Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 20
 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR20 Geir H. Haarde hefur nú setið á valdastóli í Sjálfstæðisflokkn-um í rétta sex mánuði eða frá því að Davíð Oddsson lét af formanns- embætti og Geir tók við því á lands- fundi flokksins um miðjan október síðastliðinn. Svo sem títt er í tveggja flokka ríkisstjórnum fer sá flokks- formaður, sem ekki gegnir embætti forsætisráðherra, með embætti utan- ríkisráðherra. Við því embætti tók Geir á ríkisráðsfundi 27. september síðastliðinn af forvera sínum, Davíð Oddssyni. Atburðarásin hefur verið býsna hröð hjá utanríkisráðherranum síðan þá og ber vitanlega staðan í varnar- málum þjóðarinnar hæst eftir all óvænta yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda um að varnarliðið á Keflavíkurflugvelli verði farið af landi brott eigi síðar en í september næstkomandi. Þetta er sannast sagna mjög óvenjuleg staða hjá einni þjóð og ekki þá síður hjá manni sem skömmu fyrir svo mikilsverða viðburði varð for- maður stærsta stjórnmálaflokks landsmanna og tók sín fyrstu spor í embætti utanríkisráðherra. Sækist ekki eftir sviðsljósi Geir hefur þótt fara hljóðlega um torg þjóðfélagsumræðunnar fyrstu mánuði sína sem formaður Sjálfstæð- isflokksins. Kannski ekki ástæða til annars þegar flokkurinn mælist með afar stöðugt og mikið fylgi, ekki aðeins á landsvísu heldur einnig í höfuðborginni og víðar aðeins sex vikum fyrir sveitarstjórnarkosning- ar. Hann hefur verið störfum hlaðinn en ver nú páskahátíðinni í faðmi fjöl- skyldunnar. „Við fáum yngsta barna- barnið til okkar, sem er 13 mánaða, og ætlar að gista hjá okkur yfir nótt í fyrsta skipti. Það er mikið tilhlökkun- arefni okkar,“ segir Geir, líklega feg- inn hvíld, enda búinn að vera á þönum utanlands sem innan undanfarna mánuði. „Ég hef haldið upp undir 30 fundi um allt land og hitt að máli nálægt eitt þúsund sjálfstæðismenn úr kjarna flokksins á undanförnum tveimur mánuðum. Þessi fundasyrpa gekk afar vel miðað við árstíma. Aðeins voru afboðaðir tveir fundir. Ég leit svo á þegar ég var kjörinn for- maður flokksins að ég yrði að treysta sambandið við trúnaðarmenn hans og ákvað að fara þessa ferð. Þetta voru innanflokksfundir og ég mun vitanlega fara á ýmsa aðra fundi á næstunni í tengslum við sveitar- stjórnarkosningarnar. Við héldum flokksráðsfund á Akureyri um dag- inn sem var fyrsti fundur sinnar teg- undar sem haldinn er utan Reykja- víkur. Flokksráðið er næstæðsta stofnun flokksins og kemur saman milli landsfunda. Við höfum byr í seglin. Það er ágæt sveifla með flokknum um þessar mundir. Ég er ekkert í felum eins og sumir halda fram. Ég vinn þetta eins og mér finnst best og mér líður vel með. Ég sækist ekkert sérstaklega eftir sviðs- ljósi.“ Hvað skyldi Geir segja um full- yrðingar Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, formanns Samfylkingarinnar, um að liðin sé sú tíð að Sjálfstæðis- flokkurinn geti vænst þess að fá einn meirihlutafylgi í höfuðborginni. Landslagið í borgarstjórnmálunum sé allt breytt. „Þessu er ég algerlega ósammála enda benda kannanir til þess að að við höfum mjög góða möguleika á því að ná meirihluta. Hins vegar er ekk- ert gefið fyrirfram og það þarf að hafa fyrir sigri. Það er ekki aðeins möguleiki heldur einnig mjög nauð- synlegt að ná slíkri niðurstöðu.