Fréttablaðið - 19.04.2006, Side 22
19. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR22
fréttir og fróðleikur
Sameinuðu þjóðirnar héldu
því fram í fyrra að á endan-
um verði hægt að rekja um
4.000 dauðsföll til kjarn-
orkuslyssins í Tsjernóbyl.
Greenpeace segir að talan
90.0000 sé öllu nær lagi.
Umhverfisverndarsamtökin Green-
peace halda því fram, í nýrri
skýrslu, að þegar allt komi til alls
muni líklega um 90 þúsund manns
hafa látið lífið af völdum geisla-
mengunar frá kjarnorkuslysinu í
Tsjernóbyl árið 1986.
Samtökin gagnrýna harðlega
skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum,
sem Tsjernóbyl-miðstöðin sendi frá
sér í fyrra, þar sem því er haldið
fram að dauðsföllin verði mun
færri, eða rétt um níu þúsund.
Í skýrslu Tsjernobyl-miðstöðv-
arinnar, sem er á vegum Alþjóða-
kjarnorkustofnunarinnar, er því
haldið fram að til þessa hafi einung-
is verið hægt að staðfesta að 50
dauðsföll mætti rekja til Tsjerno-
byl-slyssins. Jafnframt var því
haldið fram að af þeim 600 þúsund
manns sem tóku þátt í því að hreinsa
til í kjölfar slyssins myndu á endan-
um um 4.000 manns láta lífið bein-
línis af völdum þeirrar geislunar
sem þeir urðu fyrir.
Enn fremur segir í skýrslu
Tsjernóbyl-miðstöðvarinnar að
fjölgun dauðsfalla af völdum
krabbameins meðal þeirra fimm
milljóna manna, sem urðu fyrir
geislamengun í smærri skömmtum,
verði svo lítil að erfitt muni reynast
að meta hana með aðferðum töl-
fræðinnar. Þó töldu höfundar
skýrslunnar óhætt að giska á töluna
5.000, sem þýðir að samtals verði
dauðsföll af völdum slyssins rúm-
lega níu þúsund.
Greenpeace segir Tsjernóbyl-
miðstöðina vísvitandi gefa villandi
upplýsingar til þess að gera sem
minnst úr afleiðingum Tsjernóbyl-
slyssins. Greenpeace vísar máli
sínu til stuðnings til upplýsinga frá
Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Úkr-
aínu.
„Kjarnorkuiðnaðurinn er hættu-
legri en allar aðrar iðngreinar, og
þeir eru greinilega að reyna að gera
eins lítið og hægt er úr afleiðingum
Tsjernóbylslyssins,“ sagði Ivan
Blokov frá skrifstofu Greenpeace í
Rússlandi.
Í skýrslu Greenpeace-samtak-
anna er að vísu mikil áhersla lögð á
hve mikil óvissa ríkir enn um það
hvernig meta skal áhrif þessa
versta kjarnorkuslyss sögunnar.
Þegar sprenging varð í kjarna-
ofni í kjarnorkukverinu í Tsjernób-
yl í Úkraínu þann 26. apríl árið 1986
barst mikið magn af geislavirkum
efnum yfir stóran hluta af Evrópu.
Geislamengunin varð hvað alvar-
legust í norðanverðri Úkraínu, vest-
urhluta Rússlands og á stórum
svæðum Hvíta-Rússlands.
Engin starfsemi er lengur í
kjarnorkuverinu í Tsjernóbyl.
Næsta nágrenni kjarnorkuversins
er lokaður fyrir allri umferð, en
ennþá býr fólk á stórum svæðum
þar sem geislamengun varð mikil
og hafa íbúarnir þar miklar áhyggj-
ur af heilsufari sínu.
Greenpeace spáir því að geisla-
mengun frá Tsjernóbyl muni einnig
valda ýmsum erfðasjúkdómum,
þrátt fyrir að í skýrslu Sameinuðu
þjóðanna sé því haldið fram að
engar staðfestingar hafi fundist á
því.
Í skýrslunni er fullyrt að „geisla-
mengun frá slysinu hafi haft gríðar-
leg áhrif á þá sem eftir lifðu“, og er
þá átt við önnur áhrif en krabba-
mein svo sem „skemmdir á ónæm-
iskerfi og innkirtlastarfsemi, sem
leiðir til hraðari öldrunar, æða- og
blóðsjúkdóma, geðsjúkdóma, litn-
ingabreytinga og fleiri dæma um
vansköpun á fóstrum og börnum.“
Haag, hið friðsæla stjórnarsetur Hollands, hefur
í meira en heila öld verið vettvangur alþjóðlegr-
ar málamiðlunar og hýsir nú fjöldann allan af
alþjóðlegum dómstólum og skyldum fjölþjóð-
legum stofnunum. Nú er að bætast við einn
dómstóllinn enn, þegar stríðsglæparéttarhöldin
yfir Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu,
verða flutt þangað frá Vestur-Afríkuríkinu Síerra
Leóne.
