Fréttablaðið - 23.04.2006, Qupperneq 81
SUNNUDAGSPENNINN EINAR LOGI VIGNISSON
Sundurleit áhöfn gula kafbátsins
Stemningin þessa dagana virðist í
þá átt að fylgismenn fallegrar
knattspyrnu vilja langflestir sjá
Arsenal mæta Barcelona í úrslit-
um meistaradeildarinnar. Þannig
hafa jafnvel hörðustu stuðnings-
menn helstu andstæðinga Arsenal
á Englandi fylkt sér að baki liðinu
og nokkurn veginn allur knatt-
spyrnuheimurinn sýnist mér
syngja Barcelona lofsöng. Þó að
flestir viti að leikmenn AC Milan
geti leiftrað á köflum umlykur
leiðindamyrkur liðið lengst af.
Heimafyrir þvælist andúð gegn
Berlusconi fyrir liðinu, á alþjóða-
vettvangi andúð á því hvernig
ítölsku liðin hafa þumbast í gegn-
um Evrópumótin undangengin ár.
Í umræðunni um undanúrslitin
gleymist þó eitt lið nánast alveg,
smáliðið sem gengur undir gælu-
nafninu „Guli kafbáturinn“ eftir
hinum sýrða pöbbasöng Bítlanna.
Ekki tekið alvarlega
Sjálfsagt er ein ástæðan fyrir
því að hinir gulu gleymast sú trú
að Arsenal sé líklegra til að veita
Barcelona eða Milan verðuga
keppni. Horft hefur verið til rokk-
andi gengis Villarreal í spænsku
deildinni þar sem liðið er sem
stendur í áttunda sæti. Liðið á
þó ennþá fræðilegan mögu-
leika á sæti í meistara-
deildinni og
kannski ekki
óvarlegt að
ætla að það
lendi fyrir
rest á áþekkum stað
og blasir við Arsenal í deild-
inni.
Önnur ástæða og ekki
síðri er sú að þrátt fyrir
góðan árangur undanfarin
ár eiga knattspyrnuaðdá-
endur fremur erfitt með að
taka smáliðið alvarlega.
Bólan hljóti að springa fyrr
en síðar rétt eins og hjá
Alavés sem skrönglaðist í
úrslit Evrópukeppni félagsliða
fyrir fimm árum en hefur fátt
afrekað meir. Gleymist að margt
skilur á milli Villarreal og annarra
„smærri“ liða sem hafa náð langt í
Evrópumótum síðari ára. Í fyrsta
lagi er meistaradeildin töluvert
erfiðari vígvöllur en sú auma
keppni félagsliða sem áður var
minnst á. Í annan stað hefur því
ekki verið gefinn verðugur gaum-
ur að mínu mati hversu uppbygg-
ing liðs Villarreal er ævintýralegt
afrek, langt fram yfir það sem
hefur gerst hjá öðrum „smálið-
um“.
Búið til úr engu
Villarreal er lið sem hefur á
örfáum árum nánast verið búið til
úr engu og það sem meira er; þótt
eigendur félagsins séu vel stæðir
eru þeir engir olíubarónar og fjár-
stuðningur þeirra við félagið er
ekkert í líkingu við það sem tíðk-
ast hjá öðrum félögum sem hafa
verið heppin með eigendur. Og þar
sem félagið er úr smábæ þar sem
lítil knattspyrnuhefð er þá býr
félagið ekki að þeim fjölda stuðn-
ingsmanna og þeirri sterku hefð
sem fleytt hefur liðum á
borð við Porto,
Lyon, PSV og
fleiri „minni“
spá-
mönnum
langt síðustu
ár.
Forseti
félagsins, Fern-
ando Roig
Alfonso, er
frá Valencia
og sat áður í
stjórn liðs
heimaborgar
sinnar. Hann
tók við Villarreal árið 1997 er liðið
var í þriðju deild. Vila-real er
50.000 manna smábær í nágrenni
Valencia. Roig náði með persónu-
töfrum sínum að lokka nokkra
kunna en brokkgenga leikmenn til
liðsins. Datt niður á formúlu sem
hefur virkað; fyllti gula kafbátinn
af sundurleitri áhöfn, það sem
enskir kalla „motley crew“. Sót-
raftar sem ekki höfðu plumað sig
annars staðar voru dregnir á flot.
„Flestir sem hafa komið hingað
hafa kannski hugsað sem svo að
þeir fengju að minnsta kosti tæki-
færi til að spila og að pressan væri
minni hér en hjá stóru liðunum.
En þeir hafa síðan komist að því
að hér er rekinn alvöru klúbbur
þar sem agi og skipulag ríkir og
harðskeyttir stuðningsmenn gera
El Madrigal jafn ógnvekjandi og
miklu fjölmennari vellir“ segir
fyrirliðinn Quique Álvarez sem
leikið hefur einna lengst með lið-
inu. Ferill Quique er dæmigerður
fyrir leikmenn Villarreal, hann
hóf ferillinn hjá Barcelona þar
sem hann spilaði einungis einn
leik og vomaði í vonleysi hjá smá-
liðinu Lleida þegar Roig sjang-
hæjaði hann um borð.
Þótt Villarreal eigi, að Juan
Román Riquelme frátöldum, ekki
sömu glansspilara og Börsungar
og Arsenal hefur liðið oft á tíðum
leikið mjög skemmtilegan fót-
bolta. Komist yfir erfiðar hindran-
ir í meistaradeildinni og skyldi
enginn vanmeta liðið. Væri sómi
að liðinu í úrslitum og víst er að
utan Barcelona styðja flestir á
Spáni kafbátinn gula. Liggi leiðin í
úrslit gegn Börsungum gæti þó
gætt vanmáttarkenndar því báðir
deildarleikir vetrarins hafa tap-
ast. Slík viðureign gæti mögulega
orðið endurtekning á aumri og
ójafnri alspænskri úrslitarimmu
Valencia og Real Madrid í París
fyrir fimm árum, en úrslitaleikur-
inn í vor fer einmitt fram þar í
borg.
Í næsta mánuði verða liðin fimm ár síðan Brenton fékk íslenskt ríkisfang. Hann er
trúlofaður íslenskri konu og á
með henni son sem verður
tveggja ára síðar á þessu ári.
Litla fjölskyldan er nýlega flutt
inn í hús í nágrenni Reykjanes-
bæjar sem Brenton byggði að
mestu sjálfur ásamt tengdaföður
sínum. Hann vinnur hjá Síman-
um og sinnir körfuboltanum af
áhugamennsku, rétt eins og nán-
ast allir aðrir innlendir leikmenn
Iceland-Express deildarinnar.
Segja má að Brenton sé hinn
dæmigerði íslenski fjölskyldu-
faðir, sjálfskipaður vinnuþjark-
ur og þátttakandi í hinu enda-
lausa lífsgæðakapphlaupi. Fyrir
vikið lítur hann á sig sem meiri
Íslending en hitt.
„Ég er náttúrulega bæði
Bandaríkjamaður og Íslending-
ur en þar sem ég hef búið svo
lengi á Íslandi og er hér með fjöl-
skyldu minni þá má segja að ég
beri meiri taugar til Íslands.“
En þótt hann hafi haft íslenskt
vegabréf í allan þennan tíma eru
þeir enn margir sem líta ekki á
hann sem Íslending. Dæmin eru
fjölmörg og ná langt aftur í tím-
ann, en það nýlegasta er frá síð-
ustu viku þegar Brenton var
nefndur sem annar af tveimur
Bandaríkjamönnunum í liði
Njarðvíkur af einum fjölmiðlin-
um.
