Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 27
Glænýr Saab ���������������� ����������������� ������ ���������������������������������������������������������������� * Við trúum þessu ekki heldur. ���������������������������������������������������������������������������������������������������������������� 3.160.000* LAUGARDAGUR 18. febrúar 2006 27 Milljón loðnur á færibandinu mjak- ast nær „Dagurinn sér næturverkin og hlær,“ segir grískur málsháttur en Jón Sigurður og Haraldur fundu fyrir barnslegu stolti þegar loðn- an kemur úr rennum niður í opna plastpoka sem konurnar á færi- böndunum hafa í öskjum á færi- bandinu. Þeir freistast til að trúa því að þeir hafi sótt þennan auð úr Ægishöndum sem allt gengur út á í Vinnslustöðinni. Um 50 til 60 manns standa vakt- ina en unnið er allan sólarhring- inn á meðan á loðnuvertíð stendur. Þessar öskjur fara svo á færiband- inu í sjálfvirkan frysti en hægvirkt færiband liggur í gegnum hann. Þegar askjan hefur lullað á því gegnum frystinn er hún orðin vel fryst. Sjálfvirkur búnaður stafl- ar svo öskjunum í kassa, þremur saman, og á bretti. Því næst er þeim útskipað. Þetta er þó aðeins helming- ur loðnunnar sem er frystur með þessum hætti en hinn helming- urinn fer á plast sem er útbreitt á járnpönnum. Þeim er svo staflað saman á bretti sem svo eru færð að frysti þar sem þeim er staflað inn. „Þetta eru vaskir menn sem vinna þessi störf,“ segir Sigurgeir Brynjar framkvæmdastjóri meðan hann horfir stoltur á ungu mennina stafla pönnunum. „Menn sem töldu sig færan í flestan sjó hafa komið og reynt þessi störf en gefist upp eftir hálftíma en þessir menn eru svo vaskir að þeir stafla hraðar en sjálfvirku tækin.“ Í Vinnslustöðinni vinna alla jafna um hundrað manns en á meðan loðnuvertíð stendur verður að tvöfalda starfsmannafjöldann. Þessari þörf hefur verið mætt með þeim hætti að nemendur í Fram- haldsskólanum í Vestmannaeyjum fá vinnu svo lengi sem ástundun þeirra hefur verið nægilega góð. Er þetta svo eftirsóknarvert fyrir nemendur að þeir eru allir með góða ástundun að sögn Sigurgeirs Brynjars. Verður að snakki í Japan Það eru Japanar og Rússar sem fá svo að gæða sér á þessu sjáv- argóðgæti. Aðstæður við rúss- nesku hafnirnar eru frumstæðar svo pakka verður allri loðnu í kassa sem þangað fer sem svo eru handlangaðir áfram. Japanar hífa þetta og lyfta hins vegar með tækjum og tólum svo hægt er að slá loðnuna úr pönnunum eftir að hún hefur verið fryst og setja beint á bretti. Japanar fylgjast vel með vinnslu og meðferð loðnunnar og því eru nokkrir eftirlitsmenn þaðan í Eyjum að fylgjast með í lestum skipanna og svo í vinnslu- sölum. Einn þeirra er Kawamo- rita Mitsutomo frá fyrirtækinu Maruha sem er einn stæsti við- skiptavinur okkar Íslendinga þar í landi. „Þetta er í tíunda sinn sem ég er hér á Íslandi og alltaf er jafn gott að koma og gaman að vera hér,“ segir hann meðan að hann sýpur á kaffi í einni pásunni. Fiskvinnslu- konur kunna líka vel við kappann og geyma skó hans á vísum stað meðan hann er í burtu en um leið og hann kemur í Vinnslustöðina eru þeir lagðir fyrir fætur hans. „Íslenska loðnan er í miklum hávegum í Japan,“ heldur hann áfram. „Við setjum hana í pækil en þurkum hana svo og því næst er bara að grilla hana eða djúp- steikja og þá er þetta mikið lost- æti. Við borðum þetta með haus og sporði svona eins og snakk og það er afar vinsælt að skola þessu niður með bjór.“ Eflaust hafa margir Íslend- ingar prófað eitthvað þessu líkt í sumarleyfisferðum sínum við Mið- jarðarhafið. Kannski ættu Íslend- ingar að halda einhverju af loðn- unni eftir fyrir sig. Þá gætu menn sagt, „ég ætla bara að hafa það kósí í kvöld með bjór og loðnu!“ KAWAMORITA Í PÁSU MEÐ FISKVERKAKONUM Þær Særún Eydís Ásgeirsdóttir og Sigurlín Árnadóttir hafa mikið dálæti á honum Kawamorita sínum og kalla hann dúlluna sína. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI SIGURGEIR BRYNJAR KRISTGEIRSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI Sigurgeir Brynjar segir mikið deilt um ágæti flottrolla og hann fylgist vel með þeirri umræðu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI LOÐNAN SETT Í FRYSTI Þeir eru vaskir piltarnir sem koma loðnunni í frysti og segir framkvæmdastjóri að jafnvel frískir menn hafi gefist upp eftir að hafa reynt þessa erfiðisvinnu í hálftíma. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.