Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 58
19. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR42
VI
N
N
IN
G
A
R
VE
RÐ
A
A
FH
EN
D
IR
H
JÁ
B
T
SM
Á
RA
LI
N
D
. K
Ó
PA
VO
G
I.
M
EÐ
Þ
VÍ
A
Ð
T
A
KA
Þ
ÁT
T
ER
TU
K
O
M
IN
N
Í
SM
S
KL
Ú
BB
. 9
9
KR
/S
KE
Y
TI
Ð
.
FÓTBOLTI Arsenal og Villarreal
leiða saman hesta sína í meistara-
deild Evrópu á Highbury í kvöld
en þetta er í fyrsta skipti sem liðin
mætast. Villarreal er að keppa í
fyrsta skipti í meistaradeildinni
og Arsenal hefur aldrei komist
jafn langt í keppninni og nú.
Vörn Arsenal og Thierry Henry
eru lykillinn að frábærum árangri
Arsenal. Liðið hefur aðeins fengið
á sig tvö mörk í keppninni, og
haldið marki sínu hreinu í átta
leikjum í röð. Emmanuel Eboue,
Philippe Senderos, Kolo Toure og
Mathieu Flamini hafa myndað
vörn Arsenal og er Arsene Weng-
er stórhrifinn af fjórmenningun-
um.
„Efniviðurinn er til staðar, þeir
hafa allt til að gera það sama og
forverar þeirra. Það er gott for-
dæmi sem þeir þurfa að fylgja
eftir,“ sagði Wenger og minnti á
Lee Dixon, Tony Adams, Steve
Bould og Nigel Winterburn sem
mynduðu eitt allra besta varnar-
par í sögu Arsenal. Þeir fengu
aðeins á sig átján mörk á tímabil-
inu 1990/1991 þegar Skytturnar
urðu enskir meistarar.
Eboue og Flamini eru aðeins 22
ára gamlir og hafa fyllt vel í skörð
Laurens og Ashleys Cole sem
venjulega fylla bakvarðarstöðurn-
ar. Að sama skapi hefur Senderos
spilað í stað Sol Campbell en allir
hafa þeir verið mikið meiddir. Þá
hefur Toure stjórnað vörninni eins
og herforingi en hann segir verk-
efni Arsenal, að komast í úrslita-
leik meistaradeildarinnar, alls
ekki auðvelt.
„Þetta er keppni sem Arsenal
hefur ekki náð að setja mark sitt á.
Við stefnum að sjálfsögðu á
úrslitaleikinn og að reyna að vinna
hann, en það verður alls ekki auð-
velt þar sem við mætum mjög
góðu liði í undanúrslitunum. Vill-
arreal á skilið að vera komið í und-
anúrslitin – en það eigum við líka,“
sagði Toure.
- hþh
Fyrri leikur Arsenal og Villarreal í undanúrslitum meistaradeildarinnar er í kvöld:
Spútniklið meistaradeildarinnar mætast
STANSLAUS GLEÐI Leikmenn Arsenal hafa fagnað mörgum góðum sigrinum í meistara-
deildinni í vetur og eru nú aðeins einu skrefi frá sjálfum úrslitaleiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FÓTBOLTI Francesco Totti, fyrirliði
Roma, er byrjaður að æfa aftur
eftir að hafa brotið bein í ökklan-
um á sér í leik gegn Empoli. Totti
var borinn af velli þann 19. febrú-
ar og var talið að hann yrði frá í
þrjá til fjóra mánuði og jafnvel að
hann yrði tæpur fyrir HM í
sumar.
Totti hefur bundið enda á allar
þær martraðir Ítala en han er
byrjaður að æfa aftur með Roma
og sýndi gamalkunna takta á sinni
fyrstu æfingu þegar hann lék við
hvern sinn fingur.
Totti verður að öllum líkindum
til í slaginn eftir vikutíma og hefur
því nægan tíma til að koma sér í
sitt gamla góða form fyrir Heims-
meistaramótið í Þýskalandi. - hþh
Francesco Totti:
Ótrúlega skjót
endurkoma
FRENCESCO TOTTI Verður til í slaginn fyrir
HM. Hér er hann í leiknum gegn Empoli
þar sem hann meiddist á ökkla.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Fabio Aurelio mun líklega ganga til liðs við Liverpool í sumar. Þessi
knáði vinstri bakvörður hefur ákveðið
að yfirgefa Valencia, þar sem hann
spilaði undir stjórn Rafael Benítez. „Ég
mun fara frá Valencia í sumar. Ég hef
ekki fengið að spila mína stöðu, sem
er vinstri bakvörður og ég er orðinn
langþreyttur á því. Ég hef ekki ákveðið
hvaða lið ég mun ganga til liðs við,“
sagði Brasilíumaðurinn.
Fimm þjóðir hafa sótt um að halda heimsmeistaramótið í handknattleik
árið 2009. Á næsta ári fer mótið fram
í mekka handboltans, Þýskalandi, en
engu verður til sparað til að gera mótið
það glæsilegasta í sögu íþróttarinnar.
Alþjóða handknattleikssambandsins
mun ákveða á fundi í ágúst hver hreppir
hnossið. Króatía, Tékkland, Grikkland,
Rúmenía og Danmörk sendu inn
umsóknir um keppnishaldið.
ÚR SPORTINU
HANDBOLTI Grosswallstad burstaði
Gummersbach í sannkölluðum
Íslendingaslag sem fram fór í
þýsku úrvalsdeildinni í handbolta
í gærkvöldi. Groswallstad sigraði
með 12 marka mun, 32-20, og lyfti
sér upp í 7. sæti deildarinnar. Með
tapinu eru möguleikar Gummers-
bach á meistaratitlinum svo gott
sem úr sögunni en liðið er með
jafnmörg stig og Kiel og Flens-
burg en hefur leikið þremur leikj-
um meira.
Einar Hólmgeirsson skoraði
mest allra á vellinum í gær eða sjö
mörk en Alexander Petterson
skoraði fimm. Hjá Gummersbach
skoraði Guðjón Valur Sigurðsson
fimm mörk og Róbert Gunnarsson
þrjú. Munurinn á liðunum í gær lá
í markvörslunni en Chrischa
Hannawald var með 21 skot varin
hjá Grosswallstad á meðan mark-
menn Gummersbach voru samtals
með fjögur skot varin eða 11%
markvörslu. - vig
Þýski handboltinn í gær:
Slæmt tap hjá
Gummersbach
EINAR HÓLMGEIRSSON Var markahæstur í
leiknum í gær.
FÓTBOLTI Alberto Gilardino hefur
verið sterklega gagnrýndur fyrir
slælega frammistöðu undanfarið
og ekki mun gagnrýnin minnka
eftir dauðafærið sem hann klúðr-
aði í byrjun leiks. Gilardino fékk
boltann óvænt í markteignum, dró
hann til sín en þrumaði boltanum í
stöngina og út og Börsungar
sluppu þar með skrekkinn.
AC Milan hringdi viðvörunar-
bjöllum Barcelona hátt og vel með
þessu og í næstu sókn tóku þær
aukaslag þegar Clarence Seedorf
átti frábæra sendingu á úkraínsku
markamaskínuna Andryi
Shevchenko sem skallaði boltann
beint á Victor Valdez úr úrvals-
færi. Eftir rólega byrjun jókst
sóknarþungu heimamanna en
þetta voru hættulegustu færi
Milan í fyrri hálfleiknum.
Á hinum enda vallarins þurfti
Dida ekki að taka almennilega á
stóra sínum. Ronaldinho var allt í
öllu í sóknarleik Barcelona en
komst lítið áfram gegn ógnar-
sterki vörn Milan, sem þó var
snauð af Paolo Maldini sem var lít-
illega meiddur og því ekki í byrj-
unarliðinu. Ronaldinho reyndi
hvað hann gat en samherjar hans
virtust ekki vera vel með á nótun-
um.
Knattspyrnan hefur oft sýnt að
þar er skammt stórra högga á
milli. AC Milan átti frábæra sókn
snemma í síðari hálfleik þegar
boltinn barst inn fyrir vörn Barce-
lona á Kaká sem var einn gegn
Valdez markmanni, en hann kaus
að senda boltann á Gilardino sem
áttaði sig ekki nógu fljótt á hlutun-
um og færið rann út í sandinn.
Skömmu síðar kom síðan stór-
kostlegt mark hjá Barcelona. Það
þarf engum að koma á óvart hver
var arkitektinn að markinu, sjálf-
ur Ronaldinho. Hann sýndi gríðar-
legan styrk sinn og jafnvægi þegar
hann hélt tveimur mönnum frá sér
áður en hann sendi hárnákvæma
sendingu inn í vítateiginn þar sem
Ludovic Giuly stakk sér á milli
tveggja varnarmanna og þrumaði
boltanum upp í samskeytin. Glæsi-
legt mark hjá Katalónunum.
Færin voru Barcelona þrátt
fyrir að heimamenn hafi haldið
boltanum meira. Ronaldinho átti
skot í innanverða stöngina og út
eftir snarpa skyndisókn og Dida
þurfti svo að hafa sig allan við til
að halda skoti frá Andreas
Iniesta. Massimo Ambrosini
brenndi af úr dauðafæri og allt
kom fyrir ekki hjá Milan.
Þrátt fyrir að reyna sitt besta
náðu Milan ekki að jafna metin.
Vörn Barcelona var upp á sitt
besta á meðan lykilmenn á borð
við Shevchenko og Kaká náðu sér
ekki almennilega á strik og eru
Barcelona því í mjög góðum
málum. hjalti@frettabladid.is
Katalónsk afgreiðsla hjá
Barcelona á San Siro
Barcelona er í kjörstöðu eftir sigur gegn AC Milan í undanúrslitum meistara-
deildar Evrópu á Ítalíu í gærkvöldi. Franski miðjumaðurinn Ludovic Giuly skor-
aði eina mark leiksins með glæsilegum hætti eftir sendingu frá Ronaldinho.
STÓRKOSTLEGUR Ronaldinho sýndi snilli sína enn og aftur í leiknum gegn Milan. Hann
lagði upp sigurmarkið á einkar glæsilegum hátt.NORDICPHOTOS/AFP
MAGNAÐ AFREK Sigur Barcelona á AC Milan, á San Siro, verður að teljast magnað afrek.
Spænska liðið er í kjörtðu fyrir síðari leikinn sem fer fram á Nou Camp. NORDICPHOTOS/AFP
Meistaradeildin:
AC MILAN-BARCELONA0-1
0-1 Ludovic Giuly (57.).
Þýski handboltinn:
GROSSWALDSTADT-GUMMERSBACH32-20
Einar Hólmgeirsson var markahæstur í liði Gross-
waldstadt með sjö mörk og Alexander Petterson
skoraði fimm. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði
fimm mörk, og var markahæstur hjá Gummers-
bach og Róbert Gunnarsson skoraði þrjú.
Enska úrvalsdeildin:
WIGAN-ASTON VILLA3-2
1-0 Jimmy Bullard (25.), 1-1 Juan Pablo Angel
(53.), 2-1 - Henri Camara (56.), Henri Camara
(60.), 3-2 Liam Ridgewell (67.).
ÚRSLIT GÆRDAGSINS