Fréttablaðið - 19.04.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 19.04.2006, Síða 4
4 19. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR Bandaríkjadalur 75,57 75,93 Sterlingspund 133,93 134,59 Evra 92,63 93,15 Dönsk króna 12,413 12,485 Norsk króna 11,795 11,865 Sænsk króna 9,944 10,002 Japanskt jen 0,6402 0,644 SDR 109,57 110,23 GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 18.4.2006 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA Gengisvísitala krónunnar 129,2191 ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ ����������� ���������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� � FÍKNIEFNAMÁL Þrír Íslendingar um og yfir fertugt, Ólafur Ágúst Ægis- son, Ársæll Snorrason og Hörður Hilmarsson, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 5. maí í tengsl- um við eitt stærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið á Íslandi. Auk þeirra situr Hol- lendingur, Johan Handrick, í gæslu- varðhaldi en hann tók þátt í smygl- inu og var handtekinn með tveimur mannanna. Lögreglan í Reykjavík handtók tvo menn til viðbótar í gærkvöldi sem taldir eru tengjast smyglinu. Tólf kíló af amfetamíni og tíu kíló af hassi fundust í bensíntanki not- aðrar bifreiðar fyrir um þremur vikum. Starfsmaður Tollgæslunnar í Reykjavík fann efnin við hefð- bundið eftirlit. Tollgæslan gerði lögreglunni í Reykjavík viðvart um fíkniefna- fundinn og hóf hún strax að rann- saka málið. Bifreiðin var tollaf- greidd 11. apríl og afhent þeim sem flutti hana til landsins. Að kvöldi skírdags, þremur dögum eftir að bifreiðin var tollafgreidd, handtók lögreglan mennina þrjá sem voru að losa fíkniefnin úr bílnum í iðnaðar- húsnæði við Krókháls. Sérsveit Ríkislögreglustjóra aðstoðaði lögregluna í Reykjavík við handtökuna. Mennirnir þrír voru ekki samvinnuþýðir á vettvangi og streittust harkalega á móti þegar lögreglan handtók þá í iðnaðarhús- næðinu. Rannsókn málsins er á lokastigi en Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, og Snorri Olsen, tollstjóri, vildu ekki tjá sig um framgang rannsóknarinnar. „Við gefum ekki upplýsingar um rann- sókn málsins að svo stöddu. Hvorki Tollgæslan í Reykjavík eða lögregl- an geta gefið upp hvaða starfsað- ferðir eru viðhafðar við rannsókn- ir,“ sagði Hörður. Ólafur Ágúst var dæmdur í níu ára fangelsi árið 2000 fyrir þátt sinn í stóra fíkniefnamálinu svokallaða en hefur verið á reynslulausn síðan 16. febrúar 2004 af heilsufarsástæð- um, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Reynslutími Ólafs Ágústs var þrjú ár. Það sem eftir er af fangelsisdómi bætist við refsinguna, verði hann sakfelldur um stórfellt fíkniefnasmygl. Einn mannanna, Ársæll Snorra- son, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, var framseldur hingað til lands frá Hollandi árið 2002 vegna gruns um aðild að hvarfi Valgeirs Víðissonar. Hann sat í gæsluvarðhaldi frá 22. maí til 4. júní 2002. Hann var sýkn- aður af aðild að hvarfi Valgeirs. Lögreglan í Reykjavík sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem segir að „ótímabær fréttaflutning- ur“ af málinu hafi þegar komið sér illa fyrir rannsóknina.“ Lögreglan varðist frekari frétta af rannsókn þessa umfangsmikla máls. magnush@frettabladid.is Fíkniefnasmyglari á reynslulausn í tvö ár Lögreglan handtók í gær tvo menn til viðbótar vegna eins stærsta fíkniefnamáls sem upp hefur komið á Íslandi. Þrír menn eru í gæsluvarðhaldi. Einn þeirra hlaut níu ára fangelsisdóm árið 2000 fyrir þátt sinn í stóra fíkniefnamálinu. SÉRSVEITIN AÐ STÖRFUM Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði lögregluna í Reykjavík þegar þrír menn voru handteknir við að losa fíkniefnin úr bifreið við Krókháls. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI HÖRÐUR JÓHANNESSON Í GEYMSLU LÖGREGLU Rúmlega 22 kíló af fíkniefnum fundust við hefðbundið eftirlit. hjá Tollgæslunni fyrir þremur vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VINNUMARKAÐUR Búist er við tíðind- um af samningaviðræðum Eflingar stéttarfélags vegna starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur á næstu dögum, tilboð verði lagt fram en ella verði málinu vísað til ríkissátta- semjara. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að fulltrúar viðsemj- endanna hafi tilkynnt að þeir hygð- ust boða til fundar og leggja fram tilboð fyrir helgi. Lítið hafi gengið í samningavið- ræðunum hingað til en vonandi skýrist staðan fyrir helgi. - ghs Samningar hjá OR: Skýrist fyrir næstu helgi RÁN Maðurinn sem framdi vopnað rán í Happdrætti Háskóla Íslands fyrr í vetur er enn ófundinn. Maðurinn komst undan með um hundrað þúsund krónur í pen- ingum. Hann ógnaði starfsfólki í mót- töku höfuðstöðva Happdrættis Háskóla Íslands með skotvopni og hljóp inn í Grjótaþorpið þar sem hann losaði sig við samfest- ing sem hann klæddist þegar hann framdi ránið. Lögreglan í Reykjavík er enn að rannsaka ránið en þeir sem telja sig geta veitt upplýsingar eru beðnir um að snúa sér til rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík. -mh Ránið í Happdrætti Háskólans: Enn leitað að ræningjanum Sækist ekki eftir endurkjöri Carlo Azeglio Cimapi Ítalíuforseti lét svo um mælt í blaðaviðtali í gær að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri, en sjö ára kjörtímabili hans lýkur nú í maí. Þetta kann að valda frekari töfum á því að ný ríkisstjórn verði mynduð eftir þingkosningarnar nýafstöðnu. ÍTALÍA STJÓRNMÁL Efstu menn á listum Framsóknarflokks og Samfylking- ar fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar gagnrýna harðlega orð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar odd- vita Sjálfstæðisflokksins sem birt- ust í Fréttablaðinu í gær. Vilhjálm- ur var spurður álits á því hvort rétt væri að fresta lagningu Sunda- brautar vegna þenslu í þjóðfélag- inu. Þar segir Vilhjálmur ljóst að framkvæmdir við Sundabraut verði ekki á dagskrá fyrr en í fyrsta lagi síðla árs 2008 eða 2009 vegna seinagangs R-listans og að þeim sé því sjálfhætt fram að þeim tíma. Björn Ingi Hrafnsson, Fram- sóknarflokki, lýsir furðu sinni á ummælum Vilhjálms. „Það sætir undrun að oddviti Sjálfstæðis- manna skuli ekki meta þessa mik- ilvægu samgöngubót meira en raun ber vitni. Það er áleitin spurning hvort hann telji virki- lega að engar aðrar framkvæmdir á vegum ríkisins ættu frekar að bíða.“ Dagur B. Eggertsson, Samfylk- ingunni, segir að flokkurinn vilji Sundabraut alla leið, án tafar. „Mér finnst algerlega fráleitt af oddvita Sjálfstæðisflokksins að slá Sundabraut út af borðinu þegar okkur hefur loksins tekist að fá fjármagn frá ríkinu til fyrsta áfanga verkefnisins. Það væri því miklu nær að hann legðist á árarn- ar með okkur til að tryggja fjár- magn fyrir Sundabraut alla leið í stað þess að gefast upp á miðri leið.“ - shá Orð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í Fréttablaðinu í gær gagnrýnd: Sundabrautin veldur titringi DAGUR B. EGGERTSSON BJÖRN INGI HRAFNSSON STJÓRNMÁL Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna sendi frá sér til- kynningu í gærkvöldi vegna gagn- rýni B-listans í Reykjavík á orð oddvita flokksins um Sundabraut í Fréttablaðinu í gær. Þar segir að dapurlegt sé þegar frambjóðendur kjósi að rangtúlka orð pólitískra andstæðinga sinna í leit að athygli. Ljóst sé að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi stutt lagn- ingu Sundabrautar og að hún verði lögð í einum áfanga upp á Kjalar- nes. Það sé Framsóknarflokkurinn sem beri megin ábyrgð á þessum silagangi ásamt meðreiðarflokkn- um, R-listanum fyrrverandi. - shá Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson: Segir orð sín rangtúlkuð WASHINGTON, AP Donald H. Rums- feld, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, sagðist í gær ekki hafa hugleitt að segja af sér þrátt fyrir að sex fyrrverandi herforingjar hafi krafist þess. Hann sagði það alfarið í höndum George W. Bush forseta hvort hann sæti áfram í ráðherraembættinu. Fyrr um daginn hafði Bush ítrekað stuðning sinn við Rums- feld. „Ég er sá sem ákveð, og ég ákveð hvað er best, og það sem er best fyrir Don Rumsfeld er að vera áfram varnarmálaráðherra.“ -gb Rumsfeld fastur fyrir: Ætlar ekki að segja af sér DONALD H. RUMSFELD Segir að Bush forseti ráði því hvort hann hætti. ÞJÓÐKIRKJAN Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, skip- aði í gær séra Skúla Sigurð Ólafs- son í embætti sóknarprests í Kefla- víkurprestakalli. Ekki var sam- staða í valnefnd um skipun séra Skúla en meirihlutinn mælti með honum. Þar sem ekki náðist samstaða var mál- inu vísað til biskups Íslands sem mælti upphaflega með séra Skúla við ráð- herra, en hann skipar í embættið til fimm ára í senn. Valnefnd skipuðu fimm fulltrúar úr prestakallinu auk vígslubiskupsins í Skálholti. Tíu umsækjendur voru um embættið. - shá Keflavíkurprestakall: Séra Skúli skip- aður í embætti SR. SKÚLI S. ÓLAFSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.