Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 4
4 18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR
Í dag opnar Chevrolet SALURINN !
Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8-12
Sími 590 2000 - www.benni.is
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 17.2.2006
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur 63,45 63,75
Sterlingspund 110,20 110,74
Evra 75,33 75,75
Dönsk króna 10,089 10,149
Norsk króna 9,33 9,388
Sænsk króna 8,08 8,054
Japanskt jen 0,5356 0,5488
SDR 90,95 91,49
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
105,9202
STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra og Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands,
funda í Lundúnum í næstu viku.
Halldór heldur til Bretlands á
þriðjudag ásamt eiginkonu sinni
Sigurjónu Sigurðardóttur. Halldór
mun heimsækja íslensk fyrirtæki
og ávarpa fulltrúa úr bresku fjár-
mála- og atvinnulífi.
Þá mun hann
sjá leik Chelsea og
Barcelona í meist-
aradeild Evrópu
á miðvikudag í
boði Eiðs Smára
Guðjohnsen leik-
manns Chelsea og
fyrirliða íslenska
kanttspyrnulandsliðsins.
Heimsókn forsætisráðherra-
hjónanna til Bretlands lýkur á
föstudag. -bþs
Forsætisráðherra til Bretlands:
Halldór ræðir
við Tony Blair
TONY BLAIR
PAKISTAN, AP Pakistanskur
múslímaklerkur lýsti því yfir í
gær að hver sá sem dræpi teikn-
ara teikninganna af Múhameð spá-
manni, sem fyrst birtust í Jótlands-
póstinum danska í lok september,
fengi eina milljón bandaríkjadala
að launum. Múgæsingarmótmæli
vegna Múhameðsteikninganna
héldu áfram í öllum helstu borg-
um Pakistans í gær. Lögregla
handtók hundruð mótmælenda og
skikkaði nokkra klerka til að sæta
stofufangelsi til að aftra þeim frá
því að ala enn á múgæsingunni
með ræðuhöldum yfir mótmæl-
endum.
Fjöldamótmæli í tilefni af
Múhameðsteikningunum hafa
farið úr böndunum í Pakistan
í vikunni. Þau kostuðu fimm
manns lífið. Yfirvöld óttuðust
að til óeirða kæmi einnig í gær í
kjölfar föstudagsbæna múslíma
en flestar mótmælagöngur fóru
þá friðsamlega fram.
Dönsk stjórnvöld tilkynntu
að sendiráði landsins í Pakistan
yrði lokað um ákveðinn tíma. Þau
réðu jafnframt dönskum þegnum
frá því að leggja leið sína til Pak-
istans og hvöttu þá Dani sem enn
væru í landinu til að yfirgefa það
í öryggisskyni. Danir hafa einnig
lokað sendiráðum sínum í Líban-
on, Sýrlandi, Íran og Indónesíu í
kjölfar and-danskrar múgæsing-
ar og hótana í garð sendiráðs-
starfsfólks. Pakistanstjórn hefur
einnig kallað sendiherra sinn í
Danmörku heim.
Í borginni Peshawar í norð-
vesturhluta Pakistans, þar sem
tveir mótmælendur lágu í valn-
um og fjöldi særðist á miðviku-
dag, lýsti bænaformaðurinn
Mohammed Yousaf Qureshi því
yfir að söfnuður hans og trúar-
skóli hefði sett verðlaun upp á
eina og hálfa milljón rúpía, and-
virði tæplega 1.600.000 kr, auk
glænýrrar bifreiðar til höfuðs
teiknurunum sem dirfst hefðu að
gera myndir af spámanninum. Þá
hefðu skartgripasalar á svæðinu
samþykkt að leggja fram eina
milljón bandaríkjadala til höfuðs
teiknurunum.
„Það er einróma ákvörðun allra
ímama (bænaformanna) íslams,
að hver sem móðgar spámann-
inn verðskuldar að vera drepinn
og hver sem mun koma þessum
manni fyrir kattarnef mun fá
verðlaunin,“ sagði Qureshi. Hann
nefndi engan teiknara á nafn
í tilkynningunni. Hann virtist
reyndar ekki vera meðvitaður um
að teiknarar myndanna tólf sem
birtust í Jótlandspóstinum voru
jafnmargir teikningunum.
audunn@frettabladid.is
Há fjárhæð sett til
höfuðs teiknaranna
Róttækur múslimaklerkur í Pakistan lýsti því yfir í gær að hver sá sem dræpi
teiknara myndanna af Múhameð spámanni fengi eina milljón bandaríkjadala í
verðlaun. Múgæsingarmótmæli héldu áfram. Danska sendiráðinu lokað.
