Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 84
 18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR44 Það var margt um manninn í tískuteitinu „Cold as Ice“ sem haldið var á Norður- bryggju í Kaupmannahöfn föstu- dagskvöldið 10. febrúar sl. en tilefnið var þátttaka sjö íslenskra hönnuða í tískuvikunni í Kaup- mannahöfn. Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn, Útflutnings- ráð Íslands, Norðurbryggja og umboðsskrifstofan Salka Agency stóðu að skipulagningu teitisins. „Okkur fannst tilvalið að grípa tækifærið og vekja athygli á öllum þeim frábæru íslensku hönnuðum sem staddir voru í Kaupmanna- höfn í tilefni tískuvikunnar“ segir Svavar Gestsson, sendiherra. „Þessi veisla heppnaðist í alla staði mjög vel og þangað komu 200 gestir, þ.á.m. blaðamenn, inn- kaupafólk tískuvöruverslana og danskir hönnuðir og listamenn.“ „Ég er í þessu sambandi sérlega ánægður með þá umgjörð og möguleika sem Norðurbryggjan hefur upp á að bjóða“. Auk þess að kynnast íslenskri hönnun gafst gestum tækifæri til að hlýða á söng- og píanóleik Ragn- heiðar Gröndal. Þá lék DJ Alfons tónlist af fingrum fram fram eftir kvöldi. Gestum var boðið að bergja á íslensku öli og vatni frá Egils og einnig drykknum Esk- imóhító að hætti barþjónanna á íslenska kaffihúsinu Laundromat Café í Kaupmannahöfn. Íslensk hönnun vekur athygli Berglind Steindórsdóttir, verk- efnastjóri hjá Útflutningsráði segist ánægð með árangurinn af þátttöku íslensku hönnuðanna á tískuvikunni. „Við vorum með þrjá hönnuði á bás Útflutningsráðs á CPH Vision-sýningunni, Steinunni, Ásta Creative Clothes og Hönnu. Auk þeirra tóku hönnuðirnir í ELM Design og Birna Karen, sem starf- ar í Danmörku, þátt í sýningunni.“ „Þá sýndu þeir Indriði og Jón Sæmundur hjá DEAD á sýning- arsvæði Salka Agency í miðborg Kaupmannahafnar.“ Berglind seg- ist merkja mikla grósku og tölu- verða útþrá meðal íslenskra fata- hönnuða og að þeir veki iðulega mikla athygli á þeim sýningum sem þeir sækja. Góð þátttaka danskra blaðamanna og innkaupaaðila í tískuteitinu á Norðurbryggju stað- festi þetta. „Við hjá Útflutnings- ráði erum mjög ánægð með þetta framtak, það skiptir íslensku hönn- uðina miklu máli að finna fyrir slíkum stuðningi þegar þeir taka þátt á alþjóðlegum sýningum sem þessum?“ Fimm íslenskar vonarstjörnur Einn af föstum liðum CPH Vision- sýningarinnar er kynning á ungum hönnuðum og hönnunarnemum frá Norðurlöndunum. Að þessu sinni fengu fimm íslenskir ung- hönnuðir frá Listaháskóla Íslands tækifæri til þess að sýna hönnun sína. „Um er að ræða eins konar klakstöð fyrir tískuheiminn sem gengur undir nafninu Designers Nest,“ segir Berglind. Verndari „Designers Nest“ er Mary Elisa- beth Donaldson, krónprinsessa. ■ Réði hárprýði oddvitanna hversu mörg sæti stjórnmálaflokkarnir hljóta í borgarstjórn, myndi Samfylkingin sigra með yfirburðum. Fréttablaðið spurði fagmennina hvað mótfram- bjóðendur Dags B. Eggertssonar ættu að gera til að fá liðaða lokka eins og hann og saxa á forskotið. „Í fyrsta lagi verður að vera góð lengd á hárinu,“ segir Steinunn Ósk Brynj- arsdóttir hárgreiðslukona á Mojo/Monroe. „Sá sem er með liðað hár getur búið til meiri krullur með þar til gerðu krullukremi eða spreyi. Ef maður er með rennislétt hár er eina leiðin að skella sér í herrapermanent.“ Slíkt kostar um 6.500 krónur á Mojo/Monroe en sá galli er á gjöf Njarðar að það verður sjaldnast jafn náttúrulegt í útliti. „En ef vel tekst til sjá engir nema vönustu sérfræðingar muninn.“ Sá sem fer í permanent þarf eftir sem áður að viðhalda liðunum með smyrslum eða hárlakki, en krullurnar sléttast smám saman eftir því sem hárið vex. HERMDU EFTIR HÁRINU HVERNIG ER HÆGT AÐ NÆLA SÉR Í KRULLUR EINS OG DAGUR ER MEÐ? Herrapermanent besta lausnin SKUGGALEGIR Indriði og Jón Sæmundur skáru sig úr í smartheitunum. ÍSKÖLD TÍSKA Á BRYGGJUNNI Í GÓÐU STUÐI Jón Björnsson hjá Maga- sin er hér ásamt eiginkonu sinni Lovísu Stefánsdóttur. Ragnheiður Eiríksdóttir mun í kvöld stjórna síðasta þætti af Eurovision- spurningaþættinum Tíminn líður hratt. Aðspurð hvað annað hún hyggst bauka um helgina segir hún kátri röddu: „Ég ætla að halda áfram að lesa glæpa- söguna sem ég er nýbyrjuð á. Hún er ógeðslega skemmtileg og er eftir sænsk- an höfund sem heitir Henning eitthvað,“ segir hún. „Ég ætla líka að fara í 35 ára afmæli vinkonu minnar á laugardaginn og hitta fullt af gömlum vinkonum. Ég verð samt á bíl því eftir það er ég að fara í vinnuna að sjá um Næturvaktina á Rás 2 sem er á milli tíu og tvö. Ég ætla líka að reyna að komast í sund, heitan pott og gufu, ætli ég fari ekki í Vesturbæjarlaugina. Svo ætla ég að klára að semja eitt lag sem ég byrjaði á í gærkvöld. Ég er að spá í að borða bara nammi á laugardaginn því ég er búin að borða svo mikið nammi að ég er komin með bólur.“ Heiða kemst ekki hjá því að minnast á lokakeppni Eurovision og segist halda með tveimur lögum. „Það eru ágætislíkur á að Silvía taki þetta og þá verð ég glöð. Svo finnst mér hún Dísella rosalega flott og ég held með þessum tveimur. Ég yrði sátt ef önnur þeirra færi út.“ FULLKOMIN HELGI: RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR Glæpasaga og Eurovision TÍSKUDROTTNINGAR Hrafnhildur Hólmgeirs- dóttir og Harpa Einars- dóttir fatahönnuðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.