Brenton nefnir annað dæmi:
„Í jólafríinu á fyrsta tímabilinu
eftir að ég fékk ríkisborgararétt-
inn var eitt dagblaðið að gera
upp fyrri hluta tímabilsins og
birti lista yfir tölfræði íslensku
leikmannanna. Ég var ekki á
þessum lista þrátt fyrir að hafa
verið í hópi stigahæstu manna.
Ég var einfaldlega ekki skil-
greindur sem Íslendingur. Síðan
fletti ég á næstu blaðsíðu og þar
var frétt um valið á liðunum í
Stjörnuleikinn árlega. Þar spil-
uðu íslenskir leikmenn gegn
erlendum og ég var valinn í
íslenska liðið. Á annarri blaðsíð-
unni var ég Bandaríkjamaður en
á þeirri næstu var ég Íslending-
ur,“ útskýrir Brenton og getur
ekki annað en brosað. „Í dag
hefur þetta ekki mikil áhrif á
mig en óhjákvæmilega sárnar
manni þegar maður upplifir
svona tvöfalt siðgæði. Þetta er
náttúrulega ákveð-
in mismunun,“
segir hann.
Aldrei í liði
ársins
Það eru þó
ekki aðeins
fjölmiðlarnir
sem eiga erfitt
með að muna
að Brent-
on er
Íslendingur. Leikmenn deildar-
innar virðast margir hverjir líta
á Brenton sem erlendan leik-
mann. Skýrasta dæmið um það
er sú staðreynd að á þeim fjórum
tímabilum sem Brenton hefur
leikið hér á landi sem Íslending-
ur hefur hann aldrei verið valinn
í lið ársins, þó að flestir geti
verið sammála um að ærin
ástæða hafi verið til. Það eru
leikmennirnir sem hafa atkvæð-
isrétt í þessu kjöri, sem árlega er
tilkynnt á lokahófi KKÍ. Nú síð-
ast var hann sniðgenginn á föstu-
dagskvöldið var þegar lokahófið
fór fram.
„Ég vil ekki hljóma hrokafull-
ur en ég ætla ekki að leyna því að
mér finnst ég hafa átt skilið að
vera valinn í þetta úrvalslið,“
segir Brenton, en á þó ekki endi-
lega við um tímabilið í ár enda
hafi það verið nokkuð frá því að
geta talist hans besta. Brenton
var frábær tímabilið 2001-2002
og var, að öðrum ólöstuðum,
maðurinn sem leiddi Njarðvík að
Íslandsmeistaratitlinum það ár.
„Eftir þá leiktíð gerði ég mér
vonir um að verða valinn besti
leikmaður deildarinnar. En ég
hlaut ekki þann titil, Jón Arnór
Stefánsson var valinn bestur og
ég tek ekkert af honum, hann er
frábær leikmaður og ég sam-
gladdist honum innilega. Samt
sem áður fannst mér framlag
mitt til Njarðvíkur það ár vera
meira en hjá nokkrum öðrum
leikmanni deildarinnar. En ég
var ekki einu sinni valinn í lið
ársins,“ segir Brenton.
Ástæðan fyrir fjarveru Brent-
ons í þessu liði öll þessi ár virðist
þó ekki vera sú að leikmenn
deildarinnar telji hann ekki eiga
skilið að vera talinn í hópi þeirra
íslensku, heldur virðist sem um
einfalda gleymsku sé að ræða.
„Það hefur gerst að skömmu
eftir að úrvalsliðið er tilkynnt
hafa leikmenn komið til mín og
sagt: Veistu, ég hreinlega
gleymdi því að þú ert gjaldgeng-
ur í þetta lið. Auðvitað átt þú að
vera þarna,“ segir Brenton.
„Síðan kemur sami leikmaðu
stuttu síðar og spyr mig hvort ég
ætli ekki að mæta á landsliðsæf-
ingu í næstu viku,“ bætir Brent-
on við og skellir upp úr.
