Fréttablaðið - 25.02.2006, Page 71

Fréttablaðið - 25.02.2006, Page 71
Denzel Washington neitar öllum orðrómum um að erfiðleikar séu hjá honum og eiginkonu hans, Paulettu. Óskarsverðlaunahafinn segist vera stór strákur og geta þolað umtal um einkalíf sitt en segir það af og frá að eitthvað sé að. Í viðtali við tímaritið Essence koma þessar kjaftasögur leikaran- um spánskt fyrir sjónir. „Ég hef heyrt ýmsu fleygt. Að ég eigi von á börnum hér og þar. Hafi flutt að heiman. Ég er stór strákur og get tekið þessu eins og maður,“ útskýrði leikarinn en bætti við að honum þætti leiðinlegast að sög- urnar hefðu áhrif á heimilisfólkið. Washington sagði að hann og Paul- etta stæðu þétt saman á stundu sem þessari. Þau hafa verið gift í 22 ár, sem þykir heil eilífð í heimi stjarnanna. ■ Allt í sóma DENZEL OG PAULETTA Hjónin hafa verið gift í 22 ár. NORDIC PHOTOS/GETTYIMAGES NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentari i NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.