Fréttablaðið - 25.02.2006, Page 66
25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR50
utlit@frettabladid.is
MÓÐUR VIKUNNAR
> MARTA MARÍA FER YFIR MÁLIN
Spáir þú mikið í tískuna? Ég skoða mikið
fötin sem vinir og kunningjar mínir eru í og fæ
hugmyndir frá ýmsum stöðum. Skoða stundum
blaðið Eurowoman en ég pæli ekkert í hátískunni.
Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Frekar
afslappaður og ég er alltaf í flatbotna skóm en fer
stundum í háa hæla þegar ég fer á djammið.
Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki: Mér finnst
Kronkron vera með mörg flott merki og föt frá
snjöllum hönnuðum. Linda vinkona mín er að
sauma og prjóna rosa fínt og svo er ég mjög hrifin
af fatamerkinu Tiger of Sweden.
Flottustu litirnir: Ég er frekar litaglöð. Bleikur,
grænn og ljósblár eru í uppáhaldi og svo bara
svartur. Ég er ekki mikið fyrir glimmer og glamúr.
Hverju ertu veikust fyrir? Ég er áberandi veikust
fyrir skóm og sérstaklega skóm í sterkum litum.
Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég keypti mér
svona tiger-íþróttapeysu í Rauða kross-búðinni. Ég
er voðalega veik fyrir svona tiger-munstri.
Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Það
er margt flott í Trilogiu og til dæmis eru tveir
ungir strákar að selja svona slár eða skikkjur með
hettum sem ég er óskaplega hrifin af.
Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í vetur?
Góða úlpu sem nær niður fyrir rass með góðri
hettu og húfu eða eyrnaskjól til að verja eyrun
fyrir vindi.
Uppáhaldsverslun: Litla „secondhand“ búðin í
Kaupmannahöfn sem heitir Kongens klæder. Hún
er ógeðslega flott og geðveikt ódýr.
Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mán-
uði? Voða litlu og stundum engu. Ég reyni alltaf
að vera sniðug og finna eitthvað ódýrt þar sem ég
er á námslánum. Versla í Hjálpræðishernum eða
hjá Rauða krossinum eða eins og núna fór ég á
kílómarkaðinn í Spúútnik.
Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Hettupeys-
unnar minnar, eyrnaskjólsins og pelsins.
Uppáhaldsflík? Pelsinn sem ég
keypti af vinkonu minni sem er
dýraverndunarsinni. Hún höndlaði
ekki að eiga ekta pels en keypti
hann á markaði í New York. Ég
fékk hann á þrjú þúsund kall og
held mikið upp á hann.
Hvert myndir þú fara í versl-
unarferð? Ég myndi fara til
Kaupmannahafnar því ég þekki
hana svo vel og veit hvar allar
góðu verslanirnar eru.
Ljótasta flík sem þú hefur keypt
þér? Buffaloskórnir eins og allir áttu
í áttunda bekk. Ég var með mjög
mjóar lappir og það fór mér hörmu-
lega að vera í svona klossuðum
skóm.
SMEKKURINN RAKEL MCMAHON, NEMI Í MYNDLISTARDEILD LISTAHÁSKÓLANS
Veik fyrir skóm í sterkum litum
Síðasta mánuðinn hef ég horft svo svakalega mikið á Dallas-þættina að
hugarfar mitt til tísku og útlits hefur tekið örlitlum breytingum. Í raun
má segja að um hugarfarsbreytingu sé að ræða því fyrir mánuði fannst
mér hár þurfa að vera annað hvort krullað eða slétt, en núna er annað
uppi á teningnum. Ég er ekki frá því að mér finnist „greitt permanent“
svolítið kúl, sérstaklega ef hárið er klippt í svolitlar styttur og er örlítið
tjásað svona eins og önnur hver kona var í Ameríku í kringum 1978.
Þegar greitt er í gegnum permanent hár myndast sérstakur stíll sem er
ekki svo arfaljótur. Þegar horft er á svona marga Dallas-þætti í einu
síast kúrekatíska Texas-ríkis inn í undirmeðvitundina.
Vinkona mín rak upp stór augu í vikunni þegar hún sýndi mér skyrtu
sem hún hafði nýlega fjárfest í. Mín viðbrögð voru að hrósa skyrtunni
og segja að hún væri ógurlega Pameluleg. Vinkona mín vissi ekki alveg
hvort hún ætti að taka þessu sem hrósi eða ekki enda hélt hún að þetta
Dallas-atriði væri löngu orðið úrelt. Skyrtan, sem er með leki að fram-
an og rykktum pífum, minnti bara alltof mikið á skyrturnar sem Pamela
Barnes Ewing klæddist í fyrstu og annarri seríu.
Í vortískunni gætir þó furðu mikilla Dallas-áhrifa ef rauðbrúni lit-
urinn er mínusaður frá. Pamela og Sue Ellen girða buxurnar mjög oft
ofan í stígvélin og eru í rykktum skyrtum með pífum. Þær eru líka oft
í alls konar kjólum þar sem mikið er lagt í snið, alls konar flóknar
útfærslur og rykkingar á ótrúlegustu stöðum. Litla frænkan Lucy er
líka oft í ótrúlegum fötum, þröngum gallabuxum sem ná alveg
upp í mitti og í köflóttum skyrtum við. Eftir allar
mjaðmabuxurnar er ég viss um að þetta
verði næst á dagskrá í götutískunni. Við
verðum örugglega allar komnar í svona
buxur áður en við vitum af þótt það
hljómi pínulítið skringilega núna.
Dallas-förðunin er líka kapituli út
af fyrir sig. En ég verð að viður-
kenna að þessi rauðbrúni augn-
skuggi sem settur er yfir allt
augnlokið lítur nokkuð vel út á
skjánum. Förðunarmeistarar
þáttanna spara heldur ekki
kinnalitinn.
Ég held samt að ég verði að
fara að skipta um spólu ef ég ætla ekki
að festast í Texas-tískunni. Spurning
um að fá fyrstu seríu af Beðmálun-
um lánaða í næsta húsi til að rétta
sig við, eða hvað?
Texas-tíska og kúrekalíf
NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Í vor- og sumarlínunni frá Puma leynast litlar gersemar sem krydda tilveruna þótt ekki sé hægt að meta þær í kílóum. Þetta eru nefnilega fislétt undirföt sem eru allt
annað en íþróttaleg þótt þau séu frá þessu þekkta íþróttamerki.
Efnisvalið er kvenlegt, bleikum og vínrauðum litum tvinnað
saman en líka ljósbleikum á móti gylltum. Blúndur, sem búnar
eru til úr merki Puma, gera undirfötin skemmtilega sjarmerandi
enda sést það langar leiðir að nostrað hefur verið við hönnunina.
Sum settin eru úr bómull meðan önnur eru úr lipru undirfataefni
með örlítilli glansáferð. Þótt það sé löngu orðið úrelt að láta nær-
buxnastrengi skoppa upp úr mittislágum gallabuxum gerir ekk-
ert til þótt það gerist þegar undirfötin frá Puma eru annars
vegar. Hlírabolirnir eru fallegir undir aðra boli og ekki er verra
þótt það glitti í þá. Þeir geta jafnvel verið krúttlegir einir og sér
þegar sól hækkar á lofti. Þetta er bara spurning um að
litasinfonían sé í takt.
martamaria@frettabladid.is
Undurfögur,
þétt og þægileg
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
> Ilmvatn
...með áherslu á blómailm
er dásamlegt nú þegar
vorar í veðri. Þessi eru
úr línunni Les Fleurs
Sublimes frá Guerlain.