Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 78
 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR58 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 NÚNA BÚIÐ opið alla laugardaga 10-14 NÝR ÞORSKUR LÍNUÝSA BLEIKJA SALTFISKUR gleðilega páska opið í dag 10-14 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Tökur á Mýrinni, sem byggir á samnefndri bók metsöluhöfundar- ins Arnaldar Indriðasonar, eru nú í fullum gangi og á undan áætlun að sögn Baltasars Kormáks, leik- stjóra og höfundar myndarinnar. „Við erum nú að byrja á fjórðu viku og gerum ráð fyrir að ljúka tökum í annarri viku eftu páska. Myndin verður síðan fullbúin í haust og tilbúin til sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum,“ segir Baltasar. „Allt hefur gengið vonum framar og fólk tekið okkur opnum örmum hvar sem við komum. Við höfum verið að taka upp á Landspítalanum, Íslenskri erfðagreiningu, lögreglustöðinni, í Norðurmýrinni og hér og þar á Suðurnesjum. Ætla má að vin- sældir bókarinnar hjá landanum hafi eitthvað að segja um þessar hlýju móttökur en kvikmynda- handritið er trútt efnistökum bók- arinnar enda þótt ýmsu þurfi auð- vitað að breyta og öðru að bæta til að verkið sé hæft í kvikmynda- formi.“ Ingvar E. Sigurðsson, Björn Hlynur Haraldsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ágústa Eva Erlends- dóttir eru í stærstu hlutverkunum en heimildir Fréttablaðsins herma að fleiri hafi bæst í hópinn og jafnvel verði nýjum persónum bætt við. „Ef ég læt eitthvað uppi hef ég kippt ansi stórri stoð undan spennufaktornum. Það er ýmis- legt sem mun vonandi koma skemmtilega á óvart þegar mynd- in verður frumsýnd hér heima í haust,“ segir Baltasar að lokum. Nýjar persónur í Mýrinni MÝRIN Í FULLUM GANGI Tökur á kvikmyndinni Mýrinni ganga mjög vel og eru á undan áætlun. FRÉTTABLAÐIÐ / HEIÐA Stefán Pálsson gerir kosningabaráttu Framsóknarflokksins að umtalsefni á heimasíðu sinni. Þar minnist hann þess að Björn Ingi hafi í prófkjörsbaráttu sinni forðast að nefna nafn flokksins í auglýsingum sínum og bara talað um að vera í fyrsta sæti í Reykjavík. „Um helgina mátti sjá fyrstu stóru blaðaaug- lýsingar Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir kosningarnar. Í ljós kemur að þar er sama stefna og hjá Binga í prófkjörsbar- áttunni; að fela nafn Framsóknarflokks- ins. Þannig er auglýst undir slagorðinu „Exbé“...,“ skrifar Stefán. „Ætli það sé gaman að vera í forsvari fyrir stjórn- málaflokk og þurfa að sitja á fundi með ráðgjöfum frá auglýsingastofum sem útskýra að flokkurinn sé svo hataður og fyrirlitinn að best sé að fela nafn hans,“ bætir Stefán við. Ekki stóð á viðbrögð- unum frá leiðtoga B-listans í Reykjavík því Björn Ingi skrifar í athugasemdum á heimasíðu Stefáns: „Skýringin á exbé og B-listanum er ekki jafn dramatísk og þú gefur í skyn eða vilt vera láta minn kæri. Staðreyndin er sú að í borgarstjórnar- kosningunum hefur verið rík hefð fyrir því að auðkenna fram- boðin með listabók- staf,“ skrifar Björn og bætir við að þetta hafi gefist vel í tilfelli framsóknarmanna t.d. í kosningunum 1982, 1986 og 1990. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Fyrsta plata nýbakaðs sigurvegara Idol – Stjörnuleitar, Snorra Snorrasonar, er væntanleg í byrjun júní á vegum Senu. Platan mun innihalda bæði frum- samin og endurgerð lög. Bíða margir spenntir eftir því að heyra hvort hann nái að fóta sig í hinum harða tónlistar- heimi. Fyrsta Idol-stjarnan, Kalli Bjarni, virðist hafa fallið í gleymskunnar dá og óttast einhverjir að eins muni fara fyrir Snorra ef hann heldur ekki rétt á spil- unum. Á meðal fleiri titla frá Senu í sumar er ný plata frá