“ Enginn aflögufær í Evrópu Geir hefur verið gagnrýndur ótæpi- lega fyrir það sem stórnarandstæð- ingar kalla undirlægjuhátt við Banda- ríkjamenn í varnarviðræðunum. Er Geir taglhnýtingur þeirra og þar með andstæðingur sjónarmiða forsætis- ráðherra sem í senn hefur talið koma til greina að segja upp varnarsamn- ingnum við Bandaríkjamenn frá 1951 og snúa sér að lausnum sem kunna að finnast í samvinnu við Evrópuþjóðir? Geir hefur einnig verið gagnrýndur harkalega af stjórnarandstæðingum fyrir að upplýsa ekki utanríkismála- nefnd með lögboðnum hætti um gang viðræðnanna við Bandaríkjamenn sem tekið hafa sér fyrir hendur að semja nýja varnaráætlun fyrir þjóð- ina. „Ég mætti á fund utanríkismála- nefndar morguninn sem ég kom frá Bandaríkjunum eftir að hafa verið á fundum með starfsbræðrum mínum í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Ég gerði nefndinni grein fyrir stöðu mála og sagðist mundu upplýsa hana um stöðu mála þegar eitthvað gerð- ist. Að gera veður út af því að ég hafi ekki mætt á fund nefndarinnar eftir einn samningafund hér á landi er markleysa og málflutningur fólks sem veit ekkert hvernig það á að snúa sér í málinu. Um samstarf okkar við Evrópu er það að segja að þar er ekk- ert ríki sem er aflögufært eða hefur möguleika á að taka að sér það hlut- verk sem Bandaríkjamenn hafa haft hér. Þetta hef ég sannreynt sjálfur. Þau lönd sem mest fer fyrir eru með fangið fullt. Þjóðverjar til dæmis eru umsvifamiklir í friðargæslu víða um heim og velta því fyrir sér hvort þeir eigi að senda 500 manns til Kongó svo dæmi sé tekið. Að ná samningum við einstök Evrópuríki eða Evrópusam- bandið er ekki inni í myndinni. Ég fór vel yfir þetta í ræðu minni á Alþingi um daginn. Svo er spurt hvort Atlantshafs- bandalagið, NATO, geti tekið að sér að verja landið. Það er spurning sem við munum ræða innan bandalagsins þegar þar að kemur. Fyrst verður að fá botn í viðræðurnar við Bandaríkja- menn. Ég segi fyrir mig, að þrátt fyrir það sem gerst hefur núna, er það eftir sem áður raunhæfast og farsælasta niðurstaðan takist okkur að ná samkomulagi við Bandaríkja- menn. Þeir hafa algera yfirburði yfir aðra í þessum málum. Tíminn verður að leiða í ljós hvort viðunandi niður- staða fæst, en ég vona að samkomu- lag takist. Ég sagði einnig í þinginu að ef ekki næðist viðunandi niður- staða kæmi til greina að gera breyt- ingar á varnarsamningum eða segja honum upp. Ég tel að það sé til marks um vilja Bandaríkjamanna að koma með lausn sem við getum sætt okkur við að þeir skyldu vera með svo fjöl- menna sendinefnd hér um daginn. Í henni voru sérfræðingar sem eru nú að vinna að varnaráætlun sem er tæknileg og hernaðarleg vinna. Þótt við vitum hvað við viljum í sambandi við varnarviðbúnað höfum við ekki slíka sérfræðilega þekkingu á hern- aði.“ Áætlunin verður metin „Það er alger fjarstæða að utanríkis- málanefnd viti minna um málið en ritstjóri Morgunblaðsins, eins og stjórnarandstaðan gaf til kynna í byrjun vikunnar. Sá leiðari sem vísað var til snerist um að skamma Sam- fylkinguna en ekki um að blaðið vissi meira en aðrir um þetta mál. Sam- fylkingin ber þess merki í þessu máli eins og mörgum öðrum hversu sund- urleit hún er. Formaður Samfylking- arinnar notar hvert tækifæri til þess að skamma mig og forsætisráðherra til þess að fela veikleikana í eigin flokki. Margir Samfylkingarmenn eru gamlir herstöðvarandstæðingar, þar á meðal formaður flokksins. Þetta er fólk sem mótmælti Atlants- hafsbandalaginu og veru okkar í því. Nú gera þau sér upp mikinn þótta yfir þeirri stöðu sem upp er komin. Mér finnst þetta ekki trúverðugt og geri ekki mikið með þetta. Kröfur okkar eru alveg skýrar í viðræðunum við Bandaríkjamenn. Við viljum varnir sem geta talist sambærilegar við þær sem hér hafa verið. Það er tæknilegt mál að útfæra. Síðan verðum við að vega og meta niðurstöðuna. Ég hef trú á því að þeir vilji standa við þennan samning, en túlkunin er misjöfn á því hvernig það verði best gert. Varnaráætlunin, sem Bandaríkjamenn vinna nú að, bygg- ist að mestu á útfærslum á því hvern- ig þeir geti hugsað sér að efna samn- inginn. Við munum bara skoða það þegar þar að kemur hvort við teljum það fullnægjandi. En á meðan eru allir útúrsnúningar og tal út í loftið, sérstaklega af hálfu Samfylkingar- innar, einskis virði. Hún getur ekki gert upp við sig hvoru megin hún er í þessu máli. Línur vinstri grænna eru miklu hreinni; þeir eru bara á móti þessu öllu saman.