Fréttablaðið - 15.04.2006, Side 40

Fréttablaðið - 15.04.2006, Side 40
ATVINNA 10 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR Verkefnastjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á Hornafirði Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (www.rf.is) auglýsir eftir verkefnastjóra til starfa á Hornafirði. Um er að ræða nýtt starf sem unnið verður í nánum tengslum við starfsemi Frumkvöðlaseturs Austurlands ehf. eða Frumuna. (www.fruma.is) Hlutverk verkefnastjórans verður að stjórna og vinna að verkefnum á vegum Rf. á Hornafirði en þau fela m.a. í sér: - umsjón með daglegum rekstri, öflun verkefna og áætlanagerð - samstarf við fyrirtæki og einstaklinga um verkefni - vinnu við verkefni sem tengjast humarveiðum og vinnslu - kortlagningu á tækifærum - að kynna verkefni og tækifæri í umhverfinu. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi í raunvísindum, líffræði, matvælafræði eða verkfræði. Umsækjendur þurfa að hafa frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, gott vald á ensku og íslensku og lipurð í mannlegum samskiptum. Fyrirhuguð starfsemi verður með aðsetur í þekkingarsetrinu Nýheimum, Höfn í Hornafirði. Nýheimar er nýleg, sérhönnuð bygging þar sem lögð er áhersla á að innleiða nýja hugsun, tækni og vinnubrögð í menntun, menningarmálum, þróunarstarfi og nýsköpun, sem nýtist við styrkingu menningar og atvinnulífs svæðisins. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, auk meðmæla sendist til Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknafrestur er til 30. apríl 2006. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Arason, sigurjon@rf.is, sími 5308600 Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er sjálfstæð ríkisstofnun sem starfar samkvæmt lögum 64/1965 um rannsóknir í þágu atvinnuveganna og heyrir undir sjávarútvegsráðuneytið. Stefna Rf er að auka verðmæti sjávarfangs með rannsóknum, þróunarvinnu, miðlun þekkingar og ráðgjöf. Sérfræðisvið Rf eru m.a. vinnslutækni, líftækni, efna- og eðliseiginleikar matvæla, gæði og öryggi sjávarfangs, fóður og fóðurtækni í fiskeldi og umhverfisrannsóknir. Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001 • nordural@nordural.is • www.nordural.is Rafvirkjar - vélvirkjar - áhugaverð störf - Norðurál á Grundartanga er einn af stærstu vinnustöðum á Vesturlandi og fyrirtækið skipar öfl ugan sess í samfélaginu. Norðurál leggur ríka áherslu á öryggismál og er ströngum öryggisreglum fylgt á öllum sviðum starfseminnnar. Um þessar mundir er unnið að stækkun Norðuráls sem felur í sér að framleiðslugeta álversins verður aukin úr 90.000 tonna ársframleiðslu í 220.000 tonn á þessu ári og í 260.000 tonn árið 2007. Jafnrétti Áhersla er lögð á jafna möguleika karla og kvenna til starfa hjá Norðuráli. Trúnaður Við förum með umsókn þína og allar persónulegar upplýsingar sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Upplýsingar Nánari upplýsingar eru veittar í síma 430 1000. Við óskum eftir að ráða rafvirkja í vaktavinnu og vélvirkja í dagvinnu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi störf á ört vaxandi vinnustað. Umsækjendur þurfa að hafa sveinspróf í faginu og a.m.k. tveggja ára starfsreynslu. Hvenær þurfum við að fá umsókn þína? Vinsamlega sendu okkur umsókn þína sem fyrst en í síðasta lagi 28. apríl. Þú getur sótt um á vef fyrirtækisins, www.nordural.is eða póstlagt umsóknina merkta: Atvinna. Starfsmenn óskast til starfa við ræstingar á sjúkradeildum. Starfshlutföll 100%. Unnið frá kl. 9-17, vaktavinna. Einnig óskast starfsmenn við ræstingar á opnum svæðum, starfshlutföll 100%. Unnið virka daga frá kl. 8-16 eða 9-17. Umsóknir berist fyrir 1 mai nk. til Sóldísar Loftsdóttur, ræstingastjóra, ræstimiðstöðvar við Hringbraut og veitir hún jafnframt upplýsingar í síma 824 5750, netfang soldis@landspitali.is. Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, skrifstofu starfsmannamála Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali - háskólasjúkrahús er reyklaus vinnustaður.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.