Friðriki Ómari og Guðrúnu Gunnars- dóttur og platan Þögn frá Láru Rúnarsdóttur auk þess sem fyrsta hljóðversplata Jet Black Joe í 12 ár, Full Circle, er væntanleg í lok þessa mánaðar. Fyrirtækið CCP, sem framleiðir tölvuleikinn EVE-Online, hefur selt dreifingarréttinn á leiknum til Kína. Gangi leikurinn vel þar í landi mun CCP fá hluta af þeim tekjum sem koma þar inn við áskrift. „Það skiptir okkur máli að þetta gangi vel og þetta verður líka að ganga vel til að allir hagnist,“ segir Magnús Bergsson, markaðsstjóri CCP. Hann segir að unnið hafi verið að samn- ingum í eitt ár áður en hann gekk í gegn. „Við byrjuðum á því að fara til Kína á sýningu þar sem við sýndum leikinn á mjög stórri tölvusýningu. Við þóttumst vera stórir karlar til að vekja áhuga kínversku aðilanna og það gekk upp,“ segir Magnús og bætir við: „Þetta er í rauninni annar vestrænni leikurinn sem fer inn í Kína með þessum krafti því hingað til hafa þeir bara verið með kín- verska eða kóreska leiki. Það er allt öðruvísi kúltúr í kringum leikina í Asíu heldur en í Evrópu og Banda- ríkjunum. Frægir bandarískir leikir hafa ekki gengið í Kína en Eve getur passað hvar sem er, það er það góða við hann,“ segir hann. Hinn vestræni leikurinn sem hefur fallið í kramið hjá Kínverjum nefnist World of Warcraft og er fjöl- notendaleikur eins og EVE-Online og sá stærsti í heiminum með fimm milljónir áskrifenda. Áskrifendur að EVE eru aftur á móti enn sem komið er 120 þúsund talsins. Þrátt fyrir það segir Magnús að leikurinn sé stærstur í heimi ef miðað er við hversu margir notendur geti spilað hann á sama tíma. Sjálfur leikja- heimurinn sé sem sagt stærri en í nokkrum öðrum tölvuleik. Starfsmenn CCP eru að nálgast hundraðið en tölvukerfi leiksins er staðsett í London. Segir Magnús það tæknilega mjög flókið að geta leyft svo mörgu fólki að spila í einu og því hafi það ekki gengið upp að reka slíkt kerfi á Íslandi. Hann bætir því við að mikil vinna hafi farið í að þýða leikinn fyrir kín- verskan markað. „Einhver talaði um að það væru um 250 þúsund orð í leiknum. Við þurftum að þróa tól og tæki til þess að gera leikinn tilbúinn til þýðingar og nú ætti að verða mjög einfalt að þýða hann yfir á önnur tungumál,“ segir Magnús og nefnir Þýskaland sem næsta markaðs- svæði EVE-Online. freyr@frettabladid.is CCP SEMUR VIÐ KÍNVERJA: DREIFINGARSAMNINGUR Í HÖFN EVE passar hvar sem er EVE-ONLINE Tölvuleikurinn EVE-Online virðist vera að slá í gegn um allan heim. HRÓSIÐ ...fær Kjarvalsstofa sem stendur fyrir tónlistarhátíð í Borgarfirði í sumar og hyggst fá hljómsveitina Belle & Sebastian til að leika þar. LÁRÉTT: 2 dýpi 6 einnig 8 sefa 9 hamfletta 11 tveir eins 12 áloxíð 14 útisalerni 16 kusk 17 líða vel 18 kærleikur 20 skyldir 21 rétt. LÓÐRÉTT: 1 hróss 3 bogi 4 land 5 mál 7 þrúgu- sykur 10 geislahjúpur 13 tunnu 15 flokka 16 loka 19 tveir eins. LAUSN: LÁRÉTT: 2 dýpt, 6 og, 8 róa, 9 flá, 11 ll, 12 súrál, 14 kamar, 16 ló, 17 una, 18 ást, 20 dð, 21 satt. LÓÐRÉTT: 1 lofs, 3 ýr, 4 pólland, 5 tal, 7 glúkósa, 10 ára, 13 ámu, 15 raða, 16 lás, 19 tt. Hauskúpur eru vinsælar í dag. Jón Sæmundur í Dead á eflaust heiðurinn af því. Páskaegg gerð úr dökku súkkulaði eru holl og góð og halda hjartanu í formi. Umhverfismál koma öllu hugsandi fólki við. Nagladekk eiga að vera farin af götun- um fyrir 15. apríl. Berlusconi á fangelsisvist skilið. Franskar kartöflur bera ekki nafn með rentu enda uppruna- lega frá Belgíu. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á síðu 8 1 Þeir starfa við Mið-sænska háskólann í Östersund. 2 Þröstur Leó Gunnarsson og Elva Ósk Ólafsdóttir. 3 Chelsea.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.