Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 12
 18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR Heiðar Helguson knattspyrnu- maður hefur haslað sér völl meðal jafningja í ensku úrvals- deildinni þar sem hann leikur við góðan orðstír hjá Lundúnalið- inu Fulham. Heiðar skoraði tvö mörk gegn Newcastle í deildinni um síðustu helgi en hann fær kærkomið frí um helgina eftir afslöppun í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum í vikunni. Heið- ar hefur hlotið mikið lof fyrir f r a m m i s t ö ð u sína en eftir erf- iða byrjun hjá félaginu er hann nú búinn að festa sig í sessi í liði Fulham. Það er fyrst og fremst dugnað- urinn sem hefur fleytt Heiðari á þann stall sem hann er á í dag. Heiðar er fædd- ur 22. ágúst árið 1977 og er kennd- ur við móður sína Helgu Matt- híasdóttur. Hann sleit takkaskón- um á Dalvík þar sem hann byrjaði að leika sér með bolta um leið og hann gat stað- ið í lappirnar. Heiðar var alltaf hægt að finna á fótboltavellinum þótt hann hafi reynt fyrir sér í frjálsum íþrótt- um þar sem hann stóð sig einnig með prýði. K n a t t s p y r n u - h æf i le i k a r n i r voru þó ekki lengi að koma í ljós hvort sem hann var að leika sér í garðinum heima hjá sér eða á einum af heimatilbúnu fótbolta- völlunum á Dalvík. Heiðar bar af í öllum leikjum og öllum mótum og skoraði mikinn meirihluta þeirra marka sem Dalvíkingar skoruðu á sínum tíma þrátt fyrir að vera oft höfðinu lægri en and- stæðingar sínir. Fótbolti átti alltaf hug hans allan, en sem unglingur vann hann í saltfiskverkun auk þess sem hann fór nokkra túra með frystitogara, þann fyrsta aðeins fjórtán ára gamall. Dugnaðurinn leyndi sér ekki og ávallt skilaði Heiðar þeim verkum sem hann tók sér fyrir hendur umbúðalaust og án þess að kvarta. Undir niðri var það alltaf vitað að atvinnu- mennskan biði Heiðars enda hafði hann alla burði og getu til að ná í fremstu röð, sem hann og hefur gert. Heiðar fluttist sextán ára til Reykjavíkur og lék þar með Þrótti. Knattspyrnuútsendarar voru ekki lengi að sjá hæfileik- ana í drengnum og árið 1999 flutti hann til Noregs þar sem hann lék með Lillestrom. Heiðar lék vel í Noregi og var þar aðeins til skamms tíma vegna mikils áhuga félaga á Englandi en hann gat valið úr tilboðum enda sýndu mörg lið honum áhuga. Watford heillaði Heiðar mest og þangað fór hann í janúarmánuði árið 2000 og lék með liðinu í rúm fjögur ár. Heiðar lék 140 leiki með Watford og skoraði 61 mark en hann var gífurlega vinsæll meðal stuðn- ingsmanna liðsins og var meðal annars valinn besti leikmaður síns síðasta tíma- bils hjá félaginu. Auk þess stóð hann vel fyrir sínu með íslenska landsliðinu þar sem hann hefur um tíma verið fastur byrjunar- liðsmaður. Heið- ar hefur leikið 38 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim sex mörk. Heiðar er kvæntur Eik Gísladóttur og saman eiga þau tvo syni, Aron Dag sem er sjö ára og Ólíver, fimm ára en þau búa í rólegu hverfi í Lundún- um. Vinir Heiðars lýsa honum sem ótrúlega dugleg- um einstaklingi og einstökum ljúflingi utan vall- ar þótt það breyt- ist snögglega um leið og flautað er til leiks. Þá tekur drápseðlið við og Heiðar berst af öllum lífs og sálar kröftum á meðan hann spilar. Heiðar er fylg- inn sér og heið- arlegur en hans helsti kostur ku þó vera að hann kemur ávallt til dyranna eins og hann er klæddur og er ekki með neinn gasprara- hátt. Ómögulegt var að finna ókost eða galla á Heiðari enda er hann drengur góður og einstak- lega vel upp alinn. Heiðar er atvinnumaður í fremstu röð og einn allra fremsti íþróttamaður Íslands. Heiðar er ekki flinkasti leikmaður í heimi með boltann, en hann bætir það upp með áræðni, dugnaði og ein- stakri ósérhlífni. MAÐUR VIKUNNAR Keppnismaður í fremstu röð HEIÐAR HELGUSON ATVINNUMAÐUR Í KNATTSPYRNU H blaelgar › Hefurflúsé› DV í dag? með 1 2 3 4 5 EINKASYNINUM Hann svipti mig EUROVISION vaxandi vandamál „Líf mitt snerist um kynlíf“ DAGBLAÐIÐ VÍSIR 42. TBL. – 96. ÁRG. – VERÐ KR. 295 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 Helgarblað Glæsilegar vorvörur Vala Grand – stelpan sem er strákur Bls. 34 Bls. 14–15 Bls. 42–43 Bls. 44–45 Alexandra er 5 ára Bls. 36–37 og 50–51 GERIR KVIKMYND Björk Jakobsdóttir SILVÍU SPÁÐ SIGRI EINVÍGI ÁRSINS Berst viðrauða úlfa líf dauða og upp á Söngkonan Regína Ósk Um ástina ogskilnaðinn Móðir Braga Halldórssonarsegist sátt við þungan fang-elsisdóm sem morðingi sonarhennar fékk á fimmtudaginn. Rauðir úlfar eru óútreiknanlegur sjúkdómur sem venjulega leggst ekki á börn. Alexandra litla er ein fárra undantekninga. Hún er fimm ára og nú þegar hefur sjúkdómurinn lætt sér á alla þá staði líkamans sem hann á möguleika á. Bls. 22–23 EINKASYNINUM Hann svipti mig Móðir Braga Halldórssonar segist sátt við þungan fang-elsisdóm sem morðingi sonar hennar fékk á fimmtudaginn. 1 2 3 4 5 helgar augl 17.2.2006 20:54 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.