Fréttablaðið - 23.04.2006, Side 78
34 23. apríl 2006 SUNNUDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
APRÍL
20 21 22 23 24 25 26
Sunnudagur
■ ■ SJÓNVARP
11.30 Formúla-1 á Rúv. Bein
útsending frá keppninni á Imola í
San Marínó.
14.50 Enska bikarkeppnin
á Sýn. Bein útsending frá leik
Middlesbrough og West Ham í
undanúrslitum keppninnar.
16.55 Spænski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Real Madrid og
Malaga.
18.20 Spænski boltinn á Sýn
Extra. Bein útsending frá leik Sevilla
og Barcelona.
19.00 Golf á Sýn. Bein útsending
frá Shell Houson open í PGA móta-
röðinni í golfi.
21.40 Helgarsportið á Rúv.
22.00 NBA körfuboltinn á Sýn.
Bein útsending frá leik Phoenix og
LA Lakers í úrslitakeppninni.
FÓTBOLTI „Við erum ekkert að
skoða málið eins og staðan er í
dag. Ég er alls ekkert viss um að
við þurfum á fleiri leikmönnum
að halda,“ sagði Brynjar Jóhann-
esson, framkvæmdastjóri knatt-
spyrnudeildar Fram við Frétta-
blaðið í gær.
Jónas Grani Garðarson, leik-
maður FH, hefur verið í viðræð-
um við Fram en Íslandsmeistar-
arnir vilja ekki leyfa honum að
fara til liðs í Landsbankadeild-
inni. Þá vill liðið fá háa greiðslu
fyrir Jónas sem er 33 ára gamall
og verður samningslaus eftir sum-
arið. Þá vill FH fá háa greiðslu frá
liðum, séu þeir tilbúnir að sleppa
Jónasi, en mjög ólíklegt er að lið
úr neðri deildum séu tilbúin að
greiða þá upphæð.
„Það er ljóst að við erum ekki
að fara að kaupa neinn leikmann
dýrum dómum,“ sagði Brynjar en
vitað er af áhuga FH á Andra
Fannari Ottósyni, leikmanni
Fram. „Andri Fannar er alls ekki
á leiðinni frá Fram. Ég veit ekki
hvaða bull þetta var í fjölmiðlum í
vikunni en Andri hefur engan
áhuga á því að fara til FH,“ sagði
Brynjar að lokum. - hþh
Leikmannamál Fram:
Ekkert aðhafst
í máli Jónasar
FRAM Eru með gríðarlega sterkt lið í 1.
deildinni og væri það hreinn skandall ef
liðinu kemst ekki rakleiðis aftur í Lands-
bankadeildina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Eiður Smári með mígreni
Eiður Smári Guðjohnsen gat ekki spilað
með Chelsea gegn Liverpool í gær
vegna mígrenis. Eiður Smári verður
þó mættur til æfinga með Chelsea á
morgun en mígrenikastið hélt honum
frá stórleiknum á Old Trafford.
> Vill litlar breytingar
Ekkert er byrjað að ræða leikmanna-
mál fyrir næsta vetur hjá körfuboltaliði
Skallagríms í Borgarnesi en liðið komst
í úrslit Íslandsmótsins eins og allir vita.
Valur Ingimundarson, þjálfari Skalla-
gríms, sagði í samtali við Fréttablaðið
að hann vonaðist til þess að leikmanna-
hópur sinn yrði sem minnst breyttur á
næsta tímabili. Skallagrímur tefldi fram
þremur erlendum
leikmönnum í
vetur og ætla
Borgnesingar
að setjast niður
bráðlega og
ræða leik-
mannamál sín.
Ársþing KKÍ er
á næsta leiti
og gætu orðið
reglubreyt-
ingar varðandi
erlenda
leikmenn.
HANDBOLTI Fátt virðist geta komið í
veg fyrir að Fram hampi langþráð-
um Íslandsmeistaratitli í ár en
félagið vann þann titil síðast 1972.
Framarar gjörsamlega keyrðu
yfir HK-inga í Digranesinu í gær
og unnu á endanum stórsigur; 39-
29.
Það voru reyndar heimamenn
sem byrjuðu leikinn betur og voru
með yfirhöndina fyrstu mínúturn-
ar. Um miðjan seinni hálfleikinn
þá hrundi leikur þeirra síðan eins
og spilaborg og gestirnir tóku öll
völd á vellinum. Fram komst í
fyrsta sinn yfir í leiknum 8-7 og
seinni helming síðari hálfleiks
skoraði liðið ellefu mörk gegn
þremur mörkum heimamanna og
hafði átta marka forystu í hálf-
leik.
Egidijus Petkevicius átti stór-
leik í marki Fram í fyrri hálfleik
og varði þrettán skot auk þess að
eiga hættulegar sendingar fram
völlinn. Sigfús Sigfússon, hinn
stórskemmtilegi leikmaður, var
tekinn úr umferð en engin bönd
héldu þeim Jóhanni Einarssyni og
Sergiy Serenko sem skoruðu sam-
tals nítján mörk í leiknum.
