Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 12
 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR opið alla laugardaga 10-14 STÓR HUMAR GLÆNÝ LÚÐA SKÖTUSELUR-LAXAFLÖK-TUNFISKUR HÖRPUSKEL-RÆKJUR-FISKISUPA SIGINN FISKUR OG SALTADAR KINNAR ■ SUNNUDAGUR, 9. APRÍL Það sem okkur er hjart- fólgnast Verðbólgudraugurinn er kominn á kreik og hagfræðimenntaðir draugabanar og hvers kyns exors- istar þylja mergjaða kafla úr Mammonsguðspjallinu frá morgni til kvölds. Allir eru sammála um að verðbólguskriða fari af stað ef laun verða hækkuð við þann hóp í þjóðfélaginu sem fær innan við 150 þúsund krónur á mánuði. Verðmætamat þjóðfélagsins er afareinfalt svo að sá sem velur sér láglaunastarf getur sjálfum sér um kennt. Við tímum ekki að borga fólki stórfé fyrir að annast foreldra okkar eða börnin okkar. Samt erum við alls ekki nísk. Við erum vægast sagt rausnarleg þegar kemur að því að hygla ein- hverjum fyrir að annast það sem okkur er hjartfólgnast, sem sé fjármálin, peningana okkar. Fólk sem skilur peninga getur skammtað sér launin sjálft – og fengið bónus að auki. Fólk sem bara kann einfalda hluti eins og að annast börn og gamalmenni og talar aðeins mannamál en ekki fjármál getur ekki ætlast til hárra launa. Fjármál heitir það tungumál sem okkar þjóðfélag hefur valið sér og þeir sem ekki kunna sína eigin þjóð- tungu verða útundan. Og ef maður fer að væla kemur verðbólgudraug- urinn og brýtur mann á bak aftur með því að hækka vextina á verðtryggða lán- inu og sendir svo á mann lögfræð- ing sem fer með mann á nauðung- aruppboð og gerir mann ráðþrota og gjaldþrota og tekur af manni húsnæðið og bílinn og kreditkortið og makann og rekur foreldra manns út af elliheimilinu og börn- in út af dagheimilinu og sendir manni uppsagnarbréf. Svona er þjóðfélagið okkar. Og svona eru draugarnir sem við ótt- umst. Þess vegna skulum við vera stillt og fara í einu og öllu eftir því sem Mammonsprestarnir segja okkur að gera. ■ MÁNUDAGUR, 10. APRÍL Berlusconi og „litla afmánin“ Spennandi að fylgjast með ítölsku kosning- unum. Í fyrstu útgönguspám var Prodi spáð örugg- um sigri en síðan hefur Berlusconi verið að saxa á forskotið. Nú hefði kannski ein- hver haldið að Ítalir væru búnir að fá nóg af Íslandsvininum Berlus- coni. En það virðist ekki vera raunin. Ítalir hafa löngum haft húmor fyrir dálítið sérstæðum landsfeðr- um, og þá á ég ekki bara við Múss- ólíni sáluga sem þeir fengu reynd- ar leið á um síðir og hengdu upp á löppunum, heldur er ég að hugsa um snillinga á borð við þá frænd- ur Caligula og Neró og marga skrautlega í kjölfar þeirra allt til Rómúlusar Ágústusar sem upp- nefndur var Ágústúlus eða „litli kútur“. Grikkir sneru reyndar Rómúl- us upp í Momylos sem þýðir „litla afmánin“ en Rómúlus þessi lifir í sögunni vegna þess að hann var síðastur Rómarkeisara því að árið 476 kom forfaðir okkar Íslendinga, her- úlinn Ódóvakar og gerði við hann starfs- lokasamning, þá flutti „litla afmánin“ Rómúlus í sumar- bústaðinn sinn og fór að stunda skógrækt. Flinkir sagnfræðingar hafa margsannað að Íslendingar séu komnir af herúlum og þar er ekki leiðum að líkjast. En þrátt mildi sína og þá víðsýni sem Ódóvakar sýndi með því að finna upp starfs- lokasamninginn biðu hans voveifl- eg endalok því að einn góðan veðurdag kom austgot- inn Þjóðrekur og klauf hann í herðar niður í bókstaflegri merk- ingu. Þær einföldu aðferðir við stjórn- arskipti sem hér hafa verið nefndar tíðkast ekki lengur á Ítalíu svo að maður verður að bíða enn um hríð áður en í ljós kemur hvort Berlus- coni fær reisupass- ann. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 11. APRÍL Rannsóknarblaðamennska á refilstigum Þeir eru enn að gera það gott á DV. Í dag er á forsíðunni risastór mynd af eiturlyfjasjúklingi sem tekinn var fyrir það gáfulega til- tæki að sækja vímugjafann sinn til útlanda og ætla síðan að spáss- era rammskakkur fram hjá toll- vörðunum í Leifsstöð. Til að gera þessa tragedíu skemmtilegri er líka birt mynd af föður sjúklingsins á forsíðunni. Þetta sýnist mér vera nýmæli í fréttamennsku. Það virðist ekki lengur vera nóg af birta myndir af þeim sem grunaðir eru um afbrot heldur er líka farið að slá upp myndum af aðstandendum þeirra. Það verður býsna athyglisvert innlegg í íslenska fjölskyldu- albúmið þegar maður getur farið að klippa út myndir af foreldr- um, börnum, frændum og frænkum þeirra sem mis- stíga sig, og kannski líka vinum þeirra Fjármál, mannamál og hrossamál Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um fjármál, mannamál og hrossamál, rætt um Ódóvakar, forföður Íslendinga, sem fann upp starfslokasamninga og varað við tilraunum láglaunafólks til að vekja upp verðbólgudrauginn. Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.