Fréttablaðið - 23.04.2006, Page 26

Fréttablaðið - 23.04.2006, Page 26
ATVINNA 4 23. apríl 2006 SUNNUDAGUR Veitingastaðurinn býður uppá einstaklega fjölbreyttan matseðil með alþjóðlegu yfirbragði og einungis fyrsta flokks hráefni. Á barnum er boðið uppá úrval spennandi smárétta ásamt drykkjum í afslöppuðu og þægilegu umhverfi. Við leitum að: Matreiðslumönnum Við leitum að fólki í hlutastarf og fullt starf! Senda skal inn umsóknir fyrir 01.05. 2006. Raggi Omarson, yfirmatriðslumaður ragnar.omarsson@radissonsas.com gsm: 822 9019 sími: 599 1000 Radisson SAS 1919 Hotel Pósthússtræti 2, 101 Reykjavik 1919.reykjavik.radissonsas.com ÍSAFJARÐARBÆR Lausar kennarastöður við grunnskóla Ísafjarðarbæjar Grunnskólar Ísafjarðarbæjar eru fjórir, á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri með nemendafjölda frá 40-540. Í skólum bæjarins er lögð áhersla á ánægju nemenda og þroska þeirra og um leið að mæta mismunandi þörfum nemenda, m.a. með sveigjanlegu skólastarfi og einstaklingsmiðaðra námi en áður. Áher- sla er á samstarf milli skóla, en þó sjálfstæði og fjölbreytni í skólastarfi. Grunn- skólar Ísafjarðarbæjar vinna saman gegn einelti eftir áætlun Olweusar. Ísafjarðarbær er bær í sókn sem hefur margt að bjóða, m.a. góða þjónustu, leikskóla, öflugt íþróttastarf, tónlistarskóla, menntaskóla og ótakmarkaða lands- lagsfegurð. Grunnskólinn á Ísafirði Lausar stöður eru í almennri kennslu á yngsta og miðstigi (100%), sérgreinakennsla á unglingastigi, einkum samfélags- og raungreinar (100%), tæknimennt (100%), myndmennt (100%), dannskennsla í öll- um skólum (100%), tónmennt (hlutastarf) og heimilisfræði (100%). Einnig vantar sérkennara (50-100%) og þroskaþjálfa í sérdeild. Grunnskólinn á Þingeyri Lausar stöður eru í umsjónarkennslu hjá 3.-8. bekk, almennri kennslu á öllum stigum, heimilisfræði og tónmennt. Grunnskólinn á Flateyri Lausar stöður eru í umsjónarkennslu á yngsta og miðstigi. Einnig er laus staða við íþróttakennslu sem deilist með Grunnskólanum á Suðureyri. Grunnskólinn á Suðureyri Lausar stöður eru við kennslu á yngsta stigi, í ýmsum list- og verk- greinum og við íþróttakennslu sem deilist með Grunnskólanum á Flateyri. Allar nánari upplýsingar veita skólastjórar og/eða grunnskólafulltrúi Skólastjóri á Ísafirði er Skarphéðinn Jónsson, s. 450-3100, netfang: skarpi@isafjordur.is Skólastjóri á Suðureyri er Magnús S. Jónsson, s. 456-6129, netfang: msj@snerpa.is Skólastjóri á Þingeyri er Ellert Örn Erlingsson, s. 456 8106, netfang: ellert@isafjordur.is Skólastjóri á Flateyri er Skarphéðinn Ólafsson s. 456-7670, netfang: skarpio@isafjordur.is Grunnskólafulltrúi Iðunn Antonsdóttir s. 450-8000, netfang: grunnskolafulltrui@isafjordur.is Umsóknarfrestur er til 22. maí 2006. Smiðir Kraftafl ehf auglýsir Erum með vana smiði sem óska eftir mikilli vinnu. Upplýsingar í síma 891 8667 Leitum að forstöðuþroskaþjálfa /forstöðumanni í Hafnarfjörð Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykja- nesi óskar eftir að ráða forstöðuþroska- þjálfa/forstöðumann á heimili fólks með fötlun í Steinahlíð í Hafnarfirði. Leitað er eftir þroskaþjálfa sem hefur góða sam- starfs- og skipulagshæfileika, jákvæðni og drifkraft. Einnig kemur til greina að ráða einstakling með menntun á sviði félagsvísinda. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Þ.Í eða S.F.R. Umsóknarfrestur er til 07.05.2006. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 525-0900 á skrif- stofutíma. Umsóknareyðublöð eru á skrifstofunni að Fjarðargötu 13-15 í Hafnarfirði og á heimasíðu Svæðis- skrifstofu www.smfr.is Árskóli Sauðárkróki Við Árskóla eru eftirtaldar stöður lausar skólaárið 2006-2007: Umsjónarkennsla á yngsta stigi, ensku- kennsla, tónmenntakennsla, handmennta- og sérkennsla. Skólasafnskennara vantar til afleysinga næsta skólaár. Umsækjendur þurfa að hafa kennaramennt- un, góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymis- vinnu og áhugi á þróunarstarfi eru einnig mik- ilvægir eiginleikar þar sem skólastarfið byggir á mikilli samvinnu milli kennara. Starf skólaritara er einnig laust til umsóknar. Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur í síma: 455 1100 / 822 1141 Umsóknarfrestur er til 10. maí. Heimasíða skólans: http://www.arskoli.is Í Árskóla eru 440 nemendur í 1. – 10. bekk og er starfsemi hans í tveimur skólahúsum. Við skólann er ágætlega búin sérdeild og einnig er aðstaða í tölvu- og upplýsingatækni með því besta sem ger- ist í grunnskólum. Við skólann er skólavistun fyrir nemendur í 1. – 3. bekk. Síðastliðin ár hafa starfs- menn skólans unnið frumkvöðlastarf í sjálfsmati eftir skosku kerfi sem aðlagað hefur verið að ís- lenskum aðstæðum og nefnist ÑGæðagreinar.ì Skólinn vinnur einnig eftir Olweusaráætluninni. Sauðárkrókur býður upp á góða þjónustu, öflugt íþróttastarf, leikskóla og fjölbrautaskóla. Forstöðumaður verslunar og listhúss Sólheimar ses auglýsa laust til umsóknar starf forstöðumanns verslunarinnar Völu og Listhúss Sólheima. Meðal verkefna forstöðumanns er; • Innkaup og sala á dagvöru. • Sala á framleiðsluvörum íbúa og verkstæða á Sólheimum. • Umsjón með öðru því er viðkemur daglegum rekstri. Um er að ræða krefjandi og skemmtilegt starf. Óskað er eftir umsóknum frá einstaklingum sem búa yfir eftirfarandi kostum; • Frumkvæði og jákvæðni. • Áhugi á umhverfisvænum lífsstíl. • Reynsla af verslunarstörfum æskileg. • Skipulögðum og sjálfstæðum vinnubrögðum. Umsóknir skulu berast Guðmundi Ármanni Péturssyni (gap@solheimar.is) sími 480 4412, sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Sólheimar eru sjálfbært byggðahverfi í Árnessýslu. Á Sólheimum er m.a. garðyrkjustöð, skógræktarstöð, gistiheimili, verslun með helstu nauðsynjavörur, listhús og sex verkstæði sem vinna að listsköpun og endurvinnslu. Ennfremur kaffihús, höggmyndagarður,kirkja, sundlaug og umhverfissetrið Sesseljuhús. SÓLHEIMAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.