Hvernig hófst þessi hefð í Haag?
Þessi vegferð Haag hófst er afvopnunarráð-
stefna stórvelda Evrópu endaði með því að
vera haldin í þessari friðsælu höfuðborg hins
hlutlausa Hollands árið 1899. Frumkvæðið að
henni átti þáverandi Rússakeisari, enda voru
Rússar þá komnir langt aftur úr hinum stórþjóð-
unum í vígbúnaðarkapphlaupinu.
Þótt afvopnunarráðstefna þessi skilaði
engum árangri varð hún upphafið að hefð fyrir
því að til Haag væri ráðamönnum heims stefnt
til að ræða saman frið.
Hverjar eru helstu stofnanirnar?
Auk þings og ríkisstjórnar Hollands eru í
borginni nú um 150 alþjóðlegar stofnanir. Þar á
meðal eru:
- Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna
fyrir Júgóslavíu fyrrverandi. Hann er í byggingu
þar sem áður voru höfuðstöðvar tryggingafé-
lags. Dómstóllinn hefur starfað frá árinu 1993.
- Alþjóðadómstóllinn hefur í 60 ár haft
aðsetur í Friðarhöllinni, glæsibyggingu sem
byggð var 1913 í miðborginni fyrir fé frá skosk-
bandaríska auðkýfingnum Andrew Carnegie, en
hann var ásamt Svíanum Alfred Nobel meðal
helstu bakhjarla alþjóðlegu friðarhreyfingarinnar
á fyrstu árum hennar. Alþjóðadómstóllinn hefur
ekki vald til að dæma neinn í fangelsi, en sem
aðaldómstóll Sameinuðu þjóðanna hefur hann
talsvert vægi. Hlutverk hans er fyrst og fremst
að skera úr um þjóðréttarleg álitaefni.
- Alþjóðlegi gerðardómurinn (Permanent
Court of Arbitration). Í Haag eru ennfremur
höfuðstöðvar Europol, samstarfsstofnunar lög-
regluyfirvalda Evrópuríkjanna, og Eurojust, sem
annast Evrópusamstarf saksóknaraembætta.
FBL-GREINING: ALÞJÓÐADÓMSTÓLABORGIN HAAG
Vettvangur alþjóðasátta í 100 ár
Svona erum við
> Fjöldi íbúa á við valdar götur í Reykjavík.
karlar
konur
27
0
21
7
karlar
konur
36
2
25
8
karlar
konur
13
5
12
0
Hverfisgata Laugavegur Skólavörðu-
stígur
Heimild: Hagstofa Íslands
5 100 300 www.apollo.is
Beint leigflug til stærsta sólarstaðar við Svartahafið.
Búlgaría - stærsti sólarstaðurinn okkar.
Berðu saman verð og gæði.
Greenpeace segir afleiðingarnar
af Tsjernóbyl stórlega vanmetnar
© GRAPHIC NEWS
CurrentAffairs
NUC,OVR :Nuclear
CHERNOBYL: 20th anniversary
Duncan Mil, Phil Bainb idge, Jordi Bou, Mario Lendvai, Mike Tyler, Ju ie M llins (research)
GRAPHIC NEWS
Adobe Illustrator version 8.01
3 columns by 202mm deep
11/4/2006
Bechtel Group, OECD, Lawrence Livermore National Laboratory
19377
CATEGORY:
IPTC CODE:
SUBJECT:
ARTISTS:
ORIGIN:
TYPE:
SIZE:
DATE:
SOURCES:
GRAPHIC #:
STANDARD MEASURES (SAU)
Picas
12p5
25p7
38p9
52p
65p1
78.p3
millimetres
52.3
107.7
163.2
219.0
274.4
329.7
© Copyright 2006 Graphic News. Reprint by permission only.
The credit “GRAPHIC NEWS” must appear with all uses of this graphic image.
8 Ely Place, London EC1N 6RY, United Kingdom.
Tel: +44 (0)20 7404 4270. Fax: +44 (0)20 7404 4290
Width
1 col
2 col
3 col
4 col
5 col
6 col
EDS -- DATA CORRECT AS AT APRIL 11, 2006
Tuttugu ár liðin frá versta kjarnorkuslysi sögunnar
Þann 26. apríl verða liðin 20 ár frá því sprenging varð í kjarnaofni 4 í Tsjernóbyl kjarnorkuverinu, með þeim afleiðingum
að geislavirk efni dreifðust um stór svæði í Evrópu. Samkvæmt skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum gæti slysið á endanum
valdið 4.000 dauðsföllum, en Greenpeace-samtökin segja þarna vísvitandi of lítið gert úr afleiðingum slyssins.
