Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 18
 23. apríl 2006 SUNNUDAGUR18 Á útmánuðum fyrir rúmum fimm árum hófst undirbún-ingur að stofnun Frétta- blaðsins. Hugmyndin var að gefa út fríblað sem fjármagnað væri með auglýsingum. Feðgarnir sem kenndir voru við DV, Sveinn Eyj- ólfsson og Eyjólfur Sveinsson stóðu á bak við blaðið. Fríblöð þekktust í nágrannalöndum en þar var dreif- ingu blaða háttað þannig að fólk nálgaðist þau á fjölförnum sam- göngumiðstöðum eins og járnbraut- arstöðvum. Sú aðferð gengur eins og gefur að skilja ekki hér á landi og því var valin sú leið að dreifa blaðinu í hús. Fréttablaðið var í upphafi 24 síður og kom út fimm sinnum í viku. Að hluta til var það prentað í svarthvítu. Nú fimm árum síðar kemur blaðið út alla daga vikunnar, prentað í lit og stærðin er á bilinu 48 til 96 síður á dag og er þá Allt- blaðið meðtalið sem fylgir blaðinu dag hvern. Vikulega kemur við- skiptablaðið Markaðurinn út og tímaritið Birta. Sannarlega má því segja að blaðið hafi stækkað og eflst mikið á þessum fimm árum. Ekki gekk þó þrautalaust að koma blaðinu á þann stað sem það er í dag. Fljótlega eftir að blaðið hóf göngu sína tók að bera á fjár- hagsörðugleikum og er leið fram á haustið 2001 fóru launagreiðslur starfsfólks að dragast á langinn. Blaðinu var þó haldið á floti allt til síðari hluta júní 2002 en þá var reksturinn kominn í þrot. Síðustu mánuðina í rekstri Fréttablaðsins í eigu fyrri eigenda mæddi mikið á starfsfólki blaðsins, blaðberum, blaðamönnum og öllum öðrum. Flestir áttu það þó sameiginlegt að trúa á möguleika Fréttablaðsins og vildu að blaðið kæmi áfram út. En bág fjárhagsstaða hafði betur en kappið og felldi blaðið. Blaðið endurreist 12. júlí 2002 kom fyrsta tölublað Fréttablaðsins í eigu Fréttar ehf. út. Um 25 starfsmenn sigldu skút- unni af stað undir ritstjórn Gunnars Smára Egilssonar sem einnig var framkvæmdastjóri Fréttar, útgáfu- félags Fréttablaðsins. Gunnar Smári benti á í viðtali við Frétta- blaðið þegar það varð þriggja ára að rekstur blaðsins fram að þroti Frjálsrar fjölmiðlunar hefði verið skólabókardæmi um að ef til fyrir- tækja er stofnað með of litlu stofn- fé og engum aðgangi að lánsfé þá færu þau á hausinn. Útgáfa Frétta- blaðsins hefði hins vegar sýnt að reka mætti það réttum megin við núllið. Að ýmsu var að hyggja. Reisa þurfti dreifikerfi blaðsins úr rústum en dreifing blaðsins hefur auðvitað alltaf gegnt lykil- hlutverki í lestri þess. Blaðið byrj- aði í sömu stærð og áður, 24 síðum. Það var sem fyrr til húsa í Þver- holti. Og þrátt fyrir byrjunarörðug- leika eins og að vinna traust les- enda og auglýsenda á nýjan leik, þá gekk ótrúlega vel að ná til fólks. Halli var á rekstri blaðsins fyrstu þrjá mánuði þess en að þeim lokn- um fór reksturinn að skila hagnaði. Tekjur blaðsins koma frá auglýs- ingasölu og blaðið sannaði sig brátt sem öflugur auglýsingamiðill. Í lestrarkönnun sem tekin var haustið 2002 kom í ljós að um 120.000 manns lásu blaðið dag hvern. Það var vissulega mikill lestur en blaðið átti eftir að bæta verulega við sig í lestri og skjótast upp fyrir Morgunblaðið, nokkuð sem úrtölumenn höfðu talið ómögu- legt þegar blaðið fór af stað. Þegar það gerðist, í könnun sem kynnt var í apríl 2003 en tekin í mars sama ár, varð mikil gleði í húsakynnum Fréttablaðsins. Þá mældist lestur Fréttablaðsins tæpum 10% meiri en lestur Morg- unblaðsins að meðaltali. Einu mark- miði af mörgum var náð. Á þessum tíma var Fréttablaðið nýflutt á Suðurgötu í gamla SÍBS-húsið. Fljótlega varð það ljóst að þau húsakynni voru of lítil. Starfsfólki fjölgaði óðum og plássið var ekki sérlega mikið, jafnvel þótt næsta hús í Suðurgötunni væri líka lagt undir starfsemina. Í nóvember var starfsemi blaðsins flutt um set, í núverandi húsnæði við Skaftahlíð, en það gerðist eftir að eigendur keypu þrotabú DV og húsnæði þess með. Þar er Fréttablaðið nú til húsa ásamt öðrum fyrirtækjum í eigu 365 sem er heiti útgáfufélags Fréttablaðsins í dag. Stærra og öflugra blað Miklar breytingar og mikill vöxtur hafa sem sagt einkennt starfsemi Fréttablaðsins frá upp- hafi. Starfsfólk sem unnið hefur á blaðinu frá upphafi hefur haft aðstöðu á þremur stöðum. Ritstjór- arnir eru fimm, lengst gegndi Gunnar Smári því embætti. Kári Jónasson hefur setið í ritstjórastóli frá haustinu 2004 og tók þá við Gunnari Smára. Í febrúar síðast- liðnum settist Þorsteinn Pálsson við hlið hans. Einar Karl Haralds- son var fyrsti ritstjóri blaðsins og um stutt skeið var Jónas Kristjáns- son ritstjóri Fréttablaðsins – eða á vormánuðum 2001. Aðstoðarrit- stjóri blaðsins frá árinu 2004 hefur verið Jón Kaldal. Fréttastjórn hefur nánast frá upphafi verið í höndum Sigurjóns M. Egilssonar. Fyrsta árið var Pétur Gunnarsson einnig frétta- stjóri blaðsins. Eftir að blaðið reis úr rústum tók Sigurjón við frétta- ritstjórn þess og hefur haldið um stjórnvölinn síðan. Nú eru starf- andi þrír fréttastjórar að auki á blaðinu. Þrátt fyrir að blaðið sé nú mun stærra í sniðum en í upphafi hefur þó ekki verið vikið frá þeirri upp- haflegu hugmynd að segja fréttir á skýran og hnitmiðaðan hátt. Venju- leg fréttasíða í Fréttablaðinu rúmar yfirleitt átta til tíu fréttir og er erlendum og innlendum fréttum blandað saman. Það þótti mikil nýj- ung upphaflega en viðgengst nú til dæmis á forsíðu Morgunblaðsins en breytingar á henni eru ein þeirra breytinga á öðrum fjölmiðlum sem rekja má til tilkomu Fréttablaðs- ins. Með stærra blaðið hefur vita- skuld gefist svigrúm til stærri greina og efnistengdra síða. Umfjöllun um fólk, afþreyingu, menningu og íþróttir tekur yfir stóran hluta blaðsins. Fyrir rúmu ári hóf Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, göngu sína undir ritstjórn Hafliða Helgasonar. Tíma- ritið Birta hefur fylgt Fréttablað- inu einu sinni í viku frá mars 2003. Í apríl 2004 hóf Allt-blaðið göngu sína. Það er í miðju Fréttablaðsins dag hvern, þar er að finna umfjöllun um ýmis konar efni sem tengist lífsstíl fólks, efnisflokkaðar auglýsingar, smá- og raðauglýs- ingar. Ritstjórar Birtu og Allt- blaðsins eru Steinunn Stefánsdóttir og Sigríður B. Tómasdóttir. Nú starfa alls 150 við Frétta- blaðið, við skrif, ljósmyndun og umbrot, auglýsinga og markaðs- deild, ýmist í fullu starfi eða að hluta við Fréttablaðið. Þar að auki vinna á annað þúsund blaðberar við að bera blaðið út. Blaðinu er dreift um land allt og prentað í rúmlega 100.000 eintökum í Ísafoldarprentsmiðju. Þess má geta að þar er verið að stækka prentvélina – þegar því er lokið mun prentun gangar hraðar og öruggar fyrir sig en nú. Margir leggja því hönd á plóg dag hvern til að koma blaðinu til lesenda. Starfsfólkið er stolt af afurðinni en ætlar sér líka að halda áfram að gera betur og láta blaðið vaxa og dafna. sigridur@frettabladid.is Fréttablaðið í fimm ár FYRSTA FRÉTTABLAÐIÐ SKOÐAÐ Í ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU Á myndinni má sjá Svein Eyjólfsson, Einar Karl Haraldsson, Gunnar Smára Egilsson, Pétur Gunnarsson og Eyjólf Sveinsson skoða fyrstu eintök Fréttablaðsins aðfararnótt 23. apríl 2001. Fréttablaðið er fimm ára í dag. Á þessum stutta tíma hefur blaðið unnið sér sess á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Það er mest lesna dagblað á Íslandi, mikið notaður fjölmiðill sem frá upphafi hlaut góðar viðtökur lesenda þótt margir hafi haft uppi hrakspár um framtíð blaðsins fyrst eftir að blaðið hóf göngu sína. ÞVERHOLT 9 Fréttablaðið var til húsa í Þverholti fyrstu tæp tvö árin sem það var starfrækt. HÚS FRÉTTABLAÐSINS Ritstjórn Fréttablaðs- ins hefur í dag aðsetur í Skaftahlíð 24. Þrátt fyrir að blaðið sé nú mun stærra í sniðum en í upphafi hefur þó ekki verið vikið frá þeirri upphaflegu hugmynd að segja fréttir á skýran og hnitmiðaðan hátt. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.