Fréttablaðið - 25.02.2006, Page 8
8 25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR
NISSAN X-TRAIL
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16
Ríkulegur staðalbúnaður
17" álfelgur, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar, rafstýrð
leðursæti, loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
0
5
8
9
Tilboðsverð á Nissan X-Trail Elegance 2.790.000 kr.
FULLBÚINN Á
FRÁBÆRU VERÐI!
�
��
�
��
�
�
�
��
��
�
��
�
��
��
�
�
�
��
�
�
�������������������������������������������������������
������������� �
�� �����������������������������
����������������������������� �������������� ������������������ �������� ���������
������������ ��������������������������
NFS ER Á VISIR.IS
Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar
SPARISJÓÐIR Fjórir af fimm
stjórnarmönnum í Sparisjóði Hafn-
arfjarðar gengu úr stjórn á aðalfundi
sem haldinn var á dögunum. Nýir
stjórnarmenn eru Jón Auðunn Jóns-
son, Magnús Ármann, Matthías Ims-
land, sparissjóðsstjórinn Magnús
Ægir Magnússon og Þórður Magnús-
son, sem átti sæti í gömlu stjórninni.
Páll Pálsson lét af stjórnarfor-
mennsku en ekki er ljóst hver verð-
ur eftirmaður hans.
Nokkrar breytingar voru gerðar
á samþykktum sjóðsins, sem miða
meðal annars að því að opna hann
fyrir nýjum stofnfjáreigendum, en
engin ákvörðun var tekin um útgáfu
nýs stofnfjár.
Hagnaður SPH var 704 milljónir
króna í fyrra og var samþykkt á
fundinum að greiða átján prósenta
arð auk þess sem stofnfé var endur-
metið um fimm prósent. - eþa
SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR Fjórir af
fimm stjórnarmönnum í SPH létu af störf-
um á aðalfundi sparisjóðsins.
Stjórnarskipti í Sparisjóði Hafnarfjarðar:
Fjórir úr stjórninni
ÍRAK, AP Áhrifamesti stjórnmála-
leiðtogi sjíamúslima í Írak, Abdul-
Aziz al-Hakim, kallaði í gær eftir
samstöðu súnnía og sjía í landinu
en margir trúarleiðtogar Íraka
reyndu í gær að bera klæði á vopn-
in eftir að þjóðin rambaði á barmi
borgarastríðs vegna árása á víxl á
helgidóma sjía og súnnía í vikunni.
Ríkisstjórnin tilkynnti að hún
hefði gripið til neyðarráðstafana
til að bæta öryggi borgaranna, þar
á meðal með því að setja tíma-
bundið bann við ferðum fólks til
og frá Bagdad og að senda her-
flokka til gæslu á mestu spennu-
svæðunum.
Fáheyrt útgöngubann að degi
til var sett í Bagdad og þremur
nágrannahérunum í gær, en það
virtist hafa dugað til að árásum
síðustu daga á moskur súnnía
linnti, en til þeirra gripu sjíar
sem reiddust sprengjuárásinni á
miðvikudag á einn mesta helgi-
dóm þeirra, Gullnu moskuna í
Samarra.
Írakar óttuðust þó í gær enn að
ofbeldið síðustu daga, sem kost-
aði að minnsta kosti 130 manns
lífið, myndi leiða þjóðina lengra
að barmi borgarastríðs en nokkru
sinni frá því stjórn Saddams
Husseins var steypt með innrás
Bandaríkjamanna og banda-
manna þeirra fyrir tæpum
þremur árum.
Mörg dæmi voru um að súnní-
og sjíaklerkar boðuðu til sameig-
inlegra föstudagsbænastunda í
gær, þar á meðal í Gullnu moskunni
í Samarra, en hermenn vísuðu um
700 manns frá sem reyndu að
mæta á bænastundina þar. Nærri
allir hinna brottviknu voru súnní-
ar.
Í yfirlýsingu sem sjíaleiðtoginn
al-Hakim las í beinni sjónvarpsút-
sendingu sagði hann að þeir sem
staðið hefðu að sprengingunni í
Gullnu moskunni „endurspegluðu
ekki súnnímúslima í Írak“. Hann
vísaði þess í stað ábyrgð á tilræð-
inu á hendur svörnum fylgismönn-
um Saddams Husseins og upp-
reisnarmönnum í liði með
al-Kaída-forkólfinum Abu Musab
al-Zarkawi.
„Við verðum allir að sameinast
til að yfirbuga þá,“ sagði al-Hakim.
„Þetta er það sem al-Zarkawi
stefnir að, það er að kynda bál
fjandskapar milli trúfylkinga í
landinu,“ bætti hann við. „Við
skorum á menn að sýna stillingu
og láta ekki draga sig niður í svað
samsærisverka óvina Íraks.“
audunn@frettabladid.is
Hvetja Íraka
til stillingar
Trúar- og stjórnmálaleiðtogar Íraka skora á lands-
menn að sýna stillingu og forða þjóðinni frá því að
láta hryðjuverkamenn leiða sig út í borgarastríð.
SPENNA Þótt trúar- og stjórnmálaleiðtogar hvettu til stillingar létu sumir ófriðlega í Írak í
gær, þar á meðal þessir sjíamúslimar í Najaf. FRÉTTABLAÐIÐ/AP