“ Á leið til Svalbarða „Það er ljóst að við verðum að vinna þetta mál áfram og hafa samráð við utanríkismálanefndina og auðvitað er æskilegast að um þetta mál náist sem breiðust samstaða. Málflutning- ur Samfylkingarinnar boðar nú ekki gott í þeim efnum satt best að segja. Ég er sjálfur fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar og lagði þá áherslu á að samráð væri gott við nefndina. Þannig á það að vera og ég geri mér alveg grein fyrir því. Mér finnst hart að sitja undir ásökunum sem ekki er minnsti fótur fyrir.“ Spyrja má hvort Íslendingar hafi bent Bandaríkjamönnum á að þeir hafi fyrir löngu brugðist við breytt- um aðstæðum í norðurhöfum við lok Kalda stríðsins, til dæmis með því að fækka herþotum í Keflavík úr átján í fjórar. „Þeir hafa fækkað í starfseminni og dregið úr búnaði. Við vildum hafa þann lágmarksbúnað sem eftir var og í því skyni buðumst við til þess að taka að okkur björgunarhlutverkið og rekstur flugvallarins. Við gerð- um okkur vonir um að þetta leysti málið. En það er verið að fækka víðar á vegum Bandaríkjahers, til dæmis í Þýskalandi. Okkar röksemd er hin sama og í löndum Evrópu sem hafa loftvarnir. Tilkynning Banda- ríkjamanna 15. mars gekk út á að þoturnar færu. Við erum í vanda- samri stöðu og ber að sýna fulla gát þótt okkur stafi ekki nein hætta af innrás frá öðrum þjóðríkjum. Það var fróðlegt að ræða þessi mál við Lavrov, rússneska starfsbróður minn á dögunum. Ég skildi hann svo að honum þætti óheppilegt að hér myndaðist tómarúm. Ég hef líka rætt þetta við utanríkis- og varnar- málaráðherra Noregs og fleiri nor- ræna ráðherra. Það er sjálfsagt að efla sambandið við Norðmenn sem mest. Þeir eru að bæta stöðu sína í norðurhöfum. Það er ekkert í kort- unum sem gæti komið til greina strax varðandi samstarf við Norð- menn en björgunarsamstarf eins og við Dani væri álitlegur kostur. Fundur norrænu utanríkisráðherr- ana verður á Svalbarða í næstu viku þar sem farið verður yfir þessi mál.“ Óstöðugur stöðugleiki „Það hafa allir áhyggjur af því að hér fari launa- og verðlagsmál úr bönd- um,“segir Geir og telur raunar alltaf ástæða til að vera á varðbergi í þeim efnum. „Í grunninn er efnahagsstaða þjóðarbúsins sterk. Hér er gríðar- lega öflugt lífeyriskerfi. Staða ríkis- sjóðs er mjög sterk og skuldir hans litlar. Hér er mikill sveigjanleiki bæði á vinnumarkaði og á öðrum sviðum sem þýðir það að efnahagslíf- ið er fljótt að bregðast við breyttum aðstæðum ólíkt því sem er upp á ten- ingnum víða annars staðar. Ákveðin gengisaðlögun hefur átt sér stað og óhjákvæmilega orðið nokkrar verð- hækkanir því samfara. Gengislækk- unin hefur hins vegar mjög jákvæð áhrif á útflutninginn, ferðaþjónust- una og fleiri greinar. Það hefur tekist bærilega að skapa stöðugleika og ég tel að okkur eigi að takast að komast nokkuð hratt í gegnum þetta ástand sem nú er ef allir leggjast á eitt. Það er mikilvægt að innflutningsfyrir- tæki og aðrir láti ekki það um sig spyrjast að þeir gangi á lagið nú þegar gengi krónunnar lækkar en hafi ekki brugðist jafn hratt við þegar gengið hækkaði. Þetta er ásökun sem liggur í loftinu og mikilvægt að menn hristi hana af sér.“ En hvað um gríðarlegar skuldir, ekki síst fjölskyldna í landinu, en mjög gæti reynt á greiðsluþol þeirra á næstunni með vaxandi verðbólgu og rýrnandi kaupmætti. Þessu fylgir órói á vinnumarkaði sem gætir raun- ar nú þegar. „Það er alveg ljóst að það hefur verið mikið framboð á lánsfé og margir farið óvarlega og tekið meiri áhættu en þeir hefðu átt að gera. En það er nauðsynlegt að brýna það fyrir fólki að fara varlega í þessum efnum og gæta þess að þótt freistandi sé að taka lán í núinu að reisa sér ekki hurðarás um öxl. Þetta eru almenn sannindi á öllum tímum en eiga sér- staklega við núna. Ungu mennirnir í bankaheiminum eru djarfir en þeir þurfa að gera greinarmun á dirfsku og glannaskap. Um vinnumarkaðinn má segja að það er komin upp erfið staða á hjúkr- unarheimilum sem eru sjálfseignar- stofnanir og hafa sjálfar samnings- réttinn við sína starfsmenn á grundvelli samninga við ríkið. Ég tel mjög brýnt að botn fáist í þetta mál. Það er einnig mikilvægt að leysa málið þannig að það myndist ekki skriða um allt þjóðfélagið sem engin innistæða er fyrir og breytast mundi í verðhækkanir fyrr en nokkur veit af og grafa undan tilganginum sem lagt var upp með. Ég bendi á að ábyrgð Reykjavíkurborgar er mjög mikil í þessu efni. Sá veldur miklu sem upphafinu veldur.