Fréttablaðið - 23.04.2006, Page 10
10 23. apríl 2006 SUNNUDAGUR
Ísland og Evrópusambandið
Nú fyrir helgina hittust í Graz í Austurríki ráðherrar sam-
keppnismála frá Evrópusambandslöndunum 25. Meðal
þess helzta á dagskrá þess fundar var hvernig draga mætti
frekar úr opinberum stuðningi við atvinnulífið og ná betri
samstöðu um það hvers konar opinber stuðningur væri
réttlætanlegur og hver ekki. Allt í nafni þess að bæta sam-
keppnishæfni atvinnulífsins á innri markaði Evrópu.
Eins og kunnugt er setti Evrópusambandið sér um
aldamótin að verða „samkeppnishæfasta efnahagssvæði
heims“ árið 2010. Þessi áætlun er almennt kölluð Lissa-
bon-ferlið, en Ísland og hin EFTA-ríkin í EES, Noregur og
Liechtenstein, eru aukaaðilar að henni. Er skemmst frá
því að segja að ESB-löndin eru langt frá því að ná þessu
metnaðarfulla markmiði, nú þegar tekið er að líða á síðari
helming áratugarins.
Veflénið „.eu“, sem fjallað er um hér á síðunni, er til komið
sem liður í viðleitni Evrópusambandsins til að verða framsæknara,
nútímalegra og skilvirkara efnahagssvæði. Markmiðið með stofnun
nýja .eu-lénsins er ekki sízt að ýta undir netverzlun og auðvelda þar
með einnig almennum neytendum að stunda verzlun yfir
landamæri á innri markaði Evrópu.
Með tilliti til þess að í upphafsgrein samningsins um
Evrópska efnahagssvæðið stendur að „markmið þessa sam-
starfssamnings er að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu
viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu
samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir
augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði,“ skýtur
það skökku við að framkvæmdastjórn ESB hefur meinað
íslenzkum, norskum og liechtensteinskum fyrirtækjum og
einstaklingum að taka þátt í þessum þætti framþróunar
innri markaðarins.
Að framkvæmdastjórnin skyldi taka þessa afstöðu eru
vonbrigði fyrir þá sem vilja að EES-samningurinn verði
áfram það skilvirka tæki til þátttöku í innri markaðnum sem hann
hefur reynzt til þessa. Full ástæða er til að efast um að framkvæmda-
stjórnin hefði tekið sömu afstöðu ef innan EFTA-stoðar EES væru
ennþá ríki eins og Svíþjóð og Austurríki, sem gengu úr EES í ESB árið
1995.
AF EVRÓPUVETTVANGI: AUÐUNN ARNÓRSSON
„.eu“ og framþróun innri markaðarins
Föstudaginn 7. apríl var opnað fyrir
umsóknir einstaklinga með lög-
heimili í aðildarríkjum Evrópusam-
bandsins um skráningu veffangs
með endingunni „.eu“. Á fyrstu dög-
unum bárust Eurid-stofnuninni,
sem annast .eu-lénsskráningar,
mörg hundruð þúsund umsóknir á
dag. Nú fyrir helgina var heildar-
fjöldi umsókna kominn hátt í tvær
milljónir. Þótt Ísland sé aðili að
innri markaði Evrópu í gegnum
EES-samninginn eru Íslendingar
útilokaðir frá .eu-skráningu.
Fastlega er búist við því að .eu-
veflénið verði innan skamms eitt
það mest notaða í Evrópu og fyrir
viðskipti á netinu sennilega það
næstmikilvægasta á eftir .com.
Það er nú þegar orðið fjórða mest
notaða veflén Evrópu á eftir hinu
þýska .de, hinu breska .uk og hinu
hollenska .nl.
Fyrstur kemur, fyrstur fær
Skráning á .eu-lénum fyrirtækja í
Evrópusambandinu hófst 7.
desember síðastliðinn. Fyrstu
fjórir mánuðirnir voru svonefnt
„sólarupprásartímabil“ þar sem
tekið var við umsóknum frá rétt-
höfum vörumerkja og skráðum
fyrirtækjum um vefföng á borð
við „www.ferrari.eu“ eða „www.
iceland.eu“, samkvæmt reglunni
„fyrstur kemur, fyrstur fær“.
Síðan 7. apríl er hins vegar öllum
einstaklingum og lögaðilum með
lögheimili og varnarþing í ESB-
ríki frjálst að sækja um .eu-vef-
fang, einnig samkvæmt reglunni
„fyrstur kemur, fyrstur fær“.
Íslensk fyrirtæki eiga þess ekki
kost að sækja um .eu-skráningu
nema viðkomandi fyrirtæki sé á
fyrirtækjaskrá í ESB-ríki eða hafi
þar lögformlegt útibú.
Markmiðið að ýta undir netverslun
Yfirlýstur tilgangur ESB með því
að taka upp „.eu“ er að ýta undir
netverslun á innri markaðnum. Að
baki liggur sú hugmynd, að í við-
skiptum á vefnum geti kaupendur,
hvort sem er einstaklingar eða
fyrirtæki, treyst seljendum sem
eru skráðir undir .eu-veffangi.
Á innri markaðnum gilda strang-
ar reglur um neytendavernd og
ábyrgð söluaðila. Framkvæmda-
stjórn ESB segir að þegar neytend-
ur kaupi vörur eða þjónustu á .eu-
skráðri vefsíðu geti þeir verið vissir
um að Evrópureglur um neytenda-
vernd gildi fyrir viðkomandi sölu-
aðila. Annar tilgangur er sá að
styrkja „vörumerkið“ EU (Europ-
ean Union) í heiminum, en liður í
þeirri viðleitni er áróður fram-
kvæmdastjórnarinnar fyrir því að
fleiri framleiðendur í ESB-löndum
noti vörumerkinguna „made in
EU“.
EFTA-ríkjunum mismunað
Ísland og hin EFTA-ríkin í EES,
Noregur og Liechtenstein, sóttust
eftir því að fá að nota .eu-vefföng
frá fyrsta degi en framkvæmda-
stjórn ESB hafnaði því, með þeim
rökum einum að þau væru ekki í
ESB.
Í 1. grein EES-samningsins
stendur að markmið samningsins sé
að „stuðla að stöðugri og jafnri efl-
ingu viðskipta- og efnahagstengsla
samningsaðila við sömu samkeppn-
isskilyrði og eftir sömu reglum með
það fyrir augum að mynda einsleitt
Evrópskt efnahagssvæði“ og telja
fulltrúar EFTA-ríkjanna ákvörðun
framkvæmdastjórnarinnar brot á
þessu grundvallarákvæði EES-
samningsins; með henni væri fyrir-
tækjum og einstaklingum á innri
markaðnum mismunað og búnar til
viðskiptahindranir milli EES-ríkja.
Framkvæmdastjórninni varð þó
ekki haggað.
audunn@frettabladid.is
Íslendingar úti-
lokaðir frá „.eu“
AÐEINS FYRIR ESB-BORGARA Viviane Reding, sem fer með málefni upplýsingasamfélags-
ins og fjölmiðlunar í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ljómaði er opnað var fyrir
almenna skráningu .eu-vefléna þann 7. apríl. Framkvæmdastjórnin hefur hins vegar mein-
að borgurum EES-ríkjanna Íslands, Noregs og Liechtenstein að sækja um .eu-skráningu.
NORDICPHOTOS/AFP