Fréttablaðið - 19.04.2006, Qupperneq 28
[ ]
HVERNIG VERÐUR MAÐUR... HÚSGAGNASMIÐUR?
Lokatækifæri Nú er síðasta tækifærið til að koma einhverju í
verk í náminu áður en lokaorrustan hefst. Þú færð aldrei skírteinið
með slóri.
VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu.
Þau hafa
lengt sinn
sólarhring!
“Ekki eingöngu les ég hraðar.
Ég les með ...margfalt meiri skilning.”
Inger, 24 ára Sjúkraliði og nemi.
“...held ég sé á góðri leið með að ná
inntökuprófinu í læknadeild í vor.”
Bergþóra Þorgeirsdóttir, 18 ára næstum
því stúdent.
“...hvergi áður náð jafn hárri ávöxtun á
tímasparnað ...”
Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur.
Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið:
Frábært, markvisst, hnitmiðað, æviábyrgð, nytsamlegt, krefjandi, skemmti-
legt, mjög gott, skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður
kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta.
... næsta 3. vikna hraðnámskeið 15. maí
... Akureyri 3. vikna hraðnámskeið 17. maí
Skráning á sumarnámskeið er hafin
á www.h.is og í síma 586-9400
18 - 29. apríl
Netfang:
alliance@af.is
Veffang:
www.af.is
2.mai
Íslenska fyrir útlendinga
Innri tun fer f ram á Grensásvegi 16a, í s íma 580 1800 e›a á heimasí›unni www.mimir . is
S Í M E N N T U N
Fyrir byrjendur og lengra komna
Námskei›in hefjast 24. apríl
Icelandic for foreigners
Classes for beginners and advanced students
New courses start on April 24
E
in
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
4
.1
53
Starfið
Húsgagnasmíði er löggild iðn-
grein. Húsgagnasmiðir vinna
aðallega á verkstæðum við sér-
smíði og viðgerðir eða í verk-
smiðjum við framleiðslu. Hús-
gagnasmiðir smíða húsgögn og
innréttingar og annast alls konar
aðra smíðavinnu sem ekki til-
heyrir beinlínis því að reisa hús
eða mannvirki.
Námið
Hafa ber í huga að það er mis-
munandi hve stór hluti námsins
er í boði hjá hverjum skóla og
aðeins eru fáir skólar sem bjóða
upp heilstætt nám í húsgagna-
smíði. Sá sem ætlar að læra hús-
gagnasmíði getur oftast valið um
þrjár námsleiðir.
a) Hann getur gert fjögurra ára
námssamning við húsgagna-
smíðameistara og þarf á þeim
tíma að ljúka þremur önnum í
bóklegu námi í iðn- eða fjöl-
brautaskóla.
b) Hann getur lokið tveggja anna
námi í grunndeild tréiðna og
síðan gert þriggja ára náms-
samning við húsgagnasmíða-
meistara og þarf á þeim tíma
að ljúka tveimur önnum í bók-
legu námi í iðn- eða fjölbrauta-
skóla.
c) Hann getur lokið tveggja anna
námi í grunndeild tréiðna,
farið að því loknu í framhalds-
deild húsgagnasmiða í tvær
annir og gert tveggja ára
námssamning við húsgagna-
smíðameistara og þarf á þeim
tíma að ljúka einni önn í bók-
legu námi í iðn- eða fjölbrauta-
skóla.
Nám í húsgagnasmíði tekur
oftast fjögur ár og lýkur með
sveinsprófi og fær sá sem stenst
það heimild til þess að bera
starfsheitið húsgagnasmiður.
Helstu námsgreinar
Það sem kennt er í skólanum eru
sérgreinar eins og áhalda- og
tækjafræði, efnisfræði, grunn-
teikning, iðnteikning, stílfræði
og verktækni. Auk sérgreina eru
almennar bóklegar greinar eins
og íslenska, enska, danska og
stærðfræði. Verkleg þjálfun og
tilsögn fer fram hjá meistara í
faginu en getur að hluta til farið
fram í skóla.
Að námi loknu
Eftir sveinspróf getur húsgagna-
smiður sótt nám í meistaraskóla,
sem veitir honum rétt til að
stofna fyrirtæki í bygginga- og
tréiðnaði. Hann getur hafið nám
í tækniskóla og orðið tæknifræð-
ingur. Húsgagnasmiðir geta
farið á tæknibraut og tekið stúd-
entspróf og sótt háskóla, t.d.
verkfræði og arkitektúr. Eins
getur húsgagnasmiður sótt ýmsa
menntun erlendis sem tengist
bygginga- og tréiðnaði.
(Upplýsingar fengnar af www.idan.is )
Gömul húsgögn útvarpsstjóra voru fagurlega hönnuð og smíðuð.
Húsgögn geta verið margvísleg og stund-
um eflaust höfuðverkur hvernig best eigi
að smíða þau.
Hjá Mími - símenntun er í boði
áhugavert námskeið þar sem
hægt verður að fræðast um
margar hliðar menningarheims
Sýrlands.
Þann 27. apríl mun Jóhanna Kristj-
ónsdóttir rithöfundur halda nám-
skeið um sögu Sýrlands og er nám-
skeiðið bæði fjölbreytt og
fræðandi. Margir þekkja Jóhönnu
Kristjónsdóttur af skrifum henn-
ar um Mið-Austurlönd. Því er
óhætt að segja að Jóhanna þekki
þann menningarheim vel og ætti
því að geta veitt mikla innsýn í
land og þjóð.
Á námskeiðinu verða meðal
annars sýndar ljósmyndir og
myndbönd og flutt verður tónlist
sem er upprunnin frá Sýrlandi.
Einnig verður kynning á helstu
ferðamannastöðunum í landinu
sem ætti að nýtast þeim vel sem
hafa hug á að heimsækja Sýrland
á komandi misserum.
Kennt verður í þrjár klukku-
stundir þann 27. apríl og kostar
3.400 krónur að taka þátt.
Fræðsla um menningu Sýrlands
Damaskus, höfuðborg Sýrlands.
1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2
550 5000
Hringdu ef blaðið berst ekki
- mest lesið