Kjarnaofn 3
Kjarnaofni 3
var lokað
árið 2000
Þúsundum tonna af
blýi og sandi er varpað
niður úr þyrlum til að
slökkva elda
Hlífðarhvelfing
Inniheldur ennþá
95% af geislavirku
efni frá
kjarnaofni 4
Stærðartölur:
Bogalengd: 270m
Hæð: 100m
Lengd: 150m
Nýja byggingin
verður stærsta hreyfan-
lega bygging sögunnar
Kjarna-
kljúfur
Túrbínu-
salur
Kjarnaofn 4
Atburðarásin
Tsjernóbyl
RússlandSkandinavía
ÚkraínaAustrurríki
Hvíta-Rússland
Norður-
Ameríka
Afríka
Asía
Atlants-
hafið
Geislavirkt ský:
6. maí, 1986
Sesíum 137 í
miklu magni
Jarðvegsmengun eftir slysið
Kyrra-
hafið
Undirstöður: Tveir stórir teinar
Bogagrind: Grind úr stálrörum reist í 180 m
Ytri klæðning: Bogaþakið og gaflar byggingarinnar eru
Staðsetning: Byggingunni rennt til hliðar yfir gömlu hvelfinguna
Niðurrif: Sjálfvirkir kranar taka niður og fjarlægja gömlu hvelfinguna
verða lagðir ofan á röð steyptra súlna
sem sökkt er niður í jarðveginn
fjarlægð frá kjarnaofninum til að draga úr geislahættu
gerðir úr þriggja laga plötum
framleiðslu versins og um leið hefjast
prófanir á starfsemi kjarnaofnanna
25. apríl, 1986: Dregið er úr orkufram-
of mikið niður. Kjarnaofninn RBMK-1000
er með hönnunargalla og verður því
óstöðugur. Um leið eru öryggiskerfi gerð
óvirk til að geta framkvæmt prófanir
aflaukning veldur tveimur sprengingum,
eyðileggur kjarnakljúfinn, þakið þeytist af
byggingunni og eldar kvikna. Mikið magn
geislavirkra efna sleppur út í andrúmsloftið
Um 600.000 verkamenn kallaðir til, hluti
þeirra varð fyrir banvænni geislamengun.
Byrjað að flytja burt 116.000 manns sem
búa innan við 30 km frá kjarnorkuverinu
steinsteypu er reist í skyndingu utan um
leifarnar af kjarnaofni 4. Byggingin er nú
að hruni komin og veldur mikilli hættu
hlífðarbygging utan um kjarnorkuverið
26. apríl: Vegna mistaka er aflið keyrt
26. apríl, klukkan 01:23: Skyndileg
26. apríl-9. maí: Hreinsunarstörf hefjast.
Maí-nóvember: Hlífðarhvelfing úr
2006-2008: Reist verður ný
Fyrir slysið
Slysið
Eftir slysið
Framtíðin
Nýja bogahvelfingin
mun umlykja rústirnar
í 100 ár eða þangað
til varanlegri lausn
verður fundin
Heimildir: The Bechtel Group, OECD, Lawrence Livermore National Laboratory
Cut-and-paste conversions:
180m = 600ft
270m = 890ft
100m = 330ft
150m = 500ft
FRÉTTASKÝRING
GUÐSTEINN BJARNASON
gudsteinn@frettabladid.is
SPURT OG SVARAÐ
VERKTAKASTEFNA RÚV
Ömurleg stefna
Skattstjórinn í
Reykjavík hefur
fengið RÚV til að
hætta að greiða
dagskrárgerðar-
mönnum verktaka-
greiðslur. RÚV hefur
kært úrskurðinn til
yfirskattanefndar
og vill fá að halda
verktakagreiðslun-
um áfram. Þá er nýtt
starfsfólk ekki fastráðið til stofnunar-
innar.
Hvernig hugnast þér þessi verktaka-
stefna?
Mér finnst hún vægast sagt ömurleg.
Þetta hefur um árabil verið ljóður
á ráði Ríkisútvarpsins. Að ráða fólk
í verktakavinnu verður til þess að
réttindi þess eru rýrari en ella. Maður
veltir því fyrir sér hvort leikurinn sé til
þess gerður, að hafa í starfi fólk sem
er léttara á fóðrum að þessu leyti.
Hvað með það að fastráða ekki nýtt
starfsfólk?
Það tengist áformum um að gera
Ríkisútvarpið að hlutafélagi. Það er
augljóst, að ég tel. Ég vildi helst sjá
að horfið yrði frá þeim áformum og
Ríkisútvarpið færi að haga sér eins
og aðrar stofnanir og fastráða fólk á
fullum réttindum.
Er erfitt fyrir launafólk að verjast verk-
takastefnunni?
Það er mjög erfitt. Fólkinu er stillt upp
við þá kosti að annað hvort taki það
starfið á þessum kjörum, eða að það
verði hreinlega ekki ráðið. BSRB hefur
margoft andæft þessari stefnu gegn
Ríkisútvarpinu og öðrum aðilum sem
hafa haft þennan hátt á. Við höfum
litið á þetta sem mjög slæman hlut.
ÖGMUNDUR JÓN-
ASSON FORMAÐ-
UR BSRB