Fréttablaðið - 25.02.2006, Síða 18
25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR18
stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is
UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,,
Stóru málin
Tvö af umfangsmestu málum samtímans sem komið hafa inn á borð
efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og Samkeppnisstofnunar eru
Baugsmálið og olíusamráðsmálið. Þau eru lík að því leyti að þau hófust
bæði með húsleit lögreglu. Rannsókn stóð lengi í báðum málunum og
þau hafa fengið gríðarlega athygli fjölmiðla.
Málin eru einnig ólík. Baugsmálið snertir fáa einstaklinga í afar stóru
fyrirtæki. Olíusamráðsmálið snertir nokkur olíufélög og mikinn fjölda
einstaklinga, strangt til tekið alla landsmenn. Í Baugsmálinu er meint
fjárhagstjón afar lítið, má vera tvær milljónir króna í of lágum aðflutnings-
gjöldum af fjórum bílum sem sakborningar eiga að hafa komið sér hjá
að greiða. Ekki hefur verið sýnt fram á fjárhagstjón hluthafa eða annarra
þó svo að dómarar komist að því að ársskýrslur hafi ekki verið rétt færðar
hjá Baugi. Í olíusamráðsmálinu hefur hagur olíufélaganna af háttseminni
verið áætlaður sex til sjö milljarðar króna. Samkeppnisyfirvöld hafa á
grundvelli þessa sektað félögin um nokkra milljarða. Nokkur sveitarfélög,
ríkið og jafnvel fyrirtæki hafa ákveðið að krefjast skaðabóta og sam-
keppnisyfirvöld hafa vísað til meðferðar hjá Ríkislögreglustjóra málum
liðlega þrjátíu starfsmanna olíufélaganna með það fyrir augum að höfða
gegn þeim opinbert refsimál.
Eitt tekur við af öðru
Lögreglurannsókn og málaferli hafa að vísu bakað Baugi mikið fjárhags-
tjón með öðrum hætti að sögn eigendanna. Jón Ásgeir Jóhannesson
og hans fólk í Baugi Group áttu til að mynda þess kost að bjóða einir
í fataverslunarkeðjuna Arcadia í Englandi veturinn 2001 til 2002 og
hagnast um milljarða króna án mikillar áhættu eins og sannaðist þegar
Peter Green yfirtók í raun tilboð Baugs Group í september 2002 og keypti
hlut Baugs. Það var sömu daga og húsleit var gerð hjá Baugi. Einhver
óöryggistilfinning greip íslenska banka í fyrstu atrennu Baugs að Arcadia
veturinn 2001 til 2002. Sjálfsagt var það vegna þrálátrar umræðu um
hækkandi matvöruverð og markaðsráðandi stöðu Baugs og orða Davíðs
Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, um að stjórnvöld kynnu jafnvel
að skipta fyrirtækinu upp í þágu almannahagsmuna.
Nú er Baugsmálinu um það bil að ljúka, nema settur saksóknari höfði
nýtt mál á grundvelli þeirrra 32 ákæruliða sem Hæstiréttur vísaði frá
dómi.
Olíusamráðsmálinu er á hinn bóginn hvergi nærri lokið. Forsprakkar
þess kunna að verða ákærðir og skaðabótamálum gæti fjölgað ótt og títt.
Úr bakherberginu...
Þingflokkur Samfylk-
ingarinnar hefur lagt til
að stjórnarskránni verði
breytt á þann veg að ætíð
þurfi að liggja fyrir sam-
þykki Alþingis áður en heit-
ið er þátttöku eða stuðningi
Íslands í stríði gegn öðru
ríki.
Helgi Hjörvar, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, er fyrsti flutings-
maður frumvarpsins og hann
fylgdi því úr hlaði á dögunum.
Í greinargerð með því segir að
höfundar stjórnarskrárinnar hafi
ekki sett ákvæði í hana um stuðn-
ing við eða aðild að stríðsrekstri,
enda hafi það þótt þarflaust fyrir
herlausa þjóð. En síðan hafi Ísland
gerst aðili að alþjóðastofnunum og
undirgengist skuldbindingar í
þessu efni. Þarna er átt við Atl-
antshafsbandalagið og Sameinuðu
þjóðirnar auk herstöðvarsamn-
ingsins við Bandaríkin.
Írak er kveikjan
Ekki þarf að hafa mörg orð um það
að kveikjan að frumvarpinu er
stuðningur íslensku þjóðarinnar
við innrásina í Írak árið 2003. „Þótt
ágreiningur sé meðal þingmanna
um tilefni þessa frumvarps og
rætur þess í aðild okkar að Íraks-
stríðinu sýnist mér undirtektir við
þetta vera býsna góðar,“ segir
Helgi, en hann mælti fyrir því á
Alþingi síðastliðinn þriðjudag.
„Það má reyndar heita merkilegt
að við höfum sett okkur lög og regl-
ur um smæstu atriði eins og hvar
eða hvernig eigi að ganga yfir
götur. En þegar kemur að jafn
afdrifaríkum ákvörðunum og þátt-
töku í stríði gegn öðru ríki getur
þjóðin hvergi flett upp neinum
fyrirmælum hvernig við skuli
bregðast.“
Í greinargerð með frumvapinu
kemur fram að Ísland hafi stutt
eða komið að stríðsrekstri umfram
það sem alþjóðlegar skuldbinding-
ar kveði á um. Nefndar eru aðgerð-
irnar í Kosovo árið 1999 og stuðn-
ingurinn við innrásina í Írak á
vormánuðum 2003. „Um þessar
aðgerðir var ekki tekin ákvörðun á
Alþingi, en þó lá fyrir að ríkur
þingmeirihluti væri fyrir aðgerð-
unum í Kosovo. Engu er til að
dreifa um stuðning Íslands við inn-
rásina í Írak. Þessar langvinnu
deilur um aðild okkar að þeirri
innrás og veru okkar í hópi hinna
viljugu stuðningsþjóða Bandaríkj-
anna sýna að að lagaramminn um
þetta er ekki afgerandi. Lög þurfa
að vera skýrari um þetta efni,“
segir Helgi.
Stjórnarskrárnefnd
Í greinargerðinni er minnt á að í
lögum um þingsköp Alþingis sé
kveðið skýrt á um samráðsskyldu
framkvæmdavaldsins, það er ríkis-
stjórnarinnar, um meiri háttar
utanríkismál við utanríkismála-
nefnd Alþingis. „Nú hafa hins
vegar einn eða tveir menn skuld-
bundið Ísland til að styðja innrás-
ina í Írak án samráðs við nefnd-
ina,“ segir í greinargerðinni.
Jafnframt er þess getið að ákvæðið
eigi ekki við um skuldbindingar
Íslands sem aðildarríkis Atlants-
hafsbandalagsins en þar ber þjóð-
inni að snúast gegn árásum á eitt
eða fleiri aðildarríki.
Helgi Hjörvar segir að verði
þessu frumvarpi vel tekið megi
búast við að það fari til meðferðar
stjórnarskrárnefndar, sem fæst við
endurskoðun stjónrnarskrárinnar.
johannh@frettabladid.is
Alþingi geti neit-
að stríðsaðild
BAGDAD Aðild að Íraksstríðinu hefði þurft að bera undir Alþingi ef ákvæði frumvarpsins
væru stjórnarskrárbundin.
HELGI HJÖRVAR, ÞINGMAÐUR SAMFYLK-
INGARINNAR Við höfum reglur um atriði
eins og að ganga yfir akbrautir en engar
um afdrifaríkar ákvarðanir eins og að fara
með stríði gegn einhverri þjóð.
Þær fregnir bárust í vikunni að lækkandi gengi
íslensku krónunnar og sömuleiðis lækkandi
gengi hlutabréfa á íslenskum markaði hefði
meðal annars komið fram á jarðskjálftamæl-
um í Suður-Afríku og Mið-Ameríku.
Stórblaðið Financial Times lagði út af
þessu, sem og fleiri erlendir fjölmiðlar, og töldu blöðin
hættu á harðri lendingu í íslensku efnahagslífi hafa aukist.
Íslendingar ættu met í erlendri skuldasöfnun og viðskipta-
halla sömuleiðis.
Það væri nú eftir öðru að það kæmi öllum greiningar-
deildum bankanna og sérfræðingum ríkisstjórnarinnar og
Seðlabankans í opna skjöldu að íslenskt efnahagslíf gæti
risið og hnigið í samræmi við eitt og annað sem gerist utan
landsteinanna. Við teljum okkur nefnilega trú um að við sjálf
getum stjórnað efnahagslífinu og fjármálum þjóðarinnar.
Gott dæmi um að svo er ekki er vitanlega óvænt kaup
útlendinga á verðbréfum í íslenskum krónum fyrir líkast til
eina 160 milljarða króna síðan um mitt ár í fyrra. Annað
gott dæmi er vaxtaákvarðanir Seðlabankans og meint áhrif
þeirra á peningamálastjórnina í landinu.
Allt er þetta ofmetið og áhrif EES-samningsins vanmet-
in. Peningaflæðið milli landa er frjálst og þannig viljum við
hafa það. Næsta skref er væntanlega að auka stöðugleik-
ann með því að taka upp evruna, gera hana að okkar gjald-
miðli, eins og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, heldur
að verði gert þar í landi á næstu árum.
Við þekkjum öll útflutningsfyrirtæki hér á landi sem gráta
það ekki að gengisvísitalan sér komin upp í 110 stig eða svo
með samsvarandi lækkun krónunnar. Þetta er ágætt í bili,
sagði fiskverkandi á landsbyggðinni í gær og taldi fleiri krón-
ur fyrir evruna en fyrir viku.
VIKA Í PÓLITÍK
JÓHANN HAUKSSON
Oft veltir lítil þúfa...
„Við Íslendingar berum vegna þessarar löglausu,
siðlausu ákvörðunar tveggja forystumanna íslensku
þjóðarinnar, okkar siðferðilegu ábyrgð á þeim
hörmungum sem innrásin hefur kallð yfir Írak.“
Össur Skarphéðinsson á Alþingi og var áminntur fyrir.
„Ég vona að Chelsea vinni og ætli ég segi ekki bara
að leikurinn fari 3-1. Er það nokkuð verri spá en
hver önnur?“
Halldór Ásgrímsson reyndist ekki sannspár um
úrslit leiks Chelsea og Barcelona.