Fréttablaðið - 15.04.2006, Síða 26

Fréttablaðið - 15.04.2006, Síða 26
 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR26 Hagfræðingar greiningardeildar Danske Bank rökræddu íslenskt hagkerfi við íslenska kollega sína. Hafliði Helgason fylgdist með fundinum sem var fjölsóttur, enda fá mál sem brenna meira á Íslendingum þessa dagana en efnahagsmál. Hagfræðingarnir Carsten Valgreen og Lars Christen-sen hjá Danske Bank við- urkenna að þeir séu ekki sérfræð- ingar um íslenskt efnahagslíf. Svört skýrsla þeirra um íslenskt efnahagslíf er umdeild, svo ekki sé meira sagt. „Við fengum mjög sterk viðbrögð,“ segir Carsten og vísar því á bug að annarlegar hvat- ir hafi legið að baki skýrslunni. „Við vorum að svara spurningum viðskiptavina bankans um íslenskt efnahagslíf með skýrslunni og við teljum hættu á fjármálakreppu.“ Dönsku hagfræðingarnir voru gestir á hádegisverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga síðasta virka dag fyrir páska. Gríðarlega góð mæting var á fundinn, en í salnum voru fáir sem deila sýn Dananna á íslenskt efnahagslíf. Erfitt er að spá fyrir um fjár- málakreppur og stofnunum með færustu hagfræðinga innanborðs vopnuðum háþróuðum spálíkönum hefur gengið illa að sjá slíkar kreppur fyrir. Það er þó vitað um ýmsa áhættuþætti slíkrar kreppu. Meðal þeirra er fallandi trúverðug- leiki. Danirnir vísuðu þó frá sér allri ábyrgð á því að þeir gætu framkallað fjármálakreppu með skýrslunni. Ólík sýn á atvinnuleysi Tölurnar sem hagfræðingarnir túlka eru þær sömu. Enginn deilir um að þensluástand er í samfélag- inu og að hagkerfið muni þurfa að hægja á sér áður en jafnvægi er náð. Atvinnuleysi er um eitt pró- sent hér á landi sem er talsvert frá því sem telst vera jafnvægi. Það hefur stundum verið orðað sem svo að slíkt atvinnuleysi þýði að fleiri vinni en vilja. Edda Rós Karlsdótt- ir, forstöðumaður greiningardeild- ar Landsbankans, var meðal frum- mælenda. Hún benti á að í því sem kalla mátti kreppu hér á landi í upphafi tíunda áratugarins hefði atvinnuleysi farið í um fimm pró- sent. Borið saman við ástand í Evr- ópusambandinu mætti segja að fimm prósenta atvinnuleysi væri rífandi gangur. Ísland er lítið, opið hagkerfi með fljótandi mynt. Dönsku hag- fræðingarnir hafa verið gagnrýnd- ir fyrir að horfa í raun framhjá fljótandi mynt sem er eitt þeirra lykilatriða þegar efnahagsástandið hér er borið saman við ástandið í Tyrklandi og Tælandi í aðdraganda fjármálakreppu. Lars taldi aðrar vísbendingar um óstöðugleika í hagkerfinu skipta miklu og ástand- ið á mörgum öðrum þáttum hag- kerfisins væri verra en í Tælandi og Tyrklandi í aðdraganda fjár- málakreppu. Þar nefndi hann við- skiptahalla, lítið atvinnuleysi sem ýtti undir launahækkanir og erlendar skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu og verðbólgu á eignamörkuðum. Hann sagði að fara þyrfti til Sádí-Arabíu til að finna viðlíka hækkanir á hluta- bréfamarkaði. Verðlagning hlutabréfamarkaðar Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallar Íslands, taldi kennitölur úr rekstri fyrirtækja ekki benda til þess að hlutabréfamarkaður bæri einkenni verðbólgu. Klassísk verð- bólga væri þegar margfeldi virðis fyrirtækja og hagnaðar þeirra væri orðið mun hærra en raunin væri hér. Verðlagning á innlendum markaði stæðist samanburð við verðlagningu á öðrum mörkuðum. Hann gagnrýndi einnig Danina fyrir að einblína á erlendar skuldir þjóðarninnar, en benti á að á móti slíkum skuldum væru verulegar erlendar eignir. Eitt af því sem Danirnir hafa bent á er að verðbólga muni hafa verulega slæm áhrif á skuldir og afkomu heimilanna. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður grein- ingardeildar Landsbankans, fór í gegnum hefðbundna íslenska hags- veiflu í ítarlegu erindi sínu. Hún benti á að verðbólga kæmi ekki fram sem skyndileg greiðslukrafa á íslensk heimili, þótt skuldirnar ykjust vissulega við verðbólgu- skot. Greiðslubyrðin af hækkunum verðtryggðra lána dreifðist yfir lánstímann sem væri í mörgum til- vikum lengri hér en í Danmörku, eða allt að fjörutíu árum. Ekkert væri í spilunum sem benti til þess að almenningur á Íslandi réði ekki við afborganir af húsnæðislánum sínum, jafnvel þótt verðbólga yrði veruleg. Dönsk heimili skulda meira Skuldir heimilanna eru háar hér á landi, en Danir skulda meira en við sem hlutfall af ráðstöfunartekjum. Stærri hluti Íslendinga á íbúðar- húsnæði sitt en Danir. Edda Rós sagði að skuldsettustu heimili í Evrópu eins og í Danmörku, Íslandi og Hollandi ættu það sameiginlegt að eiga sterka lífeyrissjóði. Það væri ástæða þess að fjármálastofn- anir væru tilbúnar að lána heimil- um svo hátt hlutfall ráðstöfunar- tekna. Þar við bættist að meðalaldur Íslendinga væri lægri en í þessum löndum. Það má því segja að Edda Rós hafi vísað áhyggjum Danske Bank af skuldum heimilanna heim til Dananna sjálfra. Edda Rós sagði það greinilegt að menn legðu mismunandi merk- ingu í hugtakið kreppa. Niður- sveiflan árið 2002 sem dönsku hag- fræðingarnir kölluðu kreppu hefði verið í munni íslenskra stjórnmála- manna „mjúk lending“. Betur búin undir lendingu Hvað íslensk fyrirtæki varðaði þá væri samsetning tekna helstu íslensku fyrirtækjanna þannig að mikill hluti tekna kæmi erlendis frá. Hún tók undir það að sam- dráttur væri fram undan, en benti á að hagkerfið hefði aðlagast slík- um sveiflum hratt og viðskipta- halli verið fljótur að hverfa þegar saman drægi. Hún sagði hagvísa ekki úr samhengi við það sem Íslendingar hefðu áður kynnst í uppsveiflu og niðursveiflu hag- kerfisins. Hvað fjármálastöðug- leika varðaði væru íslensku bank- arnir betur undir niðursveiflu búnir en þeir voru í síðustu niður- sveiflu árið 2000. Ofþensla í hagkerfinu eru ekki nýjar fréttir fyrir þá sem hafa fylgst með íslensku efnahagslífi. Leitun er að þeim sem gerst þekkja íslenskt efnahagslíf sem myndi skrifa undir sýn Dananna. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði að varlega yrði að fara þegar dreginn væri upp samanburður milli Íslands og annarra þjóða varðandi mögulega fjármálakreppu. Hann sagði lang- an veg frá því að spá samdrætti í hagkerfi og kreppu. Kreppu væri í sjálfu sér aldrei hægt að útloka, en hann taldi slíka stöðu nú afar ólík- lega. Slík kreppa yrði ólíklega vegna stöðu hagkerfisins. Hin ástæða þess að kreppa gæti skollið á væri staða á alþjóðamörkuðum. Þar lægi viss hætta í því að spá um kreppu gæti leitt til kreppu. Heilsuhraust hagkerfi Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar, taldi mestar líkur á mjúkri lend- ingu hagkerfisins. Hann sagði kreppu í Asíu meðal annars hafa stafað af spillingu í stjórnmálum og fjármálalífi. Hann sagði mestar líkur á að efnahagslífið muni hægja á sér, án þess að hagvöxtur yrðri neikvæður. Hann væri viss um að spá Dananna um fimm til tíu prósenta samdrátt landframleiðsl- unnar myndi ekki rætast. „Sveigj- anleiki hagkerfisins er svo mikill og ástand hagkerfisins það gott.“ Edda Rós benti á að veðurspá gæti ekki búið til veður, en efna- hagsspá gæti ýtt undir það að spáin rættist. Carsten Valgreen virtist ekki hafa áhyggjur af því að skoð- anir Danske Bank gætu framkall- að kreppu „Ég vildi alla vega ekki hafa slíkt á mínum herðum.“ Hann taldi sjónarmið Danske Bank hollt innlegg í umræðu um íslensk efna- hagsmál. Veisluhöld eru uppáhalds sam- líkingin um hagkerfið þessa dag- ana. Danirnir vöruðu við slæmum timburmönnum. En mild þynnka var nær Íslendingunum. Kannski er þetta líka spurning um mismun- andi upplifun, því eins og fundar- stjórinn Halla Tómasdóttir benti á þá endumst við sennilega lengur í partíum en Danir. ■ Íslendingar og Danir deila um kreppu hérlendis PALLBORÐIÐ Íslensku hagfræðingarnir telja að saman muni draga í hagkerfinu. Hagkerfið sjálft sé í grunninn heilbrigt og allar líkur á að aðlögunin verði án mikilla áfalla. MIKILL ÁHUGI Mikill áhugi var á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga um horfur í efna- hagslífinu. Þar skiptust íslenskir hagfræðingar á skoðunum við svartsýna kollega sína.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.