Fréttablaðið - 15.04.2006, Side 31

Fréttablaðið - 15.04.2006, Side 31
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. TAKTU NÆSTA SKREF F í t o n / S Í A F I 0 1 5 1 2 8 SUMARHÚSALÁN Tala›u vi› okkur ef flú ætlar a› byggja, kaupa e›a breyta sumarhúsi og flú fær› hagstætt lán fyrir allt a› 60% af ver›mæti e›a 75% af byggingarkostna›i sumarhúss. Komdu til okkar í Lágmúla 6, hringdu í 540 5000 e›a sendu okkur póst á frjalsi@frjalsi.is. Vi› viljum a› flér lí›i líka vel um helgar! DÆMI UM MÁNA‹ARLEGA GREI‹SLUBYR‹I AF 1.000.000 kr.* Lánstími 5 ár 10 ár 15 ár 4,95% vextir 18.850 kr. 10.580 kr. 7.880 kr. *Lán me› jafngrei›slua›fer› án ver›bóta 60% LÁNS HLUTFALL LÁNSTÍMI ALLT A‹ 15 ÁR 4,95% VEXTIR Karl M. Karlsson er stoltur eigandi Chevrolet Impala ´58. Chevroletinn er sömu gerðar og bíllinn sem Karl keyrði fyrst sem táningspiltur. Það hafði blundað lengi í Karli að fá sér fornbíl og var draumabíllinn ávallt Chevrol- et Impala ´58. Þannig bíl átti faðir hans og það var bíllinn sem Karl keyrði í sínum fyrsta bíltúr, þá sautján ára gamall. „Næstu árin eyddi ég ófáum stundum í bílnum á rúntinum,“ segir Karl. Loksins ákvað Karl að láta slag standa og hóf hann að leita að bíl af krafti „Ég eyddi tveimur árum í að leita og svo var það loks sonur minn Ari sem fann bílinn í smábæ í Georgíu í Bandaríkjunum,“ segir Karl. „Hann fór á netið og sló inn Glen green, sem er liturinn á bílnum sem pabbi átti. Þá fann hann lista yfir menn á eftirlaunum sem stunduðu að gera upp fornbíla. Einn þeirra var einmitt að vinna að Impala ´58.“ Eftir það gerðust hlutirnir hratt. Karl bauð í bílinn síðastliðinn nóvember og var bíllinn kominn í skúr heima á Íslandi milli jóla og nýars. Bíllinn var að sögn Karls í mjög góðu standi. „Hann er ekki gallalaus enda er um fimmtíu ára gamlan bíl að ræða,“ segir Karl. „Fyrri eigandinn var búinn að vera í sex ár að gera bílinn upp og því ekki við öðru að búast en hann væri í góðu ástandi.“ Árin tvö sem fóru í að leita að bílnum skiluðu Karli meira en bara Impala bílnum. Í leiðinni rötuðu tveir aðrir bílar inn í bíl- skúr hjá honum. Annars vegar Plymouth sport ´59 og hinsvegar Ford Galaxy ´62. „Nú þegar maður er kominn á sjötugsaldurinn og farið er að hægjast um hef ég loks tíma í þetta,“ segir Karl. „Ég reyni að nýta kvöldin og helgarnar í að keyra bílana. Ég og sonur minn hittumst oft og förum í bíltúr saman og dæturdætur mínar hafa afskaplega gaman af því að keyra með mér.“ tryggvi@frettabladid.is Eins og pabbi átti Karl M. Karlsson og Chevrolet Impala ´57. Karl og aðrir „krúsarar“ hittast öll fimmtudagskvöld á Bíldshöfða 18. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNGÓÐAN DAG! Í dag er laugardagurinn 15. apríl, 105. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 5.56 13.28 21.01 Akureyri 5.34 13.12 20.53 Moskvulögreglan sektar nú öku- menn sem aka um á svo óhrein- um bílum að drullan byrgir þeim sýn í umferðinni og hvorki sést í bílnúmer eða ökuljós. Þetta er árstíðabundið átak lögreglunn- ar þar miklar leysingar mynda drullusvað á vegum nálægt Moskvu. Á sama tíma í fyrra sektaði lögreglan um 80 þúsund ökumenn fyrir slík brot. Hrotur eru nú taldar ganga í ættir samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Börn þeirra sem hrjóta eru talin þri- svar sinnum líklegri til að hrjóta sjálf. Reyndar má einnig rekja ættgengar hrotur til offituvanda- mála sem oft hrjá alla fjölskyld- una. Heimilisvörur eru víða á vortil- boði og því er gott að grípa gæs- ina meðan hún gefst. Fólk ætti að hvíla sig vel og skella sér svo í búðir á laugardag. Á páskadag er þá hægt að prýða garðinn með fallegum garðhúsgögnum og nýjum diskamottum. ALLT HITT [HEILSA HEIMILI BÍLAR] NEW YORK BÍLASÝNINGIN STENDUR NÚ YFIR. MEÐAL ANNARS VERÐUR BRASILÍSKI SMÁBÍLLINN OBVIO FRUMSÝNDUR. Brasilíski smábíllinn Obvio verður frumsýndur á vorsýningu bílaiðnaðarins sem hófst í New York í gær. Á sýningunni verður meðal annars frumsýnd nýjasta gerðin af breyttum og endurbættum E-Benz, ný gerð af lúxustýpunni af Bentley og nýr sjö sæta Mazda CX-9 jeppi. Margir bíða þó spenntastir eftir að sjá glænýjan brasilískan smábíl sem kallast Obvio. Bíllinn verður sýndur í tveimur útfærslum. Obvio bíllinn er mjög léttbyggður, öflugur og sterkur eins og kappakstursbíll. Bíllinn vegur 600 kíló. Vélin er 1,6 lítra og fjögurra strokka sem skilar 170 hestöflum. Vélin gegur jafnt á alkóhóli og bensíni. Gírkassinn í Obvio er stiglaus CVT sjálfskipting frá ZF í Austurríki en vélin er frá Tritec í Brasilíu. Sýningin stendur til 23. apríl ef einhver hefur hug á að skella sér. Frétt fengin af www.fib.is. Obvio frumsýndur Nýi Obvio smábíllinn verður frumsýndur á bílasýningu í New York um helgina. SKEMMTILEGUR FJÖLNOTABÍLL Ford Focus C-Max er ljúfur og lipur bíll um leið og hann er rúmgóður og skemmtilegur. BÍLAR 2 KEISARALEG PÁSKAEGG Árið 1885 fékk Rússa- keisari gullsmiðinn Fabergé til að búa til mjög sérstakt páskaegg úr skíragulli. HEIMILI 4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.