LÍBANON, AP Utanríkisráðherra
Írans, Manushehr Mottaki, krafð-
ist þess í gær að breskir hermenn
yfirgæfu suðurírösku borgina
Basra þegar í stað. Vera þeirra
þar ógnaði öryggi Írans. Basra
er í um 35 kílómetra fjarlægð frá
landamærum Suður-Írans.
Talið er að nýbirtar myndir af
meintu ofbeldi breskra hermanna
gegn ungum Írökum hafi leitt til
yfirlýsingar Mottaki, en hann
krafðist þessa eftir fund með
utanríkisráðherra Líbanons. Jafn-
framt sagði Mottaki land sitt hafa
fullan rétt á kjarnorku og kallaði
ásakanir Bandaríkjanna um að
hún væri ætluð til vopnagerðar
„lygar“. - smk
Íranar hafa afskipti af Írak:
Vilja að Bretar
yfirgefi Basra
VILL BRETA BURT Utanríkisráðherra Írans
Manushehr Mottaki í Beirút í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MÓTMÆLT Í PESHAWAR Á spjöldum mótmæl-
enda í Islamabad í gær mátti lesa: „Óvinir íslams:
Búið ykkur undir þriðju heimsstyrjöldina“ og „Við
fordæmum Musharraf forseta sem heimsótti
Danmörku“. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FILIPPSEYJAR, AP Bærinn Guinsaugon
á eynni Leyte í suðaustanverðum
Filippseyjaklasanum þurrkaðist út
í aurskriðu í gærmorgun. Óttast
var í gær að á annað þúsund manna
hefðu farist, en alls bjuggu um
2.500 manns í bænum.
„Það er ekkert lífsmark, engin
húsþök sem glittir í, ekkert,“ sagði
héraðsstjórinn, Rosette Lerias.
Í bænum voru 375 heimili og
barnaskóli, en allar þessar bygg-
ingar grófust undir tíu metra þykku
lagi af aur, sem skall yfir bæinn
úr hlíðinni fyrir ofan eftir mikla
úrhellisrigningu.
Staðfestur fjöldi látinna var
aðeins 23 manns þegar myrkur
skall á í gærkvöldi og gera þurfti
hlé á björgunarstarfinu, en þá var
enn um 1.500 bæjarbúa saknað.
Fjöldi þeirra sem komust af úr
aurskriðunni var aðeins 53. Óttast
var því að nær engin von væri um
að nokkur þeirra sem saknað var
myndi finnast á lífi.
Alþjóða Rauði krossinn skoraði
á þjóðir heims í gær að leggja fram
sem svarar 95 milljónum króna til
að fjármagna hjálparstarf á ham-
farasvæðinu. - aa
FÓRNARLAMBA LEITAÐ Sjálfboðaliði
ber unga stúlku af vettvangi þar sem
aurskriða færði bæinn Guinsaugon á
Filippseyjum á kaf í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Aurskriða þurrkar út 2.500 manna bæ á suðaustanverðum Filippseyjum:
Hátt á annað þúsund manna talin af
Öfgamenn dæmdir Dómstóll
í Belgíu dæmdi á fimmtudag þrjá
menn frá Marokkó seka um að tilheyra
íslömskum öfgahópi sem tengdist
hryðjuverkaárásunum í Madríd og Casa-
blanca í Marokkó, en alls fórust 223
menn í þessum árásum.
BELGÍA
Fylgið jafnt Í niðurstöðum skoðana-
könnunar sem gerð var fyrir Hægri-
flokkabandalagið sem Silvio Berlusconi
forsætisráðherra fer fyrir mælist það
með jafnmikið fylgi og Miðju-vinstri-
bandalagið sem fram til þessa hafði
mælst með dágott forskot. Kosið er til
Ítalíuþings í apríl. Talsmenn stjórnarand-
stöðunnar véfengdu könnunina.
ÍTALÍA
SAMKEPPNISMÁL Landbúnaðar-
ráðuneytið hefur enn ekki svarað
kvörtunum Mjólku frá í desem-
ber vegna þess sem fyrirtækið
telur óeðlilega samkeppnishætti á
mjólkurmarkaði.
Að sögn Ólafs
M a g n ú s s o n a r ,
framkvæmdastjóra
Mjólku, hyggst
hann ítreka erindið
eftir helgina enda
mikilvægt að fyr-
irtækið fái svör.
Reikningar eru
þegar farnir að ber-
ast frá Bændasamtökunum sem
þeir hyggjast ekki greiða enda
sé Mjólka þannig að niðurgreiða
kostnað annarra aðila í greininni.
„Það er af og frá að við greiðum
slíkt. Fyrr förum við með málin
fyrir Hæstarétt.“ - aöe
ÓLAFUR MAGN-
ÚSSON
Mjólka ítrekar kvörtun sína:
Bíður eftir
svari ráðherra