Fréttablaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiFebruary 2006Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272812345
    6789101112
Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttablaðið - 25.02.2006, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 25.02.2006, Qupperneq 72
56 25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FEBRÚAR 22 23 24 25 26 27 28 Laugardagur ■ ■ LEIKIR  13.15 Haukar og ÍBV mætast í úrslitum SS-bikars karla í handbolta í Laugardalshöllinni.  15.45 Haukar og ÍBV mætast í úrslitum SS-bikars karla í handbolta í Laugardalshöllinni. ■ ■ SJÓNVARP  09.15 Ítölsku mörkin á Sýn.  09.45 Ensku mörkin á Sýn.  10.15 Spænsku mörkin á Sýn.  10.55 Vetrarólympíuleikarnir á RÚV. Bein útsending.  11.15 NBA á Sýn. Útsending frá leik New York og New Jersey frá því í nótt.  13.10 SS-bikarinn á RÚV. Bein útsending frá úrslitaleik kvenna á milli Hauka og ÍBV.  15.25 SS-bikarinn á RÚV. Bein útsending frá úrslitaleik karla á milli Hauka og Stjörnunnar.  15.00 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Chelsea og Portsmouth.  17.15 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Newcastle og Everton.  17.25 Vetrarólympíuleikarnir á RÚV. Bein útsending frá keppni í svigi karla.  18.25 Vetrarólympíuleikarnir á RÚV. Samantekt frá deginum.  20.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Real Zaragoza og Barcelona.  22.50 A1 Grand Prix á Sýn. Bein útsending frá tímatökunni.  00.25 Vetrarólympíuleikarnir á RÚV. Samantekt frá deginum.  02.00 Box á Sýn. Bein útsending frá bardaga Fernando Vargas og Shane Mosley um WBA-titilinn í léttmillivigt. > Stutt gaman hjá Dagnýju Skíðadrottningin Dagný Linda Kristj- ánsdóttir frá Akureyri féll úr leik í fyrri umferð stórsvigskeppninnar á vetrar- ólympíuleikunum í gær. Hún hefur þar með lokið keppni á leikunum og má vel una við sitt enda varð hún í 23. sæti í bruni og risasvigi, sem er fínn árangur. Dagný sagði við Fréttablaðið í gær að hún undi mjög vel við árangur sinn á leikunum og gengi sátt í burtu frá Tórínó en árangur hennar í brunkeppninni er einn sá besti sem íslenskur skíðakappi hefur náð á Ólympíuleik- um. KR Reykjavíkurmeistari KR varð í fyrrakvöld Reyjavíkurmeistari kvenna í níunda skipti þegar liðið sigraði Valsstúlkur í úrslitaleik 2-1. Guðný Björk Óðinsdóttir kom Val yfir en Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði fyrir KR áður en Katrín Ómarsdóttir tryggði KR titilinn. Jón Arnar Magnússon frjálsíþróttakappi hefur tekið að sér að þjálfa leikmenn í knattspyrnuliði Fram í nokkrar vikur. Jón Arnar ætlar sér að taka strákana í gegn og fara sérstak- lega aftur í grunnatriðin, hvernig eigi að hlaupa og teygja. „Það skemmir að minnsta kosti ekki að æfa frjálsar með fótboltanum,“ sagði Jón, sem sameinar sínar eigin æfingar æfingum Framara. „Ég ætla að láta þá hlaupa og sprikla mikið samhliða lyftingum. Það eru kannski engin ný sérstök vísindi í þessu, þetta er bara það sem frjálsíþróttamenn hafa verið að gera síðustu fimm- tíu ár, en menn eru orðnir opnari fyrir öðruvísi æfingum,“ sagði Jón, sem kemur með nýjar víddir inn í æfingaáætlun Safamýrarpilta. Jón segir að menn beiti sér oft vitlaust í grunnatriðunum og hann ætli að ráða bót á því. „Menn hlaupa yfirleitt vitlaust, þeir hlaupa oft ekki beint, en með því að kenna þeim að beita fótunum rétt í hlaupunum sem og höndunum er hægt að auka hraða þeirra umtalsvert. Frjálsar og fimleikar eru und- irstaða fyrir hvaða íþrótt sem er, ef menn geta blandað þessu saman ætti að nást góður árangur,“ sagði Jón. „Fótboltamenn eru oft fljótir fyrstu metrana en missa svo hraðann eftir smá stund. Það má ekki gerast og ég stefni á að laga það,“ segir Jón, sem hefur áhyggjur af teygjum knattspyrnumanna. „Það er mjög mikilvægt að teygja rétt. Teygjur eru oft vanmetnar en ég ætla að passa upp á að þær séu réttar.“ Jón fylgist lítið með boltanum en gefur sig út fyrir að vera stuðningsmaður Selfoss. Hann hefur áður þjálfað íþróttakappa og gerði garðinn frægan þegar Guðjón Valur Sigurðsson handboltakappi bætti sig gríðarlega mikið eftir æfingar með Jóni. Meðal annars jók Guð- jón stökkhæð sína um fimmtán sentimetra. JÓN ARNAR MAGNÚSSON TUGÞRAUTARKAPPI: LIÐSINNIR KNATTSPYRNULIÐI FRAM Frjálsar og fimleikar eru undirstaða alls HANDBOLTI „Þetta er stærsti leikur ársins og allir vilja spila þennan leik. Það er mikil tilhlökkun og þar sem þetta eru jöfn lið má búast við hörkuleik. Úrslitin gætu hæglega ráðist á því hvort liðið er með átt- unda manninn með sér og ég tel að við séum með betri stuðnings- menn, sem mun vega þungt í dag,“ sagði Arnar Theódórsson, fyrirliði Stjörnunnar, fyrir leikinn en liðið hefur tvívegis orðið bikarmeist- ari, árin 1987 og 