Fréttablaðið - 25.02.2006, Síða 38
[ ]
Auður Kjartansdóttir, hjá snjó-
flóðadeild Veðurstofunnar, hélt
á dögunum snjóflóðanámskeið
fyrir bretta- og skíðafólk á
vegum Íslenskra fjallaleiðsögu-
manna. Tilgangur námskeiðis-
ins var að upplýsa fólk um þær
snjóflóðahættur sem leynst
geta víða þegar skíðað er utan
merktra brauta.
„Fólk er farið að skíða meira utan
merktra brauta og í brattari
brekkum,“ segir Auður Kjartans-
dóttir sem vinnur hjá snjóflóða-
deild Veðurstofunnar. „Skíða-
svæðin hafa eftirlit með
snjóflóðum en utan skíðasvæð-
anna er það gert í minna mæli og
þá er nauðsynlegt að skíðamenn
hafi ákveðna vitneskju um hvað er
farið út í.“
Auður hélt fyrirlestur um þetta
efni á námskeiði sem haldið var í
samvinnu við Íslenska fjallaleið-
sögumenn. Tilgangur námskeiðis-
ins var að láta skíðamenn hugsa
um snjóflóðahættu áður en farið
er af stað, þeim kennt að þekkja
hvað ber að varast og ýmis atriði
varðandi björgun, leiðarval og
öryggisbúnað. „Áður en farið er af
stað verður fólk að athuga veður-
spá fyrir daginn og síðustu daga.
Einnig verður að meta áhættuna
sem ferðahópurinn er tilbúinn til
að taka, verða sér úti um öryggis-
búnað og umfram allt að kynna
sér svæðið vel,“ segir Auður. „Á
leið upp í fjall á fólk að leita hvort
það sjái nýfallin snjóflóð en það er
besta leiðin til að sjá hvort snjó-
flóð sé yfirvofandi. Rigning, snjó-
koma eða hitaaukning geta bent til
aukinnar snjóflóðahættu og sjái
fólk snjóinn brotna eða hljóð heyr-
ast í snjónum er það merki um að
þekjan sé að gefa sig.“
Auður segir skíðamenn helst
þurfa að vera vakandi fyrir svo-
kölluðum flekaflóðum en þau
verða þegar heill fleki brotnar og
fer af stað. Þau flóð verða oftast í
brekkum sem hafa 25 til 35 gráðu
halla, en slíkar brekkur hafa oft-
ast mesta aðdráttaraflið fyrir
skíðamenn. „Lendi fólk í snjóflóði
á það að reyna að koma sér út úr
því, annaðhvort með því að skíða
út úr því eða reyna að ná taki á
grein eða öðru sem kemur í veg
fyrir að maður berist áfram með
flóðinu,“ segir Auður. „Ef maður
fer af stað með flóðinu þá skiptir
öllu að halda sér á yfirborðinu.
Með því að losa sig við búnað sem
gæti virkað eins og akkeri, skíði
eða snjóbretti, hefur maður meiri
möguleika á að halda sér á yfir-
borðinu. Grafist maður í flóðinu á
að halda fyrir vitin til að tryggja
sem mest loftrými og mikilvægt
er að halda ró sinni og jafnvægi
þangað til björgun berst. Með því
að halda rónni aukast lífslíkur.“
Auður segir að enginn ætti að
skíða utan merktra skíðabrauta án
öryggisbúnaðar. „Fólk á að hafa
með sér skóflur og snjóflóðastang-
ir og umfram allt snjóflóðaýlu.
Ýlan er senditæki, þannig að ef
einn úr hópnum lendir í flóði, þá
geta ferðafélagarnir skipt yfir á
móttöku og staðsett viðkomandi í
flóðinu. Tíminn er mjög mikilvæg-
ur þegar einhver hefur grafist í
flóði og snjóflóðaýlur auka veru-
lega lífslíkur.“
Auður hvetur fólk til að kynna
sér vel þau skíðasvæði sem haldið
er á hvort sem svæðin eru erlend-
is eða hérlendis. Á öllum skíða-
svæðum í Ameríku og Evrópu er
áhætta á snjóflóðum metin og
stuðst er við viðeigandi kerfi á
hverju svæði sem skíðamenn geta
farið eftir. „Skíðamenn eiga að
kynna sér hvað er gert á skíða-
svæðinu með tilliti til snjóflóða,“
segir Auður. „Ég hvet fólk ein-
dregið til að leita sér upplýsinga
og kynni sér þessi mál áður en
farið er af stað í skíðaferðina.“
johannas@frettabladid.is
Snjóflóðahætta utan
merktra skíðabrauta
Auður Kjartansdóttir, hjá snjóflóðadeild Veðurstofunnar, segir hættur á snjóflóðum leynast víða utan merktra skíðabrauta skíðasvæðanna.
Nauðsynlegt er að skíðamenn hafi réttan öryggisbúnað og kynni sér vel þau svæði sem farið er á. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Snjóflóð geta orðið við minnsta tilefni og nauðsynlegt er fyrir skíðamenn að þekkja
umhverfi sitt og hvað á til bragðs að taka lendi það í snjóflóði.
Aukin ásókn skíðafólks í að renna sér utan merktra brauta kallar á aukna ábyrgð að kynna
sér aðstæður vel til að tryggja eigið öryggi.
Póstkort gleðja flesta. Þegar farið er í ferðalög til annarra landa
er ágætt að gefa sér tíma til þass að skrifa sínum nánustu nokkrar
línur.
STAFGANGA, MORGUNSKOKK, RAT-
LEIKUR OG SÖGUFERÐ UM HVERFI OG
MILLI BYGGINGA ER MEÐAL ÞESS SEM
Í BOÐI VERÐUR Í LAUGARDALNUM Á
MORGUN.
Á morgun ættu útivistaráhugamenn
að hafa nóg fyrir stafni. Í tengslum
við Vetrarhátíð Reykjavíkur stendur
Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir marg-
víslegri útivist í Laugardalnum.
Dagskráin byrjar klukkan tíu með
morgunskokki og verður lagt af stað
frá Laugardalslaug. Óæfðir geta nýtt sér
leiðsögn reyndra skokkara meðan um
þriggja kílómetra hringur er skokkaður
um Laugardalinn. Þeir sem eru æfðari
geta valið sér vegalengd við hæfi.
Milli klukkan tólf og fjögur er hægt
að taka þátt í ratleik sem hentar vel
fyrir fjölskylduna. Upphafsstaðir eru
við Laugardagshöllina, Skautahöllina,
Húsdýragarðinn, Laugardagslaugina
eða Laugar.
Klukkan eitt verður kynning á
stafagöngu og er mæting við Skauta-
höllina. Hægt verður að fá búnað á
staðnum eða koma með sinn eigin. Á
sama tíma verður lagt af stað í göngu-
ferð um Laugardalinn. Skoðuð verða
íþróttamannvirki í dalnum, farið yfir
sögu þeirra og minnisstæðir atburðir
rifjaðir upp. Fróðir menn munu leiða
hópinn og sjá um fararstjórn. Þeir sem
eru enn fróðleiksþyrstir eftir þessa
göngu geta haldið áfram og rölt um
klukkustundarhring með arkitekt og
landslagsarkitekt í fararbröddi um
Laugardalinn þar sem hverfið, húsin,
garðar og sögur af fólki verða sagðar.
Lagt verður af stað frá Laugardalslaug-
inni.
Oft þarf ekki að fara langt í leit að
góðri skemmtun og bestu ferðalögin
geta verið í seilingarfjarlægð. Nánari
upplýsingar má finna á www.rvk.is.
Útivist í Laugardalnum
Laugardalurinn verður iðandi af mann-
lífi á morgun en mikil dagskrá verður
þar í gangi í tengslum við Vetrarhátíð
Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Helgarferð til London og á tónleika B.B. King og Gary Moore í Birmingham
31. mars – 2. apríl
B.B. King hefur oft verið nefndur konungur blúsins en hann hefur
spilað og hljóðritað síðan á fjórða áratug síðustu aldar. B.B. King er
kominn yfir áttrætt og heldur í það sem hann sjálfur nefnir kveðjutón-
leikaferð um Evrópu í mars og apríl. Blúsgítargoðsögnin mun koma
fram ásamt Gary Moore og saman munu þeir halda einstaka
ryþmablústónleika í Englandi. Er þetta í eina skiptið sem þetta þekkta
tvíeyki mun koma fram á sömu tónleikum.
Fararstjóri: Ásgeir Lárus Ágústsson
s: 570 2790 www.baendaferdir.is
K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A
B.B. King
Kve ðjutónleikar
Verð: 59.900 kr. á mann í tvíbýli.
Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.baendaferdir.is