Fréttablaðið - 15.04.2006, Page 4

Fréttablaðið - 15.04.2006, Page 4
4 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR EFTIRLAUNAFRUMVARP Í álitsgerð um breytingar á eftirlaunafrumvarp- inu svokallaða, sem forsætisráðu- neytið óskaði eftir, segir að ekki sé heimild fyrir því í lögum að skerða virk réttindi þeirra sem þegar hafa hafið töku eftirlauna á grundvelli þeirra laga sem samþykkt voru í desember 2003. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra hefur lagt til að þverpól- itísk samstaða náist um málið með því að afgreiða nýtt frumvarp, á grundvelli álitsgerðarinnar, úr for- sætisnefnd. Halldór kynnti tillögur að breytingum á frumvarpinu fyrir formönnum allra stjórnmálaflokk- anna skömmu fyrir jólin. Jónína Bjartmarz, fulltrúi Framsóknarflokksins í forsætis- nefnd, segir framgang breytinga á eftirlaunafrumvarpinu stöðvast hjá stjórnarandstöðunni. „Vilji Halldórs er alveg ljós. Hann hefur látið vinna lögrfræðilega álitsgerð og frumvarp í samræmi við það og lengra hefur málið ekki komist hjá stjórnarandstöðunni.“ Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og annar tveggja fulltrúa flokksins í forsætisnefnd, segir Halldór Ásgrímsson hafa kynnt breytingar á frumvarpinu fyrir nefndinni. „Frumvarpið hefur verið kynnt fyrir okkur í nefndinni. Hann fékk ýmsar ábendingar um breytingar á frumvarpinu þegar rætt var við formenn stjórnmálaflokkanna fyrir jólin. Síðan hefur ekkert heyrst um málið. Það er ekki hjá forsætisnefnd heldur er það hjá Halldóri Ásgrímssyni forsætisráð- herra. Hann ræður för.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir vilja vera til þess hjá flokksfólki í Samfylkingunni að breyta núver- andi lögum. „Við viljum að breyt- ingarnar séu gerðar þannig að þær nái til allra þeirra sem fengu ríku- legan eftirlaunarétt þegar síðast var gerð á því breyting. Það þýðir að breytingarnar, sem við leggjum til að verði gerðar, nái til þess hóps sem þegar er farinn að njóta góðs af núverandi lögum.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir vilja vera fyrir því innan síns flokks að breyta eftirlaunafrumvarpinu. „Við erum að sjálfsögðu tilbúin til þess að taka á því að menn geti ekki bæði verið á eftirlaunum og fullum launum. Það hefur ekki mikið verið aðhafst í þessu máli. Ég tel að það sé hægt að ganga hreinlegar til verks en það þarf að fara vandlega yfir allar breytingar á þessu frumvarpi.“ Samkvæmt lögunum hafa fyrr- verandi ráðherrar og alþingismenn rétt á eftirlaunum úr ríkissjóði ef þeir hafa náð 65 ára aldri, hætta störfum 60 ára aldri eða hafa gegnt starfi í sextán ár eða lengur, óháð því hvort þeir eru að þiggja laun fyrir önnur störf. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra boðaði fyrir um ári síðan að lögunum um eftirlaun ráðherra og þingmanna yrði breytt en harkalega var deilt um lögin á Alþingi og meðal almennings, er þau voru til umfjöllunar. Sátt náðist um það innan allra stjórnmálaflokka að þessu ákvæði í lögum um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara skyldi breyta. magnush@frettabladid.is Vorblót er ný tónlistarhátíð. Þar finnur þú jazz, funk, heimstónlist og óuppgvötaðar leiðir. www.riteofspring.is 27.-30. apríl Á NASA við Austurvöll. Miðaverð á hverja tónleika er 2.900 kr (auk 225 kr miðagjalds) Miði á alla hátíðina kostar 5.900 kr (auk 400 kr miðagjalds). Miðasala í verslunum Skífunar, BT Akureyri & Egilstöðum og á www.midi.is. Bandaríkjadalur 75,27 75,63 Sterlingspund 132,03 132,67 Evra 91,37 91,89 Dönsk króna 12,244 12,316 Norsk króna 11,671 11,739 Sænsk króna 9,804 9,862 Japanskt jen 0,6369 0,6407 SDR 108,64 109,28 GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 11.4.2006 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA Gengisvísitala krónunnar 127,8039 UPPLÝSINGATÆKNI Ísland er breið- bandsvæddasta land heims. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efna- hags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Samkvæmt skýrslunni voru í desember síðastliðnum 26,7 pró- sent heimila í landinu með breið- bandstengingu. Þetta hlutfall er næsthæst í Suður-Kóreu, eða 25,4 prósent, þá í Hollandi, 25,3 pró- sent, og í Danmörku 25,0 prósent. Bandaríkin eru í tólfta sæti list- ans með 16,8 af hundraði heimila breiðbandstengd, en þar í landi eru 31 prósent af öllum breið- bandstengingum í heiminum. - aa Ný skýrsla OECD: Ísland er breið- bandsvæddast HEILBRIGÐISMÁL Óhöpp, óvæntur skaði og mistök verða í heilbrigð- isþjónustu og er ein af mörgum ástæðum þess er skortur á mann- afla, segir í greinargerð sem Sig- urður Guðmundsson landlæknir hefur sent frá sér. Þar fjallar hann um umræddan skort á hjúkrunar- fræðingum og sjúkraliðum, meðal annars á Landspítala háskóla- sjúkrahúsi. „Skortur á þessum stéttum hér á landi og í ýmsum öðrum löndum hefur verið langvinnur og land- lægur,“ segir landlæknir í grein- argerðinni. Hann segir að það hafi komið fram að mælt vinnuálag á LSH hafi aukist, starfsfólk sinni veikari sjúkling- um en áður og þekkt séu dæmi um að starfsmenn á einni deild hafi þurft að bæta við sig og deila með sér um 50 auka- vöktum á mánuði. „Ljóst er að efla þarf nám í hjúkrun, grunnnám og framhaldsnám. Landlæknisemb- ættið er að vinna að yfirliti um hjúkrunarskortinn og mögulegar úrlausnir sem kynntar verða heil- brigðisráðherra,“ segir enn frem- ur. „Skortur á hjúkrunarfræðing- um og sjúkraliðum getur haft áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og dregið úr öryggi sjúklinga.“- jss SIGURÐUR GUÐ- MUNDSSON Sigurður Guðmundsson landlæknir um afleiðingar hjúkrunarskortsins: Óvæntur skaði og mistök HJÚKRUN Landlæknir segir unnið að yfirliti um hjúkrunarskort og úrlausnir á honum. Samstaða hefur ekki náðst Forsætisráðherra hefur boðað breytingar á eftirlaunafrumvarpinu á grundvelli lögfræðilegrar álitsgerðar. Ekki hefur enn náðst samstaða um málið. Halldór Ásgrímsson ræður för, segir Rannveig Guðmundsdóttir. FRUMVARPINU MÓTMÆLT Mikil reiði braust út meðal almennings þegar lög um eftirlaun æðstu starfsmanna ríkisins voru samþykkt á Alþingi. Hér sjást mótmæl- endur fyrir framan Alþingis- húsið.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÍKNARMÁL Mette-Marit, krónprins- essa Noregs, hefur verið skipuð sérlegur sendiherra áætlunar Sam- einuðu þjóðanna gegn útbreiðslu HIV. Þetta tilkynnti skrifstofa SÞ í Genf í dymbilvikunni. Prinsessan hyggst sérstaklega vekja athygli almennings á hlut- skipti ungs fólks sem sýkt er af HIV. Henni er í mun að draga úr fordómum gagnvart HIV-smituð- um. Hún hefur áður lagt baráttu gegn HIV-smiti lið í gegnum þróunaraðstoðaráætlun Noregs, meðal annars í Malaví. - aa Krónprinsessa Noregs: Leggur baráttu gegn HIV lið METTA-MARIT KRÓNPRINSESSA Ásamt eiginmanninum, Hákoni krónprins. VILNIUS, AP Lítill vinstriflokkur hefur yfirgefið samsteypustjórn- ina í Litháen en við það minnkar þingmeirihluti stjórnarinnar niður í einn mann. Nýi sambandsflokkur- inn sleit stjórnarsamstarfinu eftir að þingmenn ráku leiðtoga hans, Arturas Paulauskas, úr embætti þingforseta vegna ásakana um að starfslið hans hefði misfarið með opinbert fé. Í hans stað hefur Vikt- oras Muntianas, þingmaður Verka- mannaflokksins, verið kosinn þing- forseti. Jafnaðarmannaflokkurinn, Verkamannaflokkurinn og Bænda- flokkurinn hafa ákveðið að stjórn- in sitji áfram þótt þeir ráði yfir naumum meirihluta, 71 af 141 þing- sæti. - aa Kvarnast úr Litháensstjórn: Meirihlutinn minnkar í einn RANNVEIG GUÐ- MUNDSDÓTTIR Segir frumvarpið hjá forsætisráðherra og hann ráði för í málinu. JÓNÍNA BJARTMARZ Hún segir framgang frumvarpsins hafa stöðvast hjá stjórnar- andstöðunni. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Segir vilja hjá flokks- félögum að breyta núverandi lögum. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Telur að það sé hægt að ganga hreinlegar til verks en fara þurfi vandlega yfir allar breytingar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.