1989. Arnar telur að Haukar séu ekki sigurstranglegri þrátt fyrir að þeir séu Íslandsmeistarar. „Liðin eru mjög jöfn og áþekk stöðu fyrir stöðu. Styrkur Haukanna felst helst í frábærum markmanni og hraðaupphlaupum,“ sagði Arnar og bætti við að Stjarnan hygðist spila sinn leik og sjálfstraustið væri mikið eftir gott gengi undan- farið. „Ég er hungraður í þennan titil enda hef ég ekki unnið hann áður,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson, fyrirliði Hauka, fyrir leikinn. „Ég býst fyrst og fremst við mjög hörðum leik, bæði lið leggja eflaust áherslu á að spila góða og fasta vörn og spila þannig hraðan leik. Þeir eru með stórskyttur á borð við Tite Kalandadze og Patrek Jóhannesson en það væri ljúft að taka bikarinn og vera þannig handhafi beggja titlanna,“ sagði Birkir, en hann hefur samið við þýska liðið Lubecke og er á leið í atvinnumennskuna eftir tímabilið á Íslandi. Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, býr liðið af kostgæfni undir leik- inn. „Ég bý mitt lið undir sextíu mínútna slagsmál. Þetta eru jöfn lið og baráttan verður í hávegum höfð en ég vonast bara til að laða fram það besta í hverjum og einum. Ef menn leggja sig alveg hundrað prósent fram get ég ekki kvartað þó við töpum,“ sagði Páll en bætti við að hann byggist engan veginn við því. Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar, var kokhraustur fyrir leikinn, sem hann segist snúa um að mæta einbeittur til leiks og að halda því út leiktímann. „Ég býst ekki við neinu öðru en sigri í þess- um leik,“ sagði Sigurður í gaman- sömum tón en liðin skildu jöfn í eina leik þeirra í vetur, 28-28. „Fyrst og fremst ætlum við að njóta þess að vera komin hingað, njóta dagsins og njóta leiksins. Vonandi náum við að njóta úrslit- anna líka,“ sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, fyrir leikinn gegn ÍBV. „Þetta snýst mikið um að halda spennustiginu réttu, það má ekki vera of lágt en stelpurnar verða að vera tilbúnar í þennan leik og kannski rúmlega það. Þær vilja allar ólmar vinna titilinn og ég býst við skemmtilegum leik tveggja frábærra handboltaliða,“ sagði Guðmundur. Smári Jökull Jónsson, stjórnar- maður úr ÍBV, bjóst ekki við mikl- um breytingum frá spennuleikj- um liðanna í vetur sem og undanfarin ár en liðin hafa mæst í úrslitum í þrígang á síðustu fimm árum. ÍBV vann árið 2001 og lagði svo Gróttu í bikarúrslitunum 2002, Haukar hefndu sín á ÍBV árið 2003 en ÍBV endurheimti titilinn ári síðar. „Haukaliðið er gríðarlega sterkt en það er ÍBV líka. Þrátt fyrir smápústra er ljóst að allir verða tilbúnir í öllum liðum fyrir leikinn sem enginn ætlar sér að missa af,“ sagði Smári, sem mun láta til sín taka í Höllinni í dag. hjalti@frettabladid.is Það vilja allir spila þennan leik Stærstu handboltaleikir ársins fara fram í dag þegar leikið verður til úrslita í SS-bikarkeppninni. ÍBV og Haukar mætast í bikarúrslitaleik kvenna klukkan 13.15 og Stjarnan mætir Haukum í karlaflokki klukkan 15.45. Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöll og verður mikið um dýrðir fram eftir degi. HINGAÐ OG EKKI LENGRA Eyjastúlkur verða að stöðva Ramune Pekarskyte í dag ætli þær sér sigur. VILL KVEÐJA MEÐ TITLI Landsliðsmarkvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson er að spila sitt síðasta tímabil fyrir Hauka og er staðráðinn í að kveðja með titli eða titlum. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN HANDBOLTI Haukar, ÍBV og Stjarn- an leiða saman hesta sína í bikar- úrslitaleikjum í handbolta í dag, Haukar og ÍBV í kvennaflokki og Haukar og Stjarnan í karlaflokki. Þetta er í þriðja sinn sem Haukar fara með bæði liðin í bikarúrslit, sem er einsdæmi. ÍBV hefur þrisvar sinnum orðið bikarmeistari en Haukar tvisvar. Þetta er í fjórða sinn á síðustu sex árum sem þessi lið mætast í bik- arúrslitaleik. Í tvígang hefur ÍBV hrósað sigri og Haukar einu sinni. Stjarnan hefur tvisvar orðið bikarmeistari í karlaflokki, síðast árið 1989, en þá vann kvennalið félagsins einnig bikarinn. Haukar hafa orðið bikarmeistarar fjórum sinnum, þar á meðal árin 2001 og 2002. Stjörnumenn verða með upphitun fyrir leikinn, sem hefst klukkan 13:30 í Mýrinni, líkt og Haukar sem hita upp á Ásvöllum frá 10 um morguninn. Bæði lið verða með fríar rútuferðir í Laug- ardalshöllina. Það verður kátt í Laugardals- höllinni alla helgina en á sunnu- daginn fara fram bikarúrslita- leikir yngri flokkanna. - hþh Bikarúrslitahelgi í Laugardalshöll: Mikið um að vera SIGURÐUR BJARNASON Stendur í ströngu með sína menn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 55. tölublað (25.02.2006)
https://timarit.is/issue/271601

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

55. tölublað (25.02.2006)

Iliuutsit: