Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 28
Það hefur margt breyst frá því að deildin var stofnuð,“ segir Nína Magnúsdóttir, deildar- stjóri nýbúadeildar Austurbæjar- skóla. „Þegar við byrjuðum var lítil meðvitund um þennan hóp í þjóðfé- laginu en nú hefur umræðan og skilningurinn á starfi okkar aukist.“ Erlendum nemendum hefur fjölgað hratt milli ára og nú eru rúmlega hundrað nemendur í nýbúadeildinni en um 130 nemendur Austurbæjar- skóla tala íslensku sem annað tungu- mál og samanlagt tala þeir nemend- ur á þriðja tug mismunandi tungumála. Nýir nemendur sem flytja til Reykjavíkur hafa um þrjá móttöku- skóla að velja en Austurbæjarskóli er einn þeirra. Nína segir að krakkar á aldrinum 6-8 ára fari beint í heima- skólana en eldri nemendur koma í móttökudeildir og stunda hluta af sínu námi þar á meðan þeir eru að aðlagast nýju landi og nýju skóla- kerfi. Í nýbúadeildinni er námið ein- staklingsmiðað og eftir því sem nemendurnir ná betri tökum á íslenskunni sækja þeir fleiri bóklega tíma með sínum bekk en þeir fá aðstoð frá nýbúadeildinni eins lengi og þörf krefur. Um þessar mundir er verið að breyta skipulagi á móttöku nýbúa í grunnskólum Reykjavíkur því nú verður ekki um ákveðin stöðugildi að ræða í móttökudeildunum heldur mun ákveðin fjárhæð fylgja með hverju barni og því geta allir skólar tekið á móti nemendum. Nínu finnst þessi ráðstöfun góð: „Við erum móð- urskóli í fjölmenningarlegri kennslu og ég myndi vilja líta á okkur sem ráðgefandi aðila en mér finnst samt að skólarnir eigi að hafa tækifæri til þess að taka við sínum nemendum og reyna að gera vel við þá, sinna þeim og aðlaga sína kennsluhætti að breyttum nemendahóp. Mér finnst það vera réttindi þessara nemenda að geta farið í skóla í sínu hverfi, að geta í það minnsta valið um það. Það er þægilegra upp á að geta samlag- ast umhverfinu. Við höfum alltaf að leiðarljósi að nemandinn sé eins mikið með bekkn- um og hægt er. Allt frá fyrsta degi eru nýju nemendurnir með sínum bekk en við bjóðum í staðinn upp á það að lesa námefnið með þeim. Við einföldum íslenskuna og hjálpum þeim við skilning á efninu sem er kennt inn í almennu bekkjunum,“ segir Nína. Nú er stefnan sú að kenna íslensku í „gegnum fögin“ það er að segja að nemendur læra nýja málið í gegnum allar námsgreinar en nem- endur á fyrsta og öðru ári í nýbúa- deildinni læra íslensku sem annað tungumál og fá um það bil 20 stunda íslenskukennslu á viku. „Krakkarnir fara allir í stærðfræði frá fyrsta degi því margir þeirra hafa góðan grunn í stærðfræði þegar þeir koma. Stærðfræðin er alþjóðleg og því góð byrjun til að læra bóklega grein inn í almennum bekk,“ segir Nína. „Við reynum líka að leggja fyrir þau sömu próf eins og aðra í bekknum en við einföldum íslenskuna svo þau skilji örugglega fyrirmælin.“ Allt of mikið brottfall í framhalds- skólum Nína segir að flestir erlendu nem- endanna taki samræmd próf. Ef þeir séu búnir að dveljast hérlendis í ein- hvern tíma taki þeir yfirleitt jafn mörg próf eins og íslensku krakk- arnir. „Það er allur gangur á því hvernig nemendum reiðir af í fram- haldsskólunum. Það er auðvitað allt- of mikið brottfall og framhaldsskól- arnir hafa ekki komið nægilega til móts við þennan hóp. En mörgum gengur líka vel og það er ekki allt neikvætt,“ segir Nína og bendir á að brottfallið sé mest meðal þeirra nemenda sem hafa búið hér í stuttan tíma. Hún tekur einnig dæmi af ungri stúlku sem er að ljúka námi af tveimur brautum í Fjölbrautaskól- anum við Ármúla þrátt fyrir að hafa aðeins verið tvö ár í íslensk- um grunnskóla. Nína bendir á að 25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR28 Að læra hvert af öðru JIMMY ANDREAS SALINAS MORENO Er í tíunda bekk en flutti til Íslands frá Kólumbíu síðastliðið haust. Hann er nokkuð ánægður með skólann og finnst hann ekkert leiðinlegur. Jimmy talar spænsku og hefur lært smá ensku. Uppáhaldsfögin hans eru stærðfræði og íþróttir en honum finnst erfitt að læra íslensku. Hann segir að krakkar á Íslandi séu ekki mjög frá- brugðnir krökkum í Kólumbíu. Jimmy finnst gaman í íþróttum, sérstaklega í fótbolta, en hann hefur einnig gaman af því að dansa og fara á skauta og spjalla við stelpur. VUONG NU THI DONG Er frá Víetnam en hefur búið á Íslandi í þrjú ár. Henni finnst skemmtilegast að læra stærðfræði og vildi gjarnan að meira af henni væri kennt í skólanum. Vuong talar víet- nömsku en henni finnst erfiðara að læra ensku heldur en íslensku og er fegin að þurfa ekki að læra dönsku líka. Hún hefur gaman af íþróttum – öllum nema körfubolta en stundar ekki svo mikið félagslífið í skólanum. Hún vill læra meira í framtíðinni og þegar hún er búin með tíunda bekkinn segist hún ef til vill ætla að sækja um framhaldsskólavist í Verslunarskólanum. Í Austurbæjarskóla er starfrækt nýbúadeild fyrir börn af erlendum uppruna en skólinn er einnig móðurskóli í fjölmenningarlegri kennslu. Deild- arstjóri nýbúadeildarinnar, Nína Magnúsdóttir, hefur starfað þar að málefnum ungra innflytj- enda í rúman áratug og upplýsti Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur um áherslur og breytingar í skipulagi námsins og hugsunarhætti fólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.