Þegar vörn Fram nær sér á
strik þá er hún illviðráðanleg og
því fengu HK-ingar að kynnast í
gær. Heimamenn höfðu gefist upp
snemma í seinni hálfleik og Safa-
mýrarpiltar gengu á lagið, náðu
mest fimmtán marka forskoti og
unnu síðan á endanum með tíu
marka mun.
„Það tók okkur smá tíma að ná
varnarleiknum í gang en eftir að
það tókst var ekki spurning hvern-
ig leikurinn færi. En við megum
ekki byrja að fagna of fljótt þar
sem við erum ekki komnir í mark.
Það er spurt að leikslokum og við
eigum eftir að leika gegn Víkingi/
Fjölni sem er sýnd veiði en ekki
gefin. Liðið vann FH og það er
alveg ljóst að við þurfum að hafa
fyrir hlutunum,“ sagði Guðmund-
ur Guðmundsson, þjálfari Fram.
Guðmundur gat tekið undir það að
Íslandsmeistarabragur væri á leik
Framliðsins. „Já eigum við ekki að
segja að það hafi verið sá bragur á
leik liðsins í þessum leik. Strák-
arnir sýndu sínar bestu hliðar og
ég er alveg hæstánægður. En ég
ítreka það að þetta er ekki búið,
það er ekkert leiðinlegra en að
byrja að fagna of fljótt og klúðra
síðan hlutunum.“
Með sigri á Víkingi/Fjölni í loka-
umferðinni hafa Framarar tryggt
sér Íslandsmeistaratitilinn. Í fyrri
viðureign þessara liða á leiktíðinni
vann Fram með fjögurra marka
mun en Víkingur/Fjölnir er í næst-
neðsta sæti deildarinnar. HK er í
sjöunda sæti deildarinnar og er
liðið alls ekki öruggt með að enda í
efri hlutanum. Liðið heimsækir
Fylki í lokaumferðinni og verður
að sigra í Árbænum til að vera
öruggt með að leika í efstu deild á
næstu leiktíð. elvar@frettabladid.is
Framarar hænuskrefi frá
Íslandsmeistaratitlinum
Fram átti ekki í vandræðum með að leggja HK að velli í Digranesinu í gær og
vann öruggan tíu marka sigur. Íslandsmeistarabragur var á Safamýrarliðinu.
MARK Í AUGSÝN Guðjón Drengsson skorar
eitt af fjórum mörkum sínum leiknum
gegn HK í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
TEKINN FÖSTUM TÖKUM Jóhann Gunnar Einarsson er hér tekinn föstum tökum af varnar-
mönnum HK í leiknum í gær. Jóhann skoraði tólf mörk í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Körfubolti er... Langsamlega besta íþróttin
Njarðvíkurliðið er... Íslandsmeistarar 2006!
Friðrik Stefánsson er... Kolruglaður
Besti samherjinn er... Ómögulegt að gera þar upp á milli
Verst klæddi leikmaður Njarðvíkur er... Rúnar Ingi Erlingsson
Besti leikmaður allra tíma á Íslandi er... Teitur Örlygsson
Besti leikmaður allra tíma er... Larry Bird
Baráttan undir körfunni er... Erfið
Tvö stig eða tvö fráköst? Þrjú stig OG þrjú fráköst
Metallica eða U2? Metallica
Er glasið hálf tómt eða vel fullt? Klárlega vel fullt þessa dagana
60
SEKÚNDUR
MEÐ FRIÐRIK
STEFÁNSSYNI
HANDBOLTI Línur eru teknar að
skýrast í DHL-deild karla í hand-
bolta en aðeins ein umferð er eftir
af deildinni. Liðin fjórtán munu
skipta sér í tvær deildir á næsta
tímabili en fjögur lið berjast enn
um sæti í efri deildinni en Fram,
Haukar, Valur, Fylkir og Stjarnan
hafa tryggt tilverurétt sinn þar.
Haukar unnu öruggan sigur á
Aftureldingu en þrátt fyrir að mun-
urinn hafi ekki verið meiri í lokin
var sigur þeirra aldrei í hættu.
„Við gáfum helst til mikið eftir í
seinni í hálfleiknum en við höldum
bara okkar striki. Þetta er ekki
búið fyrr en lokaflautan gellur um
næstu helgi, því er ekki hægt að
útiloka neitt þrátt fyrir að líkurnar
séu heldur betur með Fram,“ sagði
Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, við
Fréttablaðið eftir leikinn.
„Vonbrigðin eru vissulega til
staðar hjá okkur. Við höfum þurft
að treysta á aðra að undanförnu en
við höfum klárað okkar verkefni.
Við ætluðum okkur titilinn, það er
ekkert launungarmál og ef það
tekst ekki þá eru það vonbrigði,“
sagði Páll.
Haukar mæta FH í lokaumferð-
inni. Með sigri þar og tapi Fram
gegn Víkingi/Fjölni verða Haukar
Íslandsmeistarar en skriðið sem er
á Safamýrarpiltum segir meira en
mörg orð um möguleika Hauka á
titlinum.
Síðasta umferðin verður leikin
um næstu helgi en allir leikirnir
fara fram á sama tíma, 16.15. Þá
mætast Fram og Víkingur/Fjölnir,
Haukar og FH, Fylkir og HK, Valur
og ÍR, KA og Selfoss, Afturelding
og Stjarnan auk ÍBV og Þórsara.
Það verður barist á toppi og botni í
æsispennandi lokaumferðinni. - hþh
Haukar treysta á Víking/Fjölni í lokaumferðinni:
Vonbrigðin til staðar
PEYSUTOG Arnar Péturson leikmaður Hauka lét peysutog annað veifið ekki angra sig í
leiknum í gær. Arnar var markahæsti leikmaður Hauka en hann skoraði sjö mörk.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
DHL-deild karla:
HK-FRAM 29-39
Mörk HK: Gunnar Jónsson 8 (7), Ólafur Ragnars-
son 5, Elías Már Halldórsson 4, Tomas Eztuvtez 4,
Valdimar Þórsson 2, Baldur Halldórsson 2, Brynjar
Valsteinsson 2, Jón Heiðar Gunnarsson 1, Vilhelm
G. Bergsveinsson 1.
Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 6.
Mörk Fram: Jóhann Gunnar Einarsson 12 (4),
Sergey Serenko 7, Þorri Gunnarsson 6, Stefán
Stefánsson 5, Guðjón Drengsson 4, Sigfús Sigfús-
son 2, Björgvin Björgvinsson 1, Gunnar Harðarson
1, Haraldur Þorvarðarson 1.
Varin skot: Edgevitius Petkevicius 19, Magnús
Erlendsson 3.
HAUKAR-AFTURELDING 28-24
Mörk Hauka: Arnar Pétursson 7, Jón Karl Björns-
son 6, Kári Kristján Kristjánsson 5, Samúel Ívar
Árnason 3, Andri Stefan 2, Gísli Jón Þórisson 2,
Sigurbergur Sveinsson 1, Árni þór Sigtrygsson 1,
Ólafur Björnsson 1.
Mörk Aftureldingar: Ernir Hrafn Arnarsson 6, Vlad
Trufan 4, Haukur Sigurvinsson 3, Ásgeir Jónsson 3,
Hilmar Stefánsson 2, Einar Hrafnsson 2.
STJARNAN-KA 21-26
Mörk Stjörnunnar: Þórólfur Nielsen 4, Björn Frið-
riks 3, Gunnar Jóhannsson 3, Gílsi Björnsson 3,
Kristján Kristjánsson 2, Björn Guðmundsson 2,
Arnar Theodórsson 2, Bjarni Gunnarsson 2.
Mörk KA: Goran Gusic 8, Ragnar Njálsson 5,
Magnús Stefánsson 4, Hörður Sigórsson 3, Jónat-
an Magnússon 2, Nikola Jankovic 2.
ÍR-FYLKIR 34-34
Mörk ÍR: Hafsteinn Ingason 15, Tryggvi Haraldsson
7, Björgvin Hólmgeirsson 4, Ísleifur Sigurðsson 3,
Ragnar Helgason 3, Andri Númason 2.
Mörk Fylkis: Heimir Örn Árnason 9, Arnar Jón Agn-
arsson 9, Arnar Sæþórsson 7, Ingólfur Axelsson 5,
Hreinn Þór Hauksson 2, Ásbjörn Stefánsson 2.
SELFOSS-ÍBV 28-35
Mörk Selfoss: Atli Kristinsson 8, Einar Örn Guð-
mundsson 8, Ramunas Mikalonis 5, Davíð Ágústs-
son 4, Hörður Bjarnason 3.
Mörk ÍBV: Erlingur Richardsson 7, Ólafur Víðir
Ólafsson 7, Sigurður Bragason 6, Ríkarð Bjarki
Guðmundsson 5, Jens Elíasson 4.
ÞÓR-VALUR 30-32
STAÐAN Í DEILDINNI:
1. FRAM 25 19 3 3 754:658 41
2. HAUKAR 25 20 1 4 765:676 41
3. VALUR 25 17 2 6 750:687 36
4. FYLKIR 25 15 3 7 710:634 33
5. STJARNAN 25 13 4 8 716:691 30
6. KA 25 11 3 11 694:696 25
7. HK 25 11 2 12 718:713 24
8. FH 25 10 3 12 695:700 23
9. ÍR 25 9 5 11 784:784 23
10. UMFA 25 8 4 13 639:661 20
11. ÍBV 25 9 2 14 720:767 20
12. ÞÓR A. 25 4 5 16 699:768 13
13. VÍK/FJÖL 25 6 1 18 678:767 13
14. SELFOSS 25 3 2 20 668:788 8
ÚRSLIT GÆRDAGSINS