Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 56
40 19. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Bárður Eyþórsson hefur með árangri sínum með Snæfelli síðustu ár skipað sér á bekk með allra færustu þjálfurum Íslands. Hann hefur stýrt Snæfelli í fimm ár og á þeim tímamótum hefur hann tekið þá ákvörðun að breyta um umhverfi. Hann til- kynnti forráðamönnum Snæfells í gær að hann myndi ekki endur- nýja samninginn við félagið en Snæfellingar bundu miklar vonir við að halda Bárði áfram. „Ég get staðfest það að ég verð ekki í Hólminum næsta vetur,“ sagði Bárður við Fréttablaðið í gær aðspurður um stöðu mála. „Þetta er erfið ákvörðun enda hef ég átt frábæran tíma hjá Snæfelli og virkilega notið þess að vinna fyrir félagið. Það eru aftur á móti komin fimm ár síðan ég tók við lið- inu og mér finnst kominn tími á nýja áskorun. Ég skil við Snæfell í góðu og er stoltur af því starfi sem ég vann hjá félaginu.“ Aðspurður hvað tæki við var Bárður þögull sem gröfin en bæði ÍR og KR höfðu falast eftir kröft- um hans. Heimildir Fréttablaðsins herma að Bárður hafi samþykkt að taka við liði ÍR og verður að öllum líkindum tilkynnt um ráðn- inguna fyrir helgi. Kemur þessi ákvörðun Bárðar nokkuð á óvart enda flestir sem áttu von á því að hann myndi reyna fyrir sér í Vesturbænum. Heim- ildir Fréttablaðsins herma að KR- ingar hafi ekki sótt það fast að fá Bárð til starfa og því hafi val hans í raun ekki verið svo erfitt. KR- ingar ku vera að horfa út fyrir landsteinana eftir nýjum þjálfara og því hafi þeir ekki reynt svo stíft að fá Bárð til starfa. Ráðning Bárðar til ÍR mun eflaust virka sem vítamínsprauta á félagið en fyrir er efnilegur mannskapur sem Bárður fær að vinna með. Er ekki ólíklegt að ein- hverjir leikmenn muni fylgja þjálfaranum snjalla í Breiðholtið og spurning hvort Sigurður Þor- valdsson snúi á fornar slóðir og leiki aftur með ÍR? Algjör óvissa ríkir með þjálf- aramálin í Hólminum og spurning hvað gerist á næstu vikum og hvort félaginu takist að halda í alla sína leikmenn þar sem Bárður sé farinn. henry@frettabladid.is Úr Hólminum í Breiðholtið Körfuboltaþjálfarinn Bárður Eyþórsson hefur látið af þjálfun Snæfells í Stykk- ishólmi eftir fimm frábær ár. Hann mun taka við liði ÍR samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bárður segist kveðja Hólminn sáttur. Á LEIÐ Í BREIÐHOLTIÐ Bárður Eyþórsson er tilbúinn í nýja áskorun og hefur því sagt skilið við Snæfell og er á leið til ÍR að því er heimildir Fréttablaðsins herma. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL > Þjálfari meistaranna á lausu Einar Árni Jóhannsson, sem er nýbúinn að gera Njarðvík að Íslandsmeisturum, er með lausan samning hjá félaginu og því frjálst að semja við hvaða lið sem er kjósi hann svo. Einar Árni sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði áhuga á því að halda starfi sínu hjá Njarðvík áfram en boltinn væri nú hjá stjórn Njarðvíkur. Ekki er búist við öðru en Njarðvík bjóði Einari Árna nýjan samning. LÉTT SPÆGIPYLSA 65% MINNI FITA FORMÚLA-1 Framtíð Michael Schumacher, Formúlu-1 ökuþórs hjá Ferrari, er enn í lausu lofti. Sögusagnir ganga ýmist um það að Schumacher gangi til liðs við Reanult eftir tímabilið, framlengi samning sinn við Ferrari eða hætti hreinlega í Formúlunni. „Við erum ekki að setja neina pressu á hann. Ég er viss um að Michael mun ákveða sig fyrir sumarið, mjög líklega í mai,“ sagði Ross Brown, tækistjóri hjá Ferrari um fyrrverandi heims- meistarann sem ku vera orðinn langþreyttur á misjöfnum Ferra- rifáknum sem hefur ekki gengið stöðuglega síðan hann varð heimsmeistarið árið 2004. Flavio Briatore, yfirmaður hjá Reanault, er talinn hafa mikinn hug á að fá Schumacher til liðsins í stað núverandi heimsmeistara, Fernando Alonso, sem gengur til liðs við McClaren á næsta ári. - hþh Schumacher tjáir sig um þrálátan orðróm þess efnis að hann sé að hætta: Framtíðin enn í mikilli óvissu AFSLAPPAÐUR Fyrrverandi heimsmeistar- inn er ekkert að stressa sig á hlutunum. Tveir af lykilmönnum Fylkis verða að öllu óbreyttu áfram hjá liðinu á næstu leiktíð. Varnarjaxlinn Guðlaugur Arnars- son og stórskyttan Heimir Örn Árnason hafa framlengt samninga sína við Árbæj- arliðið um eitt ár en Heimir gæti þó enn fengið boð um að spila erlendis. Fari svo munu Fylkismenn ekki standa í vegi fyrir honum. „Þetta er óráðið ennþá en það er ólíklegt að af þessu verði. Þetta ætti þó endanlega að koma fljótlega í ljós fljót- lega en við höfum verið að tala saman,“ sagði Heimir Örn við Fréttablaðið í gær en hann hefur verið í viðræðum við danska félagið Holstebro. Samnings- tilboð liðsins var þó ekki upp á marga fiska en ekki er loku fyrir það skotið að Heimir fari á endanum til Danmerkur, hvort sem það verður núna eða á næsta ári. Fylkir hefur komið liða mest á óvart í DHL-deild karla en það var endurreist frá grunni fyrir tímabilið og hafði ekki lifað á forni frægð hvað handboltann varðar. Sigurður Valur Sveinsson hefur leitt liðið áfram en gríðarlega sterk vörn hefur verið lykillinn að góðum árangri liðsins en Sigurður var sjálfur ekki þekktastur fyrir varnarleikinn á árum áður. Fylkir hefur fengið á sig 600 mörk í vetur, 29 færri en topplið Fram. Guðlaugur hefur farið þar fremst- ur í flokki en hann kom einmitt til liðsins frá Safamýraliðinu. „Við erum með rétta blöndu af mönnum sem kunna að spila vörn og erum með marga sterka leikmenn. Við erum með bestu vörnina í deildinni og það er án efa aðalmál- ið hvað okkur varðar, ef við bætum sóknina þá er þetta allt upp á við. Við stefnum að sjálfsögðu enn hærra,“ sagði Heimir. HEIMIR ÖRN ÁRNASON OG GUÐLAUGUR ARNARSSON: FRAMLENGJA SAMNINA SÍNA HJÁ FYLKI Rétt blanda af sterkum leikmönnum Þú sendir SMS skeyt ið BT FBT á númerið 1900. Þú færð sp urningu. Þú svarar m eð því að senda SMS skeytið BT A, B eð a C á númerið 19 00. S M S LE IK UR ! *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum. Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu. +DVD pakki 67. 588119. 988215. 988 Dregin út 28.apríl Dregin út 21.apríl D regin út 12.apríl 0kr0kr0kr5.hver vinnur! 550 5000 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið Ásthildur og Dóra spiluðu Landsliðskonurnar Ásthildur Helgadóttir og Dóra Stefánsdóttir voru báðar í liði Malmö sem tapaði fyrir meistaraliði Umeå í fyrstu umferð sænsku úrvals- deildarinnar sem fram fór í fyrradag. Ásthildur mun leika fyrstu leiki Malmö áður en hún kemur heim til að spila með Breiðablik í sumar en Dóra gekk sem kunnugt er í raðir Malmö í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.