Fréttablaðið - 15.04.2006, Page 54

Fréttablaðið - 15.04.2006, Page 54
 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR34 Rauða hafið er einn vinsælasti köfunarstaður heims. Lífríki hafsins er afar fjölbreytt og þar er að finna um 1400 staðbundnar tegundir sem finnast hvergi annars staðar í heiminum. Þar er einnig að finna mikinn fjölda skipsflaka sem gaman er að kafa niður í. Þeirra vinsælast er Thistlegorm-flakið sem er einnig einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Egyptalandi og aflar ferðaþjón- usta í kringum Thistlegorm inn meiri peninga árlega en einn af pýramídunum í Giza enda kafa að jafnaði um 600 manns daglega niður í flakið. Thistlegorm er breskt skip sem sökk eftir árás þjóðverja árið 1941. Skipið var þá aðeins árs- gamalt og var á leið frá Glasgow með hervarning til breskra her- manna í Afríku. Þjóðverjar gerðu árás úr lofti á skipið og náðu að sprengja það í tvennt. Skipið sökk í uppréttri stöðu niður á sandbotn og þar hefur það verið í 65 ár. Sprengingin var það öflug að partur úr skipinu skaust upp og hitti aðra árásarvélina með þeim afleiðingum að hún hrapaði og sökk í sæ stutt frá. Rifflar og mótorhjól Þó að menn hafi lengi vitað af tilvist flaksins var það ekki fyrr en upp úr 1992 sem farið var að kafa niður í það og á aðeins örfáum árum hefur flakið orðið að vinsælasta áfangastað kafara hvaðanæva að úr heim- inum. Það gerir auðvelt aðgengi að flakinu, hversu heillegt það er og sú staðreynd að skipið var með fullfermi af ýmsum hergögnum þegar það sökk sem gaman er að skoða. Má þar nefna hundruðir mótorhjóla af gerðinni BSA W-M20 og Norton 16H, sum með hliðarvagni og WOT 2 Ford og Bedford OY trukkum. Flugvélavængir voru einnig í lestinni, skriðdrekar, rifflar, skothylki og þar má einnig sjá hermannastígvél. Allir þessir hlutir eru afar heillegir. Alltaf eru einhverjir kafaranna sem freistast til þess að taka minja- gripi með sér úr flakinu, þó að slíkt sé stranglega bannað. Bannið gildir ekki bara um Thistlegorm heldur er bannað að taka nokkurn minjagrip með sér úr Rauða hafinu eins og kórallabrot eða skeljar. Þrátt fyrir að árásin á Thistlegorm hafi verið hrottaleg á sínum tíma og 9 manns af 39 manna áhöfn hafi farist er samt sem áður gleðilegt að sjá hvernig lífríki hafsins hefur tekið fagnandi á móti flakinu. Fjöldi fiska hefur komið sér vel fyrir í lest- inni og öðrum vistarverum og kórallar hafa tekið sér bólfestu á skipsskrokknum og þannig glætt flak- ið lífi á ný. Thistlegorm – frægasta flak heims FLOTTIR MÓTORFÁKAR Mótorhjólin í lestinni eru afar heilleg. Kafarar hafa freistast til þess að taka hluta af þeim með upp á yfirborðið sem minjagrip sem er þó stranglega bannað. LÍFLEGT FLAK Eins dauði er annars brauð segir máltækið sem sannast vel í Thistlegorm þar sem fiskar og aðrar lífverur hafa tekið flakinu fagnandi og sest þar að. BAÐHERBERGI SKIPSTJÓRANS Gaman er að kíkja inn í skip- stjórakáetuna þar sem hægt er að sjá baðherbergi skipstjórans með öllum hreinlætistækjum á sínum stað. Árlega dregur Thistlegorm flakið í Rauða hafinu að sér milljónir ferða- manna. Ástæðan er sú að flakið er fullt af ýmsum hergögnum sem gam- an er að skoða og svo liggur það heldur ekki á svo miklu dýpi. Snæfríður Ingadóttir kafaði niður í flakið og ofan í sögu þess. THISTLEGORM Þjóðerni: breskt Byggt: 1940 Sökk: 5-6 október 1941. Áhöfn: 39 manns, 9 af þeim fórust þegar skipið sökk. Hámarkshraði: 10.5 hnútar. Tonn: 9009 Lengd: 126,5 m Breidd: 17.5 Dýpt að flaki: 15-30 metrar. Staðsetning: 19,2 mílur frá Ras Mohammed og 31 mílur frá Sharm el-Sheik.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.