Fréttablaðið - 15.04.2006, Side 38

Fréttablaðið - 15.04.2006, Side 38
ATVINNA 8 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR Hársnyrtistofa Til sölu hálfur hlutir í einn af betri stofum bæjarins. Upplýsingar í síma 699 7537. Grunnskólakennarar athugið! Súðavík - góður kostur, áhugavert umhverfi Ert þú tilbúin/n að koma og takast á við spennandi verkefni í fámennum en öflugum skóla sem er staðsettur í fallegu sjávarþorpi á Vestfjörðum? Ef svo er þá vantar grunnskólakennara til starfa við Súðavíkurskóla frá 1.ágúst 2006. Umhverfi skólans Súðavíkurhreppur er sveitarfélag við Ísafjarð- ardjúp og er kauptúnið Súðvík við Álftafjörð þéttbýlasti hluti sveitarfélagsins. Íbúar Súðavíkurhrepps telja um 230 manns. Sveitarfélagið skartar mjög fallegri og ósnortinni náttúru og mikilli veðursæld. Ísafjarðarflugvöllur er í tíu mínúta fjarlægð og Ísafjörður í fimmtán mínútna fjarlægð frá Súðavík. Í Súðavík er gjaldfrjáls leikskóli og einnig er 5 ára nemendum leikskólans boðið upp á samkennslu með yngstu nemendum grunnskólans, í sjö fögum og allt að 13 kennslustundir á viku. Skólahúsnæðið í Súðavík er glæsilegt, vel búið og samanstendur af grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla ásamt íþróttarhúsi og mötuneyti. Skólinn er einsetinn með aldursblönduðum bekkjardeildum, vel búinn tækjum og góðri vinnuaðstöðu. Meðal kennslugreina er umsjón og almenn bekkjarkennsla á yngsta- og miðstigi, sem og íslenska og enska á unglingastigi. Einnig vantar kennara í eftirtaldar verkgreinar;heimil- isfræði, handmennt, smíðar og tónmennt. Frekari upplýsingar um sveitarfélagið og skólann má sjá á vefsíðunni www.sudavik.is og á www.sudavik.is/skoli Súðavíkurhreppur greiðir laun eftir kjarasamn- ingi KÍ og launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um menntun og fyrri störf ásamt meðmælum sendist til skólasjóra. Umsóknarfrestur er til 27. apríl 2006. Nánari upplýsingar veitir Anna Lind Ragnars- dóttir, skólastjóri í VS: 456-4924, GSM: 893-4985 eða netfang: annalind@sudavik.is Flakarar Fiskvinnslufyrirtækið Hamrafell í Hafnarfirði leitar að vönum handflökurum. Allar nánari upplýsingar á staðnum eða í síma 565 0830 Hamrafell ehf Hvaleyrarbraut 31, 220 Hfj. Vanur bílstjóri Óskum eftir vönum og góðum bílstjóra með meirapróf til starfa hjá traustu fyrirtæki. Umsóknir sendist á Fréttablaðið, merkt „555“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.