Fréttablaðið - 25.02.2006, Side 27

Fréttablaðið - 25.02.2006, Side 27
LAUGARDAGUR 25. febrúar 2006 27 ��������������� Verslun Odda • Borgartúni 29 • Sími 515 5170 • Opið virka daga 8-18 og laugardaga 11-16 � � ����������� ������������������������������������� ������������� ������������������������������������������������������� ����������������������������� � � � � � � � � � ������������������������ �� ���� ��������������������������� ������������������������������ 20%����������������������������� ��������������������������� ����������������������������������������� �������������������������������������������������� ����������������������������������������������������� � � �� �� �� � � ��� � � �� �� ������������������� ��������������� ���������� ������� ���� ������ ������������� ���������� ��������� �������� �� ��������� ����� �������� � � �� ��������80%����� ��� ��������������� ������������� ��������������� Ólafur Ragnar var ekki sá eini af Bessastöðum sem var tilnefndur, því eiginkona hans Dorrit Moussai- eff hlaut einnig nokkur atkvæði, en ekki nógu mörg til að komast á lista yfir þá fimm einstaklinga sem telj- ast merkustu núlifandi Íslending- arnir. Sem forsetafrú hefur Dorrit tek- ist að bræða hjörtu þjóðarinnar, þrátt fyrir að margir væru í fyrstu efins um þessa tilhögun forsetans að stíga í vænginn við erlenda konu. Enginn forseti hefur verið eins umdeildur og Ólafur Ragnar. Umdeildasta verk hans var að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin svo- kölluðu sumarið 2004 og var það í fyrsta sinn sem forseti Íslands hefur neitað að undirrita lög. Vegna þessarar ákvörðunar Ólafs Ragn- ars stendur nú yfir yfirgripsmikil endurskoðun á stjórnarskrá lands- ins, þar sem sérstaklega hefur verið til umræðu hvort endurskoða eigi 26. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir að neiti forseti að undirrita lög til samþykktar skulu þau borin undir atkvæðagreiðslu þjóðarinnar hið fyrsta. 70 nöfn nefnd Það er kannski ekki hægt að segja að Íslendingar hafi verið samstíga í vali sínu á merkasta núlifandi Íslendingnum því 70 nöfn voru nefnd, flest þeirra einungis einu sinni. Nokkrir nefndu sjálfan sig eða fjölskylduna, sumir hvunn- dagshetjur eða stjórnmálamenn. Þá fengu viðskiptaskáldin atkvæði og nokkrir vísindamenn. Einn eigin- maðurinn var svo rómantískur að hann tilnefndi eiginkonu sína. Af öllum þessum tilnefningum var sú tilhneiging að konur nefndu aðrar konur og karlar nefndu aðra karla. Konur voru nokkuð sammála og nefndu Vigdísi og varð hún því sig- ursælust. Atkvæði karla dreifðust víðar og varð Davíð Oddsson því í öðru sæti. Af öllum þeim körlum sem voru tilnefndir komu 70 pró- sent tilnefninganna frá kynbræðr- um þeirra. Af þeim konum sem voru nefndar komu tæp 69 prósent tilnefninganna frá kynsystrum þeirra. Með slíkum fjölda tilnefninga er kannski ekki að undra að sá sem í efsta sæti lendir fái einungis tæp þrjátíu prósent atkvæða. Líklega er þetta bara merki um hvílíkan fjölda afreksfólks sem fyrirfinnst hér á landi. Hringt var í 800 manns laugar- daginn 18. febrúar og skiptust svar- endur jafnt eftir kyni og hlutfalls- lega á milli kjördæma. Spurt var: „Hver er merkasti núlifandi Íslend- ingurinn?“ 40,9 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Það voru fleiri nefndir í skoðanakönnun Fréttablaðsins en þau fimm mest nefndu sem fjallað er um á síðunni hér á undan. Í sjötta sæti lenti fulltrúi Íslands í Euro- vision, sjálf Silvía Nótt. Það er kannski ekki að undra að Silvía hafi fengið nokkur atkvæði, því um þessa helgi fór fram lokaþáttur undan- keppni Júróvision, þar sem Silvía vann síma- kosninguna með miklum yfirburðum. Degin- um áður var valin kynþokkafyllsta konan á Rás 2 og varð Silvía Nótt þar einnig hlutskörp- ust. Þessa helgina rann því mikið Silvíu Nóttar- æði á landsmenn. Sumir mundu eftir leikkon- unni og söngkonunni sjálfri, Ágústu Evu Erlendsdóttur, en ekki margir. Karakterinn Silvía skaust því upp fyrir aðra, eins og Magn- ús Scheving, Unni Birnu Vilhjálmsdóttur, Kára Stefánsson, Kristínu Rós Hákonardóttur og annan tilbúinn karakter, Gilzenegger. Þrátt fyrir að Silvía hafi verið dugleg við að nefna karlmenn sem núverandi eða fyrr- verandi kærasta sína, og daman hafi dýran smekk, hefur hún ekki verið tengd opinber- lega við Björgólf Thor, ríkasta Íslendinginn. Hann er reyndar búsettur erlendis, en kemur við öðru hverju á einkaþotu sinni til að heilsa upp á fjölskyldu og vini, fylgjast með fjárfestingum, halda erindi á aðalfund- um fyrirtækja sem hann stjórnar, eða bara í frí. Fyrir að hafa hagnast mikið á því að selja bjórverksmiðju í Rússlandi, kaupa Lands- bankann, Pharmaco og símafyritæki víðs vegar um Evrópu, og ná inn á Forbes-listann yfir auðugustu menn landsins, völdu Íslend- ingar hann sem sjöunda merkasta núlifandi Íslendinginn. Silvía Nótt og Björgólfur Thor Þessi gleymdust Þrátt fyrir að sjötíu manns hafi verið tilnefndir í könnun Fréttablaðsins, margir hverjir sem ekki eru nefndir, var nokkuð um frægt fólk sem ekki fékk tilnefningu. Fréttablaðið leggur ekki mat á það hverjir hefðu, eða hefðu ekki átt að vera tilnefndir, en þessir eru meðal þeirra sem gleymdust: Björgólfur Guðmundsson formaður bankaráðs Landsbankans Bobby Fischer skákmaður Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda- gerðarmaður Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur Helgi Tómasson liststjórnandi San Fransisco balletsins Ingibjörg Pálmadóttir athafnakona Jónsi söngvari Sigur Rósar Kristján Jóhannsson óperusöngvari Kristján Sigmundsson óperusöngv- ari Magnús Magnússon sjónvarps- maður Ólafur Elíasson myndlistarmaður Ragnhildur Sigurðardóttir golfkona Rannveig Rist forstjóri Alcoa Sigurður Einarsson forstjóri KB banka Sigurjón Sighvatsson kvikmynda- framleiðandi Thelma Ásdísardóttir Thor Vilhjálmsson rithöfundur Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleik- hússtjóri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Allir verkalýðsfrömuðir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.