„Þetta er hálfgerður brand-
ari, það verður að segjast. En
það er leiðinlegt að geta ekki átt
von á því að fá einstaklingsverð-
laun í lok tímabilsins þar sem ég
er ekki viðurkenndur sem Íslend-
ingur. En um leið segja reglurn-
ar að ég megi ekki vera verð-
launaður í flokki erlendra
leikmanna, einmitt vegna þess
að ég er íslenskur. Svona er þetta
öfugsnúið.“
vignir@frettabladid.is
Ekki viðurkenndur
sem Íslendingurþá fyrirmynd sem bandarísku leikmennirnir eru og Brenton er
flekklaus hvað það varðar. Ég er
stoltur af því að hafa átt þátt í að
koma honum til Íslands,“ segir
Friðrik Ingi.
Einn af góðu strákunum
Brenton er fæddur og uppalinn í
New York, nánar tiltekið í Bronx.
Hann er kominn af góðri fjöl-
skyldu og hefur alltaf verið einn
af „góðu strákunum“ eins og
hann kemst sjálfur að orði. „Ég
lenti aldrei í slæmum félagsskap
og ef ég var ekki heima að læra
þá var ég úti í körfubolta.“
Það er fráleitt að reyna að
bera saman stórborgina New
York, með sína 20 milljón íbúa,
og bæjarfélagið Reykjanesbæ
þar sem búa tíu þúsund manns.
En Brenton kveðst hafa þann
hæfileika að geta aðlagast nán-
ast hvaða umhverfi sem er.
„Það er samt margt smávægi-
legt sem ég sakna. Ég get nefnt
sjónvarpið; ég sakna þáttanna og
dagskrágerðarinnar sem stund-
uð er þar. Svo sakna ég þess að
geta farið á pítsustað og keypt
mér eina sneið – en ekki heila
pítsu eins og vaninn er hér,“ segir
Brenton hlæj-
andi.
En hver er helsti kosturinn
við að búa á Íslandi?
„Ísland er frábær staður til að
ala upp börn. Börnin eru örugg
hér og líður vel og almennt er
þetta mjög fjölskylduvænt land.
Mér líður mjög vel hér,“ segir
Brenton en útilokar ekki þann
möguleika að fjölskyldan flytjist
til Bandaríkjanna síðar meir.
Freistandi að hætta á toppnum
Titillinn sem Njarðvík
tryggði sér í byrjun síðustu
viku, að miklu leyti fyrir til-
stuðlan Brentons sem valinn
var besti leikmaður úrslita-
keppninnar í ár, var sá þriðji
hjá Brenton, en auk þess hefur
hefur hann unnið bikarkeppn-
ina fjórum sinnum. Hann hefur
ekki ennþá tekið lokaákvörðun
um næstu leiktíð en hann býst
þó fastlega við því að hann leiki
með Njarðvík í að minnsta kosti
eitt ár enn gefi skrokkurinn
honum grænt ljós á það. Brent-
on er 35 ára að aldri og hefur
síðustu ár þurft að kljást við
slæmt brjósklos, en hann fór í
nokkuð stóra aðgerð vegna þess
árið 2002. Endurhæfingin í kjöl-
farið fór algjörlega forgörðum
og tók
það
Brent- on langan tíma
að jafna sig. „Ég myndi samt
segja að ég hafi aldrei verið í
betra formi frá því ég fór í
aðgerðina.“
Það hlýtur því að vera freist-
andi að halda áfram og verja titil-
inn?
„Að sjálfsögðu, en þetta snýst
líka um að hætta á toppnum, sem
meistari og mikilvægasti leik-
maður úrslitakeppninar. Ef ég
held áfram og við vinnum aftur
þá verð ég að spila eitt ár í við-
bót, ekki satt?“ ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
SUNNUDAGSVIÐTALIÐ BRENTON BIRMINGHAM
FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
„Ísland er frábær staður til að ala upp
fjölskyldu. Börnin eru örugg hér og líður
vel og almennt er þetta mjög fjölskyldu-
vænt land. Mér líður mjög vel hér.“