Fréttablaðið - 23.04.2006, Síða 15

Fréttablaðið - 23.04.2006, Síða 15
Dagur B. Eggertsson 33 ára læknir & borgarstjóraefni Samfylkingarinnar. Býr í miðbænum, uppalinn í Árbænum. Stefán Jón Hafstein 51 árs formaður borgarráðs. Uppalinn í Vogunum, býr í miðbænum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir 41 árs borgarstjóri í Reykjavík. Uppalin í Laugarnesi og býr í Laugarnesi. Sigrún Elsa Smáradóttir 33 ára markaðsstjóri. Fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, býr í Fossvogi. Dofri Hermannsson 36 ára leikari og meistaranemi í hagvísindum. Hefur búið í Grafarvogi síðan 1984. Oddný Sturludóttir 29 ára píanókennari & rithöfundur. Uppalin í Árbænum, býr í miðbænum. Björk Vilhelmsdóttir 42 ára félagsráðgjafi & formaður Velferðarráðs Reykjavíkur. Uppalin á Blönduósi, býr í Breiðholti. Stefnuskrána má lesa í heild sinni á www.xsreykjavik.is. Þjónustutrygging fyrir aldraða – þjónustuna heim Við viljum að öll málefni aldraðra verði færð til sveitarfélaganna. Við viljum halda áfram að efla heimaþjónustu og heimahjúkrun, byggja fleiri hjúkrunar- heimili og tryggja örugg úrræði þegar á þarf að halda. Allir eldri borgarar eiga rétt á þjónustu, og því boðum við svokallaða þjónustutryggingu sem þýðir: Ef þjónustan dregst óeðlilega skapast réttur til greiðslu. Kraftmikil uppbygging – 6000 íbúðir Lykilatriðið er fjölbreytt val um framtíðarhúsnæði. Við viljum vinna að því að 6000 íbúðir og sérbýli af öllum stærðum og gerðum rísi í Reykjavík á næstu árum á Slippasvæðinu, í miðborginni, við Elliðaárvog, í Úlfarsársdal, Vatnsmýri og við Hlemm. Við viljum að allir geti fundið sér húsnæði við hæfi. Byggðar verði 800 íbúðir fyrir stúdenta, 500 fyrir eldri borgara og að öflugur leigumarkaður verði valkostur fyrir einstaklinga og fjölskyldur í leit að þaki yfir höfuðið. Íþróttir, tómstundir og listnám standi öllum börnum til boða Við viljum að öll börn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína. Samfylkingin vill auka styrki til frístundastarfs barna til að auka þátttöku og tryggja jöfn tækifæri. Við viljum færa íþróttir, tómstundir og listnám inn í skólana og að starfsemin standi öllum áhugasömum börnum til boða. Við viljum að allir foreldrar eigi val um fjölbreytt tómstundaúrræði fyrir börn sín að loknum hefðbundnum skóladegi. Þannig verður skóladagurinn innihaldsríkari. Skutl foreldra vegna tómstunda barna minnkar og mikilvægar samverustundir fjölskyldna aukast eftir að skóladegi lýkur. Sérstakt átak í uppbyggingu grænna svæða og skólalóða Við höfum byggt upp grunnskóla, leikskóla og stórbætt starfsaðstöðu íþrótta- félaga. Nú viljum við gera stórátak við fegrun umhverfisins og byggja upp fyrirmyndaraðstöðu til útivistar og afþreyingar um alla borg. Við leggjum sérstaka áherslu á uppbyggingu skólalóða, opinna svæða og almenningsgarða. Við viljum fleiri sparkvelli, hverfatorg, leiksvæði, bekki og borð. Aukin samkeppnishæfni – skapandi atvinnulíf Við viljum efla Reykjavík í alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki. Við leggjum áherslu á öryggi, lífsgæði, framúrskarandi menningarlíf og ríka vaxtarmöguleika atvinnulífs sem byggist á sambýli við vaxandi háskóla. Við viljum hlúa að ferðaþjónustu, fjármálastarfsemi og þekkingariðnaði og skapa kjörskilyrði til að stofna og reka fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Uppbygging atvinnulífs og framtíðarbyggðar í Vatnsmýri er lykilatriði til að bæta samkeppnisstöðu Reykjavíkur. Sjálfstæðir skólar – framúrskarandi nám Við viljum tryggja jöfn tækifæri barna til að njóta sín í námi. Við viljum draga enn frekar úr miðstýringu í menntakerfinu og auka sjálfstæði einstakra skóla til að móta eigin aðferðir og áherslur. Aukinn sveigjanleiki í skólastarfi er lykilatriði. Við viljum að námið taki mið af ólíkum þörfum einstaklinga og að samstarf skóla og foreldra verði aukið. Framtíðarland í Vatnsmýri – félag um þróun flugvallarsvæðisins Við viljum hefja undirbúning að flutningi flugvallarins úr Vatnsmýri á næsta kjörtímabili. Taka á af skarið um framtíðarstaðsetningu í kjölfar úttektar á álitlegum kostum sem nú stendur yfir. Samfylkingin leggur til að Reykjavíkur- borg og ríkið stofni sameiginlegt félag um flutning flugvallarins og þróun Vatnsmýrarinnar þar sem byggt verði á niðurstöðum yfirstandandi hugmynda- samkeppni um heildarskipulag svæðisins. Félagið fái hluta tekna af löndum og lóðum ríkis og borgar á flugvallarsvæðinu til að fjármagna verkefni sín samkvæmt nánara samkomulagi. Til að tryggja fjölbreytta uppbyggingu svæðisins verði að minnsta kosti fjórðungur íbúða í Vatnsmýri leiguíbúðir og stúdentagarðar. Gjaldfrjáls leikskóli og val um þjónustu fyrir börn frá lokum fæðingarorlofs Leikskólabyltingin hefur gjörbreytt lífsskilyrðum fjölskyldna í borginni. Við viljum tryggja örugg úrræði fyrir börn frá lokum fæðingarorlofs og nýta þjónustumiðstöðvar borgarinnar í því skyni að aðstoða foreldra við að finna úrræði við hæfi. Við viljum gjaldfrjálsan leikskóla í áföngum, fjölga leikskóla- plássum fyrir yngsta aldurshópinn og efla dagforeldrakerfið. Vannýtta gæslu- velli má nýta til að hýsa samrekstur áhugasamra dagforeldra. Betri samgöngur – örugg umferð Við viljum að Reykjavík verði slysaminnsta höfuðborg Evrópu árið 2012. Þetta er raunhæft því nú þegar hefur slysum fækkað um helming frá árinu 1998. Við viljum fjölga samgönguæðum til borgarinnar og frá með Öskjuhlíðar- göngum og Sundabraut alla leið upp á Kjalarnes. Við viljum öflugar almennings- samgöngur, setja Miklubraut í stokk og tryggja öruggar göngu- og hjólaleiðir í öllum hverfum. Tími stórra hraðbrauta í íbúðahverfum er liðinn. Sterk hverfi – öflug nærþjónusta Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á hverfaþjónustu og tekið forvarnarstarf föstum tökum með góðum árangri. Forvarnir eiga alltaf að vera forgangs- verkefni. Við viljum öfluga hverfaþjónustu í alhliða þjónustumiðstöðvum og leggjum áherslu á samvinnu við íþróttafélög, samtök foreldra og félagasamtök til að gera hverfin sterkari. Við viljum sýnilega hverfalöggæslu í öll hverfi. Nútíma borg – einfaldar lausnir Reykjavík á að vera nútímaleg og þjónustan einföld. Við viljum gera klinkið óþarft með því að bjóða fólki upp á kortalausnir og farsímagreiðslur í stöðumæla og strætó. Við viljum rafræna valkosti í þjónustu borgarinnar. Þetta er í takt við umbætur síðustu ára; einfaldari þjónusta, styttri boðleiðir, helmingsfækkun nefnda, endurbættur vefur og eitt símanúmer fyrir Reykjavíkurborg – allan sólarhringinn. Fólk sem getur, kann og vill
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.