“ Dapurlegt athæfi Vegið er að stöðugleikanum á fjár- málamarkaði með spákaupmennsku voldugra fjárfesta. Böndin hafa bor- ist að Norska olíusjóðnum sem starf- ar innan vébanda Norska seðlabank- ans. Upplýst hefur verið að hann hafi tekið sér stöðu gagnvart íslenskum verðbréfum og veðjað á skyndilega lækkun eða leiðréttingu þeirra og í raun grafið undan stöðugleika íslenska fjármálamarkaðarins þegar upp er staðið. Telur Geir að frændur vorir − og frændur hans − hafi unnið gegn íslensku efnahagslífi? „Ef þetta er rétt þá er það afar dapurlegt og óheppilegt. Ég geri ráð fyrir því að ef fótur er fyrir þessu sé þetta á ábyrgð verðbréfamiðlara á vegum Norska olíusjóðsins og þar af leiðandi ekki pólitískt mál. En þessi sjóður starfar á ábyrgð norska seðla- bankans sem er í samvinnu við Seðla- banka Íslands. Mér finnst þetta óeðli- legt og ég vænti þess að norski sjóðurinn blandi sér ekki í okkar mál með þessum hætti. Ég hef alltaf skil- ið það þannig að þetta sé langtíma- fjárfestingasjóður sem ekki sé endi- lega á höttunum eftir skammtíma ávinningi. Ég tel eðlilegast að for- svarsmenn seðlabankanna tveggja ræðist við um þetta mál.“ Tímabundin lægð Ríkisstjórnin hefur verið sökuð um að kynda undir þenslu og nú sé að koma að skuldadögum. Geir segir að margt hafi verið fyrirsjáanlegt um framvinduna í efnahagsmálunum. „Það er ljóst að hagvöxtur mun minnka á næsta ári vegna þess að þá er að ljúka stórum framkvæmdum. Það kemur einskonar millibils- ástand nema annað verði ákvarðað til dæmis varðandi nýjar stórfram- kvæmdir. Við vinnum þó samkvæmt óbreyttri samgönguáætlun og öðru sem legið hefur fyrir lengi. Við- skiptajöfnuðurinn mun batna mjög mikið og það sáu menn fyrir. Og jafnframt mun afkoma ríkissjóðs versna miðað við stöðuna á þessu ári. Það var einnig fyrirsjáanlegt. En svo er okkur einnig legið á hálsi fyrir skort á framkvæmdum. Þetta er jafnvægislist af hálfu ríkisstjórn- arinnar á hverjum tíma eins og ég kynntist vel í fjármálaráðuneytinu. Það eru vitanlega teikn á lofti um að teknar verði ákvarðanir um nýja stóriðju. Ég teldi það mjög heppi- legt, sérstaklega ef það eru verkefni sem rúmast á allan hátt vel innan markmiða okkar. Sé litið til þessa má ætla að okkur muni takast að halda uppi bærilegum hagvexti þótt tímabundin lægð sé framundan,“ segir Geir H. Haarde að endingu. GEIR H. HAARDE FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS „Ungu mennirnir í bankaheiminum eru djarfir en þeir þurfa að gera greinarmun á dirfsku og glannaskap.“ Gera verður greinarmun á dirfsku og glannaskap „Varnaráætlunin, sem Bandaríkjamenn vinna nú að, byggist að mestu á útfærslum á því hvernig þeir geti hugsað sér að efna samninginn. Við munum bara skoða það þegar þar að kemur hvort við teljum það fullnægj- andi. En á meðan eru allir útúrsnúningar og tal út í loft- ið, sérstaklega af hálfu Samfylkingarinnar, einskis virði.“ Geir H. Haarde utanríkisráðherra kveðst bíða átekta eftir áætlun sem hern- aðarsérfræðingar Bandaríkjamanna eru að vinna um varnir Íslands. Hann er á leið til fundar við norræna starfsbræður sína á Svalbarða í næstu viku þar sem staðan í varnarmálum íslensku þjóðarinnar verður rædd. Jóhann Hauksson ræddi við Geir um varnarmálin og óróann í íslensku efnahagslífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.