Fréttablaðið - 25.02.2006, Page 13
LAUGARDAGUR 25. febrúar 2006 13
1 dálkur x 100mm
Allt til
ferðalaga
����������������������������
Hjólhýsi
vagnar
�����������
Miðvikudaginn 22. febrúar birtist á
blaðsíðu 14 í Fréttablaðinu umfjöll-
un um fuglainflúensuna undir fyrir-
sögninni „Veiðimenn gæti varúðar“.
Í þessari stuttu grein eru lagðar
fram þrjár spurningar er varða
skotveiðimenn og vangaveltur um
þær hættur sem þeim kynnu að vera
búnar vegna útbreiðslu fuglainflú-
ensunnar hér á landi. Fyrsta spurn-
ingin af þremur hljóðar svo: „Eru
skotveiðimenn sem veiða fugla í
mikilli smithættu?“ Þessari spurn-
ingu er svarað neitandi, en þó er
skotveiðimönnum ráðlagt að forðast
að skjóta fugla sem gætu verið veik-
ir. Einnig er skotveiðimönnum ráð-
lagt að vera með einnota hanska eða
gúmmíhanska, sem auðvelt er að
þrífa, þegar fuglarnir eru hand-
leiknir og verkaðir. Að verkun lok-
inni er skotveiðimönnum ráðlagt að
fjarlægja hanskana, þvo sér síðan
um hendur með sápu og vatni eða
bera á hendurnar spritt.
Önnur spurningin er: „Geta villt-
ir fuglar smitað fólk?“ Þessari
spurningu er svarað þannig, að
líkur séu hverfandi á því. Í svarinu
kemur einnig fram að það sé minna
af veirum í villtum fuglum í náttúr-
unni en alifuglabúum þar sem smit
hefur átt sér stað og því stafi fólki
einkum hætta af sýktum alifugl-
um.
Þriðja spurningin hljóðar þannig:
„Er hættulegt að neyta fuglakjöts
eða eggja í löndum þar sem
fuglaflensan hefur verið staðfest?“
Þessari spurningu er svarað þannig,
að það sé hættulaust að borða mat-
reitt fuglakjöt, svo fremi sem kjötið
sé rétt meðhöndlað og matreitt. Í lok
svarsins við þriðju spurningunni er
tekið fram, að allar hefðbundnar
eldunaraðferðir dugi til að drepa
fuglaflensuveiruna. Hins vegar beri
að varast að smit frá menguðum
matvælum berist með höndum eða
verkfærum yfir í önnur matvæli.
Undirrituðum þykir ofangreind
umfjöllun með ólíkindum og nauð-
synlegt að fá svör við eftirfarandi
spurningum:
Hvaðan hefur Fréttablaðið þær
upplýsingar og ráðleggingar sem
koma fram í ofannefndri grein?
Með hvaða hætti er talið að skot-
veiðimenn geti helst forðast það að
skjóta sýkta fugla? Hvaðan eru þær
upplýsingar fengnar sem liggja að
baki þeirri staðhæfingu, að það séu
hverfandi líkur á því að villtir fugl-
ar geti smitað veiðimenn?
Undirritaður veit ekki til þess að
nokkurs staðar í heiminum séu til
þess konar fordæmi, varðandi fugla-
veiðar, að unnt sé að byggja á reynslu
annarra þjóða hvað varðar ráðlegg-
ingar um það, með hvaða hætti
íslenskir skotveiðimenn skuli bregð-
ast við hugsanlegu fuglaflensusmiti
meðal íslenskra farfugla og þeirri
áhættu, sem íslenskir skotveiði-
menn kynnu að standa frammi fyrir
við veiðar sínar. Undirrituðum þykir
það hins vegar sjálfsagt og eðlilegt
að banna hreinlega alla skotveiði á
villtum fuglum um leið og ástæða
þykir til að halda, að fuglaflensu-
veiran hafi borist til Íslands. Það er
ekki mikill fórnarkostnaður að
stöðva – um óákveðinn tíma – allar
sportveiðar á villtum fuglum, þó
ekki væri til annars en að koma í veg
fyrir óþarfa smitleiðir veirunnar úr
villtum fuglum í menn, en það er
einmitt þannig sem menn óttast að
sú stökkbreyting kunni að verða,
sem gæti síðar valdið alvarlegum
heimsfaraldri.
Undarleg ráðgjöf til veiðimanna
UMRÆÐAN
FUGLAFLENSA
GUNNAR INGI GUNNARSSON