmáltíð, lík- lega kjöt af villigeit eða hirti, þar sem hveiti, plómur og aðrar plöntur komu einnig við sögu. Ekki heill heilsu Ötzi var líklega ekki heill heilsu. Nögl á einum fingri hans gefur raunar til kynna að hann hafi þjáðst af einhvers konar hrörn- unarsjúkdómi. Hann virtist hafa rifbeinsbrotnað nokkrum sinnum en beinin voru gróin eða við það að gróa þegar hann lést. Síðast en ekki síst virðist hann hafa þjáðst af liðagigt á nokkrum stöð- um í líkamanum. Nokkur bláleit húðflúrstákn fundust á líkama hans. Í fyrstu virtist staðsetning þeirra vera tilviljanakennd, en bent hefur verið á að þau séu öll nálægt stöðum sem eru meðhöndl- aðir þegar nálastungumeðferð er beitt gegn gigt. Því er hugsanlegt að húðflúrið hafi haft þann tilgang að auðvelda nálastungumeðferð. Þetta er erfitt að sanna en ekki er óhugsandi að Evrópumenn hafi stundað nálastungulækningar á þessum tíma eins og samtíma- menn þeirra í Austurlöndum fjær. Örlög Ötzi Í fyrstu var álitið að Ötzi hefði orðið úti við veiðar á fjallinu. Nýlegar rannsóknaniðurstöð- ur hafa hins vegar vakið ýmsar spurningar. Hlutur úr steini, lík- lega örvaroddi, er greyptur inn í vinstri öxl Ötzi og á höndum hans, úlnliði og brjóstkassa hafa upp- götvast för eftir bitvopn. Auk þess hafa fundist leifar af blóði fjög- urra annarra einstaklinga á fötum hans og vopnum. Þetta gæti bent til þess að Ötzi hafi verið ráðinn bani á fjallinu. Í dag er hægt að skoða Ötzi gegnum lítinn sýningarglugga í Minjasafni Suður-Tíról í Bolzano á Ítalíu. Til að hann varðveitist sem best er hann er hafður í 6 stiga frosti þannig að líkt sé sem mest eftir aðstæðunum á fjallinu þar sem hann fannst. Á safninu má einnig finna endursköpun hans í fullri stærð en Ötzi var um 160 cm á hæð. Austurríkismaður eða Ítali? Til gamans má geta þess að fundur ísmannsins leiddi af sér milliríkjadeilur milli ítalskra og austurrískra stjórnvalda þar sem hann fannst á svæði þar sem landamæri ríkjanna höfðu ekki verið nákvæmlega skilgreind. Eftir nokkurt þóf sættust menn þó á að Ötzi hefði kvatt þennan heim Ítalíumegin. Engar íslenskar múmíur Þess má að lokum geta að orðið múmía er notað yfir gömul lík eða dýraleifar þar sem einhver mjúk- vefur hefur náð að varðveitast. Algengast er að húð varðveitist en einnig geta líffæri, vöðvar og aðrir vefir varðveist. Ísmaður- inn Ötzi er aðeins ein af mörgum múmíum sem hafa varðveist í köldu loftslagi. Meðal fyrstu þess konar múmía sem fundust voru mammútar í Síberíu. Hold sumra þeirra, hár og magainnihald hafði varðveist í sífreranum. Múmíur hafa einnig fundist í steingröfum í Qilakitsoq á vesturströnd Græn- lands, en engar slíkar hafa fundist á Íslandi hingað til. Dagný Arnardóttir, nemandi í fornleifafræði. Ísmaðurinn Ötzi VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Hvenær barst núllið til Íslands og hvaða talnakerfi notuðu norrænir menn fyrir tilkomu núllsins, hver er munurinn á engli og erkiengli, hvernig stofnar maður félag, til dæmis rithöfundafélag, er hægt að lýsa lit, gætu vísundar lifað villtir í íslenskri náttúru og hvernig skynjum við með húðinni? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.