Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.02.2006, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 18.02.2006, Qupperneq 20
 18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR20 timamot@frettabladid.is MARTIN LUTHER (1483-1546) LÉST ÞENNAN DAG. „Ég er hræddari við mitt eigið hjarta en við páf- ann og alla hans kardin- ála. Í mér býr hinn mikli páfi, sjálfið.“ Martin Luther var þýskur munkur og er þekktastur fyrir að vera einn af siðbótarmönnum kirkjunnar á 16. öld. Á þessum degi árið 1930 upp- götvaði bandaríski stjörnufræð- ingurinn Clyde W. Tombaugh plánetuna Plútó sem er níunda reikistjarnan í sólkerfinu og sú sem er lengst frá sólu. Hún er 2.300 km í þvermál og því minnsta reikistjarnan sem geng- ur í sporbaug kringum sólina. Tombaugh valdi nafnið á hina nýfundnu stjörnu samkvæmt uppástungu ellefu ára stúlku, Venetiu Burney. Minnsta fjarlægð Plútós frá jörðu er um 4290 milljón kíló- metrar og sú mesta um 7530. Braut Plútós um sólina er frá- brugðin braut hinna reikistjarn- anna. Hún er ekki í sömu sléttu og hallar um sautján gráður miðað við brautir hinna. Þá er hún einnig óvenju ílöng. Það tekur Plútó 250 ár að fara hring um sólina. Plánetan er aðallega úr ís en hitastig á yfirborði Plútós er -230°C. Árið 1988 uppgötvuðu vísindamenn hjá NASA þegar Plútó bar við aðra stjörnu að lofthjúpur væri um plánetuna. Árið 1978 uppgötvaðist fylgihnöttur eða tungl við Plútó. Hnötturinn var nefndur Karon, er 900 km í þvermál og um helmingur af massa Plútós. Í lok síðasta árs fundust tvö agn- arsmá tungl á sveimi í kringum Plútó. ÞETTA GERÐIST > 18. FEBRÚAR 1930 Plánetan Plútó er uppgötvuð PLÚTÓ OG KARON MERKISATBURÐIR 1875 Eldgos hefst í Sveinagjá á Mývatnsöræfum. 1885 Snjóflóð fellur á fjórtán íbúðarhús á Seyðisfirði og verður 24 mönnum að bana. 1910 Tuttugu manns farast í snjó- flóði í Hnífsdal. 1948 Eamon de Valera forsæt- isráðherra Írlands lætur af völdum eftir sextán ára setu. 1959 Vitaskipið Hermóður ferst með allri áhöfn, tólf manns. 1969 Poppstjarnan Lulu giftist popparanum og Bee Gees- félaganum Maurice Gibb. „Við fjölskyldan ætlum að halda góðan afmælisfagnað í félagsheimilinu á Seyð- isfirði. Þar ætlum við að syngja, borða og dansa,“ segir Arnbjörg Sveinsdótt- ir, alþingismaður og þing- flokksformaður Sjálfstæð- isflokks, glaðlega en hún fyllir fimmtíu tugi í dag. „Þetta eru mjög skemmtileg tímamót og mér leiðist það alls ekki að verða fimmtug,“ segir hún glettin og vonar að sem flestir komi og fagni með henni í kvöld. Þar sem Arnbjörg er upp- tekin á þinginu fram á síð- ustu stund hefur fjölskyldan séð að mestu um allan und- irbúning og er það vel enda segist Arnbjörg lítið fyrir að halda upp á sitt eigið afmæli þó hún geri það gjarnan fyrir aðra. „Þau vilja heldur ekki að ég sé að skipta mér af,“ segir hún hlæjandi. Hún hélt síðast veglega upp á fertugsafmæli sitt. Þá vildi þó ekki betur til en svo að óviðri hamlaði því að margir gestanna kæmust á Seyðisfjörð en þar er Arn- björg fædd og uppalin. „Það var alveg yndislegt að vera alin upp í svona litlu plássi,“ segir Arnbjörg en á hennar uppvaxtarárum stóð síldarævintýrið sem hæst og má segja að hún hafi fengið það beint í æð enda var faðir hennar síldarsaltari. „Ég ólst hálfpartinn upp á plan- inu hjá honum,“ segir Arn- björg glettin, en hún saltaði sína fyrstu síldartunnu sex ára gömul. Frá þessum tíma hefur lífið á Seyðisfirði breyst talsvert. Síldin horfin og meiri værð hefur færst yfir sjávarplássið. Íbúar þess hafa þó ekki látið deigan síga og er menningarlíf allt í blóma á Seyðisfirði að sögn Arnbjargar. „Þangað sækja töluvert menningarmógúlar og listamenn sem hafa keypt hús og sest að,“ segir Arn- björg en bærinn á sér mikla sögu. Þar eru falleg gömul hús, fyrsta vélsmiðja lands- ins var byggð þar og þangað kom síminn fyrst á land. Arnbjörg hefur engar sérstakar óskir um afmælis- gjafir enda finnst henni ekki að fólk eigi að gefa miklar gjafir á þessum tímamótum. „Mig langar bara í skemmti- legt fólk til að fagna með,“ segir hún glaðlega. ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR: ER FIMMTUG Í DAG Alin upp á söltunarplani Á BESTA ALDRI Arnbjörg og fjölskylda hennar ætla að bjóða til stórveislu í félagsheimilinu á Seyðisfirði í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, Sigríður Hauksdóttir Tjäderstigen 1, 560-13 Hok, Svíþjóð, lést á háskólasjúkrahúsinu Ryhov í Jönköping þann 14. febrúar sl. Útför hennar fer fram í Svíþjóð þann 3. mars nk. Þráinn Ólafur Jensson Stefán Tjörvi Jónsson Helga Sól Jónsdóttir Helga S. Hannesdóttir Sigurður Hauksson Björk Helgadóttir Þorsteinn Hauksson Birgitta Bjargmundsdóttir Hrafnhildur Hauksdóttir Bolli R. Valgarðsson Vala Hauksdóttir Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát Grétu Svanlaugar Jónsdóttur frá Villingaholti er lést 28. janúar sl. Einnig bestu þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands fyrir góða ummönnun. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, ömmu- og langömmubörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, Bjargar Kristmundsdóttur saumakonu, Lindasíðu 4, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækninga og gjörgæslu- deildar Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. Guð blessi ykkur. Sonja Ísafold Hans Óli Hansson Anna Kristín Hansdóttir Jóhannes Arason Ásrún Kristmundsdóttir Þorgrímur Kristmundsson ömmu og langömmubörn. Í tilefni af konudeginum á morgun munu einungis konur þjóna í messu í Vídalínskirkju. Þar fer fyrir fríðum flokki kvenna séra Jóna Hrönn Bolla- dóttir. „Tilgangur þessarar messu er að hylla fyrsta femínistann í þess- um heimi Krists og einnig að minna konur á mikilvægi þess að þær standi saman og styðji hver aðra,“ segir Jóna sem blöskraði útkoma í prófkjörum stjórnmálaflokka á þessu ári þar sem konur voru lítt áberandi í efstu sætum og ákvað því að brydda upp á þessa nýbreytni. „Messan er innlegg kirkjunnar til að efla samstöðu kvenna,“ segir Jóna sem telur að Jesús hafi rofið hefðir samfélagsins aftur og aftur til að skapa rétta sjálfsmynd meðal kvenna. „Þegar Jesús starfaði í Ísra- el fyrir 2000 árum höfðu konur engan rétt. Þær voru fyrst eign feðra sinna eins og búfénaðurinn og síðan eigin- manna,“ áréttir Jóna sem telur að boð- skapur Krists hvetji konur áfram. Í messunni sem hefst klukkan 11.00 á sunnudag mun Rannveig Rist, forstjóri Álversins í Straumsvík, predika. Jóna ætlar að leiða stundina ásamt Nönnu Guðrúnu Zoëga djákna, Margréti Tómasdóttur skátahöfð- inga, Ingibjörgu Hauksdóttur hjúkr- unarfræðingi og konum af foreldra- morgnum Vídalínskirkju. Kvennakór Garðabæjar leiðir lofgjörðina undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur. Boðið verður upp á tískusýningu í messukaffinu sem ekki er vitað til að hafi gerst áður en þar geta messugest- ir fylgst með fyrirsætum spranga um í fötum frá versluninni Ilse Jacobsen, yfir girnilegri súpu. Tískusýning í messukaffinu LEIÐIR KVENLEGA MESSU Séra Jóna Hrönn Bolla- dóttir vill minna konur á mikilvægi þess að þær standi saman og styðji hver aðra. ANDLÁT Högni Klemensson, Sunnubraut 9, Vík í Mýrdal, lést þriðjudaginn 14. febrúar. Bára Jóhannesdóttir, áður til heimilis í Grænumýri 1, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð mið- vikudaginn 15. febrúar. Sigríður G. Johnson lést á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni fimmtudag- inn 16. ágúst. JARÐARFARIR 14.00 Sigríður Kristjánsdóttir frá Súðavík, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju. 14.00 Sigrún Þorsteinsdóttir, síðast til heimilis á öldrunar- deild Sjúkrahúss Skagfirð- inga, verður jarðsungin frá Víðimýrarkirkju. 14.00 Svavar Sigurður Sæbjörns- son, Tjarnargötu 10, Sand- gerði, verður jarðsunginn frá safnaðarheimilinu í Sandgerði. AFMÆLI Hallgrímur Helgason rithöfundur er 47 ára. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi er 51 árs. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor er 52 ára. Ingibjörg Pálmadótt- ir fyrrverandi ráðherra er 57 ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.