Fréttablaðið - 15.04.2006, Side 67

Fréttablaðið - 15.04.2006, Side 67
Flottur fatnaður í ferðalagið Laugavegur 63 • S: 551 4422 Reggísveitin Hjálmar heldur dansleik í Sjallanum á Akureyri laugardaginn 15. apríl. Hjálmar spiluðu fyrir norðan í síðasta mánuði við góðar undir- tektir og hafa því ákveðið að blása til dansleiks í hjarta Akureyrar um páskahelgina. Hjálmar eru um þessar mundir að undirbúa tónleikaferð til Evr- ópu í sumar auk þess sem leikið verður á vel völdum stöðum hér á landi. Forsala miða er í Sjallanum á Akureyri og kostar miðinn 1.500 kr. en við dyr kostar hann 1.800 kr. Hjálmar í Sjallanum HJÁLMAR Reggísveitin Hjálmar heldur dansleik í Sjallanum á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Þýska danshljómsveitin Funkstör- ung heldur tónleika á Gauknum á laugardagskvöld á vegum Raf- rænnar Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem sveit- in kemur hingað til lands og hefur hún lofað mjög öflugum tónleik- um. Meðlimir Funkstörung hafa alla tíð verið mjög vinsælir endur- hljóðblandarar og hafa meðal ann- ars Wu Tang Clan, Björk og Jean Michel Jarre á afrekaskránni. DJ Gorbatsjov og Agzilla munu hita upp fyrir Funkstörung. Miða- sala fer fram í 12 Tónum. 1.000 krónur kostar inn í forsölu en 1.500 við hurðina. Þýskir danstónar FUNKSTÖRUNG Þýska hljómsveitin er á leiðinni til landsins í fyrsta sinn. FRÉTTIR AF FÓLKI Samkvæmt einum af stofnend-um Glastonbury-hátíðarinnar í Bretlandi, Michael Eavis, mun ástralska söngkonan Kylie Minogue að öllum lík- indum taka þátt í hátíðinni að ári. Þetta lét hann hafa eftir sér á frumsýningu myndar um hátíðina en þar var Björk okkar Guðmundsdóttir í aðalhlut- verki. Kylie hefur verið að glíma við brjóstakrabbamein en er óðum að ná sér og hyggst taka árið 2007 með trompi. Samkvæmt breska slúðurblaðinu Daily Mirror hefur Madonna fengið nóg af þráhyggju eiginmannsins Guy Ritchie fyrir bardagaíþróttum. Í viðtali sem tekið var við Ritchie á dögun- um viðurkenndi kappinn að hafa reynt fyrir sér í jóga í sex mánuði samfleytt en að sú íþrótt hefði ekki hentað honum. Samkvæmt The Daily Mirror vill Madonna ekki að börnin hennar alist upp þar sem ofbeldi sé vegsamað.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.