Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 76
 18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR36 Berlín, fyrir utan það að vera höfuðborg og stærsta borg Þýskalands (3,5 milljónir íbúa), hefur lengi verið ein helsta listaborg Evrópu. Eftir fall Berl- ínarmúrsins árið 1990 hefur fólk streymt til austurhluta borgar- innar, þar sem framúrstefnulist- in kraumar og húsaleiga er enn lægri en í vesturhlutanum. Helstu listamannahverfin þar eru Mitte, Fredrichshein og Prenzlauer Berg, en þar er mikil Íslendinga- byggð sem og í Kreuzberg í vest- urhluta borgarinnar. Menningarlíf borgarinnar þykir stórkostlegt og er þar mjög fjölbreytt úrval veit- inga- og skemmtistaða. Svo er hægt að fá kebab fyrir tvær evrur. Og bjórinn er ódýr... Hvernig er stemningin? Berlín er ólík öðrum þýskum borgum. Flestir tala ensku og menn eru ekki jafn rúðustrik- aðir og annars staðar í Þýska- landi. Andrúmsloftið er afslapp- að, þjónustan hæg og þú þykir skrítinn ef þú hefur vinnu. Þar sem borgin er stór og fjölmenn getur virst auðvelt að týnast þar í fyrstu en Berlínarbúar segja svo ekki vera. Auk þess er þar að finna stórfínt neðanjarðarlesta- kerfi og leigubílar, „surprise, surprise“, eru mjög ódýrir. Stór hluti borgarinnar eyðilagðist í sprengingum bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni, en það er búið að redda því. Um tíma leit borgin út eins og frumskóg- ur byggingakrana. Það sögðu að minnsta kosti einhverjir. Borgin hefur haft á sér frekar kuldalega ímynd gegnum árin en hún er í rauninni mjög hlýleg og vinaleg og fín. Og það er meira að segja hellingur af gróðri þar. Grasflat- ir, tré, blóm og fleira. Jú, þannig að stemningin er mjög góð. Er senan töff? Já. Hún er töff. Og hefur verið það ansi lengi. Berlín var mest dekad- enta borg Evrópu á árunum milli 1920 og 1930. Hitler átti heima í Berlín, en hann komst ekki inn í listaskólann þar, saga sem við sennilega þekkjum flest. Iggy Pop og David Bowie fluttu báðir til Berlínar í lok áttunda áratugarins til að losa sig við slæman félags- skap og heróin. Það gekk ekki. Nick Cave bjó þar á seinni hluta níunda áratugarins og félagi hans Blixa Bargeld býr þar enn hluta ársins. Berlín gaf af sér hina svo- kölluðu „electroclash“-senu fyrir nokkrum árum með Peaches í far- arbroddi. Hún er ennþá í fullum blóma. Svo eru líka ágætis pönk- og rokkabillí-senur í Berlín. Saga borgarinnar (í afar stuttu máli). Berlin var höfuðborg Prússland til 1945 og höfuðborg Þýskalands milli 1871 og 1945 og aftur eftir að Þýskaland var sameinað 3. októb- er 1990. Þýska þingið, Bundestag, og ríkisstjórn Þýskalands fluttu frá Bonn til Berlínar árið 1999. Milli 1949 og 1990 var borginni skipt í Austur-Berlín, höfuðborg Alþýðulýðveldisisins Þýskalands, og Vestur-Berlín. Berlínarmúr- inn skipti borginni í tvennt frá 13. ágúst 1961 til 9. nóvember 1989. Á plötunni Haus der Luge með þýsku industrial-hljómsveit- inni Einsturzende Neubauten má heyra múrinn mölvaðan niður. Hvað á maður að sjá? Branderburgar-hliðið er algjört konfekt fyrir augun og því algjört möst. Gaman er einnig að skoða Checkpoint Charlie, gömlu landa- mærin milli Austur- og Vestur- Þýskalands en þar er einnig að finna safnið Haus am Checkpoint Charlie þar sem saga múrsins er rakin. Listasafnið Hamburger Banhof Museum of Modern Art er einnig áhugavert og líka þingið, Reichstag. Svo, ef þið fljúgið út í dag, getið þið séð íslensku hljóm- sveitirnar Skakkamanage, Borko, Hudson Wayne og Seabear spila á klúbbnum Zentrale Randlage á Schönhauser Allee 172. Tónleik- arnir byrja klukkan tíu og kostar 5 evrur inn. Og ekki gleyma að fá ykkur kebab. Lág húsaleiga og fjörugt listalíf Ungir Íslendingar streyma til Berlínar þessa dagana. Af hverju? Henrik Baldvin Björnsson skoðar að- dráttarafl þessarar goðsagnakenndu borgar. ANDRÚMSLOFTIÐ Í BERLÍN ER EKKERT NEMA AFSLAPPAÐ. MYNDIR: PÁLL STEFÁNSSON LITSKRÚÐUGIR TRABANTAR Í LISTAHVERFINU. MYND PÁLL STEFÁNSSON. Ofurlistamaðurinn Ólafur Elías- son hefur búið í Berlín undanfar- in ár, sem og Egill Sæbjörnsson listamaður og tónlistarmaður. Aðrir listamenn sem búa þar eru m.a. Ásmundur Ásmundsson, Gunnhildur Hauksdótt- ir og Darri Lorensen. H l j ó m s v e i t i n Múm hafði aðsetur í Berlín um tíma og strákarnir í Kimono fluttu þangað síðasta haust og einn- ig blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen á sama tíma. Svo stóð Klink og Bank fyrir listahátíð þar síðasta haust sem stóð yfir í viku. Tóku fjölmargir listamenn og tónlistarmenn þátt í þeirri hátíð og var mikið umstang í kringum hana. Elektró skutlan Peaches er einnig í Berlín ásamt eiginmanni sínum Konny. Þau Egill Sæbjörns- son eru miklir mátar og er það ástæðan fyrir því að hún kom og hélt tónleika hér á landi fyrir tveimur árum, en það var einmitt í Klink og Bank, þeim góða, merka stað sem ekki er lengur til. Heyrst hefur einnig að Helgi Björnsson sé að fara að opna bar og leikhús í borginni. Allt þetta fólk og marg- ir margir fleiri eru að digga fjörugt menningarlíf, ódýra húsaleigu og ódýrt kebab. Hverjir búa þar? ÓLAFUR ELÍASSON KIMONO ARNAR EGGERT THORODDSEN EGILL SÆBJÖRNSSON PEACHES HELGI BJÖRNSSON DAVID BOWIE VAR LENGI Í BERLÍN. IGGY POP REYNDI AÐ LOSA SIG VIÐ HERÓ- INFÍKNINA Í BORGINNI. ÞAÐ GEKK EKKI. NICK CAVE BJÓ HÉR Á SEINNI HLUTA NÍUNDA ÁRATUGARINS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.