Fréttablaðið - 25.02.2006, Síða 68
25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR52
Stóri háskóladagurinn er haldinn í
Borgarleikhúsinu í dag. Þar kynna
sjö háskólar námsframboð sitt
fyrir verðandi nemendum og
öllum þeim sem hafa áhuga á
starfsemi háskólanna. „Þetta er
einstakt tækifæri fyrir þá sem
vilja kynna sér háskólanám því
þessir sjö háskólar bjóða upp á
alls 98 námsleiðir. Þá má til dæmis
nefna viðskiptalögfræði, listnám,
hrossarækt, fjölmiðlafræði,
landslagsarkitektúr, sálfræði,
kennaranám, hagfræði, iðjuþjálf-
un og miklu fleira,“ segir Álfrún
G. Guðrúnardóttir, kynningar-
stjóri Listaháskóla Íslands og tals-
maður skólanna, en einnig verður
veitt ráðgjöf um ýmislegt eins og
nám erlendis, stúdentaíbúðir,
námslán og annað.
„Fulltrúar frá skólunum, kenn-
arar, námsráðgjafar og nemend-
ur kynna námið og það er sérstak-
lega gott að geta spjallað við þetta
fólk til aðglöggva sig betur á því
námi sem viðkomandi þykir
spennandi. Það er að sjálfsögðu
mikill munur á því hvernig kenn-
arar og nemendur sjá sinn skóla,“
segir Álfrún.
Háskólarnir sjö eru Háskólinn
á Akureyri, Háskólinn í Reykja-
vík, Háskólinn á Hólum, Kenn-
araháskóli Íslands, Landbúnaðar-
háskóli Íslands, Listaháskóli
Íslands og Viðskiptaháskólinn á
Bifröst.
„Húsið verður opið frá klukk-
an ellefu til fimm og fólk getur
því annaðhvort skotist og tekið
bæklinga frá öllum skólum eða þá
bara einfaldlega sest niður og
fengið ráðgjöf. Hin ólíku háskóla-
samfélög skipta líka mjög miklu
máli því fólk er ekkert síður að
leita eftir því. Sumum finnst gott
að vera í litlu háskólasamfélagi
eða öfugt og einhverja langar
kannski að prófa að búa á Akur-
eyri.“
Að sögn Álfrúnar ættu allir
sem eru að íhuga háskólanám að
leggja leið sína í Borgarleikhúsið.
„Hvort sem fólk er í vafa um hvað
það vill læra eða langar einfald-
lega að kynna sér betur það fag
sem stefnan er tekin á ætti það að
líta við. Þetta er frábært tækifæri
til að koma og kynna sér námið á
einum degi í staðinn fyrir að fara
á milli allra skólanna eða þurfa að
láta sér heimasíðurnar nægja.
Háskóladagurinn er umfram allt
hugsaður sem þjónusta við verð-
andi nemendur.“
hilda@frettabladid.is
Allt frá viðskiptafræði til hrossaræktar
STÓRI HÁSKÓLADAGURINN Þeir sem
hyggja á háskólanám ættu að leggja
leið sína í Borgarleikhúsið í dag og
kynna sér málið.
Trúbadorinn Halli Reynis valdi
sér þrjár bækur á bókamarkaði í
Perlunni.
„Ég valdi mér Pétur poppara.
Mig var búið að langa í hana. Pétur
var skemmtilegur karl og litríkur
karakter. Þetta var maður sem var
poppari alla leið og mér fannst
þessi bók vera skyldueign,“ segir
Halli Reynis. „Síðan valdi ég Undir
bárujárnsboga, sem fjallar um
braggalíf í Reykjavík á árunum
1940 til 1970. Þetta er mjög heill-
andi saga af samfélaginu í Reykja-
vík upp úr stríði. Loks valdi ég
Ævintýri Tinna – Leynivopnið. Ég
var aðdáandi þegar ég var lítill og
átti allar Tinnabækurnar. Ég hugs-
aði að ég yrði að rifja það upp og
þarna kom krakkinn aðeins upp í
manni.“
Pétur er skyldueign
Sóley Kristjánsdóttir, plötusnúður
og nemi, valdi sér nokkrar bækur
á bókamarkaðinum í Perlunni.
„Ég valdi myndskreytta biblíu
Fjölva. Það ættu allir að eiga
svona, gaman fyrir krakkana að
skoða þetta og þarna eru allar
helstu sögurnar úr biblíunni. Svo
valdi ég tvö söfn af Íslendinga-
sögum. Þarna eru til dæmis
Brennu-Njáls saga, Gunnlaugs
saga Ormstungu, Egils saga og
aðrar sem maður hefur kannski
ekki heyrt um. Ég hafði alltaf
gaman af Íslendingasögunum í
menntó og það er gaman að glugga
í þetta. Í þriðja lagi valdi ég sög-
una Þrír litlir grísir. Þetta var
uppáhaldssagan mín þegar ég var
lítil og pabbi las hana oft fyrir
mig.“
Þrír litlir grísir
Sigurganga hljómsveitarinnar
The Arctic Monkeys hélt áfram á
nýafstaðinni NME-verðlaunaaf-
hendingu og hrepptu strákarnir
þrenn verðlaun. Þeir fengu verð-
laun sem besta nýja hljómsveitin,
besta breska hljómsveitin og lagið
þeirra I Bet You Look Good on the
Dance Floor var valið besta lagið.
Það vakti athygli hversu hroka-
fullir þeir voru þegar þeir tóku við
verðlaununum. „Ég býst við að við
ættum að vera þakklátir fyrir
þetta, eða hvað?“ sagði söngvar-
inn Alex Turner. „Við erum þakk-
látir vegna þess að við vorum
kosnir af fólkinu en í hreinskilni
sagt, hvaða önnur hljómsveit gæti
verið valin besta breska hljóm-
sveitin? Það hefði verið fáránlegt
ef við hefðum ekki unnið eftir allt
sem hefur verið skrifað um
okkur,“ sagði hann, ekki vitund
hógvær.
Aðrir sem fengu verðlaun voru
Kaiser Chiefs sem hrepptu verð-
laun fyrir bestu plötuna og auk
þess var söngvari þeirra, Ricky
Wilson, valinn best klæddi tónlist-
armaðurinn. Kanye West var val-
inn besti söngvarinn og The
Strokes besta alþjóðlega hljóm-
sveitin. Aðrir voru ekki svo heppn-
ir og hljómsveitin Busted var
valin versta hljómsveitin og plata
söngvarans James Blunt var valin
versta platan.
Að lokum var Pete Doherty val-
inn kynþokkafyllsti maðurinn.
Hann kom öllum á óvart og mætti
á hátíðina og tók á móti verðlaun-
unum. ■
Arctic Monkeys
með apastæla
THE ARCTIC MONKEYS