Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 32
 25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR32 Við Ísafjarðardjúp leynast mörg skúffuskáldin með troðfullar ljóðaskúffur. Einn þeirra er Aðalsteinn Valdimarsson á Strandseljum en hann var ekki hár í loftinu þegar skáldagyðjan fór að krydda tilveru hans. Þegar blaða- maður tók hús á Aðalsteini var hann nýbúinn að gefa fénu og því hafði hann tíma til að kafa í ljóðaskúffu sína. „Ég var farinn að leggja nokkurn metnað í þetta um fermingu en það eru margir hagmæltir hér við Djúp- ið og menn geta alltaf átt von á því að ljóðað sé á þá svo það var eins gott að standast mönnum snúning- inn þegar á reyndi. En svo setur maður kannski eitthvað saman um málefni dagsins þegar tilefni eru til og þó ég horfi ekki mikið á Evróvis- ión þá kom nú ein limra í kollinn á mér þegar ég sá lokakeppnina hér um daginn. Þá fyrst sá ég þessa margumræddu Silvíu Nótt en hún á eflaust eftir að vekja eftirtekt meðal Evrópubúa rétt eins og Páll Óskar gerði en eftir framgöngu hans vorum við laus úr keppninni í tvö ár svo hver veit að við verðum laus fyrir fullt og allt eftir framlag Silvíar. En limran er frekar í jákvæðum tón: Til Grikklands er söngkeppni sótt og sigur skal unninn þar fljótt því atkvæðin laðast til Íslands sem hraðast er syngur hún Silvía Nótt.“ Einnig geta tíðindi af vettvangi stjórnmálanna verið kveikjan af góðum brag hjá skúffuskáldinu. „Nú eru prófkjör búin að tröllríða landinu að undanförnu og því þykir mér þessi eiga vel við núna: Flokkatryggð ei fólkið heftir, frambjóðenda stækkar skrá svo bráðum verður enginn eftir orðinn til að kjósa þá.“ Aðalsteinn hefur einnig séð spaugilegu hliðina á forsetafram- bjóðendum. „Einn forsetaframbjóð- andinn kvartaði sáran undan því að hann fengi ekki nægilega athygli svo ég ákvað að veita honum mína athygli og þá orti ég þessa vísu: Friðarbósa framboðsljós fæstir kjósi ljómi hans. Tíðar glósur tjá ei hrós tómatsósuforsetans.“ Þó að skúffuskáldið búi ógiftur á afskekktum stað er ekki þar með sagt að hann þekki ekki til háttsemi kvenna sem oft geta reynst körlum óráðanlegar rúnir. „Þetta er ekki ort sérstaklega vegna eigin reynslu en maður sér það í kringum sig að sambúð kynjanna virðist brigðulli en áður þegar fólk gifti sig til að verja ævinni saman. Nú er hins vegar tími raðkvænis runninn upp: Köld oft þáðust kvennaráð, karlar smáðir þoldu háð, ástar þjáðir drygðu dáð, dömum þráðum fengu náð.“ Einsog sjá má á tilþrifum skúff- uskáldsins hefur hann greinilega kíkt í ljóðabækur í gegnum tíðina. „Ég á mér þrjú uppáhaldsskáld og þau eru Jónas Hallgrímsson en hann er svo skemmtilega ljóðrænn, Steinn Steinarr sem var fæddur hér hinumegin við Djúpið en hann var svo beinskeyttur og heimspekin skemmtileg sem hann viðraði í sínum ljóðum. Og svo vil ég nefna Sveinbjörn Beinteinsson en rímfimi hans og braglist var með eindæm- um. Hann á einnig mikinn þátt í því að nýju lífi var blásið í forna brag- arhætti sem hann hafði mikið vald á.“ Sjálfur hefur Aðalsteinn brugð- ið fyrir sér fornum bragarhætti og þylur hann einn slíkan brag fyrir lesendur: „Einn skal hver hlaupa ævibraut sína að marki þó séu mörg torleiði. Vaskleiki mikill þó verði til sigurs enginn sig sjálfan umflúið getur. Svo hef ég líka fram að færa heilræði og þá sannast hið forn- kveðna að auðveldara er að gefa heilræði en fara eftir þeim. En mitt heilræði hljóðar svona: Láttu hljótt þó lifir dátt, lítt ei fljótt á matið grátt, veittu þrótt í minni mátt, mættu drótt með sinnið kátt.“ Varla sést högg á vatni þó að skúffuskáldið hafi nú dregið all- nokkur ljóð fram úr þungri ljóða- skúffu en Aðalsteinn er hógvær maður og telur ávallt að hætta beri leik þá hæst standi. „Svona að lokum tel ég við hæfi að kveða þessa hérna. Það er nú svo að alltaf eru þeir draumar sem aldrei rætast fallegastir og eins er því farið með kveðskapinn: Ljóðmæli lýsa leiftursnilld fest en hin óorta vísa alltaf er best.“ Þó að hin óorta vísa sé best vonum við að skúffuskáldið láti ekki af þessari iðju sinni sem glatt hefur nærsveitunga í gegnum tíð- ina í þessari fallegu en afskekktu sveit fyrir vestan. AÐALSTEINN VALDIMARSSON Á STRANDSELJUM Aðalsteinn tjáir sig um málefni sem brenna á þjóðinni en mörg þeirra sýnast honum hégómleg og hjákátleg séð úr sveitinni þar sem hégómi og yfirborðsmennska eru ekki hátt skrifuð. Af Silvíu Nótt og tómatsósuforseta SKÚFFUSKÁLDIÐ } AÐALSTEINN VALDIMARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.