Fréttablaðið - 25.02.2006, Síða 20
25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR
Í Dagbók Þráins Bertels-
sonar er sagt frá dásemdum
þess að fara í Laugardags-
laugina og upplýst hvernig
maður nær hámarkshraða
í rennibrautum. Svo er
gengið út í Gróttu, fjallað
um nýjustu tísku í matar-
gerð og spurt hvort kvenna-
barsmíðar séu á niðursettu
verði um þessar mundir,
eða hvort þetta hafi alltaf
verið svona ódýrt.
■ LAUGARDAGUR, 18. FEB.
G-strengur eykur hraða í
rennibrautum
Fengum lánaða
tvo stráka, Andra
og Villa, og fórum
með þá í Laugar-
dalinn í sund í
lauginni sem börn-
in halda að heiti
Laugardagslaugin
af því hvað margir fara þangað í
sund á laugardögum.
Það er mjög skemmtilegt að
umgangast svona unga menn sem
kunna lagið á því að gera hina
hversdagslegustu hluti að fersk-
um og nýjum upplifunum, allt frá
því að uppgötva að mestum hraða
nær maður í rennibrautinni með
því að draga til sundskýluna og
sitja á berum rasskinnunum eins
og pjattrófa á g-streng yfir í fræði-
lega umræðu um hvort sesam-fræ
á pylsubrauðum séu ættuð úr hell-
inum Sesam í ævintýrinu um Alí-
baba og ræningjana fjörutíu.
Augun í svona ungu fólki sjá til-
veruna í miklu sterkari og skraut-
legri litum heldur en augun í okkur
sem eldri erum og staðsetjum allt
nema stóratburði einhvers staðar
á grátónaskala.
■ SUNNUDAGUR, 19. FEB.
Eltur uppi af tískunni
Fórum í Gróttu og gengum yfir
eiðið. Fleyttum skeljum. Skoðuð-
um dauða krabba. Og enduðum á
því að horfa á þátt frá Tógó í sjón-
varpinu.
Eldaði kjúkling í engifer með
sveppasósu og kartöflumús.
Sólveig var að segja mér að nú
eru „skyndibitar“, „fast food“, ekki
í tísku heldur „slow food“, það er
að segja heimalagaður matur sem
er eldaður af elsku og umhyggju-
semi í miklum rólegheitum. Ég uni
mér vel í eldhúsinu og get gleymt
mér við eldamennsku tímunum
saman. Svona kemst maður alltaf í
tísku um síðir, því að þá sem forð-
ast að eltast við tískuna eltir tískan
uppi að lokum.
■ MÁNUDAGUR, 20. FEB.
Breiðvarpsreikningur fyrir
ekkert breiðvarp
Pósturinn kom með rukkun frá
einhverju sem heitir „Skjárinn - á
þínu valdi!“ upp á 830 kr. Þegar ég
lúslas seðilinn sá ég að raunveru-
legur sendandi var Síminn og
þarna stóð „Breiðvarpsreikning-
ur“. Ég er ekki með neitt breið-
varp. Ég lagði sjálfur ljósleiðara
í húsið mitt, borgaði hann sjálfur
og á hann sjálfur. Svo fékk ég
mér svokallað breiðvarp og ætlaði
að fara að horfa á 40 stöðvar. Svo
sagði ég breiðvarpinu upp og hef
ekki lengur aðgang að neinu nema
Ríkissjónvarpinu.
Ég átta mig ekki á þessum
reikningi. Trúlega hefur Síminn
fært mér einhvern afruglara til að
skoða breiðbandið, en gleymt að
sækja hann þegar ég hætti þeim
viðskiptum. Það er góður bisniss
fyrir Símann að geyma rykfallna
afruglara hjá fólki úti í bæ og
rukka það fyrir að geyma þessa
hluti. 830 kall er kannski ekki mik-
ill peningur - en safnast þegar
saman kemur.
Sendi Símanum tölvupóst og
bað hann um að sækja þennan
afruglara sem ég er ekki í stuði til
að borga fyrir að geyma.
Í dag lifnaði heldur betur yfir
heimilinu. Barnabörnin, Andri og
Sólveig Kristín, eru komin og ætla
að dvelja hjá okkur næstu vikurn-
ar að minnsta kosti.
■ ÞRIÐJUDAGUR, 21. FEB.
Minnisgloppa
Lenti í bobba þegar ég ætlaði að
taka bensín því að ég lenti í minn-
isgloppu, mundi ekki pin-númerið
á debet-kortinu mínu. Sennilega
fer að verða tímabært fyrir mig
að láta tattóvera öll þessi pin-
númer og aðgangsorð sem ég þarf
að kunna í lófann á mér. En þá
kemst tattómeistarinn að öllum
mínum leyndarmálum og ég neyð-
ist til að ryðja honum úr vegi. Í
gamla daga var mér sagt að ef ég
lærði margföldunartöfluna þyrfti
ég aldrei að leggja fleiri tölur á
minnið. Annað hefur heldur betur
komið í ljós.
■ MIÐVIKUDAGUR, 22. FEB.
Vitlaus draumaráðning
Mig dreymdi hálf illa í nótt og í
framhaldi af því fór að hugsa um
baráttu góðs og ills í heiminum.
Flestir segjast telja að Himna-
ríki Group sé tryggasta fjárfest-
ingin til lengri tíma litið. Hins
vegar virðast eiginlega allir vera
meira fyrir stundargróða og djarf-
ir verðbréfamiðlarar hika ekki við
að benda sálaráhættufjárfestum á
Fjandann ehf. sem virðist vera að
gera það mjög gott um þessar
mundir.
Var að hugsa um að tippa á Bar-
celona á Lengjunni en guggnaði á
því. Svo vann Barcelona að sjálf-
sögðu.
Þar með er draumurinn ráðinn.
Svona er maður vitlaus. Ég sem
hélt þessi draumur
væri um baráttu
góðs og ills og
tengdi hann ekki
við Barcelona og
Chelsea. Ef ég
væri glúrnari
í drauma-
ráðningum
hefði ég
getað grætt notalega summu á
Lengjunni.
Nú þarf ég að drífa í því að
sækja um orlofshús um páskana.
Það er sjálfsagt allt uppbókað.
Kannski maður ætti að slá met í
forsjálni og panta orlofshús fyrir
páskana 2007.
■ FIMMTUDAGUR, 23. FEB.
Ódýrt að misþyrma konum
„Héraðsdómur Reykjaness hefur
dæmt karlmann á þrítugsaldri í 50
þúsund króna sekt fyrir að ráðast
á konu á sama aldri í október á síð-
asta ári og slá höfði hennar í vegg,
taka hana hálstaki, sparka í maga
hennar og kasta henni í jörðina.
Maðurinn játaði brotið. Konan
hlaut mar og yfirborðsáverka á
hnakka, mar og yfirborðsáverka á
hálsi og mar á neðanverðu baki og
mjöðm.“
Ég kalla það ekki dýrt að borga
fimmtíu þúsund kall fyrir að
ganga svona í skrokk á konu. Ætli
kvennabarsmíðar séu á niðursettu
verði hjá dómstólunum, eða hefur
þetta alltaf verið á svona góðu
verði?
„Íslendingar eru ekki duglegir
að kvarta við fyrirtæki ef þeim
finnst þjónustan þar ekki nægjan-
lega góð.“ Þetta segir Svala Rún
Sigurðardóttir í Viðskiptablaði
Morgunblaðsins. Þar kemur fram
að um 96% viðskiptavina fyrir-
tækja kvarta ekki og auk þess sé
talið að um 60% þeirra sem eru
óánægðir kvarti ekki. Formlegar
kvartanir séu því í raun mjög
fáar.
Þetta er ábyggilega alveg hár-
rétt hjá Svölu Rún en mér sýnist að
sum fyrirtæki séu ekki heldur
neitt sérlega snögg að svara kvört-
unum. Ég hef ekki heyrt múkk frá
Símanum þótt ég sendi þeim tölvu-
póst á mánudaginn til að kvarta
undan því að vera látinn borga
fyrir ekkert - jafnvel þótt upphæð-
in sem slík væri sanngjörn.
Las upp í kvöld í Iðnó. Vetrar-
hátíð Reykjavíkurborgar er að
hefjast. Búinn að velta því fyrir
mér dögum saman hvað ég ætti að
lesa. Eitthvað þegar birt og
öruggt? Eða eitthvað nýtt? Ákvað
að lesa upp kafla úr bókinni sem
ég er að reyna að skrifa og heitir í
augnablikinu „Ýmiss konar ég“.
Þegar ég ætlaði að leggja af stað
kom mér í koll að geta ekki prent-
að út gögn úr tölvunni svo að ég
varð að mæta með tölvuna undir
hendinni eins og ég væri með
powerpoint-fyrirlestur.
■ FÖSTUDAGUR, 24. FEB.
Heimskir kennarar og við
snillingarnir
Núna sýnist mér að allir séu búnir
að kjafta sig frá hinni skuggalegu
vetrareinkunn sem kom frá þess-
um Fitch sem lækkaði lánshæfis-
mat íslenska ríkisins niður úr öllu
valdi. Sama gerði ég þegar kennar-
ar gáfu mér lélega vetrareinkunn,
þá hristi ég hausinn yfir því hvað
kennararnir væru vitlausir, fór á
Mokka og sat þar í hópi annarra
snillinga sem voru líka svo stór-
gáfaðir að þeim datt ekki í hug
að taka mark á kennurum.
Ekkert svar komið frá
Símanum við skeytinu sem
ég sendi á 8007000@simnet.is.
Þeir halda sennilega að ég sé
geðbilaður að vera að röfla við
risafyrirtæki út af skitnum 830
krónum.
Kvennabarsmíðar
– er tilboð í gangi? – eða hefur það
alltaf verið svona ódýrt?
Kæra
Dagbók
Þráinn Bertelsson skrifar
H blaelgar ›
Hefurflúsé›
DV í dag?
með
Áhrifafólk skemmtir sér í LondonPartí á lúxusklúbbi í boði Baugs
Heilsudrottning opnareldhúsið
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 48. TBL. – 96. ÁRG. – VERÐ KR. 295
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006
Sími • 5623244
Konur íkarlaveldi
Bls. 32–33
Bls. 42–43
Bls. 54
Bls. 44–45
Bls. 6
FJÖLMIÐLAKONAN
ANNA KRISTINE
ÁSTFANGIN AFBRESKUM LÆKNI
Lífsgáta
Gunnar
Eyjólfsson
áttræður
leikarans
Ástin
aldur
spyrekkium
Maturinn
rak Ágústu í ræktina
Helga Braga éturog étur
Leikritið Hungrið fær fjórar stjörnur
Bls. 34
Helgarblað
„Við eigum ekki að lifa í fjötrumfortíðarinnar,” segir GunnarEyjólfsson sem varð áttræður ígær. Hann kaus að fara af landibrott á afmælisdaginn þótt hannkunni yfirleitt manna best við sigí margmenni og sé hrókur allsfagnaðar á gleðistundum. Þrátt fyrir háan aldur er fjarri aðGunnar hafi lagt árar í bát. Enntekst á hann á við burðarrullursem oft reynast ungum en reynd-um leikurum harla erfiðar. DVbirtir í dag umfjöllun um Gunnarog einstakan feril hans. Bls. 22–24
Áhrifafólk skemmtir sér í London
Partí á lúxusklúbbi
í boði Baugs
helgar augl 24.2.2006 20:43 Page 3