Fréttablaðið - 23.04.2006, Síða 77
[UMFJÖLLUN]
TÓNLIST
Mig minnir að það hafi verið fyrir
um rúmu ári sem The Vines til-
kynntu að þeir myndu þurfa að
breyta starfsháttum sínum allveru-
lega ef þeir ætluðu sér að geta hald-
ið áfram. Söngvarinn Craig Nicholls
greindist með Aspergers-heilkenni.
Þetta gerir hann meðal annars ofur-
næman fyrir öllum hljóðum og ljós-
um auk þess sem hann á helmingi
erfiðara en venjulegt fólk með að
eiga eðlileg samskipti við aðra.
Þetta þýðir að The Vines getur ekki
farið í löng tónleikaferðalög eða
tamið sér þann lífsstíl sem rokk-
stjörnur eiga víst að gera. Í kjölfar-
ið hætti annar gítarleikarinn og
sveitin er núna tríó.
Craig syngur um þetta ástand
sitt í laginu Futuretarded, mjög
Nirvana-skotið lag, sem verður sér-
staklega eftirminnilegt vegna text-
ans.
Þeir virðast þó geta hljóðritað
plötur ennþá, og þriðja plata þeirra
Vision Valley er orðin að veruleika.
Það virðist líka sem Craig hafi
lokað sig inni með Bítlasafninu sínu
eftir að hann greindist með ein-
kennin. Því eftir frekar klisjulegt,
og nokkuð pirrandi, opnunarlag
færist platan nær bítlalegum mel-
ódíum. Sveitin leyfir sér að vera
hægari almennt en áður. Kannski
vegna þess að það hefur hægst tölu-
vert á tilveru þeirra upp á síðkast-
ið. Kannski vegna þess að Craig
hefur verið meira á bláu nótunum
frá því að hann lærði að hann er
ekki alveg eins og allir aðrir. Við
hin höfum að minnsta kosti skýr-
ingu á öllum þessum undarlegu
köstum í myndböndunum, sem við
héldum að væru bara rokkstjörnu-
stælar.
Það er svo sem ekkert sérstakt
við The Vines, en af einhverjum
ástæðum kann ég sæmilega við
þessa sveit. Hún er ein af þeim sem
maður hefur svo sem ekkert á móti.
Maður skiptir ekki um stöð þegar
lög hennar koma í útvarpi eða sjón-
varpi, en maður sækist heldur
aldrei eftir því að heyra tónlist
þeirra. Að sama skapi get ég svo
sem mælt með þessari nýju plötu
þeirra fyrir þá rokkara sem hafa
gaman af Bítlunum og Nirvana og
vilja heyra ágætis blöndu af áhrif-
um þeirra. En ég mun líklegast
aldrei hlusta á þessa plötu aftur frá
byrjun til enda. Birgir Örn Steinarsson
Siglt inn á rólegri mið
THE VINES: VISION VALLEY
NIÐURSTAÐA:
Þriðja breiðskífa The Vines, og þeirra fyrsta
sem tríó, er hin sæmilegasta plata. Öllu meira
um ballöður en áður og Bítlaáhrifin leyna sér
ekki.
Leikkonan Kim Basinger er furðu
lostin yfir vaxandi vinsældum
lýtaaðgerða en að sama skapi
þykir henni eðlilegt að fólk geri
það sem það geti til þess að líða
vel. „Mér finnst að allir megi gera
hvað sem þeir vilja ef það lætur
þeim líða betur. Sama hvað það er
sem fólk gerir. Það er mikilvægt
að líða vel með sjálfan sig og hafa
sjálfstraustið í lagi,“ sagði hún.
„Hins vegar finnst mér rosalegt
hvað lýtaaðgerðir eru vinsælar,
það eru allir að fara í skurðaðgerð-
ir. Ég held hins vegar að mörgum
líði betur eftir slíkar aðgerðir og
það réttlætir að sjálfsögðu allt.“
Hissa á lýta-
aðgerðum
Hollywood-stjarnan, Angelina
Jolie, hefur samþykkt að leika
ofurkonuna Löru Croft í þriðju
Tomb Raider kvikmyndinni.
Angelina þarf að vera snögg að
koma sér í gott form eftir barns-
burðinn fyrir kvikmynd-
ina og er hún nú þegar
farin að leggja drög að
æfingaprógramminu.
Angelina, sem er komin
átta mánuði á leið, dvel-
ur þessa dagana á búgarði í
Namíbíu, en þar hefur hún
hugsað sér að fæða sitt
fyrsta barn, en eins og
flestir vita er það enginn
annar en stórleikarinn Brad
Pitt sem er faðirinn.
Angelina í nýrri mynd
ANGELINA JOLIE
KIM BASINGER
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI