Fréttablaðið - 23.04.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 23.04.2006, Síða 16
 23. apríl 2006 SUNNUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðar- farir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa Geirs U. Fenger Lynghaga 7, Reykjavík. Pétur U. Fenger Sigrún Guðmundsdóttir Fenger Anna Kristín Fenger Herjólfur Guðjónsson Ida Hildur Fenger Skafti Jóhannsson og afabörnin Úlfhildur, Kristján Geir, Geir Torfi, Tinna Björk, Kristjana, Kristín Dagbjört, Geir Ulrich og Anna María. Afmæli Hörður Zóphaníasson verður 75 ára næstkomandi þriðjudag, hinn 25. apríl. Þá bjóða hann og Ásthildur upp á kaffisopa í Gaflinum frá klukkan 17 til 19.30. Það myndi gleðja þau hjónin að sem flestir vinir þeirra og vandamenn létu sjá sig á Gaflinum og samfagna þeim á þessum afmælisdegi Harðar. Ásthildur og Hörður hafa ákveðið í tilefni dagsins að stofna sjóð, Hraunbúasjóðinn. Sjóðurinn er tileinkaður minningu Rúnars Brynjólfssonar. Afmælisbarnið frábiður sér blóm og afmælisgjafir, en gjafabaukur verður á staðnum fyrir þá sem vilja styrkja fyrirhugaðan Hraunbúasjóð, sem hugsaður er til að glæða og efla skátastarf í Hafnarfirði í framtíðinni. AFMÆLI Sigurlín Margrét Sigurðardóttir vara- þingmaður er 42 ára. Halla Margrét Árnadóttir söngkona er 42 ára. Magnús Ver Magnússon kraftakarl er 43 ára. Þröstur Leó Gunnars- son leikari er 45 ára. Haraldur Jónsson myndlistarmaður er 45 ára. Hilmar Örn Hilm- arsson alsherjargoði og tónlistarmaður er 48 ára. MERKISATBURÐIR 1964 Sýningar hefjast á hátíð- aruppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á Rómeó og Júlíu í tilefni 400 ára fæð- ingarafmælis Shakespeare. 1951 Útvarpsþátturinn Óskalög sjúklinga hefur göngu sína. 1956 Elvis Presley kemur fram í fyrsta sinn í borginni Las Vegas í Nevada. 1983 Kvennalistinn hlýtur þrjár konur kjörnar á Alþingi í fyrstu kosningunum sem listinn er boðinn fram. 1984 Vísindamenn í Bandaríkjun- um finna HIV-veiruna sem veldur alnæmi. 1997 Páll Skúlason er kjörinn rektor Háskóla Íslands. 2001 Fréttablaðið kemur út í fyrsta sinn. CHARLES G. DAWES (1865-1951), LÉST ÞENNAN DAG „Meðalmennska krefst fálætis svo hún varðveiti reisn sína.“ Dawes var varaforseti Bandaríkj- anna og fékk friðarverðlaun Nóbels. Á þessum degi árið 1993 hófst þjóðaratkvæðagreiðsla í Erítreu um sjálfstæði landsins frá Eþíópíu. Erítrea á sér langa sögu um erlenda stjórn og styrjaldir. Seint á nítjándu öld eignuðu Ítalir sér landsvæðið og gerðu Erítreu að nýlendu sinni. Þeir girntust strandlínu við Rauða hafið sem hafði öðlast mikilvægi eftir opnun Súesskurðarins. Eftir hernaðarbrölt í Eþíópíu hröktust Ítalir frá Erítreu og tóku Bretar að sér stjórn landsins árið 1941. Þá hófst áratugur pólitískrar spennu þar sem Eþíópustjórn reyndi allt sem hún gat til að sannfæra ríki heimsins um að löndin tvö ættu að vera eitt. Eftir miklu var að slægjast fyrir Eþíópíumenn sem horfðu löngunaraugum til strandlínunnar við Rauða hafið og fengu þeir sínu framgengt árið 1950 þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu sameiningu landanna tveggja. Ekki fór sameiningin þó vel því kristin stjórn í Eþíópíu leit ekki á múslima í Erítreu sem jafningja annarra. Spenna gegn yfirstjórninni byggðist upp í Erítreu og á næstu áratugum voru þar starfandi skæruliðahreyfingar sem kröfðust sjálfstæðis landsins. Eftir stutt afskipti Sovétríkjanna unnu sjálfstæðissinnar í Erítreu loks sigur. Sjálfstæði landsins var lýst yfir þann 21. maí 1993 eftir að sjálfstæðisyfirlýsing hafði verið samþykkt með yfirburðum í þjóðaratkvæðagreiðslu. ÞETTA GERÐIST: 23. APRÍL 1993 Erítrear kjósa um sjálfstæði FRÁ ERÍTREU Fyrsta maí næstkomandi verða miklar breytingar í lífi Kolbrúnar Ólafsdótt- ur lögfræðings. Þá kveður hún emb- ætti Lögreglustjórans í Reykjavík og heldur inn í hringiðu stjórnmálanna sem aðstoðarmaður Sivjar Friðleifs- dóttur heilbrigðisráðherra. „Starfið er virkilega áhugavert og spennandi að fá að takast á við þetta,“ segir Kolbrún sem er að vonum him- inlifandi með nýja starfið. Hún hlakk- ar bæði til spennandi áskorana í heil- brigðisgeiranum og ekki síður að verða nánasta samstarfskona Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra. „Ég er mjög ánægð með að fara að starfa með Siv. Mér finnst hún öflug- ur stjórnmálamaður og mikill skör- ungur.“ Kolbrún óttast ekki glímuna við vandamál á sviði stjórnmálanna. Hún er heldur ekki ókunn því starfi og hlakkar til að fá að helga stjórnmálun- um vinnudaginn allan. „Aðstoðarmað- ur ráðherra er náttúrulega pólitískt starf og í rauninni er ég bara að fara að vinna í pólitíkinni allan daginn. Mér finnst það mjög spennandi því ég er búin að starfa í Framsóknarflokkn- um um árabil og gaman að fá þetta tækifæri.“ Að sögn Kolbrúnar felst starf aðstoðarmanns ráðherra fyrst og fremst í því að vera til staðar fyrir ráð- herrann og því þurfi hún að setja sig inn í alla málaflokkana í ráðuneytinu. „Ætli fyrstu verkin verði ekki að kynna sér þetta allt. Svo lærir maður bara með því að stökkva í djúpu laugina.“ Starfsreynsla Kolbrúnar er úr Lög- reglunni í Reykjavík og nýja starfið því óneitanlega mjög frábrugðið því gamla. „Ég er búin að starfa sem full- trúi lögreglustjórans í Reykjavík á lögfræði- og ákærusviði. Starfið felst í rauninni í afgreiðslu opinberra mála og að ákveða hvort þau séu þannig fallin að eigi að ákæra í þeim. Ef svo er rek ég málin fyrir dómi sem sækj- andi.“ Að vissu leyti segir Kolbrún þó að reynslan úr starfi lögreglunnar eigi eftir að nýtast í heilbrigðisráðu- neytinu. „Maður sér ýmislegt í starf- inu hjá lögreglunni og áttar sig að vissu leyti á mörgum vandamálum í samfélaginu. Að því mun ég búa þegar ég byrja í ráðuneytinu.“ KOLBRÚN ÓLAFSDÓTTIR: NÝR AÐSTOÐARMAÐUR HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Enginn glímuskjálfti KOLBRÚN ÓLAFSDÓTTIR Aðstoðarmaður ráðherra er pólitískt starf og hlakkar Kolbrún mikið til að glíma við stjórnmálin í fullu starfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Jóhanna Þorgeirsdóttir Hlunnavogi 3, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 21. apríl sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hjalti Jónasson, börn, tengdabörn og barnabörn. Áslaug Jónsdóttir, Svalbarði 7, Hornafirði, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 19. apríl. Ásta Antonsdóttir, Rjúpufelli 23, lést á Landspítalanum Fossvogi að morgni fimmtudagsins 20. apríl. Elísabet Benediktsdóttir frá Erps- stöðum, Dalasýslu, Álfheimum 36 í Reykjavík, lést föstudaginn 21. apríl á Landspítalanum í Fossvogi. Guðmundur Guðmundsson prentari, Tjarnarbóli 14, Seltjarn- arnesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 21. apríl. Guðrún Jóhanna Ármannsdóttir frá Neskaupstað lést á heimili sínu Aðalgötu 5, Keflavík, miðvikudag- inn 19. apríl. Jóhanna Þorgeirsdóttir, Hlunna- vogi 3, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 21. apríl. Jóhannes Helgi Jónsson, Hvassa- leiti 56, áður Álftamýri 30, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 21. apríl. Kristján Jónsson bifreiðastjóri, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést að morgni fimmtudagsins 20. apríl. Númi Ólafsson Fjeldsted, Ljósheimum 10, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans, Kópa- vogi, að morgni fimmtudagsins 20. apríl. Stefanía Ingibjörg Snævarr lést fimmtudaginn 20. apríl. Þorsteinn Freyr Viggósson veitingamaður í Kaupmannahöfn er látinn. ANDLÁT Nú er lóðahreinsun á höfuð- borgarsvæðinu í fullum gangi. Fara þá starfsmenn sveitarfélaganna um bæjar- félögin og hirða garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk og hreinsa að auki til á opinberum svæð- um eftir veturinn. Hreinsunin hófst í Reykja- vík á föstudaginn og stendur fram til 29. apríl. Í Kópavogi er dögunum skipt niður á hverfin og byrja starfsmenn bæjarins í Vestur- og Austur- bæ Kópavogs í dag fram til 27. apríl. Smárar, Lindir og Salir verða hreinsuð dagana 26. til 28. apríl en að lokum Kóra- og Vatnsendahverfi 2. og 3. maí. Vorhreinsun í Garðabæ stendur yfir fram á föstudag, 28. apríl en Hafn- firðingar hafa tíma fram á laugardaginn 29. til að hreinsa sínar lóðir